Morgunblaðið - 28.02.2004, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 28.02.2004, Blaðsíða 53
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2004 53 og allir héldu að það væru við Jan- nike sem komum. Þessu höfðum við gaman af og hlógum að eftir á. Elsku afi. Takk fyrir allt sem þú hefur gert og verið fyrir mig bæði sem einlægur afi, góður vinur og stór fyrirmynd og allt sem við höf- um upplifað saman. Minningin um þig mun ávallt lifa í hjarta mínu. Elsku amma. Guð gefi þér styrk til að takast á við sorgina og varð- veiti þig á komandi tímum. Elsku mamma, Maddý og María. Davíð, Gunnar, Guðný, Guðrún og Sigurbjörg, pabbi, Bjössi og Guð- mundur. Nú í sorginni við fráfall afa er mikilvægt að við stöndum saman og styrkjum hvert annað og stöndum við hlið mömmu/ömmu og veitum henni styrk og hlýju. Guð blessi okkur öll og varðveiti minn- inguna um hann afa. Elsku afi. Blessuð sé minning þín. Þinn dóttursonur og nafni. Bjarni Guðmundsson. Besti afi í heimi. Ég fékk alveg sjokk þegar mamma sagði mér að þú værir dáinn. Síðan fór ég að hugsa, enginn svona fyndinn og góður afi. Þegar ég kom heim til ömmu daginn eftir þá fannst mér allt vera svo tómlegt. En mér fannst eins og þú værir einhvers staðar þarna, þú varst þarna, ég vissi það. Ég fór að leita. Ég leitaði inni í herberginu þínu, inni í stofu, úti í bílskúr og bara út um allt. En ég fann þig hvergi. Síðan, þegar ég leitaði aðeins betur, þá fann ég þig. Ég fann þig, og veistu hvar. Ég fann þig í hjart- anu í mér. Þar varstu innst inni og sagðir við mig að ég ætti ekki að vera að gráta, því að þú værir ekki farinn. Þú sagðir að þú yrðir alltaf hjá mér, að ég gæti alltaf leitað til þín og þú værir alltaf með mér. Mér fannst eins og þú værir beint fyrir framan mig, með húfuna þína, sem þú varst alltaf með, og værir að tala við mig. Því að ég heyrði svo skýrt í þér. Þú varst hjá mér. Ég vissi að ég gæti alltaf leitað til þín ef mig vantaði hjálp, í hjarta mér. Því að þú varst minn lang-, lang- besti afi. Láttu nú ljósið þitt, loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesú mæti. Þín afastelpa Guðrún Telma. Kæri afi. Enn og aftur hefur það sannast að lífið er stutt. Fregnin af andláti þínu barst mér sem þruma úr heiðskíru lofti. Þótt það værif- remur stutt síðan að þú fórst upp á sjúkrahús til að láta „lappa upp á þig“ þá hafðir þú verið svo hress undanfarið, sérstaklega eftir að amma kom úr Ameríkureisu sinni. Ég átti erfitt með að átta mig á frá- falli þínu og andvökunóttina sem fylgdi í kjölfarið minntist ég stund- anna sem við áttum saman. Mínar fyrstu minningar af þér voru í Kambi þar sem ég fékk það göfuga hlutverk hjá þér að sjá um heimaln- ingana. Stoltur stráklingurinn reyndi að inna það verkefni sem best af hendi og tók afa sinn til fyr- irmyndar í því. Náttúran og sveitin var líf þitt og yndi og manni fannst sem þar ættir þú heima. Þegar þú og amma fluttuð loks alfarin úr borginni og í Þjóðólfshaga þá varstu loksins kominn á stað sem mér fannst þú geta kallað heim- kynni þín. Þar varstu á fullri ferð um sveitabýlið í bláa samfestingn- um, svörtu stígvélunum og með ein- hverja derhúfuna á hausnum. Þótt þú værir upptekinn þá gafst þú þér alltaf tíma til að hjálpa mér ef mig vantaði hjálp, hvort sem það var í sambandi við hestana eða skutla mér í veiðitúrana hingað og þang- að. Sérstaklega er mér það minn- isstætt þegar ég plataði þig í veiði- túr í Steinslæk, nálægt Sauðholti þar sem þú ólst upp. Auðvitað komstu með en sást fljótlega eftir því vegna þess að undir leiðsögn minni festumst við í læknum. Ég mátti vita það að betra væri að láta afa velja leiðina en þykjast vita allt best. Veiðivatnaferðirnar lifa líka í minningunni þar sem þú varst í hlutverki útgerðarbóndans þótt afl- inn væri ekki alltaf mikill. Núna á ég erfitt með að skilja það að þegar ég fer næst í heimsókn til ömmu skulir þú ekki opna dyrnar, heilsa mér og faðma. Það eina sem hingað til hefur stöðvað þig í að fara til dyra hefur verið um fimmleytið dag hvern þegar þú hefur verið sokkinn inn í sjónvarpið að horfa á Leið- arljós. Núna er það annað og meira til frambúðar sem kemur í veg fyrir að þú opnir fyrir mér. Afi, ég þakka þér allar þær góðu stundir sem við áttum saman, hvort sem það var tengt hestunum, sveitinni, veiði- ferðum eða með stórfjölskyldunni. Þú yfirgefur hið lifandi líf með þá vitneskju að eftir stendur fjöldi fólks (og einn hundur) sem unni þér af heilum hug. Gangi þér vel á ferðinni sem þú tekur þér nú fyrir hendur. Amma, megi Guð og við öll sem stöndum þér nær vera þér stoð og stytta í gegnum sorgarferlið Gunnar Eysteinn. Elsku afi, lífið er svo sannarlega óútreiknanlegt. Það er mjög erfitt að trúa því að þú sért fallinn frá. Söknuðurinn er mikill og ekki verður annað sagt en að heimurinn sé tómlegri án þín. Mynd skýst upp í huga mér af þér í bláa gallanum þínum sem þú hélst svo mikið upp á, með húfuna þína og í gömlu góðu stígvélunum og gamla góða brosið skín úr and- litinu. Í senn hlaðast upp minning- ar af góðum samverustundum með þér og ég man þegar ég var yngri og þið amma bjugguð í Þjóðólfs- haga, þá fannst mér allltaf svo gaman að skottast með þér í fjár- húsið og hesthúsið, alltaf fékk ég hrós fyrir góðan árangur sem gerði mig afar stolta. Þú varst afar hjálpsamur og ný- legt dæmi er þegar þú hjálpaðir mér að mála herbergið mitt þar sem þú lékst á als oddi. Það var alltaf svo gaman að tala við þig og oftar en ekki komu út svo skemmti- leg tilsvör. Mér þótti og þykir enn afar vænt um þig elsku afi og mun minningin um frábæran afa ávallt sitja í hjarta mér. Elsku amma megi guð styðja þig og styrkja í þessari miklu sorg sem þú ert að ganga í gegnum. Guðný María. pökkuðum dótinu okkar niður og keyrðum af stað í sveitina til ykkar afa. Það var alltaf svo yndislegt að koma til ykkar og eru allar mínar bestu æskuminningar tengdar þessum ferðum okkar. Þegar þú fluttir til Reykjavíkur eftir að afi lést gátum við heimsótt ykkur Úlfar enn oftar. Mamma fór nær daglega til þín og oft fór ég með. Þið voruð alltaf svo duglegar að gera eitthvað skemmtilegt eins og að fara í búðir og á kaffihús enda hafðir þú svo gaman af því að klæða þig upp og fara út. Það var alltaf gaman að koma til þín á Álagrandann, sérstaklega var gaman þegar ég kom ein og þá hafðir þú nægan tíma til að segja mér einhverja af sögunum frá því þú varst lítil stelpa eða einhverja af sögunum úr sveitinni. Þú hafðir líka svo mikinn áhuga á öllu því sem ég var að gera og spurðir óspart. Það þótti mér vænt um. Þegar ég byrj- aði í Háskólanum kom ég stundum til þín í hádeginu, þó þú hefðir jafn- vel ekki heilsu til þá vildir þú helst vera búin aðelda eitthvað gott fyrir okkur þegar ég kom og það þýddi lítið fyrir mig að setja mig á móti því. Við spjölluðum þá sem oftar um heima og geima og oft fannst mér ótrúlegt hversu vel þú varst með á nótunum um allt það sem var að gerast í heiminum og þú hafðir þín- ar skoðanir á því. Þú vissir oft miklu meira en ég um heimsmálin og taldi ég mig fylgjast nokkuð vel með, en þú hafðir líka smáforskot þar sem að síðari árin hafðirðu einnig þýska sjónvarpið sem þú hafðir svo gaman af. Frá því þú veiktist aftur nú sl. haust hafði þér farið mikið fram. Þú varst komin á Landakot í endurhæfingu og þú varst svo dugleg að gera æfingar því eins og þú sagðir þá ætlaðir þú að ganga þaðan út og jafnvel án stafsins. Slík var harkan í þér og þessi orð þín einkenndu þig amma. Elsku amma mín það fer ekki alltaf allt eins og maður ætlar og við héldum að þú mundir rífa þig upp úr veikindunum eins og þú hafðir oft gert áður á ótrúlegan hátt. Ég á þér svo margt að þakka og það verður erfitt að fylla það tóm sem komið er eftir að þú fórst. Ég veit að þér líður vel núna amma mín og ég vona að þú skemmtir þér eins vel á himnum og þú gerðir hér. Sjáumst síðar. Þín Berglind. Elsku amma hefur nú kvatt þennan heim. Mínar fyrstu minn- ingar um ömmu eru komurnar í sveitina þar sem ávallt var tekið vel á móti manni með kræsingum af öllu tagi, enda var amma meistara- kokkur sem gerði kökur og grauta eins og enginn annar. Ég gleymi því ekki hvað tilhlökkunin var alltaf gríðarlega mikil þegar við fjöl- skyldan keyrðum upp hlaðið í sveit- inni. Ég man að ég gat hreinlega ekki hætt að hlæja af spenningi enda jafnaðist ekkert á við að vera kom- inn í sveitina til ömmu, afa og Úlf- ars. Þegar ég hugsa til þín amma er mér efst í huga stund sem við áttum saman í Þýskalandi sumarið ’94. Þá deildum við saman herbergi sem varð til þess að við urðum andvaka langt fram á nótt af því að við gát- um ekki hætt að hlæja og svo varst þú þeim eiginleika gædd að geta talað lengi lengi um allt og ekkert, sem var svo skemmtilegt. Þessa stund rifjuðum við oft upp og hlógum saman og ég mun alltaf geyma hana í hjarta mínu. Elsku amma takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér, Guð geymi þig. Þitt barnabarn Kristbjörg María Guðmundsdóttir. Elsku afi minn. Mig langar að þakka þér fyr- ir allar góðu stundirnar sem við áttum saman og ekki má gleyma þeim síðustu sem við eyddum saman. Þeg- ar við fórum með þér á árshátíðina hjá Þingmúla 23. janúar sl. skemmt- um við okkur öll svo vel. En svo fór þér að hraka dag frá degi. Ég naut þess mikið að fá að vera hjá þér síð- ustu dagana og síðustu nóttina og ég mun aldrei gleyma því hve yndisleg- ur þú varst í alla staði sem afi og langafi. Ég veit að þú hefur það betra núna og amma tekur á móti þér opn- um örmum eins og hún gerði alltaf . FRIÐJÓN ÞORLEIFSSON ✝ Friðjón Þorleifs-son fæddist í Naustahvammi í Norð- firði 13. ágúst 1928. Hann lést á Heilbrigð- isstofnun Suðurnesja 26. janúar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Keflavíkurkirkju 4. febrúar. Nú hnígur sól að hafi. Eg horfi á gengið skeið. Tek föggur mínar í fatla. Fer mína leið. Úr samkvæmis gáskaglaumi eg geng á skemmuhlað. Ferðbúinn fólkinu þakka. En – fyrir hvað? Fyrir hvert leiftur, er lýsir lífsins gróandi vor. Fyrir hvern aflvaka, er eldar um erfið spor. Ungsveinn á hafið horfir, hljóður með tár á kinn. Lítið pappírsblað legg eg í lófa þinn. Í kross mínu kvæði eg vendi. Þið komið öll um hæl. En fram heldur vaka í veri. Verið þið sæl. (Sigurjón Friðjónsson.) Margrét Rut Sörensen og fjölskylda. Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró- og greiðslukortaþjónusta Hjartans þakkir til allra þeirra, er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eigin- manns míns, sonar, föður okkar, bróður og afa, STEINGRÍMS JÓNS ELÍASAR GUÐMUNDSSONAR. Guð blessi ykkur öll. Wan Phen Malai, Anna S. Steingrímsdóttir, Íris Anna Steingrímsdóttir, barnabörn, systkini og fjölskyldur þeirra. Útför ÞÓRÐAR GUÐMUNDSSONAR múrara, Smáraflöt 6, Garðabæ, fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ þriðju- daginn 2. mars kl. 15.00. Fanney Hjaltadóttir, Ásthildur Þórðardóttir, Guðmundur Benediktsson, Hjalti Ingimundur Þórðarson, Guðmundur Þórðarson, Kristín Magna Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegustu þakkir færum við þeim fjölmörgu, sem sýndu okkur hlýhug og vináttu vegna andláts og útfarar elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, INGIMARS GUÐNASONAR, Oddabraut 15, Þorlákshöfn. Guð blessi ykkur öll. Herta Jóhanna Ágústsdóttir, Jóhanna María Ingimarsdóttir, Ágúst Jens Ingimarsson, Helga Halldórsdóttir og afastrákarnir. Við þökkum öllum þeim, sem heiðruðu minningu MATTHÍASAR VIÐARS SÆMUNDSSONAR. Megi friður ríkja í hjörtum ykkar. Steinunn Ólafsdóttir, Jóhanna Steina Matthíasdóttir, Nanna Elísa Jakobsdóttir, Fjóla Magnúsdóttir, Guðmundur K. Sæmundsson, Hreiðar Þór Sæmundsson, Sigurður Rúnar Sæmundsson. AFMÆLIS- og minningar- greinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disk- lingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heima- síma). Ekki er tekið við hand- skrifuðum greinum. Um hvern látinn einstakling birtist ein aðalgrein af hæfi- legri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). tiltekna frests. Frágangur afmælis- og minningar- greina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.