Morgunblaðið - 28.02.2004, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 28.02.2004, Blaðsíða 45
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2004 45 FORMAÐUR Félags kvik- myndagerðarmanna skrifaði grein í Morgunblaðið í gær um kaup Sjónvarpsins á inn- lendu dagskrárefni frá sjálfstæðum fram- leiðendum. Upphafs- orð hans voru: „Sjón- varpið er búið að loka fyrir kaup á efni frá íslenskum framleið- endum það sem eftir lifir ársins 2004.“ Ég vil í fyrsta lagi enn hafna þeirri full- yrðingu að búið sé að loka fyrir kaup á efni frá íslenskum fram- leiðendum. Vegna meðferðar formanns- ins á tölum verð ég einnig að ítreka það sem ég hef áður sagt um „kaup á efni frá íslenskum framleið- endum“ svo ég noti hans eigin orð. Sjónvarpið ver um 570 milljónum árlega til innlendrar dagskrár með tækni- kostnaði en án frétta og íþrótta. Það hefur undanfarin fimm ár keypt efni af sjálfstæðum framleið- endum fyrir að meðaltali nálægt 140 milljónum á ári (án virð- isaukaskatts). Þess má geta að hliðstæð upphæð árið 1995 var tæplega 50 milljónir. Þessu til viðbótar má benda á að um síðustu áramót námu útistand- andi vilyrði og samningar Sjón- varpsins vel yfir 100 milljónum króna vegna leikins efnis, stutt- og heimildamynda sem sjálfstæðir kvik- myndaframleiðendur vinna að fjármögnun og framleiðslu á. Sjónvarpið er öfl- ugasti vettvangur til sýninga á innlendu dagskrárefni á Íslandi. Menningarhlutverk þess og ábyrgð er mik- il eins og ofangreindar tölur og umsvif sýna. Liður í starfinu er samvinna við ýmsa að- ila og hagsmuna- samtök á borð við Fé- lag kvikmyndagerð- armanna sem eðlilega eru upptekin af eigin úrlausnarefnum og vandamálum. Sjónvarpið leggur áherslu á gott samtal við öll hagsmuna- samtök. Forsenda þess að þetta samtal verði skynsamlegt og leiði til góðs er að rétt sé farið með töl- ur og staðreyndir. Byggjum á staðreyndum Bjarni Guðmundsson svarar formanni Félags kvikmynda- gerðarmanna Bjarni Guðmundsson ’Sjónvarpið eröflugasti vett- vangur til sýn- inga á innlendu dagskrárefni á Íslandi.‘ Höfundur er framkvæmdastjóri Sjónvarpsins. TILLÖGU um að jafnréttisfull- trúa Akureyrarbæjar verði falið að kanna hvaða þættir í kröfugerð verkalýðsfélaga og tilboðum at- vinnurekenda vegna kjarasamninga eigi að draga úr launamun karla og kvenna var vísað frá með atkvæðum Fram- sóknar- og Sjálfstæð- isflokks á fundi í jafn- réttis- og fjölskyldunefnd Ak- ureyrar á dögunum. Tillagan er í góðu samræmi við þá jafn- réttisstefnu sem á þessum sama fundi var samþykkt einróma að vísa til bæj- arstjórnar til af- greiðslu og sam- þykktar. Jafnréttisstefna Akureyrarbæjar miðar ekki aðeins á bæjarkerfið, eins og títt er um slík plögg, hún á að efla jafnrétti meðal íbúanna og eins og segir orðrétt „styðja þá ímynd að á Akureyri sé að finna öll lífsins gæði“. Við í Sam- fylkingunni viljum að sjálfsögðu að hér verði öll lífsins gæði en teljum að það þurfi meira en ímyndina eina, það þurfi líka athafnir og raun- veruleika. Þess vegna var nú þessi tillaga lögð fram, að afla þekkingar á því hvernig þau samtök sem mestu ráða um launamyndunina hér á Akureyri ætla að draga úr launa- mun karla og kvenna. Í lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla er kveðið á um að aðilar vinnumarkaðarins skuli „vinna markvisst að því að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði“ (13. gr.). Hér starfa svæð- isbundin félög beggja samningsaðila. Hver skyldu markmið þeirra vera í þessu efni? Í skoðanakönnun kom fram að bæj- arbúar telja mikilvæg- asta verkefni jafnréttis- og fjölskyldunefndar að taka á launamun kynja. Þessi skoðun Akureyr- inga virðist ekki hreyfa við meiri- hlutanum. Vinnubrögð meirihluta Fram- sóknar- og Sjálfstæðisflokks í þessu máli eru með ólíkindum. Sérfræð- ingur bæjarins, jafnréttisfulltrúinn, má ekki afla þekkingar á því sviði sem hún er þó ráðin til að sinna. Slík íhaldssemi er ekki boðuð fyrir kosningar en hér eru flokksfull- trúarnir á móti athugunum á þeim veruleika, sem þeir segjast ætla að breyta til betri vegar. Þetta mál hefur almenna skírskotun og dregur fram í dagsljósið hvaða bindiefni það er sem heldur þessum tveimur flokkum saman í meirihluta- samstarfi, vísar okkur á ótta þeirra við þekkingu, rök og skynsamlegar niðurstöður í stað óvissu og hefð- arhyggju. Vonandi er málið ekki úr sögunni, en af hálfu meirihlutans í bæj- arstjórn Akureyrar verður ekkert gert til þess að vinna að launajafn- rétti á vettvangi kjarasamninga nú þegar kjaraviðræður eru að hefjast. Ekki fyrr en gerðir hafa verið kjarasamningar og kosin ný bæj- arstjórn, sem hefur í verki aðra stefnu í jafnréttismálum en Fram- sóknar- og Sjálfstæðisflokkur. Verkfælið framsóknaríhald Þorlákur Axel Jónsson skrifar um launamun kynja Þorlákur Axel Jónsson ’Í skoðanakönnun komfram að bæjarbúar telja mikilvægasta verkefni jafnréttis- og fjölskyldu- nefndar að taka á launa- mun kynja.‘ Höfundur er kennari við MA. Flestir munu kannast viðhugtökin persónuleg ogópersónuleg sögn. Sagter að sagnorð sé notað persónulega ef það stendur með frumlagi í nefnifalli og þá sambeyg- ist það jafnframt frumlaginu í per- sónu og tölu. Dæmi um slíka notk- un eru t.d.: Maðurinn ber þunga byrði og Við berum fulla ábyrgð á verkinu. Rétt er að vekja athygli á að í fyrra dæminu er frumlagið Maðurinn jafnframt gerandi, sá sem framkvæmir þann verknað sem um ræðir, og sama á við um frumlagið Við í síðara dæminu. Sagnorð sem notað er ópersónu- lega stendur hins vegar með fall- orði í aukafalli og sambeygist því ekki, heldur stendur það ávallt í 3.p.et. Sem dæmi um ópersónulega notkun sagnorða má nefna: Lög- regluna bar þar að sem … og Mennina bar þar að sem … Eins og sjá má er sögnin bera notuð með allt öðrum hætti í síðari tveimur dæmunum en þeim dæmum sem sýna persónulega notkun. Mun- urinn er hvort tveggja í senn setn- ingafræðilegur og merking- arfræðilegur. Setningafræðilegi munurinn felst eins og áður sagði í því að persónulegar sagnir sam- beygjast frumlaginu í persónu og tölu en ópersónulegar sagnir standa ávallt í 3.p.et. Merking- arfræðilegur munur persónulegra sagna og ópersónulegra er einkum sá að í fyrra tilvikinu stendur frum- lagið sem gerandi (Ég rek kind- urnar) en ekki því síðara (Mig rek- ur ekki minni til að hafa sagt þetta). Þessi munur er mikilvægur þar sem ætla má að hann ráði því hvort sögn er notuð persónulega eða ópersónulega og hann er einnig til þess fallinn að skýra hvers vegna óreglu gætir oft um notkun óper- sónulegra sagna. Það er kunnara en frá þurfi að segja að oft verður vart ruglings er varðar persónulega eða ópersónu- lega notkun sagnorða. Ruglingur þessi er að vísu margs konar en til einföldunar skulu hér aðeins nefnd þrjú tilvik. 1) Flestar ópersónulegar sagnir taka með sér þágufall, t.d. mér blöskrar (verðlagið); mér brá (í brún) þegar …; mér finnst gaman; mér líkar þetta ekki; mér sýnist þetta vera rétt; mér þykir þetta ósvífið o.s.frv. Miklu færri óper- sónulegar sagnir taka með sér þol- fall, t.d.: mig dreymdi merkilegan draum; mig langar að segja nokkur orð; mig minnir að …; hana skortir e-n hlut; mig vantar ekkert; þig varðar ekkert um þetta o.s.frv. Ópersónulegar þgf.-sagnir skipta tugum í íslensku en ópersónulegar þf.-sagnir eru miklu færri enda eiga þær nokkuð undir högg að sækja. Þeirrar tilhneigingar gætir nokkuð að nota þær sem þgf.-sagnir, t.d. er þá sagt ?mér langar í stað mig lang- ar og ?strákunum vantar snerpu í stað strákana vantar snerpu. Þetta fyrirbrigði er oft kallað þágufalls- sýki, vafalaust í viðleitni til að kveða þennan draug niður. Undirrituðum þykir einboðið að hér ráði mál- venja. 2) Fjölmargar sagnir er ýmist unnt að nota persónulega eða óper- sónulega (ég ber – mig ber – mér ber) og í grófum dráttum má segja að merking ákvarði notkunina. Ef frumlagið er gerandi er notkunin jafnan persónuleg en annars óper- sónuleg. Þessi munur kemur glöggt fram ef hugað er að merkingu, t.d. er sagt: Kirkjuna bar við himin en ekki ?kirkjan bar við himin og bát- inn bar að landi en ekki ?báturinn bar að landi enda hlýtur það að blasa við að hvorki kirkjan né bát- urinn getur gegnt hlutverki ger- anda í þessum dæmum. Þótt merk- ingarmunur sé skýr ber það alloft við að sögn er notuð persónulega þar sem merking krefst þess að hún sé notuð ópersónulega. Mér var bent á slíkt dæmi í einni jólabók- anna en þar gat að líta: ?Hvalurinn var rekinn upp á Oddeyrina þegar þau áttu leið þar hjá. Slík málbeit- ing stangast á við málvenju og þau atriði er drepið var á hér að ofan. 3) Örfáar sagnir eru þeirrar nátt- úru að þær taka með sér frumlag þótt vant sé að sjá að það geti sam- svarað geranda. Sagnir af þessum toga eru: ég/hún hlakkar til (e-s), við hökkum til, þið hlakkið til; ég kvíði fyrir (e-u) og ég kenni í brjósti/(brjóst) um e-n. Miðað við merkingu eiga þessar sagnir sam- leið með ‘gerandlausum sögnum’ og því þarf ekki að koma á óvart að þær eru oft notaðar ópersónulega: ?mig/mér hlakkar til í stað ég hlakka til og ?okkur kvíðir fyrir e-u í stað við kvíðum fyrir e-u. Af þess- um toga var texti undir opnuaug- lýsingu sem birtist í blaði: ?Okkur hlakkar til að sjá þig í bíósölum okkar. Hér hefði auglýsandinn eða auglýsingastofan mátt vanda sig betur því að slík málbeiting sam- ræmist ekki málvenju. Úr handraðanum Veika sögnin renna (renna, renndi, rennt) er dregin af annarri kennimynd sterku sagnarinnar renna (renna, rann, runnum, runn- ið) og í orsakarmerkingu stýrir hún þágufalli, t.d.: renna (kaffi) í bollana og renna (vatni) á (kaffi)könnuna. Orðasambandið renna grun í e-ð eða renna í grun merkir ‘e-n grunar e-ð, e-r hefur hugboð um e-ð’, t.d.: Enginn gat rennt í grun hverjar af- leiðingarnar yrðu af nátt- úruhamförunum og Fer eg þá að renna grun í, hver hún muni vera. Af dæmunum má sjá að þar er sögnin renna notuð persónulega (einhver rennir grun (þgf.) í e-ð). Slík málbeiting er í fullu samræmi við dæmi úr fornu máli (renna grun/grunum í/á) og í orðabók Sig- fúsar Blöndals (1922–24) er ein- ungis sú notkun tilgreind. Í nútíma- máli er orðasambandið hins vegar oft notað ópersónulega, sbr. Ís- lenska orðabók: e-n rennir grun í e-ð ‘e-n grunar e-ð’. Í máli þeirra sem kjósa að nota orðasambandið með þessum hætti hefur því orðið breyting og er hún reyndar auð- skilin, um er að ræða áhrifsbreyt- ingu sem stafar af merkingunni, þ.e. e-r rennir grun (þgf.) í e-ð verð- ur trúlega fyrst e-r rennir í e-ð grun og síðan e-n rennir í grun (‘e-n grunar e-ð’). Ætla má að það sé merking- arbreyting sem kemur ferlinu af stað eða veldur breyttri notkun. Með sögninni renna var ávallt not- aður gerandi (ég renni grun í e-ð) en merking orðasambandsins renna í grun (‘e-n grunar’) veldur því að gerandmerkingin bliknar enda fellur orðasambandið að nokkru leyti að munstri ýmissa ópersónulegra sagna (mig óraði ekki fyrir því …). Sá sem þetta ritar hefur vanist fyrri myndinni (ég renni grun í e-ð). …oft verður vart ruglings er varðar per- sónulega eða ópersónulega notkun sagn- orða jonf@hi.is ÍSLENSKT MÁL Jón G. Friðjónsson 22. þáttur                            ! " #$  %   #$ %         &       '   ' #$  %  &   $  ( $   '  )  *+  *++    ,,-.//, ' 0  $0  1  2 '   ' 0   ! #$  %  "     .3  $4 .//5 0     $ &    ' & & $  6   ''     $  7     7 8 &0"  !  ' "    $   999 $       *  '0:' &   $ '   0 73;  !   " #$  %   0    0       '   *     ' 0 :  '       &    "  "    < '!  =11>  ' $ " #$  %   :   !   !  ' "    $ 7 999 $  6  &      ' ; 1" .//5     ( $    ! , ' .//5    ?// , ' .//5 @' & !  $ 0     $  &   "'7     0 7 '  '    :   11> '7      $  7     7 ;; 8 &0"      $  7  ;;/;//,;,/7     .7 ;; 8 &0"7 999 $ 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.