Morgunblaðið - 28.02.2004, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 28.02.2004, Blaðsíða 37
FERÐALÖG MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2004 37 Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga. Bílar frá dkr. 1.975,- pr. viku. Innifalið í verði; ótakmarkaður akstur, allar tryggingar. (Afgr. gjöld á flugvöllum). Aðrir litlir og stórir bílar 6-7 manna, minibus og rútur. Sumarhús og íbúðir. Norðurlönd og Mið - Evrópa. Hótel. Heimagisting. Bændagisting. www.fylkir.is sími 456-3745 Bílaleigubílar Sumarhús DANMÖRKU Nýtt á Íslandi HRÍFANDI náttúrufegurð, fjöl- breyttir menningarstraumar, blómstrandi verslun og stöðugt lofts- lag. Malasíukynning Ahmad Johanif Mohd Ali frá Ferðamálaráði Malasíu gaf fögur fyrirheit um spennandi sumarfrí í Suðaustur-Asíu. Íslendingar hafa ekki farið til Mal- asíu í stríðum straumum þó landið hafi verið vinsælt ferðamannaland um árabil. Líkast til er ástæðan sú að landið er langt frá Íslandi, þ.e. í Suðaustur-Asíu. Ef flogið er frá London er um 11–12 tíma flug til Malasíu. Malasía skiptist í grófum dráttum í tvennt, þ.e. suður- hluta, Malaskaga og norður- hluta, Borneo og eru lands- hlutarnir tveir aðskildir af um 100 km af Suður-Kínahafi. Malasía er um þrefalt stærra land en Ísland og íbúar um 23,3 milljónir af jafn ólíkum uppruna og malasískum, kín- verskum og indverskum. Þjóðtrú Malasíubúa er ísl- am þó ýmis önnur trúarbrögð séu iðkuð í landinu. Þjóðtunga Malasíubúa er Bahasa Mela- yu (malas- íska) þótt þjóð- arbrotin tali ýmis önnur tungu- mál sín á milli. Malasía var nýlenda Breta til 1957 og er enska töluvert útbreidd í landinu. Malasíubúar hafa hagnast vel af olíu og pálmaolíu á síðustu árum. Þrenns konar menningarstraumar Ahmad Johanif Mohd Ali var ekki lengi að svara því hvað hann teldi að helst gæti freistað Íslendinga í Mal- asíu. „Náttúran, ævintýrið og menn- ingin,“ svarar hann hiklaust og byrjar á náttúrunni. „Malasía býr yfir stórkostlegri nátt- úrufegurð. Einum elstu regnskógum í heiminum og yndislegum ströndum svo eitthvað sé nefnt. Ekki spillir heldur fyrir að sólin skín 12 klukku- stundir á hverjum degi all- an ársins hring,“ bætir hann við. Hvað með ævintýrið? „Já,“ segir Ahmad. „Með ævintýri átti ég við hversu auðvelt er að upplifa stór- kostleg ævintýri í mal- asískri náttúru, t.d. í gönguferðum, golfi, köfun og öðrum úti- vistaríþróttum. Allir kafarar ættu að heim- sækja Mekka kafara á eynni Sipadan úti fyrir ströndum Malasíu. Eyjan er svo lítil að að- eins er hægt að taka á móti 40 gestum þar í einu. Þangað sækjast kafara eftir að fara og kafa undir eyjuna til að skoða ótrúlega fallega kóralla og fiska. “ Hvað áttu við með undir eyjuna? „Sjáðu til – eyjan er eins og sveppur í lag- inu. Aðeins hatturinn stendur uppúr. Undir hann er svo hægt að kafa.“ Hagstætt verðlag Eins og fram kom í upphafi byggja Malasíu einkanlega Malajar, Kín- verjar og Indverjar. „Hlutafall Malaja er 52%, Kínverja um 30% og Indverja 15%. Önnur minni þjóð- arbrot eru fámennari,“ segir Ahmad. „Ef þú ferð til Malasíu þarft þú ekki að fara til Kína til að kynnast kín- verskri menningu og Indlands til að kynnast indverskri menningu því að bæði kínversk og indversk menning þrífast með þeirri malasísku.“ Veðurfar í Malasíu er ákaflega stöðugt. „Hitinn er að jafnaði mjög þægilegur eða á bilinu 24 til 32 gráð- ur. Hins vegar getur verið dálítill raki í loftinu. Loftslagið hentar rækt- un á hvers kyns suðrænum ávöxtum ákaflega vel. Við ræktum banana, papaya, stjörnuávöxt og fleiri spenn- andi suðræna ávexti. Verðið á ávöxt- unum eins og reyndar flestu öðru í Malasíu er ótrúlega lágt, t.d. kostar banani um 4 ísl. kr.,“ segir Ahmed og er spurður að því hvort gott sé að versla í Malasíu. „Já,“ segir hann. „Alveg sérstaklega í Kuala Lumpur, því þar er í glæsilegum versl- anamiðstöðvum hægt að kaupa flest það sem hugurinn girnist, t.d. alls konar vestrænan tískuvarning á góðu verði. Eyjarnar Langkawi og Tioman eru skattfrjálsar svo þar er sérstaklega hagstætt að versla. Ekki má heldur gleyma næturlífinu. Við erum með bari, diskótek og karókí er afar vinsælt meðal Malasíubúanna sjálfra. “  MALASÍA|Paradís í Suður-Kínahafi Mekka kafara er sveppalaga eyja Patronas-tvíburaturnarnir: Þessar byggingar eru eitt helsta kennileiti Kuala Lumpur- borgar. Frekari upplýsingar: www.tourism.gov.my www.malaysiatrulyasia.co.uk www.malaysiamydest- ination.com ago@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.