Morgunblaðið - 28.02.2004, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 28.02.2004, Blaðsíða 34
safi og börkur af 1 sítrónu 100 ml sykursýróp Öllu er blandað saman og er sítrussafinn sett- ur síðast eftir smekk til að skerpa upp súrsæt- una í sósunni. Sykursýróp 100 ml vatn 50 g sykur Sett í pott og suðan látin koma upp og svo kæld fyrir notkun Cous cous Kjúklingasoð (vatn og kraftur) Cous cous 50 ml extravirgin-ólífuolía salt og pipar Heitu kjúklingasoði er hellt yfir cous cous og það látið standa í nokkrar mínútur í volgum ofni með plastfilmu yfir formunum eða skál (eftir því sem á við). BJARNI Gunnar Kristinsson, yfirmat- reiðslumaður á Grillinu, segir dressinguna vera það sem gerir gæfumuninn í eftirfarandi uppskrift. „Oftast er olía í svona dressingum þannig að maturinn verður gjarnan frekar fitumikill. Þessi dressing er hins vegar bara unnin úr sykursírópi. Þannig kemur svolítil sæta á móti sýrunni og chilipiparnum og þegar þetta þrennt kemur saman gefur það alveg einstakan ferskleika.“ Hann segir dressinguna góða á allt eldað kjöt og þar sem hún sé fitu- laus henti hún vel fyrir þá sem eru að hugsa um línurnar. Aðspurður segir hann af og frá að maður þurfi að vera yfirkokkurinn á Grillinu til að klára sig í gegn um þessa uppskrift. „Þetta er rosalega einfalt og það geta þetta allir,“ segir hann. Steiktur kjúklingur með cous cous Uppskriftin er fyrir 3–4 1 stk eldaður kjúklingur Bringurnar eru teknar frá og sneiddar á diskinn en restin af kjötinu er rifin niður og tekin frá fyrir salatið. Kjúklingasalat Rifið kjúklingakjöt 1 bréf dill ½ bréf kóríander 1 lítill haus salat 30 g rúsínur 30 g salthnetur 3 stk vorlaukar skornir langsum þunnt og lagðir í kalt vatn fyrir notkun Öllu blandað saman. Nam prik-dressing 1 skarlottulaukur saxaður fínt 1 hvítlauksrif saxað fínt 1 rauður eldpipar (chili) saxaður fínt 1 vorlaukur skorinn þunnt 1 lítill hnúður engifer safi og börkur af 1 lime DAGLEGT LÍF 34 LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÞEIR eru ófáir hamborgararnir sem hafa verið steiktir í hendingskasti á eldavélum Ís- lendinga síðustu árin og sjálfsagt er hægt að vega pítsumagnið, sem hefur horfið ofan í landann á sama tíma, í tonnum. Grillaðir kjúklingar úr kjötborðinu hafa verið rifnir út, fimm mínútna örbylgjuréttir hafa aldrei selst betur og þannig mætti lengi halda áfram. Allt ber þetta að sama brunni: orsökina að þessum miklu vinsældum skyndirétta er að finna í alræmdu tímaleysi nútímamannsins. En það er sama með skyndibita og aðra bita – sé of mikið af þeim etið fá menn leiða. Kjúllinn verður bragðlaus, hamborgarinn seigur og örbylgjurétturinn óspennandi. Væri því ekki frábært ef hægt væri að út- búa glæsilegar máltíðir heima í eldhúsi á sama tíma og það tekur að bíða eftir píts- unni? Eitthvað sem kitlar bragðlaukana og gleður augað, eitthvað sem fjölskyldan hlakkar til að bragða á og hægt væri að bjóða vinum upp á með stuttum fyr- irvara? Eitthvað sem gæti platað mat- argesti til að halda að gestgjafinn væri meistarakokkur án þess þó að hann þurfi að standa á haus í eld- húsinu í heilan dag til að fram- kalla þá upplifun? Morgunblaðið fór á stúfana og færði kokkum á þremur þekktum veit- ingastöðum tilbúinn, grillaðan kjúkling með þeim fyrirmælum að breyta honum á ein- faldan hátt í veislumáltíð á 20 mínútum. Þeir máttu krukka í hann að vild og bæta við hann hráefni en þó með þeim ann- marka að ekki var leyfilegt að nota annað en það sem hægt er að grípa úr búðinni um leið og kjúklingurinn er keyptur. Kokkarnir tóku til óspilltra málanna og sönnuðu hver með sínu lagi að með hugmyndaflugi (og kannski svolítilli óskammfeilni) getur venjulegur eldhúsrati breytt skyndibita í veislumáltíð.  MATARKISTAN|Þrír matreiðslumeistarar fá grillaðan kjúkling og útbúa veislumáltíð á örskotsstund Veislumáltíð á tuttugu mínútum ben@mbl.is CHANDRIKA Gunnarsson, ann- ar eigandi Austur-Indíafélagsins, segir kjúkling mikið notaðan í indverska matargerð. „Fólk er haldið þeim misskilningi að ind- verskur matur sé mjög krydd- aður og að það sé verulega flókið að útbúa hann. Þessi uppskrift sýnir að svo er ekki,“ segir hún og bendir á að þeir sem vilji geti sleppt bæði chilipiparnum og chiliduftinu úr uppskriftinni. „Þetta er mjög einföld uppskrift þegar tíminn er naumur,“ heldur hún áfram og staðhæfir að mat- seldin hafi ekki tekið kokkinn þeirra nema 7 mínútur. „Fyrir þá sem eru óvanir í eldhúsinu ættu 15 mínútur að nægja.“ Athugið að uppskriftin miðast við einn og þ.a.l. er aðeins ein kjúklingabringa notuð. Lítið mál er að nota kjúklinginn allan en þá þarf að huga að því að stækka uppskriftina í samræmi við það magn af kjúkling sem á að nota. Murgh Malai Uppskriftin miðast við einn. Matreiðslutími: 15 mínútur. 1 kjúklingabringa 2 msk matarolía 1 tsk heil kúmenfræ 1 heill grænn chilipipar, saxaður (má sleppa) 4 rif hvítlaukur 2 msk tómatpúre ¼ tsk Chiliduft (má sleppa) ¼ tsk turmerik 3 msk vatn 100–120 ml. rjómi ½ rauð paprika, skorin gróft ½ græn paprika, skorin gróft 1 tsk ferskur kóríander salt Hitið olíuna á pönnu. Snöggsteikið kúm- enfræin þar til það snarkar í þeim, bætið grænum chilipipar og hvítlauk við og snögg- steikið áfram örlitla stund þar til hann er orð- inn gullinbrúnn. Lækkið hitann og bætið við tómatpúre, turmerik og chilidufti. Steikið áfram í tvær mínútur og hrærið viðstöðulaust svo að maturinn festist ekki við pönnuna. Bætið við vatni og blandið öllu vel saman. Hellið rjómanum út í og látið sjóða þar til allt er vel soðið saman. Bragðið til með salti. Bætið paprikunni út í þegar sósan fer að þykkna. Hellið strax yfir kjúklinginn og skreytið með söxuðum, ferskum kóríander- laufum. Réttinn má bera fram með fersku salati, gufusoðnu græn- meti, hrísgrjónum eða nan-brauði, allt eftir óskum viðkomandi og þeim tíma sem hann getur ráðstafað í eldamennsk- una. Á sumr- in getur líka verið gott að bera hann fram með ferskum ávöxtum á borð við kantalópu- melónur. Auðvelt: Fólk heldur að indverskur matur sé mjög kryddaður og að það sé verulega flókið að útbúa hann. Þessi réttur sem Pramod Nair matreiðslumeistari held- ur á sannar að svo er ekki. Morgunblaðið/Þorkell  AUSTUR-INDÍAFÉLAGIÐ|Chandrika Gunnarsson Milt og framandi  GRILLIÐ Á SÖGU|Bjarni Gunnar Kristinsson Ferskt og fitusnautt Morgunblaðið/Kristinn Ferskleiki: Bjarni Gunnar Kristinsson, yfirmatreiðslumaður á Grillinu, segir að sætan á móti sýrunni og chilipiparnum geri réttinn ferskan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.