Morgunblaðið - 28.02.2004, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.02.2004, Blaðsíða 30
LISTIR 30 LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Óhætt er að segja að sænski organist-inn Mattias Wager muni sýnaóvæntar og spennandi hliðar á org-elið á hádegistónleikum í Hallgríms- kirku í dag. Tónleikarnir, sem eru á vegum Listvinafélags Hallgrímskirkju, eru liður í nýrri tónleikaröð er nefnist Klais-orgelið hljómar og ætlað er að kynna hljóðheim org- elsins. Wager ætti að vera íslenskum tónlistar- áhugamönnum vel kunnur, en hann hefur á síðustu þremur árum lagt leið sína til Íslands alls níu sinnum í þeim tilgangi ýmist að leika á tónleikum, taka upp eða halda meist- aranámskeið fyrir íslenska orgelleikara. Und- anfarin ár hefur Wager gegnt prófess- orsstöðum við Tónlistarháskólana í Piteå og Malmö í Svíþjóð og kennt bæði orgelleik og spuna. Haustið 2002 tók hann við eftirsóttri organistastöðu við Hedvig Eleonora-kirkjuna í Stokkhólmi, sem eftirmaður kennara síns, hins heimsþekkta organista Torvalds Toréns. Merki um það sem koma skyldi Spurður um efnisskrá tónleikanna í dag seg- ist Wager bjóða upp á þrjú ólík verk, auk þess sem hann muni leika af fingrum fram út frá stefi eða stefjum sem áheyrendur stinga upp á. Fyrsta verkið er Variations on America (Til- brigði við America) eftir sérvitringinn Charles Ives, en áheyrendur þekkja lagið America e.t.v. betur undir heitinu Eldgamla Ísafold. „Þótt Ives hafi ekki verið nema sextán ára gamall þegar hann samdi verkið má greinilega heyra merki um það sem koma skyldi síðar á tónlistarferli hans. Verkið einkennist af þeirri kaldhæðni og þeim húmor sem heyra má í flestum verkum hans. Í framhaldinu mun ég síðan leika vals eftir Sigfrid Karg-Elert sem nefnist Valse mignonne (Smávals). Þetta er einstaklega heillandi verk þar sem hin ólíku blæbrigði og litir orgelsins fá virkilega að njóta sín,“ segir Wager og bendir á að ekki gefist oft tækifæri til að heyra vals leikinn á orgel. „Þriðja verkið er BACH-messa eftir sam- landa minn og góðan vin, Erland Hildén. Stíll- inn á verkinu er afar mínimalískur og einkenn- ist af sífelldum endurtekningum, en í verkinu bregður Erland á leik með stafina í nafni Bachs og samsvarandi tóna. Þetta er óhefð- bundið verk í þeim skilningi að það er ekkert skýrt upphaf sem leiðir yfir í einhvers konar ris með ákveðinni lausn eða endi. Ég segi stundum að tilfinningin af því að hlusta á þetta verk sé sambærileg við það að horfa á foss í nokkrar mínútur. Þú færð leiftursýn af ein- hverju sem er í raun óendanlegt. Verkið er samt afar aðgengilegt og áheyrendum hvar- vetna í heiminum, þar sem ég hef leikið það, virðist falla það vel í geð.“ Eins og fyrr gat mun Wager ljúka tónleik- unum með því að spinna yfir stef frá áheyr- endum, en Wager þykir mikill meistari á því sviði og hefur unnið til fjölmargra verðlauna í virtum orgelkeppnum. Spurður í hverju galdur spunans liggi svarar Wager því til að hann fel- ist fyrst og fremst í því að vera óhræddur við að láta vaða og hugsa ekki of mikið um það hvort eitthvað geti farið úrskeiðis eða hvort hlutirnir hljómi rétt eða rangt. „Margir halda að spuni sé annaðhvort réttur eða rangur og telja að aðeins færustu sérfræðingar geti spunnið. En ekkert gæti verið fjær sannleik- anum, því spuni er ekki frátekinn fyrir fáa út- valda sérfræðinga. Spuni er í raun það eina sem allir geta gert, því það geta allir sest við orgelið og framkallað einhvers konar hljóð, þótt þau hljómi auðvitað misvel. Ef fólk léti hræðsluna við mistök stýra sér þegar það væri t.d. að reyna að læra að tala eða ganga þá myndi það aldrei þora að mæla fyrsta orðið eða taka fyrsta skrefið. Þú verður bara að láta vaða og vera óhræddur við að prófa þig áfram.“ Heyrði í orgeli í teiknimynd Spurður hvernig hann hafi sjálfur kynnst orgelinu segist Wager fyrst hafa heyrt í því í teiknimynd sem sýnd var reglulega í sænska sjónvarpinu þegar hann var barn að aldri. „Ég heillaðist gjörsamlega af þessum hljómaheimi og í framhaldinu bað ég um að fá að prófa að leika á kirkjuorgelið í heimabæ mínum. Eftir það varð ekki aftur snúið,“ segir Wager og brosir við tilhugsunina. Tónleikarnir hefjast kl. 12.00 og að þeim loknum verða seldar léttar veitingar í suðursal Hallgrímskirkju. Þess má geta að aðgangur að tónleikunum er ókeypis fyrir skólafólk. Óvæntar hliðar á orgelinu Morgunblaðið/Eggert Hin ólíku blæbrigði og litir orgelsins fá að njóta sín á hádegistónleikum Mattiasar Wagers. Það er árið 1949. Kaldastríðið er í algleymingisem og haftastefna í ut-anríkisviðskiptum. Hinir nýsjálfstæðu Íslendingar eru með- vitaðir um hættuna sem stafar af heimsvaldastefnu Rússa og hafa í varnarskyni sett á stofn leyniþjón- ustu til að fylgjast með aðgerðum risans í austri. Ungur maður, Björn að nafni, kemur nýútskrif- aður úr leyniþjónustunámi í Bandaríkjunum til að stýra starf- semi hennar. Og fyrsta verkefnið er ekki af verri endanum – að fylgjast með rússneskum sirkus sem er væntanlegur til landsins sem liður í flóknum vöruskipta- viðskiptum þjóðanna. Jafnframt þurfa Björn og aðstoðarmenn hans að hafa uppi á stórhættulegum gagnnjósnara, hinni dularfullu Matthildi Haraldsdóttur, eða Möttu Har. Þannig liggur landið í nýjum gamanleik sem Hugleikur frum- sýnir í Tjarnarbíói í kvöld kl. 20. Höfundar eru Ármann Guðmunds- son, Hjördís Heiðrún Hjartardótt- ir, Sævar Sigurgeirsson og Þor- geir Tryggvason. „Sirkus þýðir, sem kunnugt er, hringur og meiningin með þessu verki var að loka hringnum sem hófst með Stútungasögu 1993,“ segir Sævar þegar spurt er um til- urð verksins en fjórmenningarnir skrifuðu það verk einnig í samein- ingu, eins og Fáfnismenn tveimur árum síðar. „Segja má að sjálfstæði þjóð- arinnar sé rauði þráðurinn í gegn- um þessi þrjú verk. Stútungasögu, sem gerist á Sturlungaöld, lýkur á þeim skelfilega viðburði að Íslend- ingar missa sjálfstæði sitt, 1262. Við fengum fljótlega samviskubit út af því og réðumst því í að skrifa Fáfnismenn. Þar endurheimtum við sjálfstæðið á 19. öld. Loks þótti okkur við hæfi að loka hringnum með því að drepa niður fæti í hinu kornunga lýðveldi, 1949.“ Brugðist við sviptingum Hringnum er sumsé lokað. Að minnsta kosti miðað við gefnar forsendur. Maður veit þó aldrei og Sævar lofar að verði einhverjar sviptingar í sjálfstæðismálum þjóðarinnar muni þau vitaskuld bregðast við. Sjáum hvað setur. Enginn af höfundunum lifði þessa tíma, þannig að við liggur að spyrja hvort þau hafi lagst í mikla heimildavinnu. „Nei, þessi sýning er unnin eins og þær fyrri á fordómum og van- þekkingu,“ segir Sævar kinnroða- laust. „Heimildavinna var af skornum skammti. Þarna er allt vaðandi í klisjum og við snúum svo upp á þær á alla enda og kanta. Ef fólk heldur að það sé að fara að sjá heimildaleikrit verður það fyrir sárum vonbrigðum.“ Kommúnistaváin tröllreið hinum vestræna heimi á þessum tíma og tortryggni í garð gamla heimsveld- isins var ráðandi. Sævar staðfestir að verkið dragi dám af þessu en „þótt leikritið sé vaðandi í Rússa- hatri og fordómum í garð komm- únista“ séu Hugleiksmenn í raun Rússavinir hinir mestu. Fyrir tveimur árum fór til að mynda tíu manna hópur þangað í leikferð og naut lífsins þar eystra til fullnustu. Hálfkarað í æfingu Hugmyndin að Sirkus kviknaði fyrir mörgum árum, líklega strax í kjölfar Fáfnismanna, að Sævar minnir. Aðdragandinn að sýning- unni er þó skemmri. „Þegar ákveð- ið var að hafa þetta næsta verkefni Hugleiks rukum við til að skrifa. Síðan hafa hjólin snúist býsna hratt. Verkið var hálfkarað þegar það fór í æfingu og við höfum unn- ið áfram að því á æfingaferlinu með tilheyrandi álagi á leikara og leikstjóra. Þar að auki er Hjördís búsett í Borgarnesi, sem gerði þetta ennþá flóknara. En þökk sé samhentum leikhópi er þetta allt að smella saman. Svo leikstýrir Viðar Eggertsson þessu auðvitað af alkunnu listfengi.“ Það sætir nokkrum tíðindum að tímabilið sem verkið gerist á er undirstrikað með því að hafa sýn- inguna að hluta svarthvíta, leik- mynd, búninga og förðun. Sævar segir Viðar leikstjóra bera ábyrgð á þessu. „Hann hafði gengið með þessa hugmynd í mag- anum nokkuð lengi og þarna fékk hann upp í hendurnar leikrit sem féll vel að henni. Við þekkjum öll svarthvítu bíómyndirnar frá þess- um tíma en tiltækið hefur líka dýpri merkingu með hliðsjón af kalda stríðinu – austur og vestur. Ég verð að viðurkenna að ég hafði í upphafi efasemdir um að þetta gæti gengið en þær voru ástæðu- lausar – þetta svínvirkar!“ Sýningin er ekki öll í svarthvítu. Þegar sirkusinn kemur í bæinn fær lífið lit. Ábyrg fyrir hinni myndrænu hlið sýningarinnar eru Hrefna Friðriksdóttir, V. Kári Heiðdal, Hanna Hallgrímsdóttir og Viðar Eggertsson. Rass Pútíns sér um tónlist Tónlist skipar einnig veglegan sess í sýningunni. Ármann og Þor- geir hafa samið hana en Sævar og Hjördís textana. „Tónlistin er kok- teill. Að hluta til er hún í anda tímabilsins en rússneskra áhrifa gætir líka, eins og gefur að skilja,“ segir Sævar en leggur áherslu á að tónsmiðirnir hafi ekki leitað að- stoðar í austri. „Við lögðum okkur þvert á móti fram um að fá enga ráðgjöf þaðan. Einn söngtextinn er til dæmis á rússnesku en ef vel er hlustað kemur í ljós að partur af honum er í raun á íslensku – hún hljómar bara eins og rússneska.“ Tónlistin er flutt af hljómsveit- inni Rass Pútíns sem var sérstak- lega stofnuð af þessu tilefni. Með sýningunni Sirkus fagnar Hugleikur tuttugu ára afmæli sínu en félagið hefur frá upphafi mark- að sér þá sérstöðu í íslensku leik- húslífi að sýna einungis verk skrif- uð af félagsmönnum sjálfum. Hátt á annan tug höfunda hafa lagt til efni og sýningar í fullri lengd eru komnar vel yfir annan tuginn. Hátt í hundrað manns eru skráðir í félagið, þar af um helmingur virkur, að sögn Sævars. Sævar segir það einnig ánægju- legt að á þessum tímamótum hefur félagið eignast sitt eigið húsnæði. „Við vorum á hrakhólum í tuttugu ár með tilheyrandi óþægindum. Um síðustu áramót festi félagið hins vegar kaup á húsnæði á Eyj- arslóð 9 og það er mikill munur að hafa fastan samastað til æfinga. Þarna er líka ágæt geymsla fyrir þá muni sem félagið hefur sankað að sér í gegnum árin. Að minnsta kosti hluta af þeim. Vonandi get- um við svo með tímanum efnt til smærri sýninga í húsnæðinu.“ Víað yfir kommúnistum Hugleikur frumsýnir í kvöld gamanleikinn Sirkus í Tjarnarbíói. Gerist hann um miðja seinustu öld þegar Rússagrýlan reið húsum. Orri Páll Ormarsson hitti Sævar Sigurgeirsson, einn fjögurra höfunda leiksins, að máli. Morgunblaðið/Jim Smart Tíðindi af kommúnistum. Þorgeir Tryggvason, Nína B. Jónsdóttir, Silja Björk Huldudóttir og Björn Sigurjónsson. Morgunblaðið/Jim Smart Hrefna Friðriksdóttir sem Elín. orri@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.