Morgunblaðið - 28.02.2004, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 28.02.2004, Blaðsíða 65
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2004 65 STÓRMEISTARINN Helgi Ólafsson (2.504) náði bestum ár- angri íslensku keppendanna í A- flokki á Aeroflot-skákmótinu sem lauk í Moskvu á miðvikudag. Hann hlaut sex vinninga í níu skákum gegn andstæðingum sem voru að meðaltali með 2.577 skákstig og hafnaði í 17.–29. sæti á þessu öfl- ugasta opna móti ársins. Helgi tefldi því á þessu móti af styrkleika sem samsvarar yfir 2.700 skákstig- um. Fyrir þessa frammistöðu hækkar hann líklega um 24 stig á alþjóðlega stigalistanum. Nokkurt fjaðrafok varð meðal íslenskra skákmanna sem fylgdust spenntir með lokaumferðinni þar sem Helgi mætti ísraelska stórmeistaranum Alexander Huzman sem er með tæplega 2.600 skákstig. Helgi hafði hvítt í þeirri skák eins og vænta mátti samkvæmt röðun eftir sviss- neska kerfinu. Hins vegar var gangur skákarinnar í beinni út- sendingu ekki í samræmi við úrslit- in og svartur átti unnið tafl í loka- stöðunni. Málið er enn óupplýst, en trúlegast er að mistök hafi orðið í beinu útsendingunni á skákinni, enda er slíkt ekki óalgengt. Lokastaða íslensku keppend- anna í Moskvu: A-flokkur: Helgi Ólafsson 6 v. Hannes Hlífar Stefánsson (2.572) 4½ v. Þröstur Þórhallsson (2.459) 3½ v. B-flokkur: Arnar E. Gunnarsson (2.366) 7 v. Snorri G. Bergsson (2.270) 4 v. Dagur Arngrímsson (2.239) 3 v. Guðmundur Kjartansson (2.162) 3 v. C-flokkur: Stefán Bergsson (2.036) 5 v. Hrannar B. Arnarsson (2.099) 4 v. Rúnar Berg 3½ v. Fyrir nokkrum misserum áttu Íslendingar mun fleiri stórmeistara í skák en alþjóðlega meistara og var það einsdæmi í heiminum. Að undanförnu hafa þó nokkrir ís- lenskir skákmenn orðið alþjóðlegir meistarar og er Arnar Gunnarsson nýjasta viðbótin í þann hóp eftir glæsilega frammistöðu í B-flokki í Moskvu. Hvítt: Arnar Gunnarsson Svart: Sergei Obodchuk (2.426) 1. c4 e5 2. Rc3 Rf6 3. Rf3 Rc6 4. e3 Bb4 5. Dc2 Bxc3 6. Dxc3 De7 7. d4?! Hæpinn leikur þar sem svartur nær að setja riddara sinn á mið- borðið með leikvinningi og hafa þar trygga bólfestu ásamt því að hvítur verður viðkvæmur fyrir skákum á a5-e1-skálínunni. 7. a3 er hefð- bundnari og traustari leikur. 7. … Re4 8. Dd3 exd4 9. Rxd4 Rb4?! 9. … 0–0 hefði tryggt svörtum örlítið betra tafl. Textaleikurinn einkennist af bráðræði enda er lítið upp úr þessu riddarabrölti að hafa og ljóst að riddarinn ætti fremur heima í námunda við miðborðið. 10. De2 0–0 11. Bd2!? Áhugaverð hugmynd þar sem hvítur hyggst svara 11. … c5 með 12. Bxb2. 11. … d5? Slakur leikur sem færir svörtum lakara tafl. 11. … b6 var betri kost- ur þar sem 12. Rf5 Dc5 13. Dg4 gengur ekki upp vegna 13. … Rc2+. Eftir textaleikinn tekst hvít- um að fá þægilegra tafl. 12. a3 c5 13. Bxb4! cxb4 14. cxd5 bxa3 15. bxa3 Dc5 16. Dc4 Da5+ 17. Db4 Dxd5 18. Be2 Bd7 19. 0–0 Rc5 Hvítur stendur nú töluvert betur að vígi þar sem menn hans eru virk- ari og peðameirihluti hans á kóngs- væng öflugri en svarts á drottning- arvæng. Hægt og sígandi tekst honum að auka tök sín á stöðunni með því að véla af svörtum peð. 20. Hfd1! Had8 21. Rb5 De5 22. Rxa7 Ba4 23. He1 23. Hxd8 hefði leitt rakleiðis til taps eftir 23. … Dxa1+. Við fyrstu sýn virðist sem svartur fái nokkurt mótspil fyrir peðið en Arnari tekst að sýna fram á að svo sé ekki enda hvíta staðan ákaflega traust. 23. … Hd6 24. Rb5 Bxb5 25. Dxb5 Hfd8 26. Hac1 b6 27. a4! Snjöll framrás sem miðast að því að veikja stöðu riddarans á c5 með a4-a5. Svartur reynir að mynda sér gagnfæri á kóngsvæng er Arnar er eldri en tvævetra í þessum bransa! 27. … Hh6 28. h3 Df6 29. Hc4! 29. a5 hefði verið slæmt vegna 29. … Re4. Textaleikurinn virkjar í senn hrókinn og kemur í veg fyrir að riddari svarts komi sér vígalega fyrir á e4-reitnum. 29. … Rb7 30. Hd4 De7 30. … Hxd4 hefði leitt til máts 31. De8#. 31. Hed1 Hhd6 32. Bf3 Hxd4 33. Hxd4 Hxd4 og svartur féll á tíma um leið en staða hans var engu að síður vonlaus. Minningarmót um Jón Þorsteinsson um helgina Um helgina fer fram einn af stærri skákviðburðum ársins, minningarmót um Jón Þorsteins- son, skákmeistara, alþingismann og lögfræðing. Mótið er öllum opið en meðal keppenda verða sjö stór- meistarar og flestir af sterkustu skákmönnum þjóðarinnar. Teflt er eftir óvenjulegu fyrir- komulagi en skákirnar hefjast ekki á hefðbundinni upphafsstöðu held- ur fyrirfram völdum stöðum. Meðal skráðra keppenda má nefna íslensku stórmeistarana Hannes Hlífar Stefánsson, Jón L. Árnason, Helga Ólafsson, Helga Ás Grétarsson og Þröst Þórhallsson. Einnig verða tékknesku stórmeist- ararnir Tomas Oral og Jan Votova með í mótinu. Meðal annarra kepp- enda má nefna Arnar E. Gunnars- son og Hjörvar Stein Grétarsson sem varð Norðurlandameistari í skólaskák um síðustu helgi. Afar góð verðlaun eru í boði en heildarverðlaun nema um kr. 600.000. Mótið er öllum opið en hægt er skrá sig í gegnum heima- síðu mótsins: www.chess.is/me- morial. Það eru Taflfélag Reykja- víkur og Taflfélagið Hellir sem standa fyrir mótinu í samvinnu við syni Jóns. Alls verða tefldar níu umferðir, fimmtán mínútur á keppanda, og verða tvær skákir tefldar í hverri umferð svo allir fá hvítt og svart með hverja upphafsstöðu. Taflið hefst á laugardeginum kl. 14 og verða þá tefldar fjórar um- ferðir. Taflið á sunnudeginum hefst kl. 13 og verða þá tefldar fimm síð- ustu umferðirnar. Þátttökugjaldi er stillt í hóf en það er kr. 1.000 fyrir fullorðna og kr. 500 fyrir 15 ára og yngri. Helgi Ólafsson öflugur í Moskvu SKÁK Moskva AEROFLOT-MÓTIÐ 2004 16.–25. feb. 2004 Daði Örn Jónsson Helgi Áss Grétarsson dadi@vks.is BISKUP Íslands, Karl Sigurbjörns- son, vígði Lenu Rós Matthíasdóttur til prests í Grafarvogsprestakalli í Reykjavík við athöfn í Dómkirkjunni fyrir tveimur vikum. Hún verður sett inn í embætti við guðsþjónustu í Grafarvogskirkju á morgun kl. 11 ásamt séra Bjarna Þór Bjarnasyni. Séra Vigfús Þór Árnason sóknar- prestur lýsti vígslu við athöfnina í Dómkirkjunni. Vígsluvottar voru séra Anna Sigríður Pálsdóttir, séra Bjarni Þór Bjarnason, séra Jón Helgi Þórarinsson og séra Kristján Valur Ingólfsson. Séra Jakob Ágúst Hjálmarsson dómkirkjuprestur þjónaði fyrir altari en organisti var Marteinn H. Friðriksson dómorgan- isti. Dómkórinn söng. Á myndinni má sjá hinn nývígða prest ásamt biskupi, vígsluvottum og þjónandi presti. Ljósmynd/Gunnar G. Vigfússon Sett inn í embætti á morgun Opinn borgarafundur átakshóps Höfuðborgarsamtakanna og Sam- taka um betri byggð um færslu Hringbrautar verður haldinn í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur á morgun, sunnudaginn 29. febrúar kl. 14. Á fundinum gera fulltrúar borgaryfirvalda og átakshópsins grein fyrir ólíkum tillögum og sjónarmiðum varðandi fyrirhugaða framkvæmd. Að loknu kaffihléi verða pallborðsumræður. OA kynningarfundur Á morgun, sunnudaginn 29. febrúar, verður haldinn opinn kynningarfundur á vegum OA-samtakanna, í Héðins- húsinu, Seljavegi 2, Reykjavík, kl. 14–16. Fundurinn er ætlaður öllum þeim sem vilja kynna sér samtökin. OA samtökin (Overeaters Anonym- ous) eru samtök fólks sem á við sameiginlegt vandamál að stríða, át- fíkn. Á Reykjavíkursvæðinu eru 9 fundir á viku og einnig eru nokkrar deildir starfandi úti á landi. Nánari upplýs- ingar er að finna á heimasíðu sam- takanna: www.oa.is. VÍS efnir til fjölskyldu- og dýra- hátíðar í Reiðhöllinni í Víðidal á morgun, sunnudaginn 29. febrúar kl. 14–16. Tilefni hátíðarinnar er að VÍS ætlar að hefja um helgina sölu á tryggingum fyrir hesta, hunda og ketti í samstarfi við sænska dýra- tryggingafélagið Agria. Gestir geta fengið upplýsingar um nýju trygg- ingarnar og tryggt dýrin sín á staðnum. Hestar, hundar og kettir verða til sýnis, dýralæknir og aðrir dýra- sérfræðingar svara fyrirspurnum gesta og veita ráð. Börn fá að fara á hestbak og Solla stirða úr Latabæ skemmtir á meðan boðið verður upp á pylsur. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. Á MORGUN Íþróttasamband fatlaðra og Ný- ung, ungliðahreyfing Sjálfsbjargar, standa fyrir ráðstefnu sem er ætluð hreyfihömluðu ungu fólki, á aldr- inum 16–25 ára. Ráðstefnan fer fram í Skála, 2. hæð Hótel Sögu. Markmið er að virkja alla til þátt- töku og að umræðuhópar skili niðurstöðum í lok ráðstefnu, þar sem kynntar verða ábendingar og hugmyndir hópanna. Andri Valgarðsson, Leifur Leifsson, Gunnar Guðmundsson, Einar Trausti Sveinsson, Jón Oddur Hall- dórsson og Árni Rafn Gunnarsson munu stýra umræðuhópnum. Ráðstefnugjald er kr. 1.000. Innifal- ið er kaffi/meðlæti og kvöldverður með hópnum í lok ráðstefnunnar. Skráningarfrestur er til fimmtu- dagsins 4. mars. ÍSÍ-fargjald er í boði fyrir þá sem koma utan af landi. Nánari upplýsingar og skrán- ing á skrifstofu ÍF, Engjavegi 6, 104 Reykjavík. netfang; annak- @isisport.is Kennsla í heilun Karina Becker heilari mun halda tvö námskeið og einkatíma hér á landi í mars. Á fyrra námskeiðinu, sem er 6.–7. mars, er orkusviðið skoðað og tengsl þess við orkustöðvar lík- amans o.fl. Auk þess mun Helga Braga kenna magadans. Seinna námskeiðinu verður dagana 13.–14. Námskeiðin eru haldin í Ljós- heimum, Brautarholti 8, og Nudd- skóla Íslands, Asparfelli 12, Reykja- vík. Karina er heilari og kennari frá heilunarskóla Barbara Brennan School of Healing, í Bandaríkjunum og starfar í London og Þýskalandi við sitt fag. Kynning á framhaldsnámi við Háskóla Íslands Þriðjudaginn 2. mars fer fram kynning á þeim möguleikum sem bjóðast í meist- ara– og doktorsnámi við Háskóla Íslands. Kynningin fer fram í Há- tíðasal aðalbyggingar kl.16–18. Kennarar og nemendur veita upp- lýsingar og munu nemendurnir m.a. kynna rannsóknaverkefni sín. Heilbrigðar lífsvenjur Félagið, Betri heilsa – Betra líf, stendur fyr- ir kynningu á heilbrigðum lífs- venjum í Suðurhlíðarskóla, Suður- hlíð 36, Reykjavík. Kynningin fer fram öll þriðjudagskvöld í mars, kl. 19.30–21.30. Þriðjudaginn 2. mars mun Andri Sigurgeirsson sjúkra- þjálfari fjalla um mikilvægi þess að stunda líkamsrækt og hreyfingu. Aðrir sem erindi flytja: Monette Indahl sjúkraþjálfi og Vilhjálmur Vilhjálmsson tannlæknir. Talað verður um tannhirðu, hvíld, nær- ingu, vatn o.fl. Öll kvöldin verður boðið upp á sýni- kennslu í matreiðslu grænmetis- rétta. Fólki gefst tækifæri til að bragða matinn, sem er allur úr jurtaríkinu. Boðið er upp á blóð- þrýstingsmælingar, líkamsfitumæl- ingar, lungnaþol, og þrekmælingu og fleira. Aðgangur er ókeypis, nema mat- reiðslunámskeiðið sem kostar 500 krónur á hverju kvöldi og þarf að skrá þátttöku. Á NÆSTUNNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.