Morgunblaðið - 28.02.2004, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 28.02.2004, Blaðsíða 46
MINNINGAR 46 LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Bjarni Sæmunds-son fæddist 14. maí 1915 í Eyjarhól- um í Mýrdal. Hann lést á dvalarheim- ilinu Hjallatúni í Vík 21. febrúar síðastlið- inn. Bjarni bjó með foreldrum og systk- inum í Eyjarhólum til ársins 1924 er hann flutti til Víkur í Mýrdal. Foreldrar hans voru Sæmund- ur Bjarnason, f. í Hraunbæ í Álftaveri 4.10. 1880, d. 29.3. 1962, og Oddný Runólfsdóttir, f. á Suður-Fossi í Mýrdal 19.5. 1886, d. 28.1. 1969. Systkini Bjarna eru Guðlaug, f. 21.10. 1908, d. 18.3. 1999, maki Sigurbjörn Halldórs- son, f. 1901, d. 1983, Margrét, f. 19.8. 1910, d. 25.12. 1985, maki Jón Þórðarson, f. 1907, d. 1973, Guðný Pálína, f. 20.1. 1912, d. 5. febrúar 1912, Guðrún Pálína, f. 6.7. 1913, d. 13.1. 2003, maki Holger Peter Gíslason, f. 1912, Ingólfur Þor- steinn, f. 3.12. 1916, maki Svala Magúsdóttir, f. 1920, d. 1973, Finn- ur Helgi, f. 30.5. 1920, d. 6.4. 1938, Elín Sigurbjörg, f. 10.9. 1922, fyrri maki Kjartan Jónsson, f. 1918, d. 2000, síðari maki Grímur Guð- mundsson, f. 1925, Runólfur, f. 2.7. 1924, maki Sigríður Karlsdóttir, f. 1928, og Guðný, f. 16.8. 1925, maki Teitur Magnússon, f. 1920. Bjarni kvæntist 1. nóvember 1936 Huldu Sigurborgu Vilhjálms- dóttur, f. í Vestmannaeyjum 15. mars 1917. Foreldrar hennar voru Jónína Guðlaug Þórðardóttir, f. 1880, og Vilhjálmur Brandsson, f. 1878. Hulda kom að Suður-Vík í Ágúst Stefánsson, f. 3.10. 1940. Börn þeirra eru: a) Hulda Linda, f. 3.8. 1960, maki Þorleifur Ingi Ein- arsson, f. 30.12. 1961, börn þeirra Arna Rut, f. 7.7. 1981, og Heiðar Orri, f. 14.7. 1986. b) Róbert Arn- ar, f. 31.8. 1972, maki Menja Von Schmalensee, f. 29.2. 1972, dætur þeirra Isól Lilja, f. 3.7. 1999, og Sara Rós Hulda, f. 17.3. 2002. Menja Von á soninn Aron Alexand- er, f. 8.8. 1995. c) Vignir Örn, f. 6.11. 1974, maki Anna Lísa Bene- diktsdóttir, f. 10.10. 1977, börn þeirra Bergdís Lea, f. 11.12. 1996, og Elín Birta, f. 17.12. 2000. 4) Val- borg, f. 7.9. 1943, maki Sigurður Friðriksson, f. 18.11. 1939, d. 10. ágúst 1984. Börn þeirra eru: a) Bjarni, f. 2.8. 1969. Börn hans og Maríu Rebekku Þórisdóttur, f. 28.9. 1970, eru Þórir Gylfi, f. 6.10. 1990, Valborg, f. 27.4. 1994, Svan- dís Birna, f. 16.1. 1997, og Sigurð- ur Friðrik, f. 31.3. 1998. b) Andri, f. 30.11. 1973, sambýliskona Hrefna Jóna Jónsdóttir, börn þeirra Rúnar Gauti, f. 15.9. 1995, og Ingibjörg Helena, f. 13.9. 1999. 5) Egill Bjarnason, f. 20.6. 1952, maki Sigurlín Tómasdóttir, f. 20.5. 1946. Börn þeirra eru: a) Tómas, f. 27.6. 1970, sambýliskona Una Björk Unnarsdóttir, f. 13.1. 1972, börn þeirra Glódís Brá, f. 7.3. 1996, og Unnur Ösp, f. 3.8. 1999. b) Þorsteinn, f. 3.3. 1973. Bjarni vann á sínum yngri árum m.a. í vegavinnu og var nokkrar vertíðir í Vestmannaeyjum þar sem hann var háseti á bát. Hann hóf síðan störf hjá Halldórsverzlun í Vík og síðan Verzlunarfélag V- Skaftfellinga og stundaði akstur vöruflutningabíla í hartnær fjöru- tíu ár – eftir það hafði hann um- sjón með frystihúsi Matkaups í Vík og síðan í byggingarvinnu hjá Klakki í Vík. Útför Bjarna verður gerð frá Víkurkirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 14. Mýrdal frá Vest- mannaeyjum tæplega ársgömul og var tekin þar í fóstur. Börn Bjarna og Huldu eru: 1) Finnur Sæmundur, f. 18.12. 1937, maki Anna Jónsdóttir, f. 5.8. 1936. Börn þeirra eru: a) Bjarni Jón, f. 7.9. 1957, maki Helga Ólafsdóttir, f. 6.7. 1957, dætur þeirra Drífa, f. 28.2. 1978, sambýlismaður Árni Jóhannsson, dóttir þeirra Perla Rós, f. 23.5. 2002, og Sigrún, f. 10.10. 1986. b) Jón Ómar, f. 3.6. 1960, maki Lilja Björnsdóttir, f. 19.10. 1960, börn þeirra Viðar, f. 10.4. 1982, Anna, f. 28.3. 1986, og Unn- ur, f. 14.7. 1988. c) Hulda, f. 28.1. 1962, maki Bárður Einarsson, f. 31.7. 1960, börn þeirra Einar, f. 23.5. 1981, Finnur, f. 4.5. 1988, og Oddný, f. 1.3. 1997. d) Rúnar, f. 29.4. 1964, maki Málfríður Rann- veig Einarsdóttir, f. 10.12. 1972, dætur þeirra Sara Katrín, f. 7.2. 1995, og Sunna Karítas, f. 7.3. 1999. Rúnar á einnig dótturina Sigríði Ingu, f. 16.12. 1981. e) Anna Fía, f. 20.7. 1965, maki Ár- sæll Jónsson, f. 13.10. 1963, börn þeirra Ragnheiður Hrund, f. 1.3. 1991, og Jón Finnur, f. 2.12. 1996. 2) Gréta Guðlaug, f. 10.5. 1939, var gift Pétri Elvari Aðalsteinssyni, f. 30.3. 1939, þau skildu. Börn þeirra eru: a) Bjarni Elvar, f. 4.11. 1964, maki Kristín Heimisdóttir, f. 30.11. 1968, börn þeirra Gréta Rut, f. 3.7. 1994, og Heimir, f. 30.10. 1995. b) Sigríður Ósk, f. 10.6. 1972. 3) Oddný, f. 24.10. 1940, maki Stefán „Bjarni Sæm, ég kannast við hann.“ Þessa setningu hefur maður oft fengið að heyra þegar maður hefur staðið frammi fyrir því að svara spurningunni: Hverra manna ert þú? Afi Bjarni og nafni var mörgum kunnugur enda þekktur fyrir mikinn dugnað og þraut- seigju. Á tímum báglegra sam- ganga og hrörlegs bílakosts á okk- ar mælikvarða sá afi um vöruflutninga fyrir Verslunarfélag- ið í Vík í Mýrdal. Ófáar sögurnar hefur maður heyrt um slíkar ferðir á milli Reykjavíkur og Víkur en sumar ferðirnar reyndust svaðilfar- ir miklar og barst hróður afa úr slíkum ferðum fljótt um sveitir suð- urundirlendisins. Afa kynntist ég ekki almennilega fyrr en hann var hátt í sextugt. Á grunn- og gagnfræðiskólaárum mínum dvaldi ég meira og minna á sumrin hjá afa og ömmu í Vík á Víkurbrautinni. Fyrir borgarbarnið var það mikil tilhlökkun á hverju vori að komast í sveitina og þegar hugsað er til baka má segja að eft- irvæntinguna megi þakka afa að mestu leyti. Fyrir fermingardreng- inn úr borginni var það ómæld ánægja að fara í óteljandi ökuferðir á Land Rovernum undir dyggri handleiðslu afa en þessar ökuferðir okkar afa urðu til þess að á sautjánda ári þurfti borgarbarnið ekki að taka nema einn ökutíma hjá ökukennara. Eða eins og ökukenn- arinn sagði: „Það mætti halda að þú hafir ekið alla þína ævi.“ Þegar afi frétti af þessum orðum öku- kennarans varð hann stoltur af stráknum og sá að ökuferðirnar höfðu skilað árangri þrátt fyrir að ég hafi ekki mikið getað séð upp fyrir mælaborðið og í annan stað keyrt í gegnum girðinguna á Vík- urflötinni einn bjartan sumardag. Afi var sagður þrjóskur og skap- maður mikill en aldrei hafði ég séð hann í slíkum ham fyrr en þennan tiltekna sumardag þegar girðingin lá sundurtætt á grasflötinni. En alltaf var amma skammt undan og kunni greinilega tökin á honum. Afi var fljótur að sjá að sér. Svo ekki sé minnst á þrjóskuna. Afi gat þrjóskast á Toyotunni út í sand- fjöruna sem var eingöngu fær jepp- um og juðast á kúplingunni svo undir tók í hrapinu og gúmmílyktin þvílík að maður hélt að verið væri að brenna gúmmískósóla inni í bíln- um. Þeir sem þekktu afa vita að hann var bílamaður mikill og þurfti reglulega að komast rúntinn sinn ella varð hann viðþolslaus á kvöld- in. Undir það síðasta fækkaði bíl- túrunum en alltaf þrjóskaðist hann sína leið á Toyotunni þrátt fyrir elliburð. Elsku afi. Þegar ég sit hér og hripa niður þessar línur er mér hugsað til allra þeirra eftirminni- legu tíma sem við og amma áttum saman á mínum yngri árum. Þessir tímar eru vel geymdir í minning- unni. Ávallt hefur mér fundist yndis- legt að koma í Víkina og heimsækja ykkur á Víkurbrautina og nú undir það síðasta á dvalarheimilið í Hjal- latúni þó að hin síðari ár hafi liðið lengri tími á milli heimsókna hjá mér. En börnin mín fjögur minna mig reglulega á þær góður stundir sem þau hafa átt í Víkinni hjá ömmu og afa og eitt máttu vita, afi, að þau sakna þín og hafa mikið ver- ið að spyrja síðustu daga. Elsku amma. Ég, María og börn- in sendum þér okkar innilegustu samúðarkveðjur og megi Guð gefa þér aukinn styrk til að leiða þig í gegnum sorgina. Við syrgjum öll afa Bjarna. Bjarni Sigurðsson. Hvað er betra en að sofna, þegar maður er orðinn þreyttur? Sjálf- sagt hefur afi verið hvíldinni feg- inn, en skrokkurinn var orðinn langþreyttur. Hugurinn hvarflar aftur til æskuáranna, þegar flutn- ingabílstjóri með 50–60 kindur taldist tómstundabóndi. Það var alltaf tilhlökkunarefni fyrir borg- arbarnið að fara austur í Vík og fá að vera með í heyskapnum eða fylgjast með sauðburði hjá honum afa. Og löngu síðar þegar ég var fluttur austur á land, var alltaf notalegt að koma við í Víkinni á leiðinni í bæinn. Skipti þá engu hvað klukkan var; það kom ósjald- an fyrir að kótilettunum og grænu baununum væri rennt niður um miðnætti, ef svo bar undir. Afi og amma höfðu alltaf tíma. Fyrir rúmu ári fengu afi og amma svo íbúð á elliheimilinu, þar sem á aðdáunarverðan hátt hefur verið um þau hugsað. Bíllinn stóð við útidyrnar, svo daglegum bíltúr- um var haldið áfram. Það var þá helst að Víkurbúar þyrftu að vara sig, þegar sá gamli hélt af stað. Andlegum þrótti hélt hann til hinstu stundar. Hann fylgdist með fréttum; jafnt almennum sem því sem gerðist innan fjölskyldu og vinahóps. Gladdist yfir því sem vel gekk og var oft stoltur af stórri fjölskyldu, sérstaklega þeim sem næst honum stóðu í Víkinni. Hann kvaddi mig innilega síðasta skiptið sem við hittumst og verð ég að líta á það sem okkar hinstu kveðju. Sökum starfa erlendis næ ég ekki að fylgja nafna mínum til grafar, en ég veit að Bjarni Sæm tekur því ekki illa. Bjarni, Kristín, Gréta Rut og Heimir. Hann afi langi er nú búinn að kveðja. Bjarni Sæmundsson eða Bjarni Sæm eins og hann var löngum kallaður er farinn frá okk- ur, en hann og amma langa voru okkur mikils virði eins og ættingjar eru manni jú alltaf. Þeir voru nú ekki ófáir dagarnir sem kíkt var á Víkurbrautina í tíukaffinu, en þar sagði maður fréttir og fékk fréttir úr Víkinni og margt bar nú þar á góma. Sá gamli fylgdist vel með því sem um var að vera í Vík og ná- grenni og þá sérstaklega fylgdist hann með ferðum sauðfjárins í Vík- urhömrum og fóðrun á útigangandi dýrum í Mýrdal, hann afi var mikill dýrakarl í sér. Hann afi var alltaf eins frá því að ég man eftir mér og erfitt er að lýsa þróttinum og þrautseigjunni í þessum afskaplega góða manni, það var alveg ná- kvæmlega sama hvað honum datt í hug að framkvæma, hvort sem það var að mála húsið, slá garðinn eða laga bílinn, það þurfti að gerast núna eða jú helst í gær. Hann var alltaf á fullu og í vinnu vissi hann ekki hvað orðið að hlífa sjálfum sér þýddi og það eru ekki nema fjögur ár síðan það varð einhver smávægi- leg breyting á því, en þá vorum við Finnur bróðir bara beðnir um að- stoð í staðinn, ásamt fleirum og það var jú alveg sama sagan það varð að klára framkvæmdina helst í gær. Þetta einkenni Bjarna afa alla hans ævi, hann vildi ekki láta neitt sitja á hakanum og vildi drífa í að klára hlutina. Fyrsta minning mín um hann afa var á frystinum hjá Matkaupum í Vík, þá var ég kannski þriggja- fjögurra ára og hann var á fullu í að saga kjöt og koma því í poka og setja inn á frysti, það var alltaf gaman að koma við hjá honum og eiga létt spjall, allavega svona þeg- ar hann mátti vera að því, en þar var stundum mikið að snúast og mikið um að vera. Þá átti afi Landroverinn sinn, þann hvíta. Þegar afi settist svo í helgan stein var hann langt í frá hættur að vinna, hann gerði upp Landrover- inn, á vorin var hann svo lagstur á hnén, hvort sem var úti í kart- öflugarði eða heima í garði að hreinsa í kring um trén, hann var alltaf að gera eitthvað. Enda bar húsið hans og ömmu, á Víkurbraut- inni, alveg þess merki og alltaf var jafn glæsilegt um að litast á þeim bænum. Það rann mikið bílstjór- ablóð í æðum Bjarna Sæm, og hann gat keyrt og keyrt allan liðlangan daginn ef því var að skipta. Hann vann sem bílstjóri í fleiri, fleiri ár hjá Verzlunarfélaginu í Vík og það voru nú ekki alltaf góðir vegir og auðveldir flutningar milli Víkur og Reykjavíkur en í þessu stóð karlinn í mörg herrans ár. Það var nú margt brallað í þá tíð sem ekki hef- ur fengist og mun sennilega ekki fást uppgefið héðan af, en þessir karlar áttu það nú alveg skilið að lifa lífinu. Bjarni og Hulda voru af- skaplega glæsileg hjón og það var alltaf gott að heimsækja þau og þaðan var erfitt að komast án þess að fá eitthvað smávegis í gogginn, þó ekki væri nema einn súkku- laðimoli, en oft voru nú ekki allir sammála um umræðurnar og kunni amma sér nú oftar hófs í þeim um- ræðum. En nú er karlinn jú búinn að kveðja okkur og eins og alltaf var hann nokkuð snöggur að því og var ekkert að bíða með hlutina. Elsku langamma, Finnur afi, Eg- ill, Valborg, Gréta og Oddný, ég votta ykkur og aðstandendum ykk- ar samúð mína. Einar Bárðarson. Látinn er í Vík í Mýrdal Bjarni Sæmundsson, fyrrverandi bílstjóri, mikill öðlingur og tryggur Vík- urbúi. Bjarni var einn af tíu börn- um Oddnýjar Runólfsdóttur og Sæ- mundar Bjarnasonar í Vík. Fækkað hefur í hópnum, tvö létust ung, og nú eru fjögur eftir af þeim átta sem upp komust. Þegar Oddný lést voru bræðurnir þrír, Runólfur, Ingólfur og Bjarni, allir búsettir í Vík en systurnar fimm, Guðlaug, Margrét, Guðrún, Elín og Guðný, voru allar brottfluttar. Þær fengu gamla húsið til umráða, oftast kall- að Ömmuhús, þótt það heiti víst formlega Eyjarhóll. Í þessu litla húsi, sem áður rúm- aði stóra fjölskyldu, eiga afkom- endurnir nú athvarf og löngum var Bjarni sá sem hafði auga með hús- inu, hélt því hlýju og notalegu. Við vorum örugg um húsið því við viss- um að hann gætti þess vel. Fyrir það ber að þakka. Bjarni setti sinn svip á plássið í Vík og það var bjart í kringum hann. Hann var svipgóður og svip- sterkur og það sópaði að honum. Bjarni var sérlegur sagnamaður, sagði lifandi og skemmtilega frá smáu sem stóru, og var hnyttinn í tilsvörum. Oft fékk hann okkur til að veltast um af hlátri þegar hann sagði sögur og hermdi eftir af góð- látlegri glettni. Víkin verður ekki söm eftir að hann er farinn. Bjarni var farsæll bílstjóri á flutningabílum milli Víkur og Reykjavíkur um langa hríð og ógleymanlegt var að fara með hon- um í bíl austur í Vík sem krakki. Hann var hafsjór af fróðleik og þekkti hvern krók og kima á leið- inni, veginn, bæina og mannfólkið. Mamma vildi helst fara austur með Bjarna, hún treysti honum best. Þeim svipaði mikið saman, mömmu og Bjarna. Í æskuminningunni er Bjarni snöggur og keikur þar sem hann kom oft í Þingholtsstræti til að gista hjá foreldrum mínum eftir erfiða ferð í bæinn. Það er ekki hægt að minnast Bjarna nema Huldu sé getið, þau voru svo samhent hjón, og þegar annað var nefnt fylgdi hitt alltaf með í sömu setningu, menn skruppu til Bjarna og Huldu. Þau voru höfðingjar heim að sækja og þar voru alltaf kræsingar á borð- um, og ef vel hittist á var fýlaveisla eða að boðið var upp á krík af lunda sem Bjarni hafði sjálfur veitt. Heimili þeirra var alltaf hreint og fínt og garðurinn þeirra fallegur og vel snyrtur. Þar var Bjarni að verki mörgum stundum og hélt garðinum í góðri rækt með fallegum blómum. Vík er sérstakur og fallegur staður. Kirkustæðið er einstakt en þó er kirkjugarðurinn á enn stór- kostlegri stað, þaðan sér vítt yfir, til Reynisdranga í vestri og Vík- urbaðstofu í austri og í suðri sér langt til hafs. Þar mun okkar kæri vinur hvíla í friði og þaðan má aka áfram um þá óendanlegu vegi sem þá taka við. Við sendum Huldu og börnum þeirra fimm og fjölskyldum þeirra hjartanlegar samúðarkveðjur með þakklæti fyrir margar samveru- stundir í Vík. Þóra Jónsdóttir, Björn G. Björnsson og fjölskylda. BJARNI SÆMUNDSSON Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) Við vottum ykkur öllum inni- lega samúð. Elín Sæmundsdóttir og fjölskylda. HINSTA KVEÐJA MORGUNBLAÐIÐ birtir afmælis- og minningargreinar endurgjalds- laust alla daga vikunnar. Greinunum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is - svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi og þarf útprentun þá að fylgja. Nauðsynlegt er að til- greina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heima- síma). Tekið er á móti afmælis- og minningargreinum á 1. hæð í húsi Morgunblaðsins, Kringlunni 1 í Reykjavík, og á skrifstofu Morgun- blaðsins Kaupvangsstræti 1 á Akureyri. Ekki er tekið við handskrif- uðum greinum. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsingum um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr. Ef útför er á sunnudegi, mánudegi eða þriðjudegi þurfa greinarnar að berast fyrir hádegi á föstudegi. Berist greinar hins vegar ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmark- að getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist á réttum tíma. Birting afmælis- og minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.