Tíminn Sunnudagsblað - 17.04.1966, Blaðsíða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 17.04.1966, Blaðsíða 4
Akureyri um síðustu aldamót: Bærinn, bryggjurnar og Pollurinn. I. Uppruni og æska. Þegar minnzt tiefur verið á irum- herja góðtemplarareglunnar á ís- landi, hefur stundum gleymzt að geta eins manns, sem á efri árum, þrátt fyrir heilsubrest, vann fyrir málefni reglunnar af vökulum áhuga, gáfum og dugnaði. Þessi maður er Jón Chr. Stephánsson, timburmeistari á Akur eyri. Þegar litið er yfir æviferil þessa merka manns, kemur í Ijós, að bind- indismálið var honum hjartfólgið áhugamál, og vegna þess taldi hann aldrei eftir sér ajð fórná því fé og starfsorku. í eftirfarandi grein verð- ur gerð tilraun til að lýsa æviátriðum og fjölbreyttum störfum Jóns Chr. Stefánssonar. Jón Kristinn Stefánsson hét hann, fullu og réttu nafni, og var fæddur á Yztabæ í Hrís- ey 25. október 1829. Hann var sonur Stefáns Baldvinsson.ir og Ingibjargar Brandsdóttur í Yztabæ. Þau voru ógift, og hafði hann ekkert af foreldrum sínum að segja í upp- vextinum. Jón ólst að mestu leyti upp hjá afa sínum, séra Baldvini Þorstetns- syni á Upsum i Svarfaðardal. Þangað var hann kominn tveggja ára að aldri. Séra Baldvin var föðurbróðir Jónasar Hallgrímssonar, skálds. Mundi Jón vel eftir því, áð þegar hann var sjö ára gamall, kom Jónas að heimsækja föðurbróður sinn að Upsum, og dáðist hann mjög að gia:si leik Jónasar, sem var í millibiáum frakka með gyllta hnappa. Stefán, faðir Jóns, kvæntist síðar Þórdísi Þórðardóttur á Kjarna i Eyja firði. Meðal hálfsystkina Jóns voru Kristinn í Yztabæ, faðir séra Stefáns á Völlum, Baldvin prentari, síðast á Seyðisfirði, Margrét, kona Þor- steins á Hámundarstöðum, Filippía, Björg og fleiri og er mikill og merk- ur ættbálkur kominn frá þes'sjm systkinum. Móðir Jóns var Ingibjörg Braiids dóttir, systir Jóns Brandssonar á Yztabæ í Hrísey. Ekki er mér konn- ugt um ævi hennar. Jón ólst upp hjá afa sínum á Ups- um í guðsótta og góðum siðum og við betri uppfræðslu en almennt gerðist á þeim tímum, enda bjó hann að því alla ævi. Um tvítugsaldur fór hann að Grund í Eyjafirði til Ólafs Briems,1 umboðsmanns til náms í trésmíði. Þar mun hann hafa verið í sex ár, og þar lauk hann sveinsprófi í þeirrí iðn. En Jón var framgjarn og vildi læra meira. Hann fann þróttinn ólga í æ$ unum og þráði að neyta góðra hæft leika sinna. Nokkru síðar fór hanö 316 T t M I N IM — SUNNUDAGSBI AÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.