Tíminn Sunnudagsblað - 17.04.1966, Blaðsíða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 17.04.1966, Blaðsíða 11
TaliB frá vinstri: Þórarinn Grímsson frá Garði í Kelduhverfi, Biörn Kristjánsson frá Víkingavatni og Kristján Árnason frá Lóni. — Myndin var tekin á 64 ára Fermingarafmæli þeirra, en þeir fermdust saman rétt fyrir aldamótin. glztur, og ég held að það hafi verið fiann, sem stakk upp á að stofna Sparisjóð. Ekki veit ég, hvaðan við pöfðum hugmyndina. Að vísu var um líkt leyti stofnaður sparisjóður á Uúsavík, en þar voru faktorinn og aðrir efnamenn í broddi fylkingar, en ekki krakkakjánar. Stofnféð hjá okkur í Sparisjóði Vatnsbæinga eins og við kölluðum ihann var hvorki meira né minna en einn tveggja krónu peningur, sem í>órarinn átti, tíeyringur og nokkur frímerki frá okkur hinum. En sjóð- urinn dafnaði furðuvel. Hann breytt- ist seinna í Sparisjóð Keldhverfinga, enn síðar í Sparisjóð Norður-Þingeyj.- arsýslu og eftir meira en sjötíu ára óslitið starf var hann loks sameinað- ur útibúi Samvinnubankans á Húsa- vík. — Og hver var fyrsti forst.jóri þess arar stóru stofnunar? — Það var Þórarinn. En þegar hann fluttist úr sveitinni tveim ár- um síðar, tók ég við og sá um hann í tuttugu og tvö ár. Þá fluttist ég lika burt, til Kópaskers, og síðan stýrði Guðmundur, bróðir minn, hon- um alla tíð, þangað til í vor. — En hverjir voru helztu lánþegar úr sjóðnum til að byrja með? — Á þessum árum gekk þarna um sveitirnar kona nokkur, að nafni Sigríður Jónsdóttir, hálfgeggjuð, og þó merkilega' slyng í reikningi. Hún iiafði meðferðis marga poka af skrautglingri og bauð kvenfólki til kaups. Hafði hún víst komizt upp á lag með að panta þessa vöru eftir útiendum verðlistum. En peningar voru þá mjög fáséðir í sveitum, því að nærri öll verzlun var í vöruskipt- um. Konurnar vantaði því aura og komu til okkar og voru aðalviðskipta- vinirnir í upphafi. Við tókum okurvexti, 12% og það var ævinlega til heils árs, enda þótt lánið kynni að vera greitt eftir skemmri tíma. að var því ekki að ófyrirsynju, að sjóðurinn var kallaður „Gyðsi." Við ársuppgjör var svo ágóð- anum deilt á innlögin í réttu hlut- falli við upphæðir. — Það var svo ótrúlega margt að ske £ Þingeyjarsýslu á þessum árum. Nennirðu ekki að segja mér eitthvað frá stofnun fyrstu kaupfélaganna? —^Eins og þú veizt höfðu danskir faktorar, og jafnvel íslenzkir, tíðkað alls kyns ranglæti um aldaraðir. Þeir fluttu inn svikna vöru, bundu fátæka viðskiptamenn sína á skuldaklafa, en tryggðu sér viðskipti betri bænda með því að bjóða þeim í laumi hagstæðara verð en öðrum eða veita þeim verð- uppbætur í árslok. Á nítjándu öldinni byrjaði að rofa tii. Árið 1844 bundust margir bænd- ur samtökum um að reyna að semja við kaupmenn um hækkað verð á inn- lendum vörum og afslátt af erlend- um, og varð það til þess að bæta viðskiptakjörin svolítið. Upp úr þessu spratt Gránufélagið undir forystu Tryggva Gunnarssonar. Bændur í Döl- um, Húnavatnssýslu, Skagafirði og Eyjafirði mynduðu með sér félög, sem pöntuðu vörur beint frá útlönd- um. En peningaleysið var óskaplegt. Bændurnir urðu að fá danska heild- sala, sem þá hétu grósserar, tii að lána sér fyrir vörunum, þangað til búið væri að selja þær heima á ís- landi. En nú höfðu menn vanizt því að reyna að beita hina óvinsælu fakt- ora ýmiss konar brögðum, svo sem að Þyngja ullina með því að setja steina í pokana eða bleyta hana, og þeir áttuðu sig ekki strax á hinum breyttu aðstæðum. Þessi félög lentu í skuld- um, urðu háð hinum erlendu lánar- drottnum og leystust upp. En árið 1882 var Kaupfélag Þing- eyinga stofnað. Það starfar enn, og er elzta kaupfélag á landinu. — Þá hefur þú ekki verið nema tveggja ára gamall, sé ég. — Nei, svo ég var auðvitað ekki með. En faðir minn og bróðir hans voru báðir meðal stofnenda. Hinu nýstofnaða kaupfélagi var ekki ann- ar vegur fær en leita til útlendra lánardrottna, eins og hinir höfðu gert. Á móti söfnuðu þeir undirskriftum félagsmanna um að þeir skuldbyndu sig til að leggja inn hjá félaginu vissan þunga af ull, tólg og fleiri vörum. Undirskriftaskjalið var sent dönskum gróssera, Louis Zöllner að nafni, og reyndist hann hinn heiðar- legasti maður og íslendingum vel í hvívetna. — Reyndu ekki faktorarnir að spilla fyrir kaupfélaginu? — Jú, mikil ósköp. Þá var faktor á Húsavík, Þórður Guðjohnsen, son- ur Péturs Guðjohnsens, organista í Reykjavík, og stjórnaði verzlun fyrir Örum og Wullf, danskt selstöðufélag. Þórður var að mörgu leyti ágætur maður, gáfaður og drenglyndur, en kappgjarn og skapbráður eins og forn víkingur. Oftast var hann þó fljótur til sátta. Hann átti það til, þegar hann reidd- ist, að slá til manna, og þorðu skuldu- nautar hans sjaldnast að gjalda honum líku lókt. Einn maður stefndi honum þó, og hefur verzlunin senni- lega ekkert átt hjá honum. Kæran kom fyrir tveggja manna sáttanefnd og urðu málalok þau, að Þórði var gert að undirskrifa loforð um að greiða stefnanda eina rúgtunnu í skaðabætur. Þegar hann stóð upp frá borðinu, sagði hann í bræði: „Það er þá bezt, að þær séu tvær“ — og sló manninn aftur. Mörgum var þó hlýtt til Guðjohn- sens, og hann reyndist fátæklingum vel — sendi alltaf jólagjafir í kotin á Húsavik. En honum fannst verzl- unarbrask bænda myndi steypa þeim á höfuðið. Það gæti aðeins staðið skamma hríð og yrði öllum til bölv- unar. — En hvað gat hann gert? — Fyrstu árin eftir að Kaupfélag Þingeyinga var stofnað, voru ein- hver hin mestu harðindaár, sem um getur. Frá 1880-1890 voru vetur ein- staklega harðir, hafís fyrir landi, en sumur stutt og graslitil. Var þá mjög sorfið að bændum. Um ein áramót, ég held 1886 og 1887, skuldaði faðir minn fimm krónur í verzluninni á Húsavík og var stefnt fyrir. Héldu Framhald á 334. siðu T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ 323

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.