Tíminn Sunnudagsblað - 17.04.1966, Blaðsíða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 17.04.1966, Blaðsíða 5
#)örku tvö ár.' Þax' lærðí hann húsa- é Msg»gna?míði og fekurð í tr4 Einnig Imr'ði ha.nA skipasnuði 1 Rönijá á Böfgöndarhóími. ifun hann hal'a fengjð niclsiarahréf, bfeði í skipa- smíði, enda áváíit nefnclur tlmbuí- meistari. Jafnlratnt þessu lœrði hann íjósmyndagorð. Há aí þossu sjá, að jón aptaði tímann vol meðgn hann ðvaldlst í Danmörku og bjó sig undlj' það að vorða bjóð sinní að serfi mest'ú gagni. Eftir ao bann kom heim, ritaðj hann ávallt nafn sitt eins og gert ér í uppháfi þessarar greinar. Frú Svava leikkona, dóttir Jóns, hefur lýst föður sínum svo: „Það er erfitt fyrir mig að lýsa útíiti föður míns, sökum þess, að hann var orðinnn gamall maður, þeg ar ég man hann fyrst. Verð ég því að iáta nægja að iýsa honum eins og hann kom mér fyrir sjónir. Myndir eru engar til af honum undir sextugs aldri. Hann var meðalmaður á vöxt, aldrei feitur, en vel á sig kominn og farinn að stirðna í hreyfingum, hár- ið dökkt, lítið eitt gránað í vöngum, þegar hann dó, grátt vanga- og síðast alskegg. Ennið hátt með stórum hof mannavikum, frekar langleitur, nefið langt með lítilli bungu á (kónganef) og hakan einbeitnisleg. Augun höfðu auðsjáanlega verið blá, en farin að lýsast og blik í þeim, djúp hrukka milli augnanna gerði svipinn hvass- ari. Hygg ég það vera ættarmót, því að ég og sum börn mín og barna- börn höfum þessa hrukku. Hann var sérstakt snyrtimenni í umgengni, hvort sem heldur var á verkstæði eða á heimili, og aldrei. sáust á honum óhreinindi, að hvaða starfi sem hann gekk. Alvörumaður var hann, en hafði þó gaman að spaugi og gleð- skap og gat verið spaugsamur sjálfur, en aldrei heyrði ég hann hlæja upp- hátt. Hann var mikill dýravinur og barn góður, en þoldi illa hávaða vegna höf uðveikinnar. Þægilegur í viðmóti, en hélt vel á skoðun sinni með festu og röksemdum, en aldrei af æsingi. Hon um var létt um að "halda ræður og koma fyrir sig orði. Trúmaður var hann einlægur og las hann eða móð- ir mín ætíð húslestra á helgum dög- um, ef hann ekki komst í kirkju.“ II. Iðnaðarmaðurinn og bæjarfull- trúinn. Jón Chr. Stephánsson kom heim frá Danmörku sumarið 1859 og sett- ist að á Akureyri. Gerðist hann brátt atkvæðamikill, stundaði iðn sína, hyggði mörg hús og smíðaði fjðlda skipa. Hann smíðaði hákarlaskip með áður óþekktu lagj. Var hajin brautryðjandi um smiði svonefrfdra stokkskipa norðahlands. Hann byggði Jón Chr. Stephánsson, timburmeistari á Akureyri. gamla apótekið 1859-1860, og var það lengi fallegasta hús bæjarins. Um svipað leyti smíðaði hann Möðru- vallakirkju með Þorsteini á Skipa- lóni. Ber hún meisturum sínum vitni enn í dag. Hann kvæntist Þorgerði, dóttur Björns Jónssonar, ritstjóra (eldra) 10. desember 1859, þá þrítugur að aldri. Hún hafði áður verið gift Stefáni Thorarensen á Stórhóli og var þá orðin ekkja fyrir nokkru. Hún var mannkostakona, greiðvikin og gjöful við fátæklinga. Sveinn, faðir Jóns Sveinssonar, rithöfundar, getur þess í daghók sinni, að þau hjón, Jón og Þorgerður, hafi vikið að sér mat J fátækt hans. Um það leyti, sem Jón kvæntist, keypti hann hús Sveins Skúlasonar (síðar prests), sem verið hafði ritstjóri Norðra um nokkur ár. Þetta hús var Aðalstræti 52 og bjó hann þar alla ævi og gerði þar fagran trjágarð. Þau Jón og Þorgerður eiignuðust tvo syni, Júlíus, fæddan 3. janúar, Í856, sem dó barnungur, og Ólaf, fæddan 20. júní 1861. Hann var fram ýfskarandi sönghneigður og fór til Reykjavíkur tíl tveggja ára náms. Lærði hann píanóleik hjá Ástu Hall- grímsson, og orgelleik og tónfræði hjá Jónasi Helgasyni. Að námi loknu átti hann að taka við söngkennslu í barnaskólanum á Akureyri og organ- istastarfi í kirkjunni. En hann veikt ist af lungnabóígu á heimleiðinni og lagðist á Silfrastöðum í Skagafirði, Jón fór með menn og hesta til Skagafjarðar og flutti hann á kvik- trjám heim. En hann fékk berkla upp úr lungnabólgunni og dó nítján ára gamáll árið 1880. Þetta voru erfið ár fyrir Jón Stephánsson. Árið áður hafði hann misst Þorgerði konu sína hinn 23. maí og varð hann því sjálfur að stunda Ólaf, son sinn, í banalegu hans, með aðstoð Margrétar, systur sinnar. Má nærri geta, hvílíkt áfall þetta var fyrir Jón, sem unni þessum unga, efnilega syni og einkaharni mjög heitt. Við það bættist, að sjá á bak ágætri eiginkonu. Stóð hann nú einn uppi og jafnaði sig aldrei full- komlega eftir þetta áfall. Meðal ann ars má benda á þaði að hann snertl aldrei fiðluna sína eftir dauða Ólafs, en þeir feðgar höfðu oft leikið sam- an, og hékk hún óhreyfð á vegg í skrif stofu hans á meðan hann lifði. Flyg- ilÚön, sem hann hafði gefið Ólafi, seldi hann þegar eftir dauða hans. ; 317 é S' T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.