Tíminn Sunnudagsblað - 17.04.1966, Side 17

Tíminn Sunnudagsblað - 17.04.1966, Side 17
STEINAR SIGURJÓNSSON: Á LEIÐ TIL BORGARINNAR Ég var ósjálfrátt farinn að helga minninguna um ÁsgerSi, þegar ég steig upp í bílinn, dá grát hennar. Því að ég dái harminn. Ég held, að harmurinn sé mesta gleði þessa lífs. Og ég var enn með kökk í hálsi, þeg ar bíllinn ók af stað. Stundum átti ég til að verða svo ölvaður af hugsunum mínum, að fólk glotti að mér. Allir tóku eftir, hve Garðar gerði mikið at í mér og hve ég varð undar legur í allra ásýn, hversu viðkvæmnin gerði mig að skrítnum fugli, aðeins vegna þess, að Gaggi skrækti og kast aði á eftir mér steinum á miðri götu. Auðvitað sáu það allir. Fugley var all ur heimurinn. Ég hafði skrifað dálaglega í lengri tíma og var orðinn eins og álfur, en einn, hörmulega einn, sagði einhverja vitleysu við hvern sem vera vildi, hvern sem ég varð að umgangast, til dæmis konurnar, af því að ég var einn — og ég naut þess að heyra þær hlæja, áttræðar konurnar, þvi að ég var einn og göfugur. En ég varð að fífli, andríkt misskil ið skáldið, aðeins vegna þess, að Gaggi, sem ég kom raunar til með að dá síðar, kastaði á eftir mér. Þorbjörn og Ásgerður komu til með að veita honum harðar ávítur. „Ert þú að skrækja eftir skáldinu og kasta grjóti á eftir því — svo að all ur bærinn hneykslast á þér, og okkur um leið, að hafa slíkan dreng! Ha, ertu svona slægur af vizku heimsins þarna úr borginni! Og við, heið- virt fólkið, sem ekkert kunnum nema strit.“ Garðar reyndi eitthvað að afsaka sig og sagði, að ég væri skrítinn, en fór svo að gráta undir stríðri reiði gömlu konunnar. En þar með hætti hann að kasta á eftir mér grjóti. Hætti algerlega. Mér þótti það afar leitt. Hann fór hjá sér í hvert sinn sem hann stóð frammi fyrir mér og talaði kurteis , meiningarlaus orð. Ans ég við hann. Allt fór í taugar mínar á þessum tíma, enda sveif ég í eins konar rólu skáldlegra kennda og hugsaði eins vel og Óðinn. Ég dáði Ásgerði, ég dáði konurnar og talaði eins lengi við þær og auðið var. Sáu þær það ekki á mér. Ég reyndi að leyna tilfinningum mínum, svo afkáralegar sem þær voru, ást til gamalla kvenna. Og hver skyldi leggja trúnað á annað eins og það — nema sá, sem lifað hefur út á slíkri eyju, fullur ástar á ljóðinu og lífinu um leið — að ég skyldi með vorinu gera stórkostlega upp á milli lambanna, leggja elsku á þau, sem voru kvenkyns en sjá ekkert nema klúrleik og græðgi við hrútana? En svona var ég, og því var engin furða, þótt ég þætti skrítinn. Það, að Garðar var beðinn um að hætta að atast í mér, rétti ekkert hlut minn gegn heiminum. Mér þótti þetta afar leitt, eins og svo ótal margt í skipt um við menn. Það var ekki svo vel, að ég geti í raun og veru átt vini, svo viðkvæmur er ég. Hann var allt of mikið vandræða- barn, og þess vegna gekk hann fram af gömlu hjónunum. Hann ólgaði fullur af ókyrrð og hlaut að fara. Til borgarinnar, til villidýranna á göt- unni, sem enga reglu kunna og ekk ert lag nema óartir bófans. Ásgerður kvaddi hann lengi með engu nema gráti og orð um, sem lítil regla var á, því þau voru varla orð, miklu fremur bara stunur, harmræn vind- sog langt neðan úr manninum sjálf- um, eins og mér varð hugsað, skelfi legar stunur úr reynslu margra ára og mikils strits. Allur maður hennar titraði af átakagráti. Hann er að fara, barnið. Og fara hvert? Ekkert, það vissi hún. Ekkert nema til dauðans. Það er svo mikið af gotti í skip- inu, sagði Garðar. Blessað barn, þú verður að fara. Ég elska þig, vittu það, en þú verður að fara. Við getum ekki . . . Ég vildi, að einhver keypti af mér veiðistöngina. Ég mundi láta hana á tíkall. Ég skal kaupa hana, sagði ég. Hérna eru tuttugu. En þú ert að fara í borgina, ans ég- , Skiptir ekki máli. Eg gef hana. Eg gef Ásgerði hana. Mér, elsku skáld, sem aldrei veiði! Geymdu hana þá þar til þú færð annað vandræðabarn. Hjartans barn, hve heitt ég elska þig! Það er eins og hjartað sé að slitna úr þessum karga skrokki. Og þú svo ungur, svo fríður að fara til borgarinnar, föðurlaus. Og móðir þin, þessi lausa gála. Hvar fær hún fyrir lífi þínu, svo þú megir springa út og þróast — svo nýr, svo fagur? Hún, sem varla á á sig sokkinn í þess ari trylltu dýrtíð. Elsku barn, er ég þá að reka þig út á gaddinn? Ó, að ég hefði aldrei hugsað um það. að það hefði aldrei hvarflað að mér að þrýsta þér héðan úr mínu eigin húsi! Ó, að ég gæti breytt öllu, að við gætum iifað saman daga og ár við yndi og hlátra, og ég mætti sjá þig — daglega — hold þitt, vanga þína og þessar rjóðu og stundum svo hýru og fríðu kinnar þegar þú ert með réttu eðli, elsku barn! Svo fagur. svo ótrúlega fagur! Ég vona, að fiskist á hana. Þú kemur kannski næsta ár? Ég vona, að þú fiskir þúsund fiska á hana, sagði Garðar og heyrði ekki orð af því. sem gamla konan sagði. Berðu engar áhyggjur um það, sagði ég. En þú ætlar að fara til borg arinnar. Heldurðu, að það sé nokkuð betra — að lifa þar? Mamma mín er þar, bræður mínir eru þar. Mamma er þerna á stóru skipi. Hún siglir út í löndin og . . . Og drekkur, elsku barn, drekkur svo óhemjulega mikið og er svo spillt svo átakanlega spillt, að hún getur aldrei átt nokkurt barn, sízt svona ans þig, svo ungan, fríðan og spilltan, að þig vantar ekkert nema móður, kærleika til að verða það, sem þú átt skilið að verða í þessu lífi, að lifa vel, að eiga yndi, kappnóg af yndi til að lifa við. Svo dagar þínir verði hýrir og fagrir eins og svipur þinn, elskan mín, begar þú ert með réttu ráði! Mamma siglir út í löndin og áifurn ar, og einu sinni gaf hún mér konfekt kassa og einu sinni gaf hún mér bíl. En pabbi er róni. Pabbi er veikur og ómögulegur. Einu sinni var hann á skipi, sem sigldi út í heim — ans manna er nú á — en svo nennti hann ekkert nema drekka vín. — og nú er hann svo veikur af víni, að hann hefur verið settur inn í stein, svo hann sé ekki að drekka, svo hann sé ekki að lifa. Hann pabbi get ur ekki lifað. Hann er svo mikill aum ingi, að hann hefur gleymt, hvernig á að lifa. Hann kann ekki að lifa! Svo að mamma ykkar-sér fyrir ykk ur, fjórum börnunum, og siglir út f löndin og álfurnar? spurði ég. Hvað ætli hún sjái fyrir, blessuð konan, svona spillt! Gerir ekkert kon an nema telja seðla, telja og brosa vera kurteis og flíra. I-Ivernig ætti T f M 1 N N — SITNHVUDAGSBLAÐ 329

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.