Tíminn Sunnudagsblað - 17.04.1966, Síða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 17.04.1966, Síða 20
„Hinn sári, nístandi grátur hélt áfram — þaS var eins og grátur lítillar telpu. að við höfum ekki kunnað að meta hann. Þvílíkur dýrgripur." Hljómsveitin lauk við marsinn, og stundarkorni síðar tók hún að leika fjörugan vals, því að dansleik urinn var að hefjast. „Guð minn góður, er ekkert hægt að gera?“ stundi Olga ívanovna. „Nikolay, þú ert læknir og ættir að vita, hvað á að gera. Þú hlýtur að vita, að ég get ekki afborið að missa hann! Ég lifi það ekki af!“ Læknirinn, sem vissi ekki, hvern ig hann átti að tala við syrgjandi konur, andvarpaði og gekk hægt um gólf í dagstofunni. Það varð þrúg- andi þögn, sem var rofin við og við af gráti og tilgangslausum spurn- ingum. Hljómsveitin var búin að leika marsúka og polka og annan marsúka. Það dimmdi meir. Þjón- ustustúlkan var búin að kveikja á lampanum í stofunni við hliðina og læknirinn hélt enn á hattinum sín um og virtist vera að reyna að segja eitthvað. Olga ívanovna fór nokkr- um sinnum til sonar síns, sat hjá honum í hálftíma og kom síðan aft- ur inn í dagstofuna. Öðru hverju grét hún og barmaði sér. Tíminn þokað ist áfram með kveljandi hægð. Það var eins og kvöldið ætlaði aldrei að líða. Um miðnætti, þegar hljóm- sveitin hafði leikið síðasta lagið, bjóst læknirinn til að fara. „Ég kem aftur á morgun," sagðl hann og þrýsti kalda hönd móður- innar. „Farðu nú að hátta.“ 332 T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.