Tíminn Sunnudagsblað - 17.04.1966, Page 13

Tíminn Sunnudagsblað - 17.04.1966, Page 13
vorið 1913. Þar var rausnarheimfli og aldrei þurrð í búi, heimilisfólk alltaf margt — stundum yfir tuttugu. Jóhanna hafði þannig nokkurn stuðning af bræðrum sínum við upp eldi barnanna auk þess, sem Hálfdan, faðir hennar, studdi hana ýmislega. Þegar drengirnir stálpuðust betur, komu þeir báðir til móður sinnar, og hún hafði heimili með þeim í Hnífsdal. „Kallið þið hann Hafliða lausamann?" Hálfdan Örnólfsson mundi Hafliða Bjarnasyni ferðina til Bolungarvík- ur 2. marz. Þegar Hafliði var kom- inn til Bolungarvíkur, fóru ein- hverjir til hreppstjóra og kærðu hann fyrir að vera í lausamennsku án þess að hafa fengið lausamennskubréf. En þá stóð ekki á svari hjá Hálfdani: „Kallið þið hann lausamann? Hann er vinnumaður hjá mér.“ Seinna fór Hafliði utan. En ein- hverjar gjaldakröfur hvíldu á hon- um eftir burtförina — opinber gjöld og ef til vill fleira. Þegar hann kom heim aftur, spurði Pétur Odds- son, kaupmaður og útgerðarmaður, hann, hvort Hálfdan Örnólfsson væri fjárhaldsmaður hans. Hafliði spurði hví hann spyrði svo: „Hann borgar allt fyrir þig,“ svar- aði Pétur. Harmsaga úr Gufudalssveit, æskuást í Hnífsdal. Um aldamótin bjó suður í Gufudalssveit maður að nafni Sig- urður Kristjánsson. Kona hans hét Rannveig Bjarnadóttir. Sigurður missti konu sína frá sjö börnum árið 1902. Þá bjó hann á Seljalandi í Kollafirði. Veturinn eftir — 8. marz fór hann fyrir hreppstjóra sinn norð- ur yfir Kollafjarðarheiði.. Honum var boðin gisting norðan heiðarinnar, því að veður spilltist, en hann sneri heim á leið eigi að síður. Bylinn herti, og Sigurður varð úti, er hann átti skammt eftir að Kálfadal í Kollafirði. Eftir þrjá daga fannst hann. Hund- ur hans hafði fylgt honum og lá enn í handarkrika hans, en reis upp, þeg- ar hann varð var leitarmanna. Eitt af börnum þeirra Sigurðar og Rannveigar hét Kristján. Hann fædd- ist 24. janúar 1898, og var þá fjög- urra ára, þegar hann missti móður sína. Sigurður, faðir hans, hafði ver- ið við róðra í Hnífsdal. Hjón, sem hann þekkti þar, buðu honum að taka af honum barn í fóstur. Þau hétu Páll H. Jónsson og Þorbjörg Sigmundsdóttir. Kristján varð fyrir valinu. Á þessum árum hafði Ásgeirsverzl- un gufuskip lítið á förum um Djúp- ið, og hét það Ásgeir litli. Með hon- um fór Kristján út yfir Djúpið, þeg- ar hann fluttist til Hnífsdals,. og er honum þessi fyrsta sjóferð sin ógleym anleg. En hann átti margar eftir. Davíð ^ Scheving Thorsteinsson, læknir á ísafirði, var frændi Kristjáns og rækti frændsemina vel. Var Kristj- án til dæmis heimagangur í húsi hans, þegar hann gekk til spurninga á ísa- fjörð. Og þegar Kristján var fermd- ur, vildi Davíð taka hann að sér og láta hann eitthvað læra. En Kristján vildi ekkert annað en komast á sjó- inn, þó að hann sæi að nokkru eftir þeirri ákvörðun síðar. Hann hafði byrjað að stunda róðra innan ferm- ingar og fékk til dæmis leyfi úr barnaskóla framan af vetrinum' fyrir ferminguna, svo að hann gæti verið I skiprúmi. En sextán ára gamall varð hann háseti á vélbáli hjá Hall- dóri Pálssyni á Brekku. Þau Kristján Sigurðsson og Ása Sigurðardóttir felldu hugi saman og heitbundust haustið 1919. Mjótt á mununum í BásaveSri. Á vetrarvertíð 1921 var Kristján á bát, sem Heksan hét, með Magnúsi Péturssyni. Albert Sigurðsson var þá háseti á báti, sem Geysir hét. Þar var formaður Guðmundur Lúðvík Guð mundsson. Þegar gott var veður, lágu bátar Hnífsdælinga fyrir akkerum á vík- inni fram undan þorpinu milli róðra. En þegar veður spilltist, varð að færa þá þaðan. Áttu þeir flestir eða allir legufæri á Prestabug inni við ísafjörð TlMIN N - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.