Tíminn Sunnudagsblað - 17.04.1966, Blaðsíða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 17.04.1966, Blaðsíða 18
hún að blífa? Hvernig ætti hún bless uð konan að . .. Ég fæ átta hundruð krónur! Ég er ríkur! Og tuttugu frá.þér. Ég er rík- ur! Elsku barn, heldurðu, að þetta sé kaup í dýrtíðinni? Heldurðu að okk- ur detti í hug að borga þér kaup? Þetta er aðeins smáræði fyrir ferð- inni suður og einhverju smáræði i vandanurrí fyrir sunnan, svo að þú skilist, hjartans hlýjan rnín. En ég mun borga þér kaup, e lsku barn, hvort ég mun ekki borga þér, sem ég hef svo heita elsku á með raun- unum. Hvort ég mun ekki senda þér einn og annan sokkinn í dýrtíðinni og peysuna, svo þér líði vel I þessum heiftarlega heimi! Svo fæ ég að skoða skipið. Og þjón arnir gefa mér gott! Æ, elsku Garðar, þú slítur úr mér hjartað, að þú skulir vera til! Ég hef gert þetta, við höfum gert það — og það er varla tími til að snúa við. Ég ætti ekki að gera það, elsku harn. Segðu: „Þú mátt ekki gera það það, mamma! — Já, kallaðu mig mömmu — og ég mun umfaðma þig! Tár mín munu renna af fögnuði! Og ég mun eiga þig alla daga. Og vlð munum erja þessa erfiðu jörð og nær ast hérna við borðið og lítast á, svo að ég fell £ stafi af elsku til þín! Þú munt þróast og frikka svo að sam ræmi skapist milli hjarta þíns og daga þinna, svo að menn fái elsku til þín og svo að þú brosir þínu fagra brosi hérna f húsi mínu. Og þú munt hirða þetta hús, þegar við skörin föll um frá, það máttu vita, og varðveita sögu þess, sögu okkar, sem aldrei kunnum neitt nema strit og hrein- skilni frammi fyrir guði og þessum heiftarlega heimi. Við munum elska þig, Gaggi, þú veizt það. Þú veizt, að þú getur alltaf treyst á gömlu konuna. Ásgerður er þín móðir og Þorbjörn þinn faðir! Hvar i veröld- inni áttu tryggari móður og föður, elsku bai;n? Segðu bara — þvi ég gæti ekki neitað: „Hættið við t>að! Mamma, sendu mig ekki út í þjófsk- una, glæpina og dauðann" Og ég skal hætta við! Og mamma þekkir skipstjórann. Skipstjórinn gefur mér fullar lúkur af gotti! Nei, því verður víst ekki breytt! Ég sendi ást mína út í dauðann! Steinar, sjáðu nu volaða, kveinandi konu! Ég leit á hana, andlit hennar fló- andi í tárum. Hún slagaði milli borða og stóla, frávita af harmi. Hann er svo erfiður, svo klúr, svo fullur af skemmdum heimsins, að við verðum að . . . Hann mun lifa, sagði ég hughreyst andi. Allir fá að lifa á þessu landi, eins og sagt er. Allir eru fullir af mat og flissi. Ef ekki móðir hans, þá bærinn. Bæriun! kveinaði hún. En þá lifir hann við skömm! Og hann mun alla daga ganga beygður eins og einhvers konar jurt á hausti — ég kann ekki að orða það. Alla daga sjá upp í glott andi ginið á dauðanum og rotnun- inni! Æ, láttu ekki svona — þú vilt, að ég fari! Og ég vil fara! Ég hlakka til að sjá Bjarna bróður og Óla, vin minn. Við eigum leynivígi sem eng- inn veit um, og ég ætla að verða Bandaríkjamaður. Flugmaður. Og skjóta — brrrr! Og svo verð ég rikur. Þá skal ég bjóða þér út í Ameríku. Og þú kemur að heimsækja mig til Ameríku — og þegiðu svo! Þú vilt hvort sem er að ég fari, og ég vil það. Endilega! Endilega! Ég þóttist sjá það með eigin aug um, hvemig hann mundi falla í ógæf ur lífsins, og ég dáði hann, ég féll I stafi frammi fyrir honum. Hinn ein samli Maður Mannsson, hversu reik ull er hann ekki og svagur í þessum forherta miskunnarlausa heimi, sem bindur sig saman um góss hans og sælu og engum þyrmir sem hann hef ur litla elsku á, hversu góður sem hann er. Heldurðu, að þú getir nokkurn t£ma gleymt Ásgerði, spurði ég, þess ari hjaítamiklu konu? Garðar stappaði f gólfið af ein- hvers konar gleði, og leit undrandi á mig. Gleymt? spurði hann. Gleymt? Hennl Ásgerði, sagði ég, grátinum, hinum hristandi gráti? Konfekt, sagði Garðar við afgreiðsl una f Hvalfirði. Fjóra poka. Og kaffi. Og tertu. Hundrað og fimmtfu krónur, sagði þjónan við Garðar og hlammaði hendi á seðlana hans og dró þá niður I stálkassann undir disknum, sem full ur var skitnum vöðluðum seðlum. Þessi seðlar minntu mig einhvem veginn á þjóðina, ég hugsaði að engu væri líkara en allir stunduðu bílavið- gerðir. Heldurðu, spurði ég enn, þegar við höfðum "setzt I bilinn, að þú getir nokkurn tima gleymt henni Ásgerði, þessari góðu konu? Gleymt? spurði hann enn jafn undr andi, en var búinn að snúa sér að glugga til að horfa á benzínafgreiðslu stöð, sem bíllinn nam staðar við, og þvargið sem henni tilheyrði, skilti, sem allur heimur var að fyllast af, og lífið meira og minna, skilti með klúrum, öskrandi litum, beyglaða blla smurning og það leiða fólk, sem þessu tilheyrði, skrækróma náunga I rykugum skóm og flakandi skyrtum. Og einatt voru þeir með vindlinga upp £ sér, eða voru að stinga hendi ofan £ vasa eftir pakka, hver slnum pakka, og buðu aldrei öðrum, að am erfskum sið, og kveikja á kveikjurum (þeim nýjustu með gasinu, sem aldrel bregðast). Á þetía horfði hann, há- væra svola, sem aldrpi gefa sér nokk urn stanz og einatt eru að auka hraða og spenning sjálfra sín og allra, sem nálægt þeim koma til einskis nema ennþá meira fums, klúrleiks og spennu, ataðir bílabrækjunni, og þeir vita allt, sem gerist á vegunum, allar frykkjur, alla hórdóma, og þá ekki síður um morð og nauðganir. Hvort hann gæti nokkurn tíma gleymt eins árs dvöl sinni i Fugley, eða Ásgerði? Nei, hann skilur mig ekki! hugsaði ég forviða. Hann skilur ekki neitt! Ég varð hljóður, en mér fannst eins og ég væri heitur innra, kokið var orðið þurrt af hugsunum, og ég hlakkaði. Líklega hlakkaði ég svo snögglega, að líkaminn hafði ekki við svo fjálgri hrifni, kokið þurrt, öll skepnan f uppnámi. Af lotningu? Ég horfði á hann og hann horfði I leiðslu á þessar margreyndu marg- svindluðu bfldruslur og gagnslaust fólk þeirra. Einn þeirra var í rauð- um bol, og nafn um allt bakið af amerisku baseballfélagi. Base- ball'hetja, eða cowboykappi, í leður- klossum frá Ameríku, dregur hann þá ekki skammbyssu úr vasa og mið- ar á félaga sinn — það lá við, að ég færi að hljóða af skelfingu, Garðar spenntur og svalur — og skýtur með hvelli. Það var þá blessað gasið nýja, sem aldrei brást, og félaginn fékk log í tóbuna,og baseballkúrekinn stakk vopninu góða f vasann, óaðfinnan- legur, allt rándýrt á honum og jafn- langsótt? Hvflíkt efni í þessum dreng! Og augun, svo barnsleg og hrein, jafn- vel nú, eftir að hafa ætlað að stela af mér, því að hann ætlaði að stela af mér veskinu — aldrei var hann eins fallegur og þegar hann laug mest. Brosandi Satan! Slægvizka, þjófska og þessi taumlausa fíkn að eignast strax, eins og barnið, og af ólmri þörf að sóa báðum höndum, en læra aldrei meir en það auðvitað asta, strax, skilyrðislaust! En hann er alveg ber, allir munu sjá það, og hann verður klefaður, ans grip- ur, leystur öðru hverju, en mun ekk- ert læra. Fall, fall, dauði. Þúsundirnar þróa svindl sitt, en þær gefa glæpum sínum tfma til að þroskast, og þær fara sér sjaldan að voða og láta aldrei hánka sig. Þeir, sem tilheyra þessum lærðu spillingj- um, nota hlýja flókaskó, svo þeim verði ekki kalt í fætur og þeir gleyma aldrei að vefja treflum vel um svfr- ana fyrir nepjunni. En Garðar fleyg- ir þeim frá sér og ögrar banvænum vetrunum. Eða hver annar ætti að gera það, hver að svalla sér f hund ana? Hverjir verða þessir frelsarar? Þú Garðar, þú munt drepa þig hægt. Þú munt skapa lífinu svip, svo að við það verði unað, lifa fyrir lúmsk 330 TllBINN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.