Tíminn Sunnudagsblað - 17.04.1966, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 17.04.1966, Blaðsíða 15
urinn hafi legiö á hliðinni fjórar eða fimm mínútur. En svo kom, að Heks- an rétti sig við. Þeir félagar töldu, að þar myndi einkum hafa orðið til bjargar, að í ganginum við vélarhús- ið var bundin bauja allstór, en í stjórnborðsgangi að framan var olíu- fat úr eik, rammlega bundið. Þetta hvort tveggja leitaði vitanlega úr kaf inu. En það höfðu þeir til marks um, hversu flatur báturinn hafði legið, að toppljósið var dautt, þegar Heksan rétti sig við. Nú létu þeir Kristján og Kristinn út legufæri, svo að hægar ræki, en Magnús fór að reyna að koma vél- inni í gang. Þetta var glóðarhausvél eins og allar vélar þá, og þurfti Magnús því að kveikja á lampa til þess að hita vélina. Slík gangsetning gat naumast tekið skemmri tíma en tíu mínútur. Bátinn rak upp á meðan, og þegar vélin fór í gang, var hann farinn að höggva niður með hælnum. Vélin var snúin í gang, og var hand- fangið takki, sem átti að skreppa sjálf- krafa inn í svifhjólið, þegar honum var sleppt. En í þetta sinn stóð hann á sér og hélzt úti. Rakst hann í kálf- ann á Magnúsi og reif fótinn og marði Magnús lét sem ekkert væri, en bað þá félaga sína að sleppa legufærun- um, svo að ekki yrði töf að þeim. Þeir Kristinn og Kristján drógu samt inn keðjuna, jafnskjótt og báturinn færðist áfram og náðu inn akkerúiu, ón þess að töf yrði að. Þeir Péturs- synir voru hraustmenni, rammir að afli, og það var Kristján líka. Geysir á sjávarbotni og f jórir menn drukknaðir. Nú héldu þeir félagar upp undir hlíðina. Þar ló þá tuttugu og tveggja smálesta bátur, Sóley frá ísafirði, og fengu þeir á Heksunni að hanga aft- an í henni, þar til dagaði: Veður var þá tekið mjög að lægja. Og það var logn á sundunum, þegar þeir fóru þar inn um morguninn. Rétt við Norð- urtangann fundu þeir félagar lóða- belg á floti. Þeir fóru að honum og sáu, að hann var fastur við bát, sem þar lá sokkinn ó botninum. Ekki var dýpra en svo, að þeir sáu fyrir síð- unni. Þetta var Geysir, og þekktu þeir á Heksunni hann þegar. Þeir. fóru inn á ísafjörð, og Magnús lét lækni búa um fótinn. Síðan fóru þeir aftur út í Hnífsdal á Heksunni, enda hentaði Magnúsi ekki að ganga mik- ið eins og á stóð. Geysir var tekinn upp einhvern næsta dag. Lík þeirra Guðmundar, Lúðviks og Alberts voru í lúkarnum, en Þorsteinn Ólason hefur aldrei fundizt. Eftir þetta voru þeir Magnús Pét- ursson og Kristján Sigurðsson mjög samrýndir. / } > ' ' •: o.v.' . ■ . . ■ ■ ■ *.*.• ■ / ■ <•■ ■ v <* < "jé & - í-'■ ... : iiipaptiiil — • v ,« I I •'«Vv '•• •'•••" ; . , ' • ...'<•'■ v > + V ♦•+♦* 'Í. **>*■«♦*<* I - ■ gí ’ --'V^ V* " „ II vví*V-t*'V\' l' ' ' i V . • • /- - 4 4 %í-' *** ■**'/&,*** „ , -....................: ; ■ ■ ■ . > ■■ : , "■"■■■ 1 ■■' ^ 1 ■: - • • J. J: •••• • ■■ ... ... ■■ 0% «; • v' m ' - J , -; $.......... i - , $1§| p m ; % % m . , œ ,,, , í . -1 ' : ' ■ ■ ■■■■;: ; ■ ■* • ■ ■ ' , iiii -, ■■ V;|í !*•: i: »;ii: ................ v f i * •, '>S. '-,AM 'jv , ‘ ,• 1- c‘.v ' ' 'r+4**' VV' A,*-‘ 4 *V S ■r *'< < ’tr JlNi' 'XI mm v'.-: Magnús Hj. Magnússon, fyrirmynd Kiljans að Ljósvik- Ingnum, var í Skálavik snjóflóðsveturinn. Hann orti kvaeSi það, sem hér blrtlst „tll ekkjunnar Jóhönnu Hálf- danardótfur frá Breiðabóll", «r hún fluttist -úr byggðar- laglnu vorið ‘1910. T1» 1« N — SUNNUDAGSBLAÐ 327

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.