Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 17.04.1966, Qupperneq 8

Tíminn Sunnudagsblað - 17.04.1966, Qupperneq 8
ið skrúðgöngu frá barnaskólanum í innbænum og út eftir, og voru þá 73 félagar á fundi. Stúkan ísafold hafði klofnað árið 1892 út af hvítölinu, sem stórstúkan bannaði templurum að neyta. Var þá stofnað bindindisfélagið Björgin af þeim, sem óánægðir voru, en ekki virðist það félag hafa gert mikið gagn og er nú týnt og gleymt fyrir löngu. Jón stóð fast með Friðbirni Steinssyni til bjargar stúlkunni á þess um erfiðu tímamótum og reyndi hvað eftir annað málamiðlun. Um tíma starfaði stúkan Fjallkon- an nr. 17 á Akureyri. Var það kvenna stúka, og var Kristjana, kona Jóns, meðal stofnenda og kosin varatempl- ar á stofnfundinum. Guðný Frið bjarnardóttir, mágkona Kristjönu, var æðsti templar. Fjallkonan var síofn- uð 12. apríl 1891 og hélt um tíma uppi sunnudagaskóla fyrir börn. Með al annars lærðu þau þar lestur til undirbúnings barnaskólanámi, handa vinnu, dans og fleira. Jón kom þar oftar en nokkur annar félagi ísafold- ar og flutti þar hvatningarræður. Stúikan hélt fundi í barnaskólanum eins og ísafold. Á fundi ísafoldar 3. fe'brúar 1895 fór fram sameining þessara tveggja atúkna, og ber stúkan síðan nafnið Isafold — Fjallkonan nr. 1. Var þessi sameining gerð að tillögu Jóns.' iEftir það voru þau hjón bæði í ísa- fold til dauðadags, og sótti Kristjana að jafnaði fundi með manni sínum og var honum samhent í bindindis- starfinu. Jón skráði dagbækur langan tíma, en þegar hann var veikur, féllu oft úr margar vikur, er ekkert var skrif- að annað en: „Var veikur og gat ekki mætt á stúkufundi." Sýnir þetta ljóslega, hvers hann saknaði mest og hve bindindisstarfið var honum hjart fólgið. í bók sinni: Bindindishreyfingin á íslandi, farast Brynleifi Tobíassyni svo orð: „Af félögum ísafoldar frá þessu tímabili (1884—1900) ber að nefna, auk Friðbjarnar Steinssonar og Bjarna Hjaltalíns, Jón Chr. Stepháns son timburmeistara, er lengi var um- þoðsmaður stórtemplars, góðtemplar í þess orðs beztu merkingu, tryggan cg traustan til æviloka.“ Þegar Minningarrit templara kom Út á 25 ára afmæli reglunnar árið 1909, var Jón orðinn rúmfastur. Er þar mynd af Jóni, og með henni frein undirrituð S.G. og mun hún era eftir séra Sigtrygg Guðlaugsson á Núpi. Hann var Eyfirðingur. Þessi grein er minning um regluboðsferð tun feyjafjörð með Jóni. Þar stendur þetiú: „tVí eru þeir að senda mér gaml an rtiann og gráskeggjaðan, sem ekk- ert er hægt að tala við sér til skemmt unar? Þannig hugsaði regluboðinn, ung- ur stúdent, með sjálfum sér, er templ arar á Akureyri veittu honum þá sæmd að biðja Jón Stephánsson timb- urmeistara að halda bindindisfundi með honum út með Eyjafirði. En þeir voru ekki komnir út hjá Möðruvöllum, þegar regluboðinn sá, að betri og skemmtilegri samferða-' mann gat hann vart hafa fengið. Honum varð allt að gamni, öldungnum unga, andmæli hófsemd- arvina og leikur ungviðisins með fram veginum, en kærast var hon- um þó að heyra góðar fréttir um framfarir bindindismálsins." Um störf hans fyrir regluna far ast Svövu, dóttur hans, orð á þessa leið: „Ég vil geta hér eins atviks, sem faðir minn sagði mér frá. Þeir Frið- björn Steinsson unnu báðir stúku sinni og störfuðu eftir mætti fyrir hana. Þrátt fyrir það voru þeir engir reglulegir vinir. Þótti föður mínum Friðbjörn ráðríkur um of, og hefur sjálfsagt fleiri fundizt svo, því að missætti kom upp milli Óla Lieds og Friðbjarnar og lá við, að stúkan legð- ist niður. En ekki veit ég, hvert deilu efnið var. Mættu þeir á sáttafundi hjá föður mínum, sem lá rúmfastur. Tókust með þeim sættir, og sagðist faðir minn þá hafa verið glaður að bera gæfu til að bjarga stúkunni. Sýnir þetta meðal annars, hver áhrifa maður hann var innan stúkunnar. Jón fór í útbreiðsluferðir fyrir regluna, bæði til Sauðárkróks og Húsavíkur, auk þess sem hann ferð- aðist um Eyjafjörð í þeim erindum. Hann sótti jafnan þing Umdæmis- stúku Norðurlands og sat stórstúku- þing í Reykjavík 1899. En þegar stór- stúkuþing var á Akureyri 1907, gat hann lítið tekið þátt í störfum þess vegna lasleika. Hann var gerður að heiðursfélaga stórstúkunnar á 25 ára afmæli hennar. IV. Ræktunarmaðurinn. Haustið 1899 var stofnuð trjárækt- arstöð á Akureyri með fjárstyrk frá Norðuramtinu og bænum. Hafði Páll amtmaður Briem forgöngu um þetta, og var stöðinni valinn staður sunnan við kirkjuna. Síðan tók Ræktunarfé- lag Norðurlands við rekstri hennar. Sigurður Sigurðsson, síðar búnaðar- málastjóri, réð fyrirkomulaginu og hafði á hendi stjórn garðsins fyrsta árið. En þá hvarf hann að kennslu- störfum á Hólum í Hjaltadal. Við forstöðu garðsins tók þá Jón Steph- ánsson, sjötíu ára að aldri. Sá hann um garðinn af mikilli trúmenrtsku og samvizkusemi í átta eða níu ír, meðan heilsan entist. Segir Svava, dóttir hans, að hann hafi þá þégar aflað sór danskra og norskfa boka um trjárækt og lesið þær með eins miklum áhuga og ungur maður, sem er að hefja nám. Lýsir þetta veí kappi hans og skyldurækni. Áranguí af þessu starfi hans varð svo góður, að stjórn Ræktunarfélagsins sæmdí hann nokkrum eftirlaunum, þegar hann hætti. Það var fátítt á þeim tíma. Um þetta starf Jóns segir svo í sögu Akureyrar: „Jón Chr. Stephánsson annaðist alla ræktun og störf gróðurstöðvar- innar meðan hans naut við, og sten^- ur nú þessi fagri reitur sem verð- skuldaður minnisvarði yfir þennan merka borgara bæjarins." f minningargrein um hann í „Norð urlandi" 1909 segir ennfremur: „Hann er hinn rétti faðir hinna fögru skóga, sem eiga að prýða þetta land um ókomnar aldir." Á áttræðisafmæli Jóns, 23. október 1909, var mannmargt á heimili hans. Þá fékk hann skrautritað ávarp frá Umdæmisstúkunni nr. 5, bæjarstjórn inni, Ræktunarfélaginu og Iðnaðar- mannafélaginu, en það hafði áður gert hann að heiðursfélaga. Gamli maðurinn var glaðastur allra þenn- an dag, þó að hann væri rúmliggj- andi. Var hann þá búinn að vera fimmtíu ár í bænum'og hafði komið víða við með störfum sínum. Jón Chr. Stephánsson lézt að heim- ili sínu hinn 18. desember 1910, 81 árs að aldri. Þar lauk löngum og annasömum ’æviferli þessa merka manns. Heimildir: Minningar Svövu Jóns dóttur. Saga Akureyrar. Hver er maðurinn? Bindindishreyfingin á íslandi. Minningarrit góðtemplara. Fundabækur Ísafoldar-Fjallkonunn ar nr. 1. Kirkjubækur). Þeir sem senda Sunnu daqsblaSinu efni til birtingar, eru vinsam- lega beðnir að vanda til handrita eftir föng- um og helzt að láta vél- rita þau ef kostur er. Ekki má þó vélrita þéttar en í aSra hverja línu. 320 IÍH1NN - SUNN UD AGSBLAO

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.