Tíminn Sunnudagsblað - 17.04.1966, Blaðsíða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 17.04.1966, Blaðsíða 12
% Flateyri við ÖnundarfjörS. Þar hefur Jóhanna Hálfdanardóttir átt heima síðan 1929 og Ása SigurSardóttir siðan 1922. Ljósmynd: Þorsteinn Jósepsson. Jóhanna Háifdanardóttir og börn hennar eftir slysið. Jóhanna Hálfdanardóttir varð að sundra heimili sínu eftir snjóflóð ið mikla, sem sagt var frá í síðasta blaði. Öll virtust þau mæðgin ná fullri heilsu eftir áfallið, þó að sum þeirra væru aum fyrst í 'stað. Fyrstu vikurnar voru þau að mestu rúmföst. En þegar frá leið, jafnaði fólkið sig, og varð ekki séð, að börnin bæru nein merki þeirra óskapa, sem yfir þau höfðu dunið. Fram til vorsins var Jóhanna með börnin í Hnífsdal hjá Hálfdani og Jóni, bræðrum sinum. Sumarið eftir var hún í kaupavinnu hjá Pálma og Guðrúnu Sigmundsdóttur á Meiri- Bakka. En síðan tvístraðist hópurinn. Ása var næstu árin tvö í Minni- Hlíð í Bolungarvík. Þar bjuggu Jóna Bjarnadóttir og Guðmundur Jóhann- esson, maður hennar. Guðmundur fór fljótlega til Elísa betar Bjarnadóttur og Níelsar Níels- sonar, foreldra Jens kennara. Hálf- bróðir Jóhönnu, Guðmundur Kristj- ánsson, gaf með honum, en hann faafði verið einn þeirra, er safnaði liði í Bolungarvík til þess að fara f moksturinn í Skálavík. Albert var um hríð hjá Örnólfi Hálf danarsyni, móðurbróður sínum, eftir að hann kvæntist og fór að búa á Kaldá í Önundarfirði. Sigrfði litlu hafði Jóhanna alltaf með sér. Hún var stundum í vistum, en stundum i Bolungarvík og vann hvað sem til féll. En ekki hafði húfa lengi yndi af Sigríði litlu. Hún dó úr skarlatssótt, sex ára gömul. Eftir tveggja ára dvöl í Minni-HJíð fór Ása til Hálfdanar, móðurbróður síns, í Búð í Hnífsdal og Ingibjargar Halldórsdóttur, konu hans. Það var Halldór Kristjánsson á Kirkjubóli færði í letur J24 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.