Tíminn Sunnudagsblað - 25.10.1970, Blaðsíða 8

Tíminn Sunnudagsblað - 25.10.1970, Blaðsíða 8
Níels Höjlund, kona hans og sonur. Auðunn Bragi Sveinsson: Dagar í Danmörku og fyrir austan fjall Alll á sér einhvern aðdraganda, sumt býsna langan. Orsök og af- leiðing. Þetta tvennt er í órofa samhengi í lífi manna og þjóða. Margt það, sem gerist í dag, á rætur sínar að rekja tii einhvers, jafnvel í fjarlægri fortíð. Þessi for málorð hef ég fyorir grein, sem ég ætla að fá birta í hinu ágæta riti Sunnudagsblaði Tímans, og skal þá s«úa sér að efninu. Danmörku, miðvikudaginn 1. júlí 1964. Við, nokkrir íslepkii' kennarar, erum á leið frá KfttiþmaiWiaiiöfp til Agkdv á — með leá- Við hftfum þoilf í*il* «jái#nd, íljt með ferju yfir Stóra-Belti, lagt Fjón að baki og brúna y.fir Litla Belti. Þá var skammt til Askov. Við erum komin til Vejen, smá- bæjar skammt norðan gömlu landamæranna frá 1864. Það er farið að dimma talsvert, klukkan langt gengin tíu að dönskum tíma. Við bíðum eftir einhverjum til að taka á móti okkur. Og sjá. Allt í einu kemur maður einn í ljós, sem sýnilega veitir okkur nána athygli, býsna festulegur á svip. Hann ber 6vart alskegg, vel hirt, fremur ung ur. Vissi síðar, að hann var 33 ára. ííann er þá til tajts með stóra bif- reið, sem þann býíSur ohkuy að setj ast upp i, við gerwm það óðara og greiðum síðan eina krónu danska fyrir farið til Askov. Hver er þessi maður?Hanin heitk Niels Hþjlund, kennari við lýðháskólann i Askov, Að endaðri ökuförinni vísar H0j iund okkur til matsalar skólans. Við erum orðin æði svöng, þvi að við höfum ekki bragðað vott né þurrt frá því, að hádegismatar var neytt í vélinni að heiman. Matur- inn er vel þeginn, indæll að vanda hjá Dönum. Að máltíð lókinni vís ar Hþjlund okkur til svefnbúða, sem jafnframt skyldu vera aðsetur okkar meðan dvöl varaði i Askov. Ég fæ herbergi á neðri hæð húss þess, sem nefnt er Vævestuen. Leið mcr þar vel í sérherbergi, er sneri glugga til vesturs. Hafði bara einn galla: Stórar flugur ásóttu mig mjög, ef ég opnaði gluggann, enda herbergið á jarðhæð. Tíminn í Askov leið hratt. Lengst af dags var hlustað á fyrir- lestra um hin ýmsu efni — hjá mörgum kenmurum, einnig hjá Hójlund. Ilans minnumst við Jengst og bezt fyrir leiðsögu í nokkrum ferðum, sem við fórum frá Askov til ýmissa átta. Skemmti- 3egri né traustari leiðsögumann var vart hægt að hugsa sér. Við þágum oftar en einu sinni heim- boð Níelsar og Lise Hpjlund, konu hans, sem einnig kenndi við skól- ann. Börn áttu þau hjón þrjú: Margethe, 7 ára, Jes, 6 ára, og Ruth, 4 ára. Efnisbörn. Bjuggu þau í einbýlishúsi er skólinn átti. Fall- egur trjá- og blómagarður var um- hverfis húsið. Áttu sér þar ýmsar tegundir. fugia heimkynni. Eru mér svartþrestirnir einkum minn- isstæðir. 11. Nú líða árin. Niels Hpjlund heldur áfram kennslu í Askov, en þar hafði hann kennt frá árinu 1959. Var kennari, að loknu cand. mag.-prófi frá háskólanum í Árósum árið 1957, við kennaraskólamn í Árós um til 1959. í Askov kenndi H0j- •lund sögu og þjóðfélagsfræði sem •aðalgreinar. En nokkru eftir ára mótin 1967—1968 er hann ráðinn skólastjóri hins norræna lýðhá- skó'la í Kumgálv í Svíþjóð. Skyldi hann taka við starfinu frá og með næsta skólaári. En skjótt skipast stundum veð ur í lofti. Niels H0jlund kýs ekki að taka við starfa á öðrum grumb velli en hann hafði kosið O’g ialm 824 T 1 M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.