Tíminn Sunnudagsblað - 25.10.1970, Blaðsíða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 25.10.1970, Blaðsíða 19
en á ailþingi tslendinga þaS ár er gerð ein allra merkast samþyldkt, sem þar var tekin saman á mið- öldum í sambandi við réttarstöðu íslendinga gagnvart Noregskon- ungi og kallað er „bréf íslendinga um sáttmála við Magnús konung Eiríksson“. Er enginn liklegri til þess að hafa staðið fyrir samþykkt þessari en herra Ketill. Einnig er líklegt að Snorri lögmaður hafi staðið að henni, en Haukur lög- maður dvaldist í Noregi. Læt ég hér bréfið birt: Öllu vitru og virðu- legu ríkisráði og geymslumönnum kóngsgóss í Noregi senda bændur og almúgi á islandi kveðju guðs og sína. Yður viljum vér kunnugt gjöra, að Gunnar ráðsveinn tjeði fyrir oss á alþingi með auðmjúkum góð- vilja við kóngdóminn sem hann fremst mátti, að þér báðuð oss sverja jungherra Magnúsi, dóttur- syni virðulegs herra Hákonar kóngs hins kórónaða, slíkan þegn- skyldueið sem hans virðulegum foreldrum var játað ævinlega til þarfinda og þeirra afkvæmi að forfallalausu kóngsins vegna í móti vorum skattgjöfum að til- skildum vl skipum hingað til ís- lands hvert sumar, þeim gæðum hlaðin, er landinu væri nytsamleg, ii fyrir norðan, ii fyrir sunnan, eitt í Austfjörðu og i á Vestfjörðu. Og að allir séu lögmenn (íslenzkir) og sýslumenm og allir valdsmenn á landinu, sé annar lögmaður fyrir norðan land, en annar fyrir sunn- an og hafi þeir til sýslumenn. Enn sökum þess, að vér viljum ekki, að af oss standi nokkur brigð vors máls, þá höfum vér gjört og gjöra viljum alla þá þegnskyldu, sem vér erum honum skyldugir að veita eftir fyrirsögðu skilorði þar til, er þér megið gott ráð fyrir gjöra, að vér megum ná fornum heitum og nýjum skilmála. Viti það fyrir víst, að vér þykjumst lausir eftir því fornasta bréfi, sem vort foreldri sór Hákoni kóngi gamla, ef vér fáum eigi að sumri það, sem oss er játað af honum og nú mælum vér til. Skreið og mjöl viljum vér ei flytjist meiri meðan hallæri er í landinu en kaupmenn þurfa til matar sér. Ut- anstefningar samþykkjum vér ei framar en lögbók vottar. Þá eina viljum vér sóknarmenn hafa sem bændur kjósa. Viljum vér þann tírna sverja, en ei fyrr, sem ríkis- ins ráðsbréf með innsiglum er oss sent og þar með framkominn góð- vilji. Gefið það vor herra Jesús Krist- ur, að þéT gjörið svo ráð fyrir þessu og öllu öðru, að sál virðu- iegs herra Hákonar konungs sé til eilífs fagnaðar, jungherra Magnúsi til heiðurs og æru, öllum oss til friðar og fagnaðar. bæði í bráð og lengd. Amen“. Hér lýkur bréfinu. Er það veg- legur minnisvarði í sögu landsins, þótt hann sé eigi úr steini gerð- ur. Ketill hirðstjóri kemur nokkuð við Möðruvallaklaustursmál og endurreisn klaustursins. Þá er hans getið í sambandi við biskups- kosningu Lárentíusar Kálfasonar, og er það fréttist frá Noregi, að Lárentsíus var kjörinn til biskups á Hólurn af kórsbræðrum í Niðar- ósi, fylgdi Ketill biskupsefni til Hóla og lýsti kjöri hans í kór dómkirkjunnar. Ketill var valda- mikill og hafði sýsluvöld á Vest- fjörðum, og hirðstjóri eins og áð- ur er sagt frá og virðulegt yfir- vald og tignarmenni. Kona herra Ketils var frú Una, talin dóttir Guttorms lögmanns Bjarnasonar, en um hann er lítið vitað. Bróðir Unu er talinn Jón lögmaður Gutt- ormsson skráveifa. Frú Una hefur verið virðuleg húsfreyja á rausnar- höfuðbóli og látið sér annt um messufatnað og altarisbúnað kirkju sinnar. Börn þeirra hjóna, Ketils og Unu, voru: Jón að Núpi í Dýra- firði, Nikulás að Núpi, Oddur, Odd- ný sú, sem nefnd er hér í máldaga og gaf kirkjunni kú og fylgdi séra Flosa Jónssyni, presti á Stað á ölduhrygg, sem og er nefndur í máldaganum, og sagt er, að hann hafi gefið kirkjunni kantarakápu. Sonur þeirra var Vigfús í Kross- holti og Kolbeinsstöðum, faðir Narfa þess, sem á að svara kirkju- tíund samkvæmt máldaga kirkjunn ar. Enn var sonur Ketils og Unu Snorri riddari á Kolbeinsstöðum, sem andaðist í Rómarferð 1343, líklega maður á bezta aldri. Kona Snorra var Halldóra Þórðardóttir, Kolbeinssonar í Haukadal, systir Árna hirðstjóra (aðrir vilja segja að hún hafi heitið Halldór Þor- valdsdóttir og gæti verið móð- ir Árna hirðstjóra). Líklega varð hún síðar kona Jóns lögmanns Guttormssonar og kem ég að því seinna. Þess er getið hér í máldaga, að Ketill lét penta ínnan kirkjuna. Hefur hún sjálfsagt verið skraut- máluð. Þá má geta þess, að annar kaleikurinn, sem kirkjan átti, er enn til, og er hans getið í ritgerð Matthíasar Þórðarsonar þjóðminja- varðar, „Málmsmíði fyrr á tímum“ í Iðnsögu íslands. Þar segir svo: „Kaleikurinn á Kolbeinsstöðum er einnig úr silfri og algylltur. Hann er 14,2 sm. að hæð, er í gotneskum stíl, og skálin þó svip- uð því, sem er á rómönskum kal- eikum: stéttin sexstrend og grafn- ar dýrlingamyndir á hana, meðal annars Þorlákur biskup helgi að líkindum. Eru sumar myndirnar smeltar. í miðri stéttinni að neð- an er smellt blóm“. Þannig lýsir hinn ágæti fræði- maður kaleik þessum, sem er einn hinna fögru kaleika, sem þjóðin á frá fyrri öldum, mikil gersemi. En hérlendis hafa varðveitzt óvenjumargir slíkir gripir. Jóns skráveifu Guttormssonar er getið í máldaganum og gaf hann hálfa jörð, Lón á Snæfellsnesi, kirkjunni í sitt testamento með því skUorði, að hann játaði að gera altari í Nikulásarstúku á sinn kost, og skal þar segjast sálumessa. Jón skrá- veifa var talinn alræmdur misend- ismaður, enda ber viðurnefmi hans því vitni, að möi’gum hafi hann yljað undir uggum. Faðir hans er talinn verið hafa Guttormur Bjarnason lögmaður, og systir hans væri þá frú Una, kona Ket- ils hirðstjóra. Jón Espólín telur þó föður Jóns Guttorm Narfason, sem hefur verið af Skarðsætt, lí'klega föðurbróðir herra Ketils. Jón karl- inn virðist snemma hafa orðið óvin sæll og óeirinn í háttum og dæmd- ur á miskunn konungs þegar árið 1348 og síðar í annað sinn á HjaTt- landi veturinn 1357—1358. Kon- ungur tók upp þann hátt að Ieiga landið með sköttum og skyldum um tiltekið árabil, venjulega nokkrum mönnum í senn. Svo gerði hann árið 1358, og er sagt, að þá komu út Andrés Gíslason úr Mörk og Árni Þórðarson með hirðstjórn yfir Sunnlendinga- og Austfirðingafjórðungi, en Þor- steinn Eyjólfsson frá Urðum og Jón skráveifa voru skipaðir yfir Vestfirðinga- og Norðlendingafjórð ung. Höfðu þessir fjórir land allt í Ieigu af konungi í þrjú sumur. Heimtuðu þeir inn konungs vegna fé og peninga, hvar sem þeir fengu náð, og áttu þá landsmonn að T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 835

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.