Tíminn Sunnudagsblað - 25.10.1970, Blaðsíða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 25.10.1970, Blaðsíða 13
Haraldur Ólafsson dagskrárstjóri. Ljósmynd: Tíminn — G.E. íiræðingur í grænlenzkri tungu og menningu. Mér var mjög mikil upp Örvun, bæði í lofi þeirra og gagn- rýni. Þetta held ég, að ég iáti nægja um nám mitt. Mér finnst nefnilega allt of mikið lagt upp úr aiis kyns umræðum um próf nú á dögum. Hugsaðu þér bara sumar ævisögur: Þar er kannski tönmlazt á því í tíma og ótíma, hvaða próf viðkomandi maður hafi tekið í þessari eða hinni námsgreininni. Jafnvel hrein uppsláttarrit, eins og lögfræðinga- og lækmatöl, láta sig ekki muna um að tína það til, hvaða einkunn menn hafi hlotið á stúdentsprófi og fíluprófi. Þetta er blátt áfram fáránlegt. — Er nú ekki að hefjast hér á landi kennsla í þimni fræðigrein? — Kennsla í félagsvísindum er nú að hefiast við HáskóTa íslands, og mér þykir ákaflega gaman að fylgjast með því, hvernig sú starf- semi fer á stað. Það hefur reyndar dregizt furðulega lengi, að slíkri kenmslu yrði komið á við íslenzkar menntastofnanir. Þarna er um að ræða viðfangsefni og fræðigrein, sem skipað hefur veglegan sess við menntastofnanir amnarra þjóða. Forvitni manna um gerð og sam- setningu mannlegs samfélags hef- ur stóraukizt á síðari tímum. Hér á landi væri það langeðlilegast að tengja þessi fræði heimspekideild háskólams, þannig að nemendur gætu tekið eitt til þrjú stig í þeim, samMiða öðru námi í deildinni. Á meðan verið er að koma á laggirn- ar skipulagðri kennslu og rann- sóknum í félagsvísindum hér á landi, er nauðsynlegt að veita nem- endum kost á því að kynna sér þessi fræði samhliða mámi í öðrum greinum. Það tekur nokkurn tíma að móta þessi fræði, og það er varla þörf nú strax fyrir tugi manna, sem eimgöngu hafa lagt stund á félagsfræði og stjórnmála- fræði. — Mig langar að spyrja þig meira um frumstæðu þjóðirnar, sem við köllum svo. — Já. Það rennur furðufljótt upp fyrir manni, þegar maður fer að stunda fræðin um mannimn, að þær hugmyndir, sem maður legg- ur af stað með, eru ákaflega ófull- komnar og á misskilningi byggðar. Það var allt að því raun að kom- ast að því, hve þróunarkenningin í sirnni grófustu mynd mótaði þær hugmyndir, sem ég hafði fengið. Nú eru þessi fræði að sjálfsögðu skilgetið afkvæmi Darwins, og eng- inn maður hefur opnað eins marg- ar leiðir í líffræðilegum og félags- fræðilegum efnum sem hann. — Hvað er það þá, sem þú finn- ur þessu til foráttu? — Sjáðu nú til: Þær hugmynd- ir, sem ríkjandi voru á síðari hluta nítjándu aldar, voru um of mótað- ar af þeirri skoðun, að unnt væri að rekja þróunarstigin beint frá hinu lægsta til hins hæsta. Þetta leiddi til þess, að álitið var, að ýmsar frumstæðar þjóðir hefðu staðnað á tilteknu þróunarstigi. Ég held, að nú sé búið að sýna fram á það með ljósum rökum, að þetta sé efcki svona. Þetta félk er ekki staðnað, heldur hefur það farið aðrar leiðir. Það væri ekki nokfcur leið að rekja þróunarferil mann- kynsins eftir þeim menningar- heildum, sem nú eru til. Þetta stafar af því, að við höfum ein- faldlega ekki nofckra minnstu hug- mynd um hugarheim frummanna. Ég skal taka eitt dæmi þessu til skýringar. Það er kunnugt, að Ne- anderdalsmenn grófu hina dauðu og lögðu hluti í grafirnar hjá þeim. Af þessu drögum við þá ályktun, að þeir hafi trúað á fram- haldslíf einstakTinganna. En hvern- ig hugsuðu þeir sér, að þessu fram- haldslífi væri háttað? Ja, þar stend ur hnífurinn í kúnni. Og hvaða skoðun höfðu þeir á dauðanum sjálfum? Litu þeir á hann sem dá- svefn? Trúðu þeir á „upprisu holdsins"? Um þetta vitum við efckj nöfckurn skapaðan hlut. 1ÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ 829

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.