Tíminn Sunnudagsblað - 25.10.1970, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 25.10.1970, Blaðsíða 6
Heilagar kýr og hjóla- tíkur Vesturlandabúa í Indlandi eru kýrnar heilagar, og Vesturlandabúar fjargviðrast yfir öllum þessum horuðu naut- gripum, sem engum manni eru til gagns, en mörgum til óþurftar. Sjálfir hafa þeir gert bilana að eins konar heilögum kúm. Þeir eitra andrúmsloftið fyrir þeim, og þeir fylla svo borgirnar, að rnann- skepnan á þar tæpast lengur grið- land utan dyra. I^os Angeles er líklega eina stór- borg veraldarinnar, sem byggð lief- ur verið að miklu með bílana sér- staklega í huga. í þessari borg hefur tala þeirra, sem lungnasjú'k- dóinar verða að aldurtila, þrefald- azt eða jaftnvel fjórfaldazt á tíu árum, og læknar hafa ráðlagt fólki að flytja þaðan brott og margir farið að þeim ráðum. Svo slæmt er það ekki í Indlandi, að mann- fólki sé alls ekki líft, þar sem kýrnar heilögu halda sig. Þær eitra þó ekki í kringum sig. Sú tillaga hefur verið borin fram í fullri alvöru að banna einkabila í hinum innri hluta Stokkhólmsborgar og kröfugöng- ur verið famar til þess að fylgja henni eftir. Á það hef- ur verið bent, að miklu ódýrara myndi að sjá fólki fyrir nægum strætisvögnum á fárra mínútna fresti fram og aftur um borgina heldur en breikka götur eða sprengja net jarðgangna, sem nægði til þess, að öll bilamergðin kæmist leiðar sinnar trafalalítið. Auk þess sem færri mannslíf færu forgörðum. Nú hafa bæði fegrunarfélög í Kaupmannahöfn og fjölmenn sam- tök æskumanna tekið að amast við hinni óhéftu bifreiðaumferð þar, enda orðinn slæmur dammur á Kaupmangaranum á logndögiun á sumrin og slys í borginmi óhugn- anlega tíð, þótt engam veginn kveði meira að þeim í Kaupmanna- höfn en víða annars staðar. Sjálf ir geta bifreiðastjórar orðið hálf leiðir á skrjóðunum sinum, þegar það er daglegt brauð að aka verði fram og aftur í hálftíma til þess að finna einhvers staðar stæði handa honum, ef þarf á það að reyna, hvort eigandinn hefur enn fætur. Það var auðvitað blessaður dag ur, er menn uppgötvuðu hjólið. Það var ein mesta uppgötvun mannsins. En stundum rekur að því, að það verður enn meiri vandi að fara með uppgötvanir en gera þær. Hjólið hefur lengi verið manninum þarft. En nú virðist það víða orðið meinvættur. um málurn annarra mannfélags- hópa, sem að einhverju leyti eru bagaðir. „Það er ekkert til, sem ekki má hrinda í framkvæmd“, segir Sven Nahlin. „Hver hefði trúað því að óreyndu, að við gætum komið upp dvalarheimilinu á Upplandi?“ spyr hann. Það hvarflar ekki annað að honum en Klukkubærinn rísi einn ig af grunni mjög fljótlega. Til þess væntir hann fjárframlaga frá Stokkhólmsborg og liðveizlu íþróttaráðsins i ýmsum myndrm, auk einhvers ríkisstyrks. En ikki hvað sízt, og raunar fyrái og fremst, treystir hann á frjáls fram- lög fólks, sem vill hjálpa honum til þess að toama Klukkuba.num upp. í því skyni hefur miklum fjölda fólks verið gefinn kostur á að ganga í hjálparfélag blindra með því að senda því þrjú til fjög ur hundruð krónur í pósti. Einkum befur Sven Nahlin hug á því, að blindir unglingar fái að- stöðu til þess að læra ýmiss konar tæknistörf, því að við þau telur hann blint fólk geta verið jafnoka þeirra, sem alsjáfndi eru. Meðal þeirra starfa, sem hann telur því henta vel, auk köfunar, er fjar skiptatækni ýms og símvarzla, sjúkraþjálfun, sumar greinar kennslu, bragðprófun, verkfæra- varzla og margt annað. Það þarf aðeins að eyða þeim hindurvitn um, að blint fólk geti ekki þetta eða hitt, og i þvi skyni hefur hann látið taka myndir af blindu fólki að starfi til þess að sýna á félagsfundum og samkomum og í sjónvarpi. Litil slúlka lærír fiarskiptatækni. £22 T Í M I N N — SUNNDDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.