Tíminn Sunnudagsblað - 25.10.1970, Blaðsíða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 25.10.1970, Blaðsíða 5
Blind stútka viS vinnu í gróSurhúsi hefur' það markmið að liðsinna tolindum börnum og unglingum, og nú hefur þetta félag fengið til umráða landskika og dvalarheim ili á Upplandi. Þangað koma tutt- •ugu ti ltuttugu og firnm blindir unglingar síðdegis hvern föstudag og dveljast þar til sunnudags kvölds. Það er reyndar gamalt veitinga- hús, er breytt var í dvalarheimili. Fe var safnað hjá fyrirtækjum og einstaklingum til þess að endur bæta veitingahúsið, kaupa hús- gögn og eldhúsgögn og gera það að vistlegasta dvalarstað. Meðal annars eru þar taltæki, svo að fólk getur talað saman herbergja á milli, og þar eru einnig fjarskipta tæki, svo að fjarlægðirnar hamla því ekki, að þeir, sem lært hafa með þau að fara, geti náð sam- bandi við fól-k í öðrum landshlut um, löndum og heimsálfum. Um hæfilega matarskammta er búið í frystikistum, þar sem unglingar geta gengið að þeim og hitað sjálf ir upp mat handa sér. Undir handarjaðri þessa félags hefur verið stofnuð hljómsveit blindra unglinga (hún heitir A 440), og fyrsta grammófónplata þessarar hljómsveitar kom á mark- að sfðastliðið vor. Flokkur æfir þjóðdansa, og leikir hafa verið æfðir. Það væri vitanlega ekki rétt að kalla þetta sjónleiki: Það eru heyrnarspil, ef bjargast má við það orð. Gróðurhús fylgir dvalarheim ilinu, og þaðan var hálf smálest af tómötum seld sumarið 1969. Býflugnabú er í garðinum, og verkfæraskúr með lítilli dráttarvél og snjósleðum. í sumar fengu unglingarnir meira að segja hest og seglbát. í dráttarvéium eru tal- stöðvar, svo að sjáandi menn geti ieiðbeint þeim, sem blindir eru, við aksturinn. Þetta hjálparfélag blindra stefn ir að því að koma upp annarri miðstöð blindra uuglinga, sem vilja nema iðnir og stunda þær, þegar námi því, sem fram fer í blindraskólanum í Tomteboda, er lokið. Þessari stofnun hefur þegar vexúð valinn staður við Löginn, þar sem heitir Lindormsnes. Þar á að sjá blinda fólkinu fyrir nægum bókum á blindraletri og hjálpa því til þess að komast í þá skóla. er það þarf að sækja, og þarna á enn frernur að vex'ða húsdýravarzla. Fólk á að geta komið hundum, köttum og öðrum dýrum í fóstur á þessum stað, þegar það fer sjálft að heiman. Það á að verða ein af tekj ugreinum stofnunarinnar. Þessi stofnun, sem ekki er enn risin af grunni, hefur verið skírð Klukkubær. Byggingarnar eiga að rnynda hring um allstóran garð, og á þeim verða dyr til allra átta. Hugmyndina að þessari byggingu fékk Sven Nahlin, er hann skoð- aði blindraheimili í Marburg í Þýzkalandi. Húsið hefur þegar ver ið teiknað, og iþrótta- og útivlstar ráð Stokkhólms, er hefur umráð yfir Lindormsnesi, hefur lagt þessu máli miklð lið eins og mörg Námshelmili blindra manna, sem ð að reisa ð Lindormsnesl. Blindir unglingar a5 búast til köfunar. TÍMINN - SUNNUÐAGSBLAÐ 821

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.