Tíminn Sunnudagsblað - 25.10.1970, Blaðsíða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 25.10.1970, Blaðsíða 20
standa undir hinu þyngsta ánauð- aroki, segir Espólín í sínum Ár- bóloum. Konungur var sýnilega ekki vandur að virðingu sinni að ieigja landið slíkum óbótamanni sem Jón var talinn, og. vel gat konungur vitað. að hans undirsátar yrði fyr- ir hinu mesta hnjaski og áreitni af hendi Jóns skráveifu. Það hef- ur ekki heft embættisframann á þeim tímum, þótt menn væru illa kynntir, ef ekki skorti auð og ætt- göfgi, þvi að svo verður að álykta, a'ð Jón hafi verið auðugur og ætt- göfugur, sem kemur vel heima, ef hanu hefur verið af Skarðverjum kominn. Það sýndi sig, að lands- menn voru eigi ginnkeyptir fyrir Jóni, er hann tók við forráðum á Norðurlandi. Er sagt í heimildum, að Norðlendingar söfnuðu liði, og urðu þvi • nærri þrjú hundruð manna og vörnuðu Jóni yfirreiðar hjá Þverá -í Vesturhópi. Sneri Jón suður og treystist ekki að etja kapp við liðssafnað Norðlendinga. Um sumarið, sama ár sem Þver- árfundur var, kom út Smiður And- résson með' hirðstjórn. af flestum talinn norskur að ætterni. Þótt sumir ætli hann hafi verið ís- lenzkrar ættar. Verður hér ekki farið út í þá sálma að ættfæra Smið. Smiður var sagður óeirinn og ódæll. Leituðust fyrirmenn að komast í vinfengi við Smið, meðal ánnarra Árni Þórðarson og Jón skráveifa, sem báðir voru yfir- gangssamir og áttu í deilum. sem liklega haf_a stafað af því, að Jón átti svstur Árna. ekkju Snorra ridd- ara á Kolbeinsstöðum. Er svo sagt að Jón bæri róg á millum Árna og Smiðs. og Jón varð lögmaður norð- an og vestan. líklega með st.yrk Smiðs hirðstjóra, og gæti margt bent tii. að þeir hafi átt vel skap saman. Var þá komið svo land- stjórn, að máður sá, sem átti að halda uppi lögum og reglu í land- inu, var dæmdur óbótamaður fyrir óspektir og ófrið, sagður óvinsæll og illur viðfangs, en litt hugaður í þraut. Árni, fyrrum hirðstjóri, hafðí og síður en svo hreinan skjöld. Sagt er, að þá bvggi á Krossi í Austur-Landeyjum í Rang- árþingi maður sá, sem Ormur hét, og hefur verið hafður fyrir sökum. því að aðför var gerð að honum af .tnanni, sem Markús barkaður Marðarson hét, og var í för með honum kona hans og sy-nir. Var Ownur særður þar heima á Krossi, og er atburður þessi nefndur Krossreið fyrri. Árni hlrðstjóri lét höggva Markús fyrir þessa sök og einnig konu hans og sonu. Hefur Árni hér látið slátra heilli fjöl- skyldu, og mun fátítt _að konur væru til höggs leiddar. Árni hafði því óhreint mél í pokanum. Smiður lét taka Árna og höggva í_ Lambey í Fljótshlíð, og hafði Árni vísað máli sínu áður til kon- ungs. Mátti vel halda, _ að ærnar sakir væru á hendur Árna og ó- víst nema hér hafi verið dæmt að réttum lögum. Annars munu fræði menn ekki á eitt sáttir um atburði þá, sem annálar geta í kringum þá Árna, Smið og Jón, og mun hér heldur ekki reynt að ráða þær gátur; Hitt er ekki ólíklegt, að þeir Árni og Jón hafi deilt um fé Halldóru, systur Árna og ekkju Snorra á Kolbeinsstöðum, og hún hafi átt eða fylgt Jóni, og er það bezta skýring á, hvernig Jón gat komizt yfir Kolbeinsstaði. Jón var tryggur og trúr í flokki Smiðs eftir atburðinn í Lambey, og fór hann með hirðstjóra norður í land á fund, sem settur var á Hólum í Hjaltada] til sætta á milli Jóns skalla biskups og Eyfirðinga, sem kölluðu hann Grænlendinga- biskup og vildu ekki honum þjóna. Voru þeir Smiður og Jón á einu máli með Jóni biskupi skalla móti Eyfirðingum, en sættir urðu ekki í það sinn, og fóru andstöðumenn Jóns biskups á ferju Þverárstaðar utan út af þessum málum. Varð fremstur í þeim flokki séra Þor- steinn Hallsson. Atburðir þeir, sem næst komu i sögu þeirra Smiðs og Jóns, eru þjóðinni mjög svo kunnir, en ef til vill ekki í réttu Ijósi, heldur mest í glætum frá þjóðsögum og sögnum. Hér er átt við bardagann á Grund í Eyjafirði og fall þeirra félaga. Eftir þing árið 1362, að tal- ið er, héldu þeir Smiður, Jón Orm- ur á Skarði, sem hefur verið frændi Jóns, og Jón langur norð- ur á land og til Eyjafjarðar og komu á höfuðbólið fræga, Grund, og er sagt, að þeir ætluðu að hitta Einar bónda Eiríksson, mann Helgu húsfreyju á Grund, en hann ekki verið heirna, en Helga hafi tekið skörulega á móti þeim sunn- anmönnum og slegið upp mikilli veislu og sparað hvorki vistir né vín. Hafði hún þar fjölda fagurra kvenna, en lið allt var sagt mjög hneigt til ásta og ekki sízt hirð- stjóri. Eyfirðingar söfnuðu liði og fóru að hirðstjóra og mönnum hans, og er svo sagt, að komið hafi verið af þeim í rekkjum sín- um liggjandi ölóðum, og Helga hafi látið snúa um brókum þeirra, svo óhægara væri í að komast. Smiður og nokkrir menn fleiri náðu þó vopnum sínum og börð- ust hraustlega. Var Srniður höfuð- kempa, og er hans vörn mjög róm- uð í brag Snjólfs skálds um Grund- arbaradaga. Var Smiður þó að lok- um drepinn. En Jón skráveifa gat sér lítinn orðstír. Hann skreið saurugur út um kamarsglugga, hálfkæfður í keytu og lostinn til bana með járnrekinni kýlfu. Hvarf þannig lögmaður landsins, Jón Guttormsson skráveifa, af blöðum sögunnar inn í eilífðina og hreins- unareldinn mikla, áður búinn að gijfa kirkju sinni, helgaða heilög- um Nikulási biskupi í Bár, jörð góða hálfa, Lón á Snæfells- nes, og hafði heitið að gera hin- um sæla biskupi altari í stúku hans í kirkjunni á Kolbeinsstöð- um eins og máldaginn vottar. Þannig reyndu og reyna misgerð- arnienn á öllum öldum að bæta fyrir ódáðir sínar, í því skyni að tryggja sér velferð annars heims, og hver veit nema Skráveifa hafi fellt iðrunar- og yfirbótartár ofan í keytuna í kamarsauganu á Grund, og vafalaust hefur messa verið sungin yfir honum við altari Nikulásar í Kolbeinsstaðarkirkju. I lok máldaga kirkjunnar á KoT- beinsstöðum er þess getið, að Narfi Vigfússon eigi að svara kirkjutí- und fyrir sig og föður sinn, 47 hundruðum, og er það mikið fé. Narfi var sonur Vigfúsar, Flosa- sonar prests, Jónssonar, og Odd- nýjar, dóttur Ketils hirðstjóra. Vig fús þessi bjó í Krossholti og á Kolbeinsstöðum og var mesti ofsa- maður, átti í miklu málaþrasi og var tvisvar bannfærður, átti og i deilum við Narfa, son sinn, og börðust menn þeirra. Sonur Narfa var Erlendur á Kolbeinsslöðum, síðar í Teigi Fljótshlíð, en hann var faðir Erlends sýslumanns á Hlíðarenda. Ilann var faðir þeirra Þorvarðs, lögmanns á Strönd, og Vigfúsar lögmanns og hirðstjóra á Hlíðarenda. Lýk ég hér þessari könnun á máldaga Kolbeinsstaðarkirkju frá 1397. 83á T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.