Tíminn Sunnudagsblað - 25.10.1970, Blaðsíða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 25.10.1970, Blaðsíða 11
um bókmenntir I gamla fyrir- íestrasalnum, baðandi út öllum Öngum og brýnandi raustina I ótal tóntegundum, æðandi um gólfið bak við ræðustólinn eins og l.jón í búri. Vakti hann vissulega at hygli. Danir segja um Bukdal, að hann sé festlig. Sífellt þykir það Viðburður í Askov, þegar Bukdal heldur fyrirlestur, bæði á júlínám- skeiði og á öðrum tímum. Ekki sízt hafa ræður hans á nýársmót um skólans þótt magni þrungnar. Matur var hæði mikill og góð- ur. Að máftíð lokinni sungu allir sálmvers. Það hefur nú verið af lagt með samþykki allra kennara við skólann, en skólastjóraskipti urðu í október 1968, er Knud Hansen hætti eftir 15 ára starf, en við tók Harald Engberg—Ped- ersen cand. polit. Kvöld eitt var okkur boðið til ungfrú Else Bartholdy, sem Tengi var söngkennari í Askov. Hún er fædd 1895. Else lét okkur syngja nokkur dönsk erindi við píanóleik Sigrúnar Ragnarsdóttur, seytján ára stúlku úr Keflavík, dóttur Ragnars og Bjargar, sem fyrr hafa verið nefnd. Meðal erinda, er við sungum, var þetta: Uden dine blikke, leve kan jeg ikke, dþdens kalk vil jeg drikke. Og sem keðjusöng (kanon) sung um við: Mange, mange tak for kaffen. Ég kvað og söng þarna nokkuð hjá Else BarthoTdy, samkvæmt beiðni. Eise var hér, sem oft áður á ferð í sumar. Gat þó ekki, treysti sér ekki til, að fylgja okkur í austurveg 17. júlí, því miður, en þá var hún einmitt stödd hér á landi. Mánudaginn 20. júií héTdum við íslendingarnir kvöldveiziu fyrir nokkra kennara í Askov og konur þeirra, einnig fyrir Jþrgen BukdaT og frú hans, Magnhild 0dvin Buk- dal. Þá komu tii veizlunnar í boði okkar íslenzk læknishjón frá Kod ing, Einar Valur Bjarnason o g Jakobína Hjálmarsdóttir, kona hans. Ö1 var veitt mjög ósleitilega og neytt að sama skapi fram eftir nóttu. Eftir að gestirnir voiái farn- ir, héldum við íslenZkir áfram gleðskap góða stund og sungum nokkuð hátt. Því var það, að þegar ég morguninn eftir mætti Kömmu Laursen, forstöðukonu Askov húss, að hún sagði um leið og ég bauð henni góðan dag: I holdt længe ud. Ekkert annað. Svona eru Danir. Þeir kunna þá list að segja mikið í fáurn orðum. Fimmtudagskvöldið 16. júlí var okkur boðið á skemmtun í land- búnaðar og mjólkurbússkólanum í Ladelund, skammt frá Askov. Aldrei gleyrni ég þeirri stund, er við gengum að skólanum í kvöld- húminu. Fjölda logandi kerta hafði verið raðað meðfram heim keyrslunni og einnig meðfram veggjum skólans, er að okkur sneru. Margvísleg skemmtiatriði fóru fram á sviði. Síðan stlginn dans í rúmgóðum salarkynnum. Okkur karimönnunum. kvæntum jafnt sem ókvæntum, leizt vei á margar dönsku stúlknanna, enda lögulegar hvar sem á var litið. Skýringar tel ég nú ek'ki þurfa fTeiri. vn. Ferðalagi fram haldið. Að loknu hófi á Laugarvatni var elkið til Þingvalla. Var þar víða farið um, skoðaðar búðir lögréttu- manna, og fleira markvert á þess um merkasta sögustað ísienzku þjóðarinnar. Hér talar sagan og minningin sínu máli. Kvöddum við Hþjlund og fjölskyldu hans við út sýnisskífuna á Almannagjá. Héldu þau síðan til baka að Laugarvatni, með Gerði, og gistu þar í boði henn- ar þar næstu nótt. Fóru þau á§amt Gerði inn í Veiðivötn á Land mannaafrétti daginn eftir, laugar- daginn 18. júlí. Var slíkt stórkost • legt fyrir hina dönsku stéttubúa. Fleiri ferðir fóru þau hjón, m.a til Keflavíkur í boði Ragnars og Bjargar, einnig á einkaheimili vina hér í bænum. — Heim tiT Dan merkur héldu hjónin þriðjudag- inn 21. júlí. Héldu annars til á Ránargötu 21, hjá frú Ástu Jóns dóttur gestgjafa. Bauð hún mér, er ég áður fór þess á leit við hana að fá að hitta hjónin í húsi henn- ar, að borða með þeim síðasta morgunverðinn, er þau snæddu þarna. Þá ég það með þökkum. Stuttur fundur að vísu, en góður. Og innan skamms var komin tími til hreyfings. Út á flugvöll skyldi halda, en vélin átti að leggja af stað klukkan ellefu. Og nú eru þau komin í herra garðinin sinn í Ho á Jótlandi. Sæk- ist nú Hþjlund vonandi verk sitt, samning bókarinnar um græn lenzkt þjóðlíf. Vegni þeim öllum vel, og sú er ósk obkar vlnA þoirra, að þetta verði ekki eina og eiðAsta ferð þeirra til fslánds. Svo koma vísurnar mínar í ís- lenzkri þýðingu: Hve dásamleg er Danaströnd, það drýpur í vorn hug. Og mjög vel Biávand man vor önd og mjúkan Jótlandsbug. Og Kattegat svo kyrrt og biítt, með kæru beltin sín, vér elskum það, svo undurfrítt, það æ í minning skín. Við vorum ung og frjáls og frí og fjörið hafði vöid. f Hpjlunds inni í Askovbý við áttum fagurt kvöld. Af fyrirTestrum fengum við þar feikiiega gnægð. Við munum Bukdals mærð og klið. Hann mikla elur frægð. Við drukkum, átum ekta mat, sem orð fá tæpast lýst. í matsalnum þar margur sat. Ég man ég söng þar víst. Hjá Bartholdy ei brast oss hljóð. Ég bæði söng og kvað um kaleik dauðans ástaróð, já, ennþá man ég það. Úr Askovhúsi er hér mynd, sem ekki gleyma má: Við undum þar við ölsins lind og ástir, söng og þrá. Og síðla skip var sett í naust. Vér supum þétt á stút. Fólk heyrði vora háu raust, vér héldum lengi út. Svo ókum við til Ladelund í ljúfri kvöldsins prakt. Ei gleymist þessi glaða stund. Ég get of lítið sagt. Við mimnumst stúlkna margra þar, við rnenn þeim brostum við. Hið fagra og ijúfa finnur svar, og flest á eina hlið. Með blíðum söng ég bið mér hljóðs. Nú brosir veröld hlý. Og ykkur við nú óskum góðs. — Til fslands fljótt á ný! T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 827

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.