Tíminn Sunnudagsblað - 25.10.1970, Blaðsíða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 25.10.1970, Blaðsíða 14
Kannski héldu þeir, að hinn dauði ætti eftir að vakna af svefni. Hún er annars ákaflega merki- leg, þessi árátta vísindamanna, að vilja fyrir hvern mun komast fyr- ir uppruna hlutanna. Uppruni ís- Íendinga er til dæmis ákaflega hugstætt viði'angsefni á okkar dög- um. Um það íru haldnar ræður og skrifaðar bí’ekur, að ógleymd- um blóðrannsóknum. En hvað seg- ir þetta okkur í raun og veru? Blóðfiokkarannsókn er auðvitað vísindaleg aðferð, em þó getur ver- ið, að hún veki fleiri spurningar en hún svarar. Við skulum halda okkur við það. að Norðmenn og írar hafi fyrstir byggt ísland, og að nútíma-íslendingar séu út af þessum þjóðum komnir. En hvern- ig var það úrtak þessara þjóða, sem hingað lenti? Gaf sá hluti rétta mynd af þjóðinni allri? Og svo er annað: Er það líklegt, að svo fámenn þjóð sem íslendingar eru, og hafa auk þess margsinnis hrunið niður í stórsóttum er það líklegt, að þeir geymi enn ná- kvæmt sýnishorn af þeim þjóðum, sem þeir kunna að vera saman settir af? Við höfum dæmi um það, að niðjar nokkuð samstæðs hóps manna hafi breytzt á tiltölu- Tega skömmum tíma. Þetta sannað- ist meðal annars á hópi Gyðinga frá .4 Austur-Evrópu, sem þýzk- ameríski mannfræðingurinn Bó- as rannsakaði. Þessir Gyðingar voru stutthöfðar, þegar þeir flutt- ust til Bandarikjanna upp úr miðri nitjándu öld, en sextíu árum siðar voru niðjar þeirra, sem lifað höfðu í menningarlegri og trúarlegri ein- angrun (þar með talin blóðblönd- unin), orðnir langhöfðar, og það innan um fólk, sem var að miiklu leyti stutthöfðar. Þetta hefur enn ekki tekizt að skýra. — Hvað segir þú um þá rnarg- endurteknu kenningu, að íslend- ingar hafi orðið svo þroskaðir til bókarinnar sem hingað til hefur verið talið, vegna þess að hér laust saman tveim óskyldum þjóðum, Norðmönnum og frum? — Það er vert að veita því at- hygli, að fsland er ein af þeim eyjum byggðarinnar, sem seinast byggjast. Þégar svo íslendingar námu Grænland, var hringnum lokað. Þá náði mannabyggð orðið saman yfir allt norðurhvel jarðar. Grænland hefur án efa verið byggt að minnsta kosti þrjú til fjögur þúsund ár, Ameríka mikið lengur. Líklega svo sem þrjátíu til fjörutíu þúsund ár. En hvað viðkemur þeirri spúrningu þinni, að blóð- Blöndun Norðmamra og fra hér á landi sé orsök bókhneigðar fslend- inga, þá er það svo flókið mál o-g órannsakað enn, að hyggilegast mun að fullyrða sem minnst um það. Við stöndum bara frammi fyr- ir þeirri staðreynd, að hér er allt í einu farið að skrifa og skrifa — alls konar bækur, skáldskap og fróðleik. En ég hallast nú helzt að því, að orsakanma sé ekki endilega að leita í kynblöndun, heldur í ýmsum menningarlegum forsend- um og aðstæðum, sem hér hafa verið. Menn báru mikla tryggð og ræktarsemi til forfeðra sinna, vissu á þeim deili og kunnu af þeim sögur. Það hafa líka áreiðan- lega gengið sagnir um landnám og landnámsmenn (hvort sem þeir hafa verið til eða ekki). — Ert þú kannski einn af þeim, sem l'eggja lítinn trúnað á sumt, sem stendur í Landnámu? — Ég skal hreinskilnislega játa, að það, sem mér hefur fundizt hressilegast í þessum fræðum nú um sinn, eru athuganir Þórhajls Vilmundarsonar prófessors. Þar með er þó ekki sagt. að ég sé endilega dómbær um niðurstöður hans. En það er öldungis bráð- nauðsynlegt að hrista upp í hlut- unum og stokka spilin við og við. Það, sem gott er og sterkt af sjálfu sér, stenzt slíkar hrinur — hitt. sem feyskið er, víkur. Það er ekk- ert annað en hroki að halda, að maður hafi höndlað allan sannleik- ann í eitt skipti fyrir öll. Maður verður að temja sér vissa auðmýkt gagnvart þeim hlutum, sem maður er að fást við. Meira að segja það að brjóta styttur og steypa goðum af stalli, getur borið vott um meiri auðmýkt, heldur en hitt að neita að hrófla við nokkrum hlut. Það er mikið um það talað núna, að við séum að glata ýmsum forn- um dyggðum, en þó verð ég að segja, að mér finnst margt ungt fólk hafa skemmtilegri viðhorf til menningarlegra efna nú en var hér áður, á meðan fornsögurnar yfirskyggðu flest annað i hugum ísTenzkra menntamanna. En nú mátt þú ekki misskilja mig. Ég er ekki að gera lítið úr’okkar sígildu fornbókmenntum, öðru nær. Það, sem ég á við er þetta: Nú er mönn- um loks tekið að skiljast það, að líf þjóðarinnar í þessu landi er annað og meiri* en Njála og Grettla, þótt ágætar séu. Nú er farið að gefa út í ódýrum alþýðu- útgáfum bækur eins og Píslarsögu séra Jóns þumlungs, Mannfelli og harðæri eftir Hannes Finnsson, og fleira og fleira. Áður hafði Ævi- saga séra Jóns Steingrímssomar verið nærri því ein um það, slíkra bóka, að ná almennri viðurkenn- ingu, enda er hún tvímælalaust einhver bezta bók, sem skrifuð hef ur verið hér á landi, og einstæð heimild um mannlíf á miklum hörmungartíma. Það er eins og menn séu nú fyrst að skilja þá staðreynd, að það er hreint og beint kraftaverk, að fslendingum skuli hafa tekizt að lifa og vera til sem þjóð fram á þennan dag. Og sú hugarfars- breyting mætti mjög gjarna koma fram víðar en í alþýðuútgáfum af bókum séra Jóns þumlungs og Hannesar Finnssonar. Það er til dærnis íurðulítið kannað sem fóig- ið er í þjóðsögum okkar, siðurn og háttum. Þarna er allt. að því óþrjót- andi rannsóknarefni. Og það eru fleiri veður í lofti, sem mér sýnast spá góðu um fram- tíðina. Eins og alkunnugt er, hefur talsvert mikið borið á því hingað til, að litið hafi verið á íslenzka • menningu sem einangrað og sjálf- stætt fvrirbæri, án tengsla við um- heiminn. Þetta er eitt af því, sem hefur gerbreytzt á seinustu árum, góðu heilli. Hins vegar getum við alveg gert okkur grein fyrir því, að búast má við því, að fram fari sársaukafullt endurmat á viðhorf- um okkar og viðteknnm hugmynd- um um okkur sjálf, Fyrir tveimur árum las ég eftirfarandi setningu í grein eftir íslenzkan stjórnimála- mann: „fslendingar eru í fremstu röð á öllum sviðum, nema ef vera skyldi í samgöngum á landi.“ Ég held, að það verði ekki hjá því komizt. að við afsölum okkur ein- hverju af þessari sælutilfinningu í framtíðinni, ef okkur á að takast að skapa hér það þjóðfélag, sem vissulega væri hægt að skapa, ef við erum ekki allt of sannfærðir um eigin ágæti. Þá kynini svo að fara, að við litum raunsærri aug- um á stöðu okkar og framtíðar- möguleika. Það hefur verið sagt, að eina staðreynd megi íslendingar aldrei viðurkenna, og það er fámennið. Því að ef við værum alltaf að hugsa um það, hversu óskaplega 830 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.