Tíminn Sunnudagsblað - 25.10.1970, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 25.10.1970, Blaðsíða 10
t arnir, skapa ásamt húsimu sjálfu það, sem kalla má guðshús. Frá Skálholti var ekið að Flúð um, þar sem neytt var hádegis- verðar, ekki af lakara taginu. Ung ar stúlkur, klæddar íslenzkum þjóðbúningum, gengu um beina. Veitingareksturinn fer fram í hin um nýja, veglega skóla, sem nýlega er risinn. Þær eru glæsilegar nýju skólabyggingar, enda þurfa þær að vera það. Að loknum málsverði á Flúðum var haldið út Hrepp, yf- ir LitluLaxá, fram hjá Högnastöð um, Bryðjukídti, Kópavatni og mörgum fleiri reisulegum stórbýl um, að Brúar'nlöðum. Þar numið staðar um stund og horft á klett- ana, sem Hvítá hefur brotið sér leið gegnum, hyldjúp og grá að lit. Sólin varpar geislum sínum á skógarkjarrið vestar árinnar. En áfram er haldið, og nú stefmt að Gullfossi, þessu djásni íslenzkrar náttúru, sem dregur að sér fleiri ferðamenn en nokkuð annað á landi hér. Fannst Hpjlunds-fjöl- skyldunni mikið til Gullfoss koma. Sólar var beðið til að geta náð mynd af regnboganum yfir fossin- um. Frá Gullfossi var nú ekið vest ur á leið til Geysis. Var þar stanz- að fremur stutt. Nú var ekki goss að vænta úr hinum gamla og fræga Geysi, því hann liggur í al geru dái. Þess í stað var horft á nokkur gos úr Strokki, en hann gýs reglulega á rúmlega tveggja mínútna millibili. Að vísu fögru gosi, en hvergi nærri því, sem Geysir átti til, meðan hann var og hét. Eftir stutta viðdvöl þarna við Geysi var haldið til Laugarvatns, hins mikla skólaseturs við vatnið bjarta. Klukkan var orðin langt gengin sex. er þangað var komið. Haldið var rakleiðis til bústaðar Gerðar Jóhannsdóttur, settrar for- stöðukonu Húsmæðraskóla Suð urlands, og innan lítillar stundar settust allir að rausnarlegu kaffi borði. Gerður hafði verið búin að bjóða okkur öllum í siðdegiskaffi áður, en við svo ekki haldið ná- kvæmar áætlun en þetta. Niels Hpjlund reis á fætur að kaffidrykkju lokinni og þakkaði okkur góðgerðir allar og samfylgd. Hann lýsti starfi sínu í Grænlandi. Þar var margt erfiðara en hanm bjóst við, áður en hanm fór frá Danmörku Annars hefði dvölin orðið þeiirs hjónum mjög lærdóms rík. Nú \«sri vsexið á heimleið. iu Hann hefði fengið styrk til að semja bók um þjóðlífið í Græn- landi. Mundi setjast að á gömlum herragarði í smáþorpinu Ho ná- lægt Blávandsströnd á Jótlandi. Er það eina þorpið með því nafni í allri Danmörku, og má merki- legt heita. Vonandi sækist Hpjlund verkið vel í þessu friðsæla um hverfi. Ég öfunda hann sannarlega af því. V. Minningar frá Askov. Að kaffidrykkju lokinni hjá Gerði (hún var í Askov sumarið góða 1964) tóku viðstaddir tal sam- an. Ég hafði gerzt svo djarfur að setja saman brag á dönsku, er ég nefndi Minder fra Askov. Var hann settur stuðlum og höfuðstöf um að gömlum, íslenzkum sið. Danir yrkja sem kunnugt er án þessa innríms, en láta endarrímið nægja. Einhvern tíma munu þó Danir hafa ort stuðlað eins og við gerum nokkuð að enn, þrátt fyrir vaxandi háttleysi í ljóðagerð. Ég söng nú braginn, en lét þó hverj- um í hendur afrit hans, svo að þeir gætu sungið með og tekið undir síðari tvær ljóðlínurnar. er voru tvíteknar. Lagið er sænskt, og hefur orðið þekkt hér á landi við textann Og mærin sat við sauma. Læt ég nokkrar skýringar fylgja erindunum, svo að lesendur, sem ekki þekkja til, geti haft nokkuð gaman af. En fyrst kemur bragurinn: Hvor dejlig, sk0n er Danmarksstrand, det drypper fra vort bryst. Vi husker Blávand: hav og sand, vi husker Jyllands kyst. Og Kattegat med b0lger blá og bælter mellem 0‘r, det er som vi beundre má, og altid det vi g0r. Vi var sá ung og alle fri og endnu rask og sund . Hos Lise og H0jlund havde vi en heriig aftenstund. Vi fik vist nok af foredrag i fagre Askovby. Vi husker Bukdals hammerslag. Af ham fik skolen ry. Vi drak, vi spiste dejlig mad, og der vi mangler ord. I Askov spisesal vi sad - og sang ved middagsbord. I Askovby hos Bartholdy vi báde sang og kvad om dpdens kalk og kæleri, sá kæk og ligeglad. Og ingen glemmer Askovhus, — en Islandskvöldvaka med sang og stemmer, r0g og rus. Hvor raske var vi da! Vi sang af hjertets sande lyst, og sá l0d Kammas bud: „Jeg h0rte jeres h0je r0st, I holdt jo længe ud“. Vi tog engang til Ladelund, den lejlighed vi fik. En uforglemmelig aftenstund, með yndig dansmusik. Vi mindes piger mange der, — vi mænd dem smilte til. Det smukke 0jet altid ser og aldrig glemme vil. Med gode venner vi gár her pá vandring — damer, mænd. Vi pnsker lykke alle jer. — Til Island snart igen. Var góður rómur gerður að er erindunum. Sér í lagi þótti Dönum fengur, og ra-unar nýnæmi, að stuðlum og höfuðstöfum í kvæði, ortu á dönsku. Að vísu þýddi ég kvæðið síðar á íslenzku. Mun ég Ijúka þessari grein með þeirri þýð- ingu minni, því að í íslenzku riti skal íslenzkan blífa. VI. Skýringar, svo að allir skilji. Dag einn fagran fórum við, ís lenzku kennararnir í Askov, til baðstrandarinnar Blávand við Norðursjó og syntum þar í sjón- um. Vorum að vísu ekki beint heppin með veðrið, því að fremur kalt var, þó að sól skini í heiði. Kvöld eitt vorum við boðin í veizlu til H0jlundshjónanna. Var það dásamleg stund. Mörgum þótti nóg um að sitja undir öllum fyrirlestrunum á heit asta tíma ársins, enda rann svit- inn af mannskapnum, þótt allir gluggar væru opnir upp á gátt. Einn úr hópnum hafði orð á því, að það væri hægt að murka líftór una úr manni á margan hátt, það væri einfaldlega hægt með fyrir- lestrum. J0rgen Bukdal, hinn kunni bókmenntafræðingur og rit höfundur, flutti nokkra fyrirlestra TÍMINN — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.