Tíminn Sunnudagsblað - 25.10.1970, Blaðsíða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 25.10.1970, Blaðsíða 18
beinsstöðuan er helguð guði og guðsmóður Maxíu, Pétxi postula, Magnúsi, Nikulási Dominico, Katr- ínu og öllum helgum. Kirkja á að forau Iand í Mýrdal, og Heggstaði gaf herra Ketill og frú Una með þeirri skyld, að sá bóndi, sem kirkju varðveitir á Kolbeinsstöð- um, skal lú'ka presti þeim, er þar syngur, vi aura fríða ævinlega á hverjum xii mánuðum af landskyld unni fyrir sál herra Ketils og frú Unu. Er presturinn þar í mót skuldugur að halda sálutíðum og sálumessum um sinn í viku fyrir beggja þeirra sál ævinlega. Enn syngja sálutíðir með messu á ár- tíðardegi þeirra. Item skal kirkju- bóndi gefa xii álnir fátækum mönn um fyrir sál herra Ketils á ártíðar- dag hans, og aðrar xii álnir fyrir sál frú Unu á hennar ártíðardag. Og skipta með ráði heimaprests og hreppstjóra. Ártíðardagur herra Ketils Þorlákssonar er in festo Marcelli og Apulei. Enn ártíðar- dagur frú Unu Guttormsdóttur er v nóttum eftir krossmessu á vorið. Item á kirkjan viii kýr og xii ær og skal gefa undan einni kúnni hvern laugardag í annað mál V hesta, hundrað hver. Þar skal vera prestur og lúka honum iiii merkur og hvert, er sá vill, er býr, djákni eður kvenómagi af ætt Ketifs prests Þorlákssonar, og gefa ómaganum xii álnir hafn- ar voðar á hverjum misserum til klæða sér. Item á kirkjan hálfan reka á Gömlueyri og halda þar fyrir brade? á kirkju eftir ráði biskups eða prófasts. Þetta á kirkja innan sig! Evchar- istarium með silfur gyllt og graf- ið og amalerað og stendur nær ii merkur. Kaleik gylltan er stendur ii merkur, annan er stendur mörk. Kross með líkneskjum, brík yfir altari og ii smelta krossa. Maríu- skrift, Pétursskrift, Nikuláslíkn- eski, Magnúsar, Katrínu. Item messuklæði vii og þar með hökl- ar, einn með baldurkinn og ii með pell. Item silkihökull rauður, fust- anshöklar iii, hvítur rauður, blár og svartur léreftshökull. Item altaris- klæði tvenn með baldurkinn og eitt með pell, eitt af sæi og ii af salúni Dalmatika af vef, óttu- söngssToppar ii. Kantarakápa af baldurkinn, önnur af pelli. þriðja af salúni. klukkur vi. ii handklukk- ur, kertistikur ii. Herra Ketill lét penta innan kirkjuna og lagði það fyrir tjöld, er kirfejan átti, og voru þau verð þriggja hundraða. Glóð- arker og eldbera, font og munn- laug, fontskross, sacraium, munn- laug með iiti handklæðum messu- fatakistu og Almarium. Vatnsket- ill, krismaker, grafið með tönn. buðkur, þelahögg og grjótbrot, iii dúkar glitaðir og hinn fjórði sprangaður, paxspjald og merki. Þetta á hún í bókum. Texta með gylltum búnaði. Garduale stórt með sepuentium per Annum o.s. fxv. Altarisbók, Capitularium, procesionale, eina sögubók og er þar á Nifculásssaga, Ambrósíus saga og Basilíussaga Pasaltari, sub- till, bafcsturjárn, kertastikur ii fornar, bókastóll, ampli, fcerta- hjálmur, járnstifcur ii, bjaHa óbókagull. Séra Flosi gaf kirkjunni kantarakápu með viljaklæði. Item á kirkja á Kolbeinsstöð- um hálfa jörð i Lóni á Snæfells- nesi, er Jón Guttormsson gaf til í ■ sínu testamento með þvi sfcil- orði, að hann játaði að gjöra altari í Nikulásstúfcu á sinn kost, og skal þar segjast sálumenna um sinn í viii nóttum sú, að herra Ketill hef- ir áður álagt og presturinn er skyldugur og leggjast af landskyld inni prestinum til offurs xii áln- ir á hverju ári. Gaf Oddný kú. Grímur kú með þeim skilmála að segja skal sálumessu Guðríði konu hans á hennar ártíðardag, jafmlega á hverjum xii mánuðum, er hún þrem nóttum eftir Marteinsmessu. Portio Ecclesie er svara á Narfi Vigfússon fyrir sig og föður sinn xl c. og vii c. Hér lýkur máldaganum. Mun ég nú taka efni hans til athugunar svo.sem kostur er til. Það kemur fyrst í Ijós, að kirkjam á Kolbeins- stöðum var Nikulásarkirkja eins og margar aðrar kirkjur í Tandinu, og hefur nafn sitt af heilögum Nikulási, sem fyrrum var biskup, og voru jarðneskar leifar hans geymdar í dómkirkjunni í Bár (Bari) á ftaliu. Sánfcti Nifculás var verndardýrlingur sjómanna, og sjálfsagt þess vegna mikið dýrkað- ur hér einnig. Hann er sá sami og sánkti Klaus, jólasveinninn, eins og kunnugt er. Þá var kirkjan helguð Maríu guðsmóður. Pétri postula, Magnúsi eyjajarli, heilagri Katrínu og heilögum Dominico, sem ekki er mikið getið sem dýr- Iings hérlendis og mun himn sami og Spánverjinn Dominicus de Gus- man, stofnandi munkareglu, sem við hann er kennd. Þar næst er getið jarðeigna kirkjunnar og gjaf- ar þeirra hjóna, herra Ketils og frú Unu, á jörðinni Heggsstöðum til kirkjunnar til að standa undir sálu messu og sálutíðahaldi þeirra hjóna til þess að stytta vist þeirra I hreinsunareldinum. Hver voru þessi hjón, sem gáfu stórgjafir til ikirkju sinnar? Ég mun lítillega geta þeirra hér. Herra KetilT Þorláksson á Kol- beinsstöðum (d. 1342) var alinn upp á því höfuðbóli, sonur Þorláks iögmanns og riddara (d. 1303) Narfasonar, prests á Kolbeinsstöð- um, Skarðs-Snorrasonar af Skarð- verjaættinni frægu. Þorlákur var bróðir lögmannanna Þórðar og Smorra ó Skarði. Þórður er talinn hafa rekið smiðshöggið á hið mikla verk, Sturlungu, og vexið mikill fræðimaður, sem og Þorláfcur mun einnig hafa verið. Móðir herra Þor- láks var Valgerður, dóttir Ketils prests og lögsögumanns á Kol- beinsstöðum, Þoriákssonar. Hans er getið hér í máldaganum í sam- bandi við djákna eða kvenómaga i ætt hans, sem skyldi vera á kirkjufénu. Kona Ketils prests var Halldóra Þorvaldsdóttir frá Hruna systir Gizurar jaris, og sonur þeirra hjóna var Þorleifur hreim- ur á Kolbeinsstöðum, lögsögumað- ur. Þessir ættmenn voru allir for- ystumenn á alþingi. Kolbeinsstaðir voru því eitt æðsta stjórnarsetur Iandsins í nærri humdrað ár, en herra Ketill varð hirðstjóri og þáði riddaradóm af Noregskonumgi. Get ið er í heimildum. að heira Ketill fcom út árið 1315 með stjórnarbót, og enn er getið útfcomu hans 1320. L|ét hann þá landsmenn sverja eið Magnúsi konungi Eirífcssyni. Þeim herra Haufci Erlendssyni, Katli Þor lókssymi og Snorra lögmanni var stefmt utan vegna kæru, sem ís- lendingar sendu Noregskonungi á hendur Auðunni rauða Þorbergs- syni Hólabiskupi, sem lagðist svo lágt að ræna fátæka menn tíumd og kristfé og fiski og hval, sem veiddur var á helgum dögum og var fátækrahluti frá fornu fari. Einnig var áfcæran um hálffcirkj- ur. Magnús konungur Eiríksson sendi til lands harðort bréf um yfirgang Auðunar biskups og klerkdóms, og var það gert 10. júni 1320, og er í upphafi þess mefndir þeir menn, sem utan var stefnt. Nú er þess getið, að herra Ketill kom út 1320 með konungsbréfið, 834 T ! M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.