Tíminn Sunnudagsblað - 25.10.1970, Blaðsíða 21

Tíminn Sunnudagsblað - 25.10.1970, Blaðsíða 21
Hroðaatburður í Langholtssókn 1841 Oft er vitnað til ódáðaverka ])eirra, sem framin voru í íslenZkum sveitum á nítjándu öldinni. Hafa menn þá í huga Sjö stjórnmál. Illugastaða- imorðin, Kambsrán, Skárastaðamál og margt fleira af því tagi. Út- burðarmál á þessum áratugum voru fjölmörg og víða dóu ung- lingar og gamalmenni af illum viðurgerningi, einkum á styrjald- arárunum upp úr aldamótunum, bæöi hordauða vegna naumra matarútláta og slysadauða vegna hieiftúðlegra barsmíða og mis- þyrminga. Hvert einasta hér- að landsins lagði nokkuð í þennan skuggalega sagnasjóð. En hvorki var þetta ný bóla né beldur voru þeir atburðir, sem gerðust hérlendis á þessum ára tugum á neinn hátt einstakir í sinni röð. Svipað gerðist með grann þjóðum okkar, nema þá helzt í Færeyjum, þar sem heilar aldir liðu, ám þess að mannsmorð væri framið. Um þetta sama leyti óðu ofbeld- ismenn og beinir glæpamenn víða upp í Danmörku, einkum í af- skekktum landshlutum, þar sem iöggæzlan var slæleg. Sums staðar léku jafnvel bófaflokkar lausum hala árum saman, án þess að rönd yrði við því reist, og gerðust ógn- val'dar heilla byggðarlaga. Þeir frömdu innbrot og rán, brenndu hús, misþyrmdu fólki og drápu það á stumdum. Sums staðar var fólk svo skelfingu lostið, að það þorði ekki einu sinni að kæra óbótamennina, því að það bjóst við slælegum viðbrögðum yfir- boðara, en grimmilegri hefnd uppi vöðslumannanna. Þegar þessu hafði farið fram nógu lengi, gat skyndilega soðið upp úr. Friðsam- ir bændur, sem annars vildu ekki vamm sitt vita, fylltust heiftar- reiði, fóru að bófumum og gengu af þeim dauðum. Einn slikur hroðaatburður gerðist í Vendil- sýslu árið 1841. Það orð hefur legið á Vendilbú- um Há fornu fari, að þeir séu harðir í horn að taka, þegar þolin mæði þeirra er ofboðið. Hvað eft- ir annað hafa þeir gripið til sinna ráða, þegar þeim fannst bikarinn fullur — sumra þess eðlis, að þar bættist einn kapítuli í sögu Dan- merkur. Til vitnis um slíkan at- burð stendur Klement skipari her- tygaður á stalli sínum í Álaborg, mikill vexti og herðibreiður, her- foringi í uppreisn Vendilbúa gegm veldi aðalsins um miðbik sextándu aldar. En fjölyrðum ekki um kappann Klement, sem tekinn var af lífi í Vébjörgum endur fyrir löngu. sam tíðarmann Jóns Arasonar, heldur snúum okkur að því, sem gerðist í Langholtssókn, skammt norðan við austurmynni Limafjarðar, haustið 1841. í dönskum sveitum voru leik stof-ur — stofur á sveitabæjum, þar sem ungt fólk safnaðist stöku sinnum saman við söng og dans. í leikstofunni í Langholti, litlu sveitaþorpi, var slíkt samkvæmi haldið í lok októbermámaðar þetta umrædda ár. í þessu samkvæmi urðu mikil áflog og slagsmáT, og áttust þar við bændasynir nokkr- ir og þrír piltar, sem á sér höfðu hið versta orð — bræður tveir, Kristjáns og Lars, og félagi þeirra einn, sem kallaður var Skógar- Stjáni. Þeir liöfðu margsinnis fram ið rán, kveikt í húsum, barið fólk til óbóta og orðið einum, ef ekki fleiri, að bana. Öllum stóð ógn af þeim, og enginn hafði fram að þessu þorað að veita þeim viðnám eða kæra illvirki þeirra fyrir yfir- völdunum. Það segir sína sögu, að tveir smástrákar, bræður Kristj- áms höfðu þamn sið að ógna fólki, er þeim fannst eWki nógu örlátt, þeg.ar þeir voru á betliferðum, með því að stóru bræðurnir myndu koma á næturþeli og brenna ofan af því húsið. Sennilega hafa menn verið ölv- aðir í leikstofunni og þess vegna skarst í odda, er þremenningarn ir ruddust þar inn. Er skemmst af því að segja, að þeir drógu hnífa úr slíðrum og særðu tvo eða þrjá menn, en voru þó að lokum ofur- liði bornir og reknir á dyr. Bræðurnir áttu heimili hjá móð- ur sinni, og Skógar-Stjáni var þar einnig viðloða annað veifið. Það bar við tveim nóttum eftir sam- kvæmið í leikstofunni i Langholti, að útihurðin í húsi þessu var skyndilega brotin og inn ruddist hópur manna með svert andlit og loðnar húfur, er dregnar voru nið ur að augum, allir vopnaðir lurk um, stöfum og skóflusköftum. AU ir í húsinu höfðu verið í fasta- svefni — húsfreyja, dóttir hennar, þremenmingarnir, sem harkið gerðu í leikstofunni, tveir menn aðrir fullorðnir og litlu bræðurnir tveir. Komumenn ruddust umsvifa laust að rúmunum og drógu alla, sem þarna voru út á hlað, nema litlu bræðurna tvo. Þegar út var komið, létu þeir barefli sín dynja á fólkinu, sem sá brátt sitt óvænna, baðst vægðar og lofaði að vísa á þýfi, sem það hafði falið, ef því yrði þyrmt. En komumenn létu bæði bænir og loforð sem vind um eyrun þjóta. Þeir gengu berserksgang og linntu ekki bar- smíðunum fyrr en þeir höfðu geng ið af þremur dauðum: Húsfreyj- unni, Kristjáni, syni hennar, og SkógarStjána. Þessu næst drógu þeir Lars, sem emn var með lífi, út í skóg og þröngvuðu honum til þess að vísa á staðinn, þar sem hann og fél'ag- ar hans höfðu grafið þýfi það, er þeir höfðu dregið saman. En það mátti ekki seinna vera: Lars valt dauður út af, er hann hafði látið T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 837

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.