Íslendingaþættir Tímans - 01.02.1975, Side 3

Íslendingaþættir Tímans - 01.02.1975, Side 3
Finnbogi J. Lárusson frá Hvammi í Dýrafirði A jóladag lézt í Borgarspitalanum I Reykjavik Finnbogi Július Lárusson, eftir 2ja vikna legu. Þar sem enginn vissi fyrr en þá, hve alvarlegan sjúk- dóm hann var meö, kom dauðsfall hans mjög á óvart, Þvi aö þaö er svo stutt siöan Finnbogi gekk hér um glaö- ur og reifur, og þó aö hann hafi i fjölda ára kennt sér þess meins, sem að lok- um varð honum aö bana, þá haföi þaö ekki veriö hans vani að kvarta eöa bera sig illa. kosiöinær fjögurra áratuga þjónustu I Noröurlandi. t dag sækir fjöldi vina gömlu Valla- fjölskyldunnar enn heim á staðinn, en margir, sem þar vildu gera kveöju Ingibjargar, heftir af riki vetrarins. Úr f jarlægð blessum vér minningarn- ar á staðnum, sem hún elskaði og þökkum undrunarlegt fyrirdæmi hennar i sorg og gleði. — Og þá vin- áttu, sem svo var trú, að ekki fölnar, þótt leiöir skiljist. Minningin um ljós hennar lýsir skammdegið i söknuöi vinanna, og vissan um, aö sál hennar missir ekki birtu sinnar við komandi eiliföarinnar, þvi aö henni voru báöir heimar jafn kærir. Ungi maðurinn frá Kaupmannahöfn, sem kvæntist prófastsdótturinni á Völlum, er nú einn sins liðs á íslandi, þá hallar út degi. Hann veit, að dreng- irnir hans lifa I eilifð Guðs, og hann hugsar tiöum þangað i dulrænni skynj- un. Þar eru þær nú einnig báðar, frú Solveig, sem ávallt reyndist honum svo nærgætin og góð, og Ingibjörg, sem hann dáöi og elskaöi hverja stund, svo aðhann undi bezt i landi hennar og átthögum. Pétur Holm er oröinn ein- fari á jöröinni. En hann er sáttur við hlutskipti sitt fjarri ættfólki og fööur- landi, og kviöalaus friöur staöfastrar trúar á framhaldslifið gefur honum fullt jafnvægi og veitir gleði hins sæla fyrirheitis. Þannig hefur hann öðlazt blessun hins andlega samfélags him- insins i sorgum jarðarinnar. Friður Guðs, sem er æöri öllum skilningi, sé meö honum og ástvinum hans þessa heims og annars. Mælifelli, 11. desember 1974 Agúst Sigurösson Islendingaþættir Finnbogi Lárusson var einn af þeim öldnu íslandssonum, sem með trúfestu og jafnaðargeði hafði unniö hörðum höndum fyrir brauði sinu og f jölskyldu sinnar. Og i þá daga þótti gott að hafa ofan I sig og á, og undi þá fólkið hag sinum vel og var jafnvel hamingju- samara en við, sem virtumst búa við allsnægtir nútimans. Finnbogi var fæddur 14. febrúar 1902 að Hæsta-Hvammi i Dýrafirði, og þar ólst hann upp og bjó þar einnig allan sinn búskap með konu sinni, Agústu Þorbjörgu Guöjónsdóttur, hinni ágæt- ustu konu. Þeim Agústu og Finnboga varð 5 sona auðið. Eru þeir Kristján, vélstjóri, kvæntur Rósu Þorsteinsdótt- ur, ljósmóður, og eru þau búsett i Grindavik, Svanberg, vélstjóri, kvæntur Minný Pétursdóttur, búsett á Akranesi, Kristinn Lárus, vélstjóri, kvæntur Ullu Ryggstein, búsett i Reykjavik, Ólafur, skipstjóri, kvæntur Róshildi Georgsdóttur, búsett hér i Gindavík og Kristmundur, skipstjóri, kvæntur Þórdisi Pálsdóttur, búsett i Garðahreppi. Agústa var ekkja, þegar Finnbogi kvæntist henni, og átti hún son fyrir, sem heitir Jón Arnason, kvæntur Bjarneyju Hagalinsdóttur, og eru þau búsett á Akranesi. Ég hygg, að mesta gæfan I lifi þeirra hjóna Agústu og Finnboga hafi verið drengirnir þeirra, sem allir eru miklir dugnaðarmenn og reyndust foreldrum sinum alla tið einstaklega góðir, og launuöu þeim þannig þá miklu um- hyggju og alúð, sem þau hjónin lögðu við uppeldi þeirra. Agústa veiktist fyrir u.þ.b. 6 árum og fór á sjúkrahús I Reykjavik en þar lézt hún fyrir 2 árum. Fluttist þá Finn- bogi hingað til Grindavikur til Kristjáns sonar sins, og Rósu. Þar sem ég og fjölskylda min erum tiöir gestir þar, veit ég með vissu, að þar leið hon- um vel, enda rausn og góðvild Rósu ljósmóður I garð þeirra, sem á ein- hvern hátt þarfnast aðhlynningar, löngu kunn. Og auk þess búa Óafur og Róshildur I næsta húsi við þau, og þar átti hann sama góða athvarfið. Ég get ekki látið hjá liða að minnast skemmtilegs atviks siöan i sumar, er við hjónin og tvær dætur okkar, ásamt Rósu, Kristjáni og börnum þeirra, fór- um á þjóöhátiöina I Vatnsfiröi. Svo lá leiðin til Þingeyrar, og þar sem við vissum, að Finnbogi var I sumarleyfi i gamla, góða húsinu inni i Hvammi, þá ákváðum við að heimsækja hann, og bauð hann okkur gistingu, sem við og þáðum. ógleymanleg verður okkur þessi heimsókn i litla húsið hans Finn- boga. Þarna snerist hann um allt með sólskinsbros á vör. Þarna var kola- eldavélin góða, þar sauð i katlinum, kaffiilmur var um allt hús, og þarna voru flestir hlutir enn á sinum staö, eins og þau hjónin höfðu skilið viö þá, þegar þau fyrir mörgum árum hættu þar búskað. Það þurfti ekki annað en horfa framan i Finnboga til þess að komast að raun um, hve dýrmætir þessir hlutir voru honum og hve ljúfar minningar voru tengdar þeim. Þetta var Hvammurinn hans, þarna haföi hann unað ævi sinnar daga. Ég og fjölskylda min þökkum Finn boga fyrir mjög góða kynningu og vel- vild alla tið i okkar garð, og ég veit, að allir, sem hafa kynnzt honum, munu sakna hans. Sonum hans og tengdadætrum, ásamt barnabörnum, sendi ég minar beztu samúðarkveðjur. Margrét Sighvatsdóttir. 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.