Íslendingaþættir Tímans - 01.02.1975, Blaðsíða 11

Íslendingaþættir Tímans - 01.02.1975, Blaðsíða 11
hug ungs fólks en þessi ræða lands- höfðingjans, á brúarsporði ölfusár sumarið 1891. Og tugurinn til aldamót- anna liður. Þá er stofnaður fyrsti bændaskólinn og búnaðarfélög verða til, þar á meðal Búnaðarfélag Hruna- manna, þvf nú létu til sin taka menn sem trúðu á gróðurmátt moldarinnar. Búnaðarfélag Hrunamanna réði i þjónustu sina menn sem gengu undir nafninu jarðarbótamenn. Þeir fóru rnilli bæja með skóflur sinar og gaffla, grófu skurði og hlóðu áveitugarða. Enn var langt i vélaöld á Islandi. Einn þeirra manna, sem var þannig i þjónustu bændanna á félagsgrund- velli var Einar. Honum féll þessi vinna, félagsskapur þeirra sem með honum unnu, og það var lif og fjör hvarvetna kringum þessa jarðarbóta- menn. Þá fór Einar i iðnnám sem ekki var algengt þá. Hann lærði rennismiði og smiðaði spunastokka handa vinnu- konum sveitaheimilanna islenzku, en þau voru nokkurs konar ullarverk- smiðjur sem þurftu á þessum tækjum að halda. Það liður að aldamótum. Jón bóndi á Högnastöðum flytur sig um set. Inn I Htinn dal sem eitt sinn bar nafnið Reykjadalur. Þar var hann I eitt ár, en fór þá á þann bæinn sem erfði nafn dalsins Reykjadal. Einar hefur, þegar hér er komið sögu, enn að nokkru leyti unnið búi for- eldra sinna. Farið til sjós á vetrum og leið hans lá til Grindavikur. Hann þótti liðtækur sjómaður, en fyrst og fremst skemmtinn og góður félagi. Svo var komið heim að vori með hlutinn sinn og færð þannig björg i bú. Svo var það eitt vorið, að Einar kom heim úr ver- inu með meira en hlutinn sinn, þvi honum til fylgdar var ung og glæsileg stúlka. Bóndasonurinn i Reykjadal var búinn að festa ráð sitt. Þetta var vorið 1905, og ungu hjónin tóku við búi i Reykjadal. Unga konan I Reykjadal, Pálina Jónsdóttir, átti rætur sinar i Grinda- vlk. Hún haslar sér völl fjarri strönd- inni, vikinni sinni, með báta sina ys og þys, en sezt að I nýju kyrrlátu um- hverfi. En hún fór enga erindisleysu. Næstu árin voru hjónunum i Reykja- dal kannski ár mikillar vinnu og erfið- leika, en þau voru þeim lika ár mikill- ar hamingju. Þau eignuðust tólf mannvænleg börn, sjö syni og fimm dætur. Stundum hef ég öfundað þá sem voru I broddi lifsins þrjá fyrstu tugi aldarinnar, en sá tlmi ber gleggst merki gróandans i lifi þjóðar okkar. 1927 voru alþingiskosningar. Að þeim loknum komu fram á sjónarsviðið nýir menn, hlaðnir áhugamálum. Eitt þeirra áhugamála væri nú á dögum kölluð byggðastefna. Þeir hugðust islendingaþættir endurbyggja i sveitum landsins og stofnuðu i þvi augnamiði sjóð sem nefndur var þvi táknræna nafni Bygg- inga- og landnámssjóður. Einar i Reykjadal var fljótur að koma auga á þennan sjóð, og þá möguleika sem hann veitti, og var með þeim fyrstu sem byggðu upp með fulltingi hans. Þau eru auðþekkt fyrstu húsin sem risu I krafti þessa sjóðs, það er mikil reisn yfir þeim. Það fer ei milli mála að sá sem teiknaði hefur viljað undir- strika það að timi torfbæjanna væri liðinn. Húsið sem Einar i Reykjadal byggði alþingishátiðarárið 1930 er verðugur minnisvarði sem ekki má hverfa fyrir öðru nýtizkulegra, það skilja þeir sem byggja það nú. Húsið i Reykjadal var nýlega byggt. Þar var mannmargt heimili, kátir og skemmtilegir krakkar á öllum aldri, hamingjan hafði tekið sér þar bólfestu. En stundum dregur ský fyrir sólu og það gerðist einnig hér, Berklarnir, hvitidauðinn lagði leið sina að Reykja- dal, og þrjú börnin þar urðu leikfang hans. Tvö þeirra sluppu frá þeim leik, en ein dóttirin sú næst elzta varð að lúta I lægra haldi og dó i blóma lifsins. En timinn, hinn mikli læknir, græðir sárin og sléttar yfir allar misfellur. Fyrr en varir erum við orðin óbeinir þátttakendur I heimsstyrjöldinni siðari. Stóra-Bretland þarf á vinnuafli að halda til þess að breyta okkar gamla eylandi i herstöð. Enginn atburður íslandssögunnar getur um jafn stór- fellda breytingu og þessi. Hagfræðing- ar spretta upp eins og gorkúlur og reikna út hagvöxt og visitölu og benda jafnframt á óeðlilegan blóðþrýsting i þjóðarlikamanum. Bibliufróöir vara við dansinum kringum gullkálfinn. Þau Reykjadalshjón eru nú ekki ung lengur, og þau sjá sér ekki fært að halda búskap öllu lengur áfram með þvi að bjóða sambærileg kjör og ann- ars staðar, þvi nú var sótzt eftir vinnu- afli, og gull Bretlands girnilegt ungum mönnum. En að ráðstafa jörð og búi til barna sinna hefur aldrei verið auðvelt verk, sizt af öllu þar sem hópurinn er stór. Það verður varla framkvæmt nema góöur vilji sé fyrir hendi. En þetta tókshér með ágætum. Tveir syn- ir þeirra hjóna Guðmundur sem unnið hafði mikið við búið tók nú viö ásamt Herði og konu hans Þóru Bjarnad. Með þessu hefst nýtt blómaskeið i Reykjadal. Húsið fyllist að nýju glöð- um barnsröddum. Gamli bóndinn er áfram virkur I búskapnum, hefur sin- ar skoðanir, vill einnig heyra annarra, er alltaf jákvæður. Hann kann að hlusta á annarra rök án þess að fallast á þau eöa telja þau fráleit. Hann nýtur lifsins vel þessi árin, fylgist mikið með I pólitik og heimsmálum. Hann hrifst af nýrri tækni i landbúnaði, þessum stórtæku vélum. Skurðgröfunni sem öslar mýrarnar, og virðir ekki viðlits skurði eða áveitugarða aldamótanna, en skáskera þá að vild. Þessi gamli jarðabótamaður hrifst af sliku tæki sem afkastar kannske eins miklu á einni klukkustund og hann á heilu vori. Hann sér lika jarðýtuna sem eirir ekki beðasléttunni hans sem kostaði þó marga svitadropa. Jú, honum finnst mikið til um slik tæki, en hann gleymir ekki heldur þeim sem ruddu brautina. Og hann veit að sifellt þarf að huga að þvi smærra. Hann er alltaf eitthvað að lagfæra, halda öllu i horfinu og vel það. Kannske verður þessum þætti i lifi hans bezt lýst með stöku sem ein dætranna skrifaði til hans i gestabók: Lærði ég margt er hönd þin hög hamraði járn og renndi, eins við hefil eða sög orku og snilld þar kenndi. Einar las mikið sérstaklega seinni árin þvi þá gafst betra tóm. Honum var jafnan nauðsynlegt að ræða um það sem hann las. Ég minnist þess eitt sinn, ég var ungur þá. Hann þurfti að ræða um það sem hann hafði lesið. Ég gerði ekki annað en hlusta, en mitt álit á ljóöagerð var það að allt væri skáld- skapur aðeins ef fylgt væri reglu um stuöla og rim. En nú sagðist Einar alls ekki vera viss um það að allir sem teldu sig I skálda hóp væru það. En sum kvæði eru góð sagði hann, til dæmis ljóðaþýðingar Matthiasar. Og hann tók sem dæmi kvæðið Sveinn Dúfa. Allt er það gott en endir þess segir þó mest, þar sem blýið rússneska hitti Svein beint i hjartastað og hvergi nema þar. Og siðan: Sú kúlan hefur ratað rétt og ratað beinna en vér. Þetta heitir, sagði Einar, að hitta I mark. Oft hef ég siðan lesið kvæðið um Svein Dúfu, og alltaf skilst mér að okk- ur gangi misjafnlega að rata að hjarta. hvers annars. Við viljum gjarnan fara ýmsar krókaleiðir, en ógjarnan opna hliðið upp á gátt, nema hafa áður gætt vandlega yfir girðinguna. Ég veit ekki hvort örðugra var að rata til hjarta Einars I Reykjadal en annarra, þó virðist svo I fljótu bragði. En þeir er þekktu hann bezt höfðu aðra sögu að segja. Það var ótrúlega stutt i alvör- una i sál þessa glaðværa manns, sem missti aldrei sjónar af þvi broslega. En þeir sem áttu þess kost að sjá inn fyrir hliðið, finna hjartslátt hans, komu þaðan aftur rikari en þeir fóru. Það hallar sumri. Smalar búast til ferðar á afrétt Hrunamanna haustið 1974. Aldni bóndinn i Reykjadal er 11

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.