Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 01.02.1975, Qupperneq 10

Íslendingaþættir Tímans - 01.02.1975, Qupperneq 10
Einar Jónsson fyrrum bóndi Reykjadal Talið er, að göfug sál og næmt fegurðarskyn fylgist að. Hvort það er regla eða ekki er hitt vist, að hjá Lauf- eyju fór þetta saman. Hún dáöi fagrar listir, hvort sem þær birtust henni i myndum eða tónum. Fögur ljóð og sálmar voru henni kær, og aðrar bók- menntir kunni hún vel að meta. En framar öðru voru það tign og fegurð náttúrunnar, er hrifu hug hennar og jafnt hvort um var að ræða stórbrotið landslag eða litið blóm, er óx við götu hennar. Um þetta bar garðurinn henn- ar á Búrfelli órækt vitni. Þar hafði hún oft hlúð að veikum plöntum, er urðu siðar að fögrum blómum fyrir alúð hennar og umhyggju. Slikt tekst þeim einum, er sjá og meta fegurð alls þess, sem grær. Hjónin Laufey og Páll eignuðust fimm börn. Eru þau þessi: Ólöf, gift Bjarna Kr. Bjarnasyni borgardómara Reykjavik, Ingunn, gift Guðmundi Axelssyni bil- stjóra, þau eru búsett á Selfossi. Böðvar, kvæntur Lisu Tomsen, þau búa á Búrfelli. Edda Laufey, gift Svani Kristjánssyni sveitarstjóra ölfushrepps, búsett i Þorlákshöfn. Ragnheiður gift Sigvalda Péturssyni vélstjóra, búsett á Seltjarnarnesi. 011 hafa þau systkin tekið i arf frá foreldrunum manndóm og drengskap. Sambúð fjölskyldunnar var innileg og innan hennar rikti eining og ástúð. Sýndu systkinin það á hinum langa þrautatima móður sinnar, hversu þau mátu umhyggju hennar og kærleika. Gerðu þau allt, sem þeim var unnt, til að gleðja hana og stytta henni stundir. Og ekki létu tengdabörnin sitt eftir liggja að votta henni viröingu sina og þakkir. Nokkur undanfarin ár hefur Böðvar sonur þeirra hjóna, ásamt Lisu konu sinni, rekið búskap á Búrfelli af mikl- um myndarskap og dugnaði. Er það sveitungum þeirra og öðrum vinum mikið gleðiefni að sjá þau halda uppi með prýði þeirri reisn, er rikt hefur á þessum stað um áratugi. Eigi að siður fer ekki hjá þvi, að nokkurs saknaðar gæti þegar hugsað er til auðrar Ibúðar hinna látnu hjóna. Þar munu margir minnast ánægjulegra stunda. En nú er allt hljótt. Þar heyrist ekki ómur af glöðum samræðum, hið létta fótatak húsmóöurinnar er hljóönað og oftar tekur hún ekki á móti gestum með hlýju handtaki og mildu brosi. En þó að nokkur tómleiki sæki á hugann, þá veröa mér ekki siöur rikar i huga þakkir fyrir að hafa um langa stund átt samleið með minni kæru mágkonu og notið góðvildar hennar og einlægrar vináttu. Og þegar systur Laufeyjar kve^a hana nú að leiðarlokum, munu 10 Fæddur 21. febrúar 1877. Dáinn 20. september 1974. Við skulum fara rúman mannsaldur aftur I timann. Það er viða þröngt i búi á landi hér, löngum köldum vetrum fylgja stutt gróðurvana sumur. Það er landflótti til Vesturheims, Ameriku. Sterkur áróður er rekinn fyrir land- námi ísiendingar þar, og illt árferði er þeim málstað lyftistöng. Nokkrir þættir þessa timabils hafa verið skráðir, en fleiri óskráðir. Þeir einstaklingar sem uxu úr grasi þegar þetta var, eru nú óðum að hverfa. Eins þeirra Einars I Reykjadal langar mig aö minnast að nokkru. Hann var • f. vakna hjá þeim ljúfar minningar, sem við hana eru tengdar, bæöi frá æskuár- um þeirra heima á Laugarvatni og samfundum siðar á ævinni. 1 brjóstum þeirra munu þær geymast meðan ævin endist. Liklegt tel ég, að langt sé siðan Laufey gerði sér ljóst til hvers sjúk- dómurinn mundi draga, en ekki hafði það nein áhrif á sálarró hennar og andlegan styrk. Þrátt fyrir langvar- andi þrautir heyrðust aldrei frá henni kvartanir eða æðruorö, en hún var innilega þakklát þeim er önnuðust hana á sjúkrahúsunum. En oft mun hugur hennar hafa leitaö i sólarátt, i lotningu og bæn. Heyrt hef ég, að Laufey hafi óskað að fá að kveðja lifið, þegar gróður jarðar væri i blóma. Var það i sam- ræmi við aðdáun hennar á fegurð gró- andans og hinnar lifandi náttúru. Sú ósk rættist ekki. A svölum haustdegi fór útför hennar fram. Var henni búinn hvilustaður. við hlið manns hennar I kirkjugaröinum á Búrfelli. Börn, tengdabörn, systur og fjöldi vina kvöddu hina látnu með djúpri virðingu og þökkum. En frá klukkunum I turni Búrfellskirkju bárust siðustu ómarnir. Það var hinzta kveðjan til hennar, sem héðan var gengin til meirri starfa guðs um geim. Ég votta börnum Laufeyjar, fjöl- skyldum þeirra og vinum innilega samúð. Guðm. Guömundsson. árið 1877 sonur hjónanna á Högnastöð- um I Hrunamannaftr. Jóns og Guðrún- ar. Hann ólst þar upp á glaðværu heimili. Kannski hefur þaö mótað skapgerð hans og lifsviðhorf, þvi hon- um var rikt i huga aö sjá hið broslega I fari tilverunnar. Þarna var á feröinni kvikur ungur maður, fljótur til úrræða og fljótur til svars. Fólksflutningur til Vesturheims heldur áfram á uppvaxt- arárum hans, jafnframt er hafinn sterkur áróður gegn honum, þvi nú koma fram á sjónarsviðið menn sem trúðu á land sitt og þjóð. Fermingarár Einars litla á Högna- stöðum er all merkilegt I sögu þessa byggöarlags, og hafði varanleg áhrif. Þá var brúuð stærsta á landsins, ölfusá. Vönduð brúarvigsla fór fram um sumarið. 1 tilefni þess orti skáldið og stjórnmálamaðurinn Hannes Haf- stein brúarljóö sem var I senn hvatn- ingar- og baráttusöngur. Þá flutti landshöföinginn Magnús Stephensen snjalla viglsuræðu, þar sem hann lýsti brúna gersemi likt og hringinn Draupni. Og það var ósk hans og spá að ölfusárbrú hefði sömu náttúru og hringurinn sem af drupu niundu hverja nótt átta hringar jafn góöir. Ég hygg, að fáar ræður hafi fallið i betri jarðveg eða grafiö sig dýpra I íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.