Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 01.02.1975, Qupperneq 4

Íslendingaþættir Tímans - 01.02.1975, Qupperneq 4
Guðbjörg Hjartardóttir frá Hofi í Vopnafirði Fædd 31.1. 1889, dáin 30.10. 1974. „Allt fram streymir endalaust, ár og dagar H6a.” Kynslóöir fara, kynslóöir koma. Þetta er gangur lifsins. Þegar útvarpiö flutti dánartilkynningu Guöbjargar Hjartardóttur held ég aö flestum kunnugum hafi ekki komiö þaö á óvart. Hún haföi undanfariö átt viö mikla vanheilsu aö strföa. Þegar svo er komiö er gott aö fá hvfldina, ekki sízt fyrir fólk á hennar aldri. Frú Guö- björg, en svo var hún jafnan kölluö f Vopnafiröi, var ættuö úr Noröur Þing- eyjarsýslu, dóttir hjónanna Hjartar Þorkelssonar bónda og hreppstjóra á Ytra Alandi i Þistilfirði og konu hans Ingunnar Jónsdóttur frá Kollavík i Þist ilfiröi. Heyröi ég til þess tekiö hve mikið þau heföu lagt á sig til aö koma börnunum sinum til mennta. Eitt þess- ara systkina er séra Hermann, prestur á Skútustööum og sfðar skólastjóri viö Laugaskóla. Annar bróöir Guöbjargar var Einar bóndi á Saurbæ i Skeggja- staöahreppi og viðar, einn af mestu áhugamönnum i túnrækt og búskap sem ég hefj kynnzt. Annars veröur hér ekki getiö þessara systkina enda hef ég ekki kunnugleika til þess. Guðbjörg naut góörar menntunar miöaö viö þaö sem venja var á þeim tima. Hún út- skrifaðist úr Kennaraskóla Reykja- vikur 1911, og fór siöar á hússtjórnar- skóla i Danmörku. Stundaöi hún barnakennslu i nokkur ár. Fyrst suöur i Mýrdal og siðar á Vopnafiröi og á Hofi. Hún giftist 1920 séra Jakob Einarssyni siöar prófasti i Múla- prófastdæmi, og bjuggu þau allan sinn búskap á Hofi viö miklar vinsældir og rausn, eöa til ársins 1959 aö séra Jakob sagöi af sér prestskap og flutti til Reykjavikur. Var heimili þeirra eftir þaö á Vesturvallagötu 1. Það má þvi telja aö Vopnfiröingar hafi notiö starfskrafta hennar aö miklu leyti, þar sem hún dvaldi hér sln mestu mann- dómsár. Enda held ég aö Hof, Vopna- fjöröur, og Vopnfirðingar, hafi veriö nokkuö fast mótaö I hug hennar og þeirra beggja hjóna. Allir vita aö þaö^ er ekkert smáræöi sem reynir á prest- konu i sveit. Þvi fylgir mikill gesta- gangur og risna, og ekki sizt þegar bú- skapur er lika stundaöur eins og þá var venja á prestsetrum i sveit. Fylgdi þvi mikið heimilishald og margháttuð umsvif, enda þótt betra væri aö fá fólk þá til aöstoöar en nú er. Þægindi nú- timans þekktust þá heldur ekki. En frú Guöbjörg kláraði sig vel af þessu öllu. Hún var stjórnsöm og stóö frábærlega vel I stööu sinni á öllum sviðum. Ég kom oft i Hof, leiö min lá þangaö oft annarra erinda en til kirkju, enda þótt ég telji mig ekki hafa gengið fram hjá henni. Þar var simstöö næst minu heimili sem þá var simalaust lengst af. Aldrei kom ég þar svo ekki væri sjálfsagt aö drekka kaffi eöa þiggja einhverjar góögeröir. Ævinlega gaf Guöbjörg sér tima, þrátt fyrir mikið annriki til aö koma og drekka meö og rabba um daginn og veginn og þaö sem þá var efst á baugi. Gleymdi ég þá jafnan timanum þó aö asi væri á mér til aö byrja meö, þvi frúin var skrafin og skemmtileg og fljót aö átta sig á hlutunum. Veit ég aö svo mun hafa farið fyrir fleirum. Munu gestir gjarn- an hafa lagt lykkju á leiö sina til aö njóta glaðværðar og gestrisni þessara hjóna. Guðbjörg var ein af þeim kon- um sem stofnuðu Kvenfélag Hofs- deildar, og var hún formaður frá stofnun þess og þar til hún fluttist frá Hofi. Eitt af verkum kvenfélagsins á þeim árum var aö planta trjágróöri i kirkjugaröinn og snyrta hann og prýöa. Var þaö fastur siöur og er enn aö kvenfélagskonur verja á hverju vori einu dagsverki hver til aö hreinsa þar til og lagfæra. Er þaö til fyrir- myndar. Ég veit aö kvenfélagskonur minnast hennar meö vinsemd og þökk fyrir allt sem hún hefir fyrir þetta félag gjört. Þau hjón höföu mikinn hug á aö fegra og bæta staöinn, meöal ann- ars komu þau upp skrúögaröi viö Ibúðarhúsiö. Eru þar nú oröin falleg tré sem bera þeim fagurt vitni eins og fleira á Hofi. Ég er viss um aö Vopnfiröingar munu lengi minnast þessara mætu hjóna meö þökk og viröingu. Börn áttu þau tvö, Vigfús sem er læröur skóg- fræöingurog Ingunni. Þau giftust bæöi og fóru til Amerlku. Einnig ólu þau upp aö mestu Stefán Helgason frá Hrappsstööum, og reyndust honum eins og sinum eiginbörnum.Aö siöustu vil ég flytja innilegar þakkir frá okkur hjónunum, börnum okkar og venzla- fólki. Viö eigum margar hugljúfar endurminningar frá Hofi, þaö er bjart yfir þeim. Ég biö Guö aö blessa frú Guöbjörgu handan landamæranna, og óska eiginmanni hennar, börnum og ástvinum alls góös. Friörik Sigurjónsson. islendingaþættir 4

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.