Íslendingaþættir Tímans - 01.02.1975, Page 8

Íslendingaþættir Tímans - 01.02.1975, Page 8
Laufey Böðvarsdóttir Búrfelli F. 24. nóvember 1905 D. 6. nóvember 1974 Minir vinir fara fjöld feigðin þessa heimtar köld. Ég kem eftir kannski i kvöld með klofinn hjálm og rofinn skjöld brynju slitna, sundrað sverð og syndagjöld. Þessa vísu þóttist ég vel skilja á unglingsárum. Hljómdýpri verður þó hin djúpa sorgþunga hrynjandi hennar, þegar ævi tekur að halla og vér heyrum hvert vinarandlátið af öðru, þeirra sem lengi voru i sam- fylgd. — Þessi visa hefur komið oft i huga minn siðan ég frétti lát þessa góða vinar okkar hjóna, frú Laufeyjar Böðvarsdóttur, húsfreyju að Búrfelli i Grimsnesi um langt árabil, frá 1929 til þessa dags, þó að þungbær veikindi hömluðu henni aö dveljast þar á siðasta ári. — Þegar ég lit yfir siðustu árin i Grimsnesi, þá finnst mér enn skammt siðan þau sæmdarhjón Páll Diðriksson oddviti og Laufey kona hans stýröu þar fögrum ranni með mikilli rausn. — Og messan I Búrfells- kirkju hófs't með bæn meðhjálparans, Páls, kirkjuhaldara staðarins. Og kirkjan hrein og fögur. Og siðan eftir messu var sezt að veizluborði, sem staöarins elskulega húsmóðir hafði búið gestum. — Og siðast liðið ár, þeg- ar hún var ekki lengur á staðnum, þá baö hún dætur sinar að undirbúa heimilið fyrir messu, eins og veriö hafði, þó að ung og gestrisin hjón sitji staðinn. Enn máttum við koma á heimili þeirra, sem nú var sjónar- sviptir orðinn bæöi fyrir börn þeirra og okkur öll, sem til kirkju komum, þvi að húsbóndinn var dáinn og húsfreyjan kærleiksrlka þungt haldin á sjúkrahúsi. En umhyggja hennar brást ekki til hinstu stundar. Og minning hinna góðu daga vakti trega. — Frú Laufey bar meö mikilli stillingu missi manns sins og reyndi að þiggja gleðigeisla af börnum og tengdabörnum. En ég hygg, að henni 8 kunni að hafa reynst það erfið spor að hverfa skyndilega frá umsvifum slns mikla heimilis, þó að hún bæri það hljóðlega og allt færi dult. Þó var það efalaust huggun að Böðvar sonur þeirra hafði stofnað bú við þeirra hlið og fór ekki þeirra jörð I ókunnar hend- ur. — Stundúm var þá llka heima hjá henni unglingsstúlka, sem I barnæsku var lengi sólargeisli á heimili afa og ömmu, Ýr, sem hét eftir landnáms- konunni Ýr. Minnir mig, að hún hafi vitjað nafns til Böövars, langafa litlu Ýrar. Nú fékk hann að sjá nafnið komið upp. Svona getur veriö þröngt um nöfn, jafnvel þar sem eru 11 dæt- ur. Þegar elskulegu ungu stúlkurnar á Búrfelli voru að fara burtu og stofna sin eigin heimili, þá kom Ýr i staðinn fyrir þær allar. Hún naut mikils ástrikis hjá afa og ömmu, enda hefur henni vel farnast á námsbrautinni. Varð stúdent I vor og er nú nemandi I íþróttakennaraskóla Islands. Einnig dvöldu þar að Búrfelli fleiri barnabörn og dótturdætur á sumrum. Og margir unglingar skyldir og vandalausir, hafa dvalið þar á þessu trausta heimili, bæði lengur og skemur. Brosað var að orðalagi eins pilts, sem var alla tíð hálfgert barn og var oft hjá þeim hjónum. Hann sagði einhvern tima. „Við Laufey erum alveg ein sál.” Hann fann hlýjuna og umhyggjuna, hið Ijúfa viðmót hennar. — Mér finnst þessi orð unglingsins gefa nokkuð til kynna, hversu fagur- lega hún uppfyllti merkingu islenzka orðsins, húsmóðir. 1. desember 1928 var haldið brúðkaup i Laugarvatnsskóla, sem þá var nýr og mikil veizla i þeim stóru sölum. Brúðhjónin voru Páll Diðriks- son og Laufey Böðvarsdóttir. Þau þóttu glæsileg brúðhjón. Laufey var falleg kona, og sér I lagi yndisleg. Páll hafði bæöi lokið prófi frá Samvinnu- skólanum og einnig frá Hólaskóla. Hann kaus þá sjálfstæöu stöðu aö gerast bóndi, enda var hann sannur búhöldur. Fjölþættum verkefnum verður sá maður að sinna, sem er mikill bóndi. Þau hjón settust að á Búrfelli I Grimsnesi og geröu garðinn frægan. Þar voru miklar jarðabætur geröar og byggt nýtt hús og aðrar byggingar eftir þörfum. Þau eignuðust 5 efnileg börn, og hlúðu innilega að sinum unga gróðri. ölöf, sem var elst fékk þá ósk slna uppfyllta að læra til stúdents og stunda háskólanám erlendis. Hún er gift Bjarna K. Bjarnasyni frá Ond- verðarnesi i Grlmsnesi, nú borgar- dómara i Reykjavik. Ingunn er gift Guðmundi Axelssyni, tækjastjóra, Edda gift Svani Kristjánssyni, sveitarstjóra, og búa þau i Þorláks- höfn, Ragnheiöur, sem er iþrótta- kennari, er gift Sigvalda Péturssyni vélstjóra. Böðvar býr á sinni föður- leifð. Kona hans er Lisa Thomsen úr Reykjavlk Barnabörnin eru orðin 18. — Frú Ingunn var úti i Svlþjóð þegar faðir hennar dó. Þau hjón buöu móöur hennar meö sér þangað. Hún þáöi boö íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.