Íslendingaþættir Tímans - 01.02.1975, Blaðsíða 16

Íslendingaþættir Tímans - 01.02.1975, Blaðsíða 16
Sjötugur: Eiríkur Stefánsson Eirikur Stefánsson fæddist á Refs- stöBum I Laxárdal, Austur-Húna- vatnssýslu. Eirikur missir fööur sinn I bemsku. Ekkjan á þá i öröugleikum, ein meö barnahópinn sinn, sjö alls... En drottinn leggur likn meö þraut. Hjálp býöst, hendur framréttar, til aö- stoöar. Svanfriöur Bjarnadóttir bregður búi og flyzt austur á Þelamörk, i Eyja- fjaröarsýslu, þar sem aðstoðar var aö vænta. Fyrst aö Asi, svo aö Skógum I sömu sveit. Þar bjó hún, og börnin hjálpuðu til eftir mætti, enda atorku- söm og hjálpfús. Þarna ólst Eirikur upp. Efni ekkjunnar eru smá, en börn- in þroskast og allt blessast vel, enda kröfurnar þær, i þá daga, aö hafa i sig og á, (það er föt og fæöi), einnig skýli yfir höfuöiö. Eirikur helypir heimadraganum um tvitugsaldur. Byrjar skólaferil sinn á Eiöum. Þar er Eirikur viö nám I tvo vetur. Skólastjóri á Eiöum er þá sr. Asmundur Guömundsson, er seinna varö biskup. Aö loknu námi I Eiðaskóla stundar Eirlkur barnakennslu, árið 1928 til 1932. — Giftir sig og fer að búa, og er bóndi I sex ár. Eirikur hugöist mennt- ast meira en orðið var. Nú komu kröf- ur um kennsluréttindi viö sögu I kennslumálum, og ber þaö sizt að lasta. Eirikur Stefánsson hættir búskap áriö 1938 fer i kennaraskólann 1939 og útskrifast áriö 1940. Kennara- ferill Eiriks Stefánssonar er óslitinn siöan. Á Húsavik nyröra I 3 ár, á Akur- eyri I 15 ár. Þaöan flyzt hann suöur til Reykjavikur, þá oröinn ekkjumaður. Eirikur selur Ibúö sina á Akureyri og kaupir einbýlishús IReykjavik. Þá var einkasonur hans, Haukur Eirlksson, kvæntur Þórnýju Þórarinsdóttur búsettur I Reykjavik. Fluttu þau hjón- in meö börn sin til Eiriks I hús hans, nr. 32 viö Karfavog. Þar býr Eirikur enn meö tengdadóttur sinni, en hún er oröin ekkja. Hún missti mann sinn 33 ára aö aldri. Hún var þá 32 ára gömul. Þaö var mikiö áfall fyrir Eirik, tengdadóttur hans og börnin, að hinn ungi, velmenntaöi og hugþekki maöur, skyldi flytjast yfir landamærin svona ungur, en aö sliku er ekki spurt. Þá gekk Þórný meö fimmta barn sitt (Hauk Hauksson) sem nú er 11 ára. „Drottinn gaf og drottinn tók. Bless- aö sé nafn drottins.” Þessi spöku orö hafa sitt gildi. — Ég hygg, aö I húsinu nr. 32 viö Karfavog hafi þessara oröa veriö minnzt og þau yfirveguö, vand- lega og metin. Eirikur Stefánsson hefur reynzt Þórnýju tengdadóttur sinni sannur vinur i raun. — Hygg ég, aö þau styöji 16 og styrki hvort annaö i lifsbaráttunni, enda er þess full þörf. Eirikur hefur reynzt barnabörnum sinum þarfur leiöbeinandi og sannur vinur. Eirikur kenndi viö Langholtsskól- ann. Hann er nú hættur þar sem fastur kennari, en kennir þar enn eitthvaö i stundakennslu. Margir kannast viö barnatimann i útvarpinu, sem oft er stjórnaö af Eiriki Stefánssyni kenn- ara. Sá Eirfkur, sem þar um ræöir er sá sami Eirikur, sem hér er ritað um. Þá læt ég lokiö þessum fáu sundur- lausu oröum, Eirikur, vinur minn. Ég þakka velvild þina og góö kynni. Þú afsakar, hve þessi orö min birtast seint, en fyrir þvi eru rök, sem þér eru aö nokkru kunn. Hér fylgir og meö afm ælisljóö til þin. Þórarinn E. Jónsson. Heill sé þér á heiðursdegi. Hyllum þig meö gleðibrag. Beinn þú gengur vors á vegi, vinur minn, — og tekur lag. Sjötlu árin slzt þig beygja, sést enn lltt, aö beygir af. Þú munt llka öruggt eygja augnamiö, sem drottinn gaf. Sigur þeim, er sæmdar leita. Sigra mun hverja þraut. Strengja kló, ei stefnu breyta, stýra beint og heröa skaut. Þannig muntu heillum halda halur roskinn, fram um veg, Bátnum sigla um bárufalda blessun fyigi margvlsleg. Sjötlu árin segja fleira en segir frá I þessum brag. Einnig llka öllu meira, en ég nefni hér I dag. Geng ég þó um götuslóöa, gæti aö, — um farinn veg. Minninguna, mæta, góöa, mér sem birtist unaösleg. Af harösporunum heizt má ráöa, hafir gengiö fjallaveg. Ungur fetaö fram til dáöa, framsækinn, en margvlsleg reynslan hlaut á vegi veröa, var I sókn þinn hugur þá. A strangri leiö má hugann herða. A heljarslóö ei guggna má. Misstir ungur mætan fööur mæddi þungur róöurinn. Þó um fleyiö léki lööur, lúöist eigi kjarkurinn.... Ariö liöu, — ævisporin, eru mörg, sem fyrr er tjáö. Sálin þin llk sólu, á vorin, sendir hlýju yfir láö. öruggt störfin unnið hefur öll, meö trúnaöi og dyggö. Treyst er þeim, sem traustiö hefur, trygglyndur viö heimabyggö. Bóndi varst og bjóst, i Skógum. Bóndans störfum heill sé gjörö. Þú af kostum nægta nógum, náöir til aö erja jörö. Kennari um áratugi eftir lætur spora fjöld. Barna vannstu vinarhugi, vinsæll fékkstu þakkargjöld. Þolgóöur á þrautastundu, þurftir oft aö stilla lund. Kennararnir fleiri fundu falið pund I kennslustund. Þarna vannstu verk, er sagöi vinum litlum átta til. Trúmennskan þar ljúf til lagði leiftursýn — þess happaspil. Börnin ungu, oft þau geyma innst I sálu dulið fræ. Seinna á ævi glögg ei gleyma. Geislinn nær um timans sæ. Ileill og blessun, fegurö, friöur fegri þlna mildu lund. Til þln streymi náöin niður, njótir þess á gleðistund, er felst I þvl, — er fögnuö veitir, Fórnarlund er stundum smáö. Þolgæöiö oft blessun breytir. Bænin vekur hjálparráö. Ileill, sé þér, um ævi alla. öll við fögnum, hér i dag. Glaðri stundu gleymum varla. Gleöjumst nú og tökum lag . . . Látum sigur-söngva óma. Sigurtákn, er gleöi ber. — Látum milda fegurö fróma finna leið til heiöurs þér. Þórarinn Elis Jónsson.

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.