Íslendingaþættir Tímans - 01.02.1975, Blaðsíða 5

Íslendingaþættir Tímans - 01.02.1975, Blaðsíða 5
Þorleifur Guðjónsson skipstjóri 7. desember s.l. fór fram frá Vest- mannaeyjakirkju útför Þorleifs Guö- jónssonar skipstjóra. Hann fæddist 23. júni 1926, og dó 24. nóvember 1974. Hann fæddist aB Reykjum i Vestmannaeyjum. Hann var sonur hjónanna Bergþóru Jóns- dóttur frá Steinum undir Eyjafjöllum og Guðjóns Jónssonar frá Björnskoti undir Eyjafjöllum, sem lézt árið 1967, og var Þorleifur einn af tiu börnum þeirra. Hefur fjölskylda þeirra ætíð verið kennd við Reyki. A sextánda ári hóf hann sjómennsku sina.sem hann stundaði til dauðadags. Rúmlega tvitugur að aldri gerðist hann skipstjóri og var það löngum eft- ir það, bæði á bátum annarra og sinum eigin. Nú siðast átti hann bát með Hauk Jóhannssyni úr Vestmannaeyjum, og er nú skarð fyrir skildi við lát sam- eignarmanns hans og vinar. Kunnugir segja mér að samband þeirra hafi ver- ið mjög náið og gott, og svo vinsælir voru þeir hjá sjómönnum, að aldrei voru vandræði með að ráða menn á bátinn. Það var mikil gæfa fyrir systur mina Rannveigu Unni, þegar leiðir þeirra Leifs lágu saman haustið 1967. Þau gengu I hjónaband 1. júni 1968 og lifðu saman I ástriku hjónabandi þar til leiðir skildu að sinni. Hann hefur nú siglt fleyi sinu til annarrar strandar og býr allt I haginn fyrir okkur hin, sem förum þangað einnig. Leifur, mágur minn, var svo góður drengur og mikill atorkumaður að mig langar til þess að rif ja upp nokkr- ar minningar, sem ég, og allir, sem fengu að verða honum samferða ein- hvern hluta ævinnar, hljótum að eiga. Allir, sem kynntust honum fengu eitt- hvaðfrá honum, sem gerði þá meiri og betri menn. Ég átti þvi láni að fagna að mega heimsækja systur mina og mág til eyjanna fögru nokkrum sinn- um áöur en gosið varð þar. Hann sýndi mér alla sögufrægustu og fegurstu staði Heimaeyjar og benti mér á allar heimildir, sem til voru um eyjarnar I bókahillunum sinum, svo aö segja má islendingaþættir að eftir hverja ferð hafi ég fengið meiri fróðleik um eyjarnar, og sögu þess fólks sem þar bjó. Það var einnig óvenjuleg reynsla að kynnast fjöl- skyldu Leifs, þvi að enginn vafi leikur á þvi að óviða er að finna eins sam- rýnda og trygga fjölskyldu. „Dáinn, horfinn.” — Harmafregn. Hvilfkt orð mig dynur yfir. En ég veit að látinn lifir. Það er huggun harmi gegn. Hvað væri annars guðleg gjöf, geimur heims og llfið þjóöa? Hvað væri sigur sonarins góða? Illu draumur, opin gröf. Nei, ég vil ei hæöa hinn lifandi föður alira anda, ástina þina, verkin handa, dýröina þina, drottinn minn. Fast ég trúi: Frá oss leið vinur minn tii vænna funda og verka frægra, sæll að skunda fullkomnunar fram á leið. Ósjálfrátt koma mér i huga þessi er- indi úr eftirmælum þjóöskáldins góða, Jónasar Hallgrimssonar um vin sinn og samstarfsmann Tómas Sæmunds- son, þegar kær vinur og góður drengur kveður okkur svo skyndilega. Sá, sem við kveðjum i dag var hrifinn burt i miöju starfi, hann hafði búiö sig undir ævistarfið og byggt upp framtiðar- heimilið, eftir að þurfa að yfirgefa það, eins og allir aðrir ibúar Vest- mannaeyja, þegar gosið hófst. Við vinirnir og ættingjarnir, kvödd- um hann oft, þvi að sjómaðurinn er oftast lengi að heiman til þess að afla. Sjóferðir hans urðu allar farsælar, þvi að hann kom alltaf með alla sina skipshöfn heilu og höldnu að landi aft- ur. Ég álit það bezta aflann úr hverri ferð sem farin er. AB lokum votta ég aldraðri móður, eiginkonu, systkinum og öðru venzla- fólki mina dýpstu samúð. Hvil I friði vinur, haf þú þökk fyrir allt og allt. Margrét Sigþórsdóttir. f Fæddur 23.6. 1926. Dáinn 24.11. 1974. Við albirtu hásumars leit Þorleifur fyrsta dagsins ljós. Var hann sjötta barn foreldra sinna Bergþóru Jóns- dóttur frá Steinum A-Eyjafjöllum og Guðjóns Jónssonar frá Selalæk á Rangárvöllum. Þau hjón bjuggu lengst af I Eyjum. Þar stóð hús þeirra Reykir, sem þau og börn þeirra voru og eru jafnan kennd við. 10 urðu börnin og er Þorleifur það fjórða I systkina- hópnum, er kveður þetta lif. Eftir lifa Jóhanna og fimm bræður, Guðmund- ur, Guðbjörn, Magnús, Þórhallur, Ar- mann og Haukur. Eru þau systkin öll nýtir og gegnir borgarar. Bergþóra stendur nú á áttræðu, Guðjón andaðist 1967, eftir langan og oft strangan vinnudag. Þeim hjónum var sjálfsbjargarviöleitnin i blóð bor- in. Fátækt og erfitt árferði var oft þeirra fylgifiskur. Metnaður þeirra var að leggja sig fram og bæöi nutu 5

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.