Íslendingaþættir Tímans - 01.02.1975, Blaðsíða 7

Íslendingaþættir Tímans - 01.02.1975, Blaðsíða 7
að hjálpa foreldrum slnum viö hey- skapinn, en bórður faðir þeirra átti snemma við heilsuleysi að striða. Vorið 1932 verða þáttaskil I lifi Mar- grétar. Þær systur eru staddar heima hjá Ólöfu Hafliðadóttur, brauðsölu- konu á Bergstaðastig 3. Lóa (eins og hún var venjulega kölluð) var mikil vinkona fólksins á Heiðarbæ og þekkti þar allar aðstæöur. Sveinbjörn Einarsson, bóndi á Heiðarbæ, hafði misst konu slna Sigrúnu Jóhannesdótt- ur árið 1927 og tvær elstu dæturnar voru farnar að heiman. Þaö vantaði þvi vinnukraft á Heiðarbæ og hafði Sveinbjörn beöið Lóu að útvega kaupakonu. — Niöurstaðan af viðræð- um Lóu við þær systur varð sú, að Margrét segist vera til I að fara að Heiðarbæ. Það mun hafa ráðið nokkru um afstöðu hennar, að hún hafði ekki að fullu náð sér eftir veikindi veturinn áður, og treysti sér þvi illa I fiskvinn- una. — Þannig atvikaðist það að Mar- grét fer að Heiöarbæ, þar sem hún kynnist eftirlifandi eiginmanni sinum, Jóhannesi Sveinbjörnssyni, sem ætið hefur verið traustur förunautur henn- ar i bliöu og striðu. Margrét og Jóhannes gengu i hjóna- band 3. júni 1933 og hófu þá strax bú- skap. Þau eignuöust 4 börn, sem öll eru uppkomin: Þórdisi, sem gift er Magnúsi Jónassyni bónda I Stardal, Sigrúnu, gift Gunnari Guttormssyni, búsett I Reykjavlk, Sveinbjörn, bóndi á Heiðarbæ, kvæntur Steinunni E. Guðmundsdóttur, og Jóhönnu, gift Gesti Ólafi Karlssyni, búsett I Reykja- vik. Einnig ólst upp á Heiðarbæ Sigrið- ur Kjartansdóttir, sem búsett er I Reykjavik og gift Þorsteini Guð- björnssyni. Dóttir Sigriðar, Sveinbjörg Sigrún Guðmundsdóttir, var tiðum á Heiöarbæ bæöi sem barn og unglingur. — Barnabörn á lifi eru 10 talsins. Á Heiðarbæ hefur lengi verið tvibýli, og jafnan góð samvinna milli bæjanna. Slikt er ekki litils virði, ef haft er I huga hvað bæirnir geta orðið einangr- aðir á snjóþungum vetrum. — Árið 1939 hóf Einar, bróðir Jóhannesar, búskap á hinum hluta jarðarinnar með konu sinni, Unni Frlmannsdóttur. Ein- ar varð bráðkvaddur I nóvember s.l. Fráfall hans og Margrétar, með svo stuttu millibili, er ekki aðeins þung- bært áfall fyrir ástvini beggja nær og fjær, heldur einnig fyrir fámennt sveitarfélag. Áratugurinn milli 1940 og ’50 var á margan hátt erfiöur fyrir islenskan landbúnað, ekki sist þá bændur sem að mestum hluta byggöu afkomu sina á sauöfjárrækt. Viða um land herjuðu pestir á sauðfé og þegar þar við bætt- ust óþurrkar var ekki að undra þótt Guðmundur Hermannsson frá Hjarðardal í fyrsta tölúblaði íslendingaþátta birt- ist grein um Guðmund Hermannsson frá Hjarðardal. Með greininni átti að fylgja mynd, en hún varð viðskila við greinina. Birtist hún hérmeð, og biðj- um við velvirðingar á þessum mistök- um. margur yrði uggandi um sinn hag. Aföll af þessu tagi komu lika við hjónin á Heiðarbæ og einmitt á þessum árum fékk Jóhannes lömunarveikina og hef- ur ekki haft fulla starfsorku siðan. Margrét var jafnan fáorð um þessa erfiðleika en geta má nærri hvort þeir hafa ekki valdið henni miklum áhyggj- um. Nú, þegar Margrét er kvödd, veit ég að Jóhannes og börnin minnast hennar sem ástrikrar eiginkonu og góðrar móður, og þakka allt sem hún var þeim. Astvinir allir, svo og vinir og kunningjar, munu minnast hennar með hlýhug og þakklæti, og barna- börnin munu ætiö hugsa hlýtt til „ömmu á Heiðarbæ”. Sjálfur þakka ég henni samfylgdina sem góðri tengda- móður og mun jafnan minnast hennar sem sérstæðs persónuleika. Hún var I senn greind og vitur kona. Menntun sina bæöi bóklega og verklega hafði hún hlotið I „alþýðuskólanum” stóra, þar sem prófin eru fólgin I viöfangs- efnum hversdagsins og prófdómarinn er lifið sjálft. A æskuheimili sinu, Ei- lifsdal, las hún hverja þá bók sem hún náði i. Hún hafði slikt stálminni, að hún gat þulið heilu bækurnar utanbók- ar, jafnt sögur sem kvæði. Hún haföi yndi af söng og kunni öll ósköpin af sönglögum. Af öllu þessu miðlaði hún börnum sinum, og siöar barnabörnum, rlkulega. Það þóttu vist ekki tlöindi á æskuár- um Margrétar aö konur gengu að slætti með orfi og ljá. Við sláttinn i Ei- lifsdal styttu þær Margrét og Guðrún sér stundir með þvi að kveðast á. Sagði Guðrún mér, að systir hennar hefði gjarnan kastað fram eigin visum, þeg- ar aðrar voru á þrotum. En sköpunar- gleði Margrétar kom sjálfsagt skýrast fram I handarverkunum, ekki sist öll- um lopapeysunum sem hún prjónaöi. t sjúkdómslegunni'stytti hún sér stundir við þessa iöju þegar heilsan leyfði. A Landspitalanum og Vifilsstöðum, þar sem Margrét lá siöustu mánuðina, naut hún fádæma góðrar umönnunar af hálfu starfsfólksins, og þetta vilja allir aðstandendur þakka. Tiðar heim- sóknir nánasta skyldfólksins og fjöl- margra úr hópi vina og kunningja gerðu henni sjúkrahúsvistina léttbær- ari. Jólin eru timi óska og vona. Margrét fékk sina heitustu ósk uppfyllta á þess- um jólum, þau urðu I senn hennar sig- urhátið, og kveðjustund: A Þorláks- messu heldur hún austur yfir Mosfells- heiði með syni sinum, og sveitin heils- ar henni fögur sem forðum. Hún held- ur jólin á Heiðarbæ, kemur við i Star- dal I bakaleiö og er komin aftur suður á 3ja i jólum. langþráð stund haföi orö- ið að veruleika og hún gat sátt heilsað nýju ári handan landamæranna þar sem leiðir okkar allra skilja. — Það er heiörikja yfir minningu Margrétar á Heiðarbæ. Ég votta Jóhannesi, börnunum og ástvinum hennar öllum einlæga sam- úð. Gunnar Guttormsson. íslendingaþættir 7

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.