Íslendingaþættir Tímans - 01.02.1975, Blaðsíða 14

Íslendingaþættir Tímans - 01.02.1975, Blaðsíða 14
Þeir hvitu svanir syngja i sárum ljóð sin hlý, þó bjartar fjaðrir felli þeir fleygir verða á ný. Já, nU eru fjaðrasár þin gróin eins og heiðasvananna, og er isa fer að leysa á heiðavötnunum og ilmur heiðagróðursins berst með vestan- blænum niður I dali og byggö, þá munu hvitu svanirnir hefja flugið inn til heiða og þú munt fylgjast með ferðum þeirra: þvi nú ert þú fleyg sem þeir og getur notiö þeirrar djúpu þagnar og kyrrðar, sem rikir inn við heiðavötnin. Allt svo bjart og broshýrt minnir mig á þig. Allar minningar um Guðrúnu Finnbogadóttur frá Fögrubrekku eru bjartar og fagrar. Ég vil þakka þeim hjónum Sigriði og Páli, hve vel þau bjuggu að foreldrum og tengdaforeldrum slnum. Slfk um- hyggja og nákvæmni er sérstök og ómetanleg. Sú ianga og mikla hjúkrun sem Halldór naut á heimili þeirra svo árum skipti, er aðeins framkvæman- leg, ef kærleikur og fórnarlund er fyrir hendi. Enn fremur vil ég þakka þeim hjónunum fyrir þann hlýhug og vináttu þeirra, sem ég naut hvert sinn er ég kom á heimili þeirra að Lönguhlið 19, en þangað kom ég oft meðan Halldór liföi. Ég fann þaö glöggt, að þar var ég velkominn. Ég vil votta þér, Sigriður Halldórsdóttir, og manni þinum, Páli Axelssyni, og börnum ykkar dýpstu samúö mina. Brandur Búason t Sælir, þeir sem hógvært hjarta, hafa I lfking frelsarans, þeir sem helzt með hógværð skarta hlutdeild fá f arfleifð hans. Gunna amma er dáin, en þó er svo erfitt aö trúa þvi. — Hún var fædd á Fjarðarhorni I Hrútafirði, þann 8. mai 1899, og var dóttir hjónanna, Sigriðar ólafsdóttur og Finnboga Jakobssonar. Tveggja ára að aldri fluttist hún ásamt foreldr- um sinum og systrum að Fögru- brekku. Þann 6. júli 1922 giftist hún Halldóri Ólafssyni frá Kolbeinsá, og bjuggu þau á Fögrubrekku. Skömmu seinna tóku þau föður minn Jóhann Valdimar Guðmundsson, I fóstur ársgamlan. Nokkrum árum siö- ar eignuðust þau dóttur sem skfrö var Finnboga Sigriöur og var hún jafn- framt eina barn þeirra. 14 Ario 1944 létu þau af búskap á Fögrubrekku, og fluttust til Borðeyr- ar, en þaðan til Reykjavikur árið 1947, til Sigriöar dóttur sinnar og tengda- sonar, Páls Axelssonar. Hjá þeim hjónum og þremur börnum þeirra, bjuggu þau til æviloka. Gunna amma var alla tið lifsglöð, hógvær og rólynd. Enda sást það bezt I veikindum Dóra afa, á hverju sem gekk var hún alltaf jafn sterk og dug- leg. Hún missti mann sinn þann 10. september árið 1972, sem eftir langt veikindastriö fékk loksins hvildina. A siastliðnu ári fór hún að finna til þess sjúkdóms sem að lokum leiddi hana til dauða. Þótti það bæði mér og öðrum ömurlegt að horfa á þessa hraustu og sterku konu, sem Gunna amma hafði alltaf verið,hraka svona dag frá degi. Að morgni þess 20. desember var okkur sagt að hún væri dáin. Ég biö Guð að varðveita minningu hennar um alla eilifð. Við viljum votta dóttur hennar, tengdasyni og barnabörnum okkar dýpstu samúð. Ef ég dey á undan þér, eftir runnið skeiðið. Fram til grafar fylgdu mér, en felldu ei tár við leiðið. —G.G.— Fyrir mina hönd, foreldra minna og systkina: Guðrún Jóhannsdóttir. t 1 desember sl. var jarðsett frá Foss- vogskirkju, Guðrún Finnbogadóttir frá Fögrubrekku f. Hrútafirði. Guðrún var fædd á Fjarðarhorni i Hrútafirði, en ólst upp á Fögrubrekku hjá foreldrum sinum, sem þar bjuggu, ásamt systrum sinum tveimur og þremur fóstursystrum. Arið 1922 giftist Guðrún Halidóri Olafssyni frá Kolbeinsá I Hrútafirði, og bjuggu þau á Fögrubrekku til árs- ins 1944, þar til Halldór missti heilsuna og þau urðu að bregða búskap. Flutt- ust þau þá til Borðeyrar um tima, en árið 1947 fluttu þau til Reykjavíkur og áttu þar heima siðan. Héldu þau Guðrún og Halldór þar heimili I félagi við einkadóttur sina og tengdason, og hygg ég, að samhugurinn og samheldnin á þvi heimili hafi verið meö eindæmum, og umhyggja og til- iitssemi ungu hjónanná I garð hinna eldri einstök. Mann sinn mistti Guðrún árið 1972 og hafði hann átt viö van- heilsu að striða um margra ára skeið. Þau Guðrún og Halldór ólu upp einn fósturson, Jóhann Valdimar, strætis- vagnsstjóra i Reykjavik, og held ég að megi fullyrða, að hann og fjölskylda hans hafi litið á Guðrúnu sem móður og ömmu og borið til hennar hlýjan ástúðlegan hug. Fyrir hálfu öðru ári tók Guðrún að kenna þess sjúkdóms, sem að lokum dró hana til dauða. Veik indum sinum tók hún með þvi æðru- leysi og rólyndi, sem jafnan hafði fylgt henni, á hverju sem gekk I lifi hennar. Þetta er I örstuttu máli æviferilssaga Guðrúnar heitinnar. Hún var ein af þessum hógværu manneskjum, sem inna sitt starf af hendi i kyrrþey og af trúmennsku. Ég hygg hún hafi verið óframfærin að eðlisfari, en i hópi góðra vina og kunningja var hún glöð og reif. Mér er i barnsminni, hvað mér fannst Guðrún tiguleg kona, þegar hún hafði iklæðzt islenzkum búningi, spari- klæðnaði kvenna i þá daga, og sá tiguleiki fylgdi henni jafnan i minum augum. Ég var oft gestur á heimili hennar, bæði norður i Hrútafirði og hér syðra, og þar var gott að koma. Það var ekki hvað sizt þessi hljóðláta, fals- lausa alúð húsmóðurinnar, sem geröi manni viðdvölina notalega. Nánustu ástvinum Guðrúnar heit- innar votta ég innilegustu samúð mina. Blessuð sé minning hennar. B.G. Jón Eyjólfsson í tilefni jólanna og áramótanna minnumst við með þakklæti tryggðar Jóns Eyjólfssonar við dr. Victor Urbanic og eftirlifandi fjölskyldu hans i mörg ár. Dr. Melitta Urbancic. islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.