Íslendingaþættir Tímans - 01.02.1975, Side 15

Íslendingaþættir Tímans - 01.02.1975, Side 15
Brynjólfur Björnsson prentari Alþýfiublaöiö hefur átt því láni að fagna að hafa notið starfa góðra og trúrra manna. Einn þessara manna var Brynjólfur Björnsson , prentari sem borinn var til grafar í gær. Brynjólfur hóf kornungur störf hjá Al- þýðublaðinu og starfaði þar svo um áratuga skeið. Er hann einn af þremur sem lengstan starfsaldur eiga við Al- þýðublaðið, en auk Brynjólfs eru það þau Meyvant Hallgrimsson prentari, og Ingibjörg Sigurðarsdóttir. Brynjólfur var traustur og góður starfsmaður og mikill Alþýðublaðs- maöur. Alþýöublaðið á honum margt gott upp að inna. Hann var triir og skyldurækinn og bar jafnan hag blaðs- ins og jafnaðarstefnunnar fyrir brjósti. NU er Brynjólfur kvaddur. Alþýðu- blaðið og samstarfsfólk hans þar þakkar honum góða viðkynningu og gott samstarf. Fyrir hönd blaðsins og samstarfsmanna Brynjólfs, þar, votta ég konu hans, börnum og öðrum ætt- ingjum samúðarkveðjur. SB t Prentarastéttin hefur það sérstæða þlutverk að festa á pappír hugmyndir og hugsmlðar mannanna, bæði til dreifingar og varðveizlu. Þetta á jafnt við um verk snillinganna, sem i ró og næði geta lesið tlu prófarkir, og fram- leiöslu dagblaðanna, þar sem blaða- menn stóðu I prentsmiðjunum við hlið prentaranna, er þeir gengu frá síðum I kapphlaupi um útkomu. Sföara tilvikið átti sannarlega við Alþýðublaðið fyrir tæplega fjórum áratugum, er ég kynntist Brynjólfi Björnssyni fyrst I ys og þys, en allt snerist um aö koma blaðinu ,,á göt- una” á undan Vísi. Brynjólfur er nú látinn fyrir aldur fram, og þykir manni höggvið óþægi- lega nærri, er svo til jafnaldra starfs- félagi hverfur skyndilega af sjónar- sviöinu. Brynjólfur byrjaði sem sendill á Al- þýöublaðinu, en hóf síðan prentnám I islendingaþættir smiöju blaðsins, starfaði þar áfram fullnuma, fluttist úr handsetningu að setjaravél og hélt tryggð við blaðið, þar til gamla prentsmiöjan okkar varð aö vlkja fyrir hinni nýju offsetttækni. Hann var afburðagóður starfsmaður, trúr og dyggur, og mikill afkasta- maöur, þegar á reyndi. Hvað sem á gekk, var hann rólegur og brosandi. Það var gaman að ræða við Brynjólf um landsins gagn og málefni, þegar blaðið var komiö í pressuna eða annað smáhlé varð til dæmis I kaffistofunni. Hann var frá upphafi dyggur stuðningsmaður jafnaðarstefnunnar og Alþýðuflokksins, áhugasamur um framgang stefnu og flokks, og góður liösmaöur I sinu gamla og trausta stéttarfélagi. Það er sárt að kveðja Brynjólf, en eigi má sköpum renna. Alþýðublaðið þakkar honum langt og gott starf og mikla tryggð, og Alþýðuflokkurinn þakkar traust hans og stuðning. Við vottum fjölskyldu hans dýpstu samúð. Benedikt Gröndal. t Þegar Alþýöuhús Reykjavlkur reis af grunni hérna við Hverfisgötuna I mai 1936 flutti Alþýðuprentsmiðjan, aftur inn I það nýja húsnæði, sem henni var þar ætlað — og þar mun Brynjólfur Kristinn Björnsson, prentari, sem lést s.l. nýársdag hafa byrjað að læra prentiðn. Nokkru áður hafði hann gerst sendisveinn á rit- stjórn Alþýðublaðsins og mun það hafa veriö fyrir tilstilli Finnboga Rúts Valdimarssonar, ritstjóra þá, sem Brynjólfur hóf nám sitt. Þvi lauk hann seintá árinu 1940 og vann næsta óslitið sem vélsetjari þar til fyrfr nokkrum árum, að hann réðst í Rikisprent- smiðjuna Gutenberg og vann þar siðan meðan heilsan leyfði. Var hann þvi um 35 ára skeið starfsmaður Alþýðublaðs- ins af þeim tæpu 40 árum, sem hann þjóriaði prentlistinni. Brynjólfur Björnsson var fæddur i Hafnarfirði 29 des. 1917. Hann var son- ur Björns Jónssonar frá Iðu I Biskups- tungum og konu hans Guðrúnar Brynjólfsdóttur frá Kaldbak I Hruna- mannahreppi. Arið 1942 kvæntist Brynjólfur eftir- lifandi konu sinni, Kristjönu Franklinsdóttur, og eignuðust þau sex börn, nú öll uppkomin, og auk þess munu þau hjón hafa aliö upp fóstur- dóttur. Ég, sem þessar linur rita, var ekki kunnugur heimili Brynjólfs, en ég var starfsfélagihans um 35 ára skeið. Fyr- irtæpum þrjátiu árum réöust þau hjón I að byggja sér ibúðarhús eins og svo margur fyrr og siðar. Húsið byggðu þau á Kársnesi i Kópavogi og reis það af grunni fyrr en varði, þótt skotsilfrið væri litið, þörfin brýn og atorkan og dugnaðurinn nægur. Þetta er i fáum orðum saga Brynjólfs. Hún er saga fjölmargra annarra, sem með dugnaði og reglu- semi komast af og vel það, sjá siöan góðan ávöxt iðju sinnar, stundum slitnir fyrir aldur fram. Ég á margar góðar endurminningar um Brynjólf, sem vinnufélaga — mann hinn drengi- legasta á alla lund, iðinn og atorku- saman sem telst til kosta þegar um er að ræða seinunna vinnu eins og setning við dagblað var þá. Ég sá Brynjólf á s.l. sumri er hann kom hvatur og sporléttur þar að, sem ég málaði við hús mitt og við töluðum saman stutta stund, grunlausir um, að það væru siðustu samfundir okkar. Ég þakka Brynjólfi liðnar stundir i hinu sameiginlega starfi okkar og striti fyr- ir Alþýðublaðið um langt skeið. Meyvant Hallgrimsson 15

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.