Íslendingaþættir Tímans - 01.02.1975, Blaðsíða 9

Íslendingaþættir Tímans - 01.02.1975, Blaðsíða 9
þeirra. Sjálfsagt hefur hana einhvern tina langað að sjá önnur lönd, eins og er um flesta Islendinga, en hefur farið dult. Börn og bú gáfu ekki tækifæri til þess. Hún hafði ánægju af dvölinni i Sviþjóð. En nokkuð fljótt gerði lasleiki vart við sig eftir að hún missti mann sinn. Og sést það oft, að sorg veikir mótstöðuafl. Það var mikill sjónarsviptir i sveitinni að Búrfellsbændunum, sem bjuggu þar alla tið i góðu tvibýli. Þeir voru jarðsungnir með hálfsmánaðar millibili. Óvenju ástrik voru fjöl- skyldubönd i heimilum þeirra bræðra. Gestrisni og gleði rikti á þessum heimilum. Og falleg voru orð Böðvars Pálssonar um Halldór frænda sinn. Hann minntist á, hvað gott hefði alltaf verið fyrir börn að mæta honum. Fjöl- skylduböndin urðu sterk vegna þess að þarna var frá upphafi lögð rækt við börnin. Og voru lika sterkir stofnar i ættum. Margar fagrar minningar eigum við hjónin frá viðkynningu við Búrfells- hjónin. Páll var skapgreindur maður, og var hún einnig mjög greind kona og skynsöm. Hún var i allri sinni hljóðu ferð einstakur vinur og uppörvunar- maður prestsins. Og voru þau það bæði. Hljóðlega nálgast mig ástrik minnig húsfreyjunnar góðu, Laufeyjar á Búrfelli. Einu sinni sagði hún mér, að hún hefði verið i Reykjavik með pabba sinum, þá 6 eða 7 ára barn. Hann kom með hana i hús og bað hús- freyju að geyma fyrir sig barnið, þvi að hann þurfti mörgum erindum að sinna viðsvegar. Eitthvert hik kom á konuna. Þá segir Böðvar og horfði ástrikt á Laufeyju: „Þetta er nú uppáhaldið mitt.” Litla stúlkan úr stóra barnahópnum varð svo hrifin af þessum orðum föður sins, að hún sættist alveg á að biða. Og fhennar hljóðu og djúpu sál i innileika hjartans geymdust þessi orð hans pabba, lýstu henni og vermdu hana. Ég man hvað hún brosti yndislega, þegar hún sagði mér þetta. Það minnir mig einnig á hennar ljúfu kyrrlátu gerð, að hún sagði mér að afar fingerð °g hæg rigning i kyrru veðri, væri úppáhalds veður sitt. En ég held, að hún hafi aldrei sagt mér, að hún kynni úð leika á orgel. — Systir hennar sagði mér, að hún hefði oft sést við orgelið, ef hún var ein I bænum og þá leikið lög fyrir sig eina, máske lika fyrir börn, sem voru i bænum. Hún var afar söng- elsk og vissi mikið um tónverk og tónskáld. öll hennar handaverk og húsbúnaður báru verki alúðarinnar með smekkvisi. Þá var sárt að sjá, hve mikið þjáningarstrið hún háði til þess að •slendingaþættir deyja. En andlegur styrkur hennar var mikill. Hún var trúuð kona og elskuleg móðir og húsmóðir. En Guð gaf henni hægt andlát eftir þjáningarnir. „Eins og litill lækur ljúki sinu hjali.” Margar fagrar endurminningar eig- upi við hjónin frá Búrfellskirkju, frá guðsþjónustunni þar, bæði á vori, sumrum og vetrum. Og frá heimilis- hátiðum, fermingum og brúðkaups- dögum. Og þá einnig frá stórhátiðum kirkjunnar, og frá hinni almennu messu. A þeim góðu dögum var gleðirikt að mæta þeim hjónum. Ávallt mun klukknahljómur krikjunnar minna okkur á þau og meðhjálparans bæn, hans fagra flutning. Fagurt veður og alkyrt mun ávallt minna mig á hana, þegar vötn spegla himinninn I tæru skyggni eða þegar hljóðar daggir drjúpa. Og ég, ef lifi, mun minnast þeirra hjóna á fögru vori eða sumri i blómstrandi byggð. „Þegar jörðin undir döggvum glóir græn.” Megi blessun Guðs vera yfir af- komendum þessara farsælu mann- dómsmanna, sem fóru svo vel með hans fegurstu gjafir, sin efnilegu börn. Og minntust þess, að börnunum heyrir Guðsriki til. Sá ég vindana sverfa sumarlaufin af trjánum. Standast þó alla storma stjörnur á himins tjaldi. Rósa B. Blöndals. t Hinn 6. nóv. s.l. lézt í Landspitalan- um I Reykjavik Laufey Böðvarsdóttir húsfreyja á Búrfelli í Grimsnesi, eftir langa og mjög erfiða sjúkdómslegu. Með henni er gengin mæt mannkosta- kona. Laufey var fædd að útey i Laugar- dal 24. nóv. 1905. Foreldrar hennar voru hin merku og vfðkunnu hjón Böðvar hreppstjóri Magnússon og kona hans Ingunn Eyjólfsdóttir. Börn þeirra hjóna voru tólf er komust til aldurs, ellefu dætur og einn sonur, Magnús hreppstjóri á Laugarvatni, sem látinn er fyrir þremur árum, og nú hefur Laufey verið kvödd af þess- um heimi, fyrst þeirra systra. Þegar Laufey var á öðru ári, fluttust foreldrar hennar að Laugarvatni, þar sem þau ráku siðan bú með mikilli rausn um áratugi. Þar ólst hún upp og dvaldi fram um tvitugsaldur, að þvi undanskildu að veturinn 1927-1928 var hún við nám i kvennaskólanum á Blönduósi, en um vorið vann hún i gróðrarstöðinni á Akureyri og um sumarið i kaupavinnu i Eyjafirði. Á Laugarvatni rikti mikil eining og ástriki milli foreldra og barna. Og þó að systkinunum væri haldið að vinnu eftir þvi sem kraftar þeirra leyfðu, sem þá var venja, þá gáfust þeim næg- ar stundir til leikja og skemmtana. Þau voru söngvin i bezta lagi, svo og foreldrar þeirra, og léku sum þeirra á hljóðfæri. Það var þvi oft tekið lagið á Laugarvatni á þeim árum, og gladdi það og göfgaði hugi þeirrar æsku, er þar var þátttakandi. Þar var bóka- kostur meiri og betri en algengt var á þeim tima og ljóð aldamótaskáldanna lesin og lærð. Vandalaust vinnufólk var þar jafnan og sumt svo árum skipti. Mun yfirleitt hafa verið litið á það sem fjölskyldumeðlimi. Hér hafa verið dregnir upp fáir drættir I mynd af Laugarvatnsheimil- inu á æskuárum Laufeyjar og systkina hennar. Úr þeim jarðvegi var hún vax- in og þar mótaðist hún til hins látlausa glæsileika og góðvildar, er einkenndi lif hennar og alla framkomu til hinztu stundar. Hinn 1. des. 1928 giftist Laufey Páli Diðrikssyni bónda á Búrfelli. Gerðu þau þann garð frægan I meira en fjóra áratugi. Ekki munu þau hjón hafa ver- ið lik að eðlisfari, en þrátt fyrir það var hjónaband þeirra til fyrirmyndar, byggt á gagnkvæmri virðingu og ástúð. Páll var ágætur bóndi og hafði lengst af forystu i málefnum sveitar sinnar. Auk þess vann hann mikið að félagsmálum bænda innan héraðs og utan. Hann lézt i júnl 1972. Eftir að Laufey fluttist að Búrfelli kom fljótt i ljós, að hin unga húsfreyja mundi skapa þar gott heimili, er yrði meðal hinna fremstu að myndarskap og hibýlaprýði. Sú varð og raunin. Sveitungi hennar sagði eitt sinn: „Sem húsfreyju tel ég Laufeyju á Búrfelli vera sóma stéttar sinnar.” Það munu fleiri viljað hafa sagt. Hin mikla gest- risni þeirra hjóna var alkunn og ánægjulegar samræður og hlýlegt við- mót, er gestir nutu á heimili þeirra, gleymist ekki. Svipmót heimilisins bar vott um hugkvæmni og snyrti- mennsku. En öðru fremur geymist þó mynd húsfreyjunnar vegna hógværrar framkomu hennar og göfugmcnnsku, er lýsti svo vel þeim manni, er hún hafði að geyma. Ég held, að öllum hafi liðið vel i návist hennar. A Búrfelli dvöldu unglingar oft lengri eða skemmri tima. Tengdust þeir heimil- inu traustum vináttuböndum, er ekki hafa brostið, og ber það fagurt vitni um þann heimilisbrag er þar rikti. 9

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.