NT - 07.06.1984, Blaðsíða 9

NT - 07.06.1984, Blaðsíða 9
w Fimmtudagur 7. júní 1984 9 Ábendingar um: Standandi vinnu ■ í dag hefurjgöngu sína í NT nýr þáttur sem er liður í þjónustu blaðsins við lesendur. Abendingar iðjuþjálfa um vinnustellingar og vinnutækni. Hér eru á ferðinni heilræði er varða heilsu fólks. Fyrir voru í blaðinu þættir þar sem svarað var spurningum um lögfræðileg efni og um sálar- og geðlæknisfræði. Björk Pálsdóttir iðjuþjálfi mun sjá um þennan nýja þátt, en starfstellingar og vinnutækni eru einmitt meðal þess sem iðjuþjálfar fást við. Ætlunin er að þættir Bjarkar birtist vikulega í NT á fimmtudögum. I fyrsta þættinum gefur hún ábendingar þeim sem standa við vinnu sína. Síðar verða ábendingar til þeirra sem sitja við vinnu, fjallað um stóla, vinnuborð, hvOdarstöðu o.s.frv. Ónóg þekking Flestir þekkja eitthvað til álagssjúk- dóma eins og t.d. vöðvabólgu, bakverkja, brjóskloss, æðahnúta og streitu. Þeir geta m.a. stafað af: - ónógri þekkingu okkar á starfsemi líkamans, - ónógri þekkingu á starfstellingum, - viðhorfi okkar til vinnu og vinnuum- hverfis, - vinnuaðstæðum. Það er mikilvægt að við vitum hvernig beita má líkamanum, þannig að vinnan verði sem léttust og komið verði í veg fyrir óþarfa álag og slit. Með því að beita þessari þekkingu verðum við hraustari, vinnuhæfni eykst og veikindadögum fækkar. Þannig getur þekking á orsökum álagssjúkdóma dregið úr kostnaði bæði fyrir einstaklinginn og þjóðfélagið. Best er ef hægt er að komast hjá því að vinna standandi, vegna þess að það er erfiðasta starfstelling okkar. Standandi vinna getur þó verið nauðsynleg: - þegar mikilla krafta er þörf, - þegar þarf að teygja sig yfir stórt svæði, - þegar þarf að hreyfa sig mikið við vinnuna, - þegar vinnan krefst mikils sjónsviðs. Helstu atriði sem vert er að hafa í huga við standandi vinnu: 1. Góð líkamsstaða (mynd 1) er undir- staða réttrar líkamsbeitingar. Hún er þegar: - hæfilegt bil er milli fótanna, - þunginn hvílir jafnt á báðum fótum, - liðir eru í miðstöðu (ökklar, hné og mjaðmir). eðlilegar sveigjur hryggjar haldast og axlir og handleggir eru slakir, - lóðlína er gegnum eyra, öxl, mjöðm, hné og aðeins framanvert við ökklalið. Þannir ber líkaminn þunga sinn með minnstu álagi á vöðva. Ef þyngdarpunkt- ur líkamans fer út fyrir þessa línu þurfum við að spenna vöðva til að halda jafnvægi. Þá verða sum liðamót ekki í miðstöðu, sem veldur auknu álagi á liðbrjósk og liðbönd. 2. Hreyfivinna felur í sér að slökun og spenna verður til skiptis í vöðvum og liðamót hreyfast. Dæmi um hreyfivinnu er þegar gengið er og höndum er sveiflað til skiptis fram og aftur, þ.e. stöðug hreyfing er á fótum og höndum. Hreyfi- vinnu ættu allir að temja sér. Hún örvar blóðrás. Við spennu hjálpa vöðvar blóð- rásinni að dæla út súrefnislausu blóði með úrgangsefnum frá vöðvunum. Við slökunina streymir nýtt blóð með næring- arefnum og súrefni um vöðvana. Með hreyfivinnu er hægt að vinna lengur án þess að þreytast, ef unnið er á skynsamlegum hraða. Stöðuvinnu er áríðandi að forðast, en þá er langvarandi spennu haldið í vöðv- unum og þeir læsa liðamótin í ákveðna stöðu. Vöðvarnir þreytast og verða aum- ir, og þetta getur leitt til vöðvabólgu, sem einkennist af þykkum og aumum hnútum í vöðvunum (úrgangsefni komast ekki leiðar sinnar). Langvarandi stöður auka hættu á bólgum í fótum, þess vegna er nauðsyn- síðarnefnda er betur aðlöguð að mannin- um vegna þess að það þarf ekki að bogra við hana. Lagfæra má þvottavélina með hliðarlokinu með því að byggja undir hana. Á myndinni eru sýndar borðhæðir við mismunandi tegundir standandi vinnu. 5. Vinnusvæði má ekki vera svo stórt að það þurfi að bogra eða teygja sig. Þau tæki/verkefni sem oftast eru notuð þurfa að vera sem næst líkamanum, (mynd 4). Æskilegt er að sökkull í innréttingu/tæki sé inndreginn svo hægt sé að standa sem næst viðfangsefninu. Þar sem pláss er getur verið gott að hafa fótskemil fyrir framan sig, til að stíga á til skiptis með hægri og vinstri fæti til að breyta um stellingu í hnjám og mjöðmum öðru hvoru. 6. Þægilegur klæðnaður sem ekki hindrar hreyfingar er heppilegastur. Skór skipta miklu máli við standandi vinnu. Steingólf cm karlar 100- cm konur 95- Borðhæð miðuð við olnbogahæð (mæld í cm fyrir ofan/ neðan olnboga- hæð). Nákvæmis- vinna Lett vinna Erfiðis- vinna Mynd 3 ■ Myndl eða leirflísar eru meira þreytandi en gólf klætt tré, gólfdúk eða teppi. Því eru þykkir og mjúkir skósólar heppilegir við standandi vinnu á steingólfi eða leirflís- um. 7. Taka þarf tillit til annarra atriða í umhverfinu s.s. hávaða, Ijóss, hitastigs, titrings o.fl. 8. Munið: - veljið þá byrjunarstöðu, sem veitir minnsta álag á liðamót og vöðva. - vinnið eins nærri þyngdarlínu líkamans og kostur er. - notiðeigin líkamsþungaog„sveifluna“ við þunga erfiðisvinnu. - vinnið, eftir því sem hægt er með liðamót í miðstöðu. - vinnið hreyfivinnu eftir því sem hægt er. - deilið erfiðri vinnu á fleiri vöðva og liðamót. - vinnið taktfast og með jöfnum hraða. - hvílið oft. ákhjívg Ábend- ingar um starfstell ingar og vinnu- tækni. Eftir Björk Pálsdótt- ur iðju- þjálfa -W------W— Hliðar- (j H hreyfing Breiðstaða 1 OFrara-aftur- ! hreyfing Gangstaða ■ Mynd 2 legt að hreyfa fæturna svo blóðrásin starfi. 3. Standa skal ýmist í breið- eða gang- stöðu, (mynd 2) eftir því hvort vinnan fer fram í hliðar eða fram-aftur hreyfingum. Látið þungann hvíla jafnt á báðum fótum eða flytjið þungann til skiptist á hægri og vinstri fót í takt við vinnuna í fjaðrandi hreyfingum. Sveigjur hryggjar haldast eðlilegar og varast skal snúning á hrygg, en snúa um fætur ef snúningur er nauðsynlegur. Dæmi um vinnu í gangstöðu er t.d. að ryksuga og saga, og í breiðstöðu, að strauja og þvo glugga. 4. Hæð vinnuborðs (mynd 3) miðast við hæð hins vinnandi manns og við tegund vinnunnar. Mikilvægt er að vinnutæki sé aðlagað að hverjum starfsmanni. Sem dæmi má taka þvottavél með hliðarloki og hins vegar vél með loki að ofan. Sú Glæsilequr qististaöur í fiúbæru umhverfi Nú er Bifröst í Borgarfirði orðin hótel á nýjan leik, sem búið er öllum þeim þægindum sem ferðamaður vill njóta á góðum gististað. • Gisting allt frá einni nótt til margra vikna. • Allar veitingar; vandaður matur, meðlæti og drykkir í sérflokki. Eins, 2ja og 3ja manna herbergi Útivistarsvæði - knattspyrnuvöllur Guf ubað - Ljósalampi Bókasafn • Einstök náttúrufegurð - óteljandi gönguleiðir Leitið upplýsinga og gerið pantanir á Hótel Bifröst og hjá Samvinnuferðum-Landsýn. Samvinnuferdir-Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 Borgarfirði Sími 93-5000 ■ Mynd 4

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.