NT - 07.06.1984, Page 26

NT - 07.06.1984, Page 26
■ Liðin sem taka þátt í Evrópukeppninni í knattspyrnu eru nú byrjuð að streyma til Parísar og hefja lokaundirbúning fyrir keppnina, sem hefst þann 12. júní. Hér eru leikmenn v-þýska landsliðsins við komuna til Parísar með Karl Heinz Rummenigge í fararbroddi símamvnd polfoto Meistaramót Islands í frjálsum íþróttum Bryndís setti ■ Meistaramót íslands í frjálsum íþróttum fór fram í Laugardalnum í fyrrakvöld. Bryndís Hólm setti nýtt ís- landsmet í sjöþraut, hún hlaut alls 5200 stig. Fyrra metið átti Helga Halldórsdóttir KR 5025 stig. Arangur Bryndísar í ein- stökum greinum var sem hér segir: 100 m grindahlaup 15,4 sek. Hástökk 164 m. Kúluvarp 9,36 m. 200 m hlaup 26,2. Langstökk 5,73 m. Spjótkast 43,00 m. 800 m hlaup 2:30,1 mín. Önnur í sjöþrautinni varð Birgitta Guðjónsdóttir HSK með 4444 stig, sem er nýtt Skarphéðinsmet. Þriðja varð Svanhildur Kristjánsdóttir UBK með 3902 stig, sem er nýtt Kópavogsmet. Þá fór fram 10 km hlaup og sigurvegari í því varð Ágúst Þorsteinsson UMSB, á 32:37.5 mín. Steinar Friðgeirsson ÍR varð annar á 33:05.4 mín. og fyrsti hluti: met þriðji varð Garðar Sigurðsson ÍR á 33:56.8 mín. í hlaupinu setti Björn Pétursson FH nýtt piltamet, en hann varð 6. í hlaupinu á 36:57.2 mín. í 300 m hlaupi kvenna sigraði Súsanna Helgadóttir FH á 11:04.1 mín, önnur varð Rakel Gylfadóttir FH á 11:06 mín. Á mánudagskvöld fór fram 4x800 m boðhlaup karla. í fyrsta sæti varð sveit ÍR á 8:12.4 mín, sveit FH varð í öðru sæti á 8:35.2 mín. Keppni í tugþraut var háð í fyrrakvöld. Sigurvegari varð Gísli Sigurðsson ÍR með 7178 stig, annar varð Þorsteinn Þórs- son með 6441 stig, þriðji Jón B. Guðmundsson HSK 5262 stig og fjórði varð Óðinn Guð- björnsson með 5145 stig. Árangur Gísla varð þessi í einstökum greinum: 100 m hlaup 11,2 sek. Langstökk 6,83 m. Spjótkast 51,20 m. 1500 m hlaup 4:53,7 mín. Kúluvarp 12,94 m. Stangarstökk 4,20 m. Hástökk 1,85 m. 400 m hlaup 51,6 sek. 110 m. grindahlaup 15,00 sek. og kringlukast 41,54 Kvennabolti í ■ f kvöld vcrða fjölmargir lcikir bæði í fyrstu og annarri dcild kvcnna og má búast við að víða verði fjör. Stóri leikurinn í kvöld er þó viðureign Breiðabliks og Akraness sem hefst kl. 20:00 á Kópavogsvelli. Þessi lið hafa staðið nokkuð uppúr í kvenna- knattspyrnunni til þessa og viður- eignir þeirra ávaUt verið all fjörugar. Annars verða eftirtaldir leikir í kvöld: 1. deild A-riðill Kópavogsv. UBK-ÍA Valsvöllur Valur-ÍBf Víkingsv. Víkingur-KR 2. deild A-riðill Garðsv. Víðir-Fylkir Grindavíkurv. Grindavík-Fram Kaplakrikav. FH-Haukar B-riðiO Hveragerðisv. Hveragerði-Selfoss ÍR-völlur (R-Afturelding Keflavíkurv. fBK-Stjarnan Allir leikirnir hefjast kl. 20:00 Tjaldvagnar - Hjólhýsi Höfum til sýnis og sölu nýja og notaða tjaldvagna og hjólhýsi ásamt dráttarbeislum fyrir flestar tegundir bifreiða. Sýningarsalurinn Orlof Bíldshöfða 8. Sími 81944 Opið: kl. 13-18 Föstudag kl. 9-19 Laugardag kl. 9-18 Fimmtudagur 7. júní 1984 26 Iþróttir Auðvitað Ítalía! I ■ ftalir segja að framlag I þeirra til knattspyrnuíþróttar- innar á undanförnum árum geri land þeirra að sjálfsögðum stað til að halda Heimsmeistara- keppnina 1990. Fischeráfram Frá Gísla Á. Gunnlaugssyni frcttamanni NT í V-Þýskalandi: ■ Nú er talið að Klaus Fischer, hinn leikreyndi lcikmaður í FC Köln muni halda áfram sem atvinnumaður í knatt- spyrnu, en Ficher ætlaði sér að leika í áhugamannadeildinni á næsta ári. Fischer hefur leikið rúmlega 450 leiki og skor- að um 230 mörk í Búnd- eslígunni, enda orðinn 34 ára. Hann mun að likind- um fara til bochum, eða Hertha Berlín. „Deildarkeppnin okkar er sú erfiðasta í heimi og fyrir utan Maradona þá eru allir bestu spilarar í heiminum hér á Ítalíu“ sagði Enzo Bearzot þjálfari ítalska landsliðsins. „Við vinnum heimsmeistara- titil og Evrópumót og erum orðnir miðstöð knattspyrnunn- ar í heiminum" bætti Bearzot við. ítalir hafa einu sinni haldið HM en það var árið 1934 og þá sigruðu þeir Tékka í úrslitaleik 2-1. ítalireru núverandi heims- meistarar og þurfa því ekki að spila í undankeppninni fyrir HM í Mexikó 1986 og þar sem þeir halda keppnina 1990 þá sleppa þeir aftur við undan- keppni. „Þetta gæti orðið hættulegt“, sagði formaður ít- alska knattspyrnusambandsins, „við munum aðeins spila æf- ingaleiki auk Evrópukeppninn- ar 1986.“ Haldin víða um boraina Islandsmet Eðvarð hlaut afreks mannabikar SSÍ ■ Eðvarð Þ. Eðvarðsson Njarðvík setti um síðustu helgi nýtt íslandsmet í 100 metra baksundi, er hann sigraði í greininni á Sundmóti Ármanns. Eð- varð synti á 1:03,09 mín. og bætti gamla metið, sem hann átti sjálfur um tæpa eina og hálfa sek- úndu. Eðvarð vann með þessu afreki besta afrek mótsins, og hlaut að launum Afreksbikar Sundsambands íslands, sem veittur er fyrir besta afrek þessa móts. Þetta sund Eðvarðs gaf 655 stig. Óskiljanleg mistök ■ Hreint óskiljanleg mistök urðu í 1. dcildar- kynningu NT í gær, þar sem ruglað var myndum af þeim Þorsteini Ólafs- syni þjálfara íþrótta- félagsins Þórs á Akureyri og Þórarins Jóhannes- sonar leikmanns liðsins. Þeir Þorsteinn og Þór- arinn eru beðnir afsökun- ar á þessum hörmulegu mistökum. ■ íþrótta og leikjanámskeið fyrir börn á aldrinum 6-12 ára hófust á vegum Reykjavíkur- borgar 4. júní og standa til 21. júní. Kennsla fyrir 6-9 ára er á morgnana á eftirtöldum stöðum: íþróttasvæði KR við Frostaskjól kl. 9-10.15 Laugar- dalsvelli kl 9-10.15. Leikvelli við Árbæjarskóla kl 9-10.15. Leikvelli við Fellaskóla kl 9- 10.15. Leikvelli við Austurbæj- arskóla kl. 10.30-11.45. Leik- velli við Grímsbæ í Fossvogi kl. 10.30-11.45. Leikvelli við Breiðholtsskóla kl. 10.30-11.45 og leikvelli við Seljaskóla kl. 10.30-11.45. Kennsla 10-12 ára barna fer fram á eftirtöldum stöðum: íþróttasvæði KR við Frosta- skjól kl 13.30-15. Laugardals- velli kl 13.30-15. Leikvelli við Fellaskóla kl 13.30.-15. íþróttavelli við Fellaskóla kl. 13.30-15. og leikvelli við Öldu- selsskóla kl 13.30-15. Átta íþróttakennarar annast kennsluna og námskeiðsgjald er 100 kr. Skráning fer fram í byrjun námskeiðsins á kennslu- stöðunum. Allir krakkar eru að sjálf- sögðu velkomnir á leikjanám- skeið, en á þ im hafa margir af okkar bestu íþróttamönnum og konum stigið sín fyrstu spor á íþróttabrautinni. Þar hafa þau kynnst ýmSum íþróttagreinum og fundið eitthvað sem þau hafa sérstaklega gaman af að iðka. Námskeiðinu lýkur með íþróttamóti á Laugardalsvelli. Þar fer fram keppni í ýmsum greinum og úrslit í knattspyrnu- keppni, en áður hafa svæðin keppt innbyrðis. Á undanförnum árum hafa þáttakendur í námskeiðunum verið um og yfir 1000. Ingi Björn gerði fjögur ■ í umf jöljun um Bikar- keppni KSI í blaðinu í gær var sagt að Ingi Björn Albertsson hefði gert þrjú mörk fyrir FH í leiknum gegn Snæfelli. Hið rétta er að Ingi gerði fjögur mörk og er beðist velvirðingar á þessum mistökum. í öðrum blöð- um var Ingi skráður fyrir fimm mörkum og er hon- um þar eignað sjálfsmark Snæfells. Þannig var að Ingi átti skot í stöng og þaðan fór knötturin í fæt- ur Ólafs Sigurðssonar, miðvarðar Snæfells, og í markið, sjálfsmark. ■ Frakkinn Alain Prost var úrskurðaður sigurvegari í Grand Prix kappakstrinum sem fram fór í Monaco um síðustu helgi. Stöðva varð keppnina vegna rigningar. Hér sést Prost á fleygiferð í bleytunni. Símamynd POLFOTO

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.