Morgunblaðið - 30.03.2005, Síða 2

Morgunblaðið - 30.03.2005, Síða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ALLT AÐ 2.000 FÓRUST Óttast er að hátt í tvö þúsund manns hafi beðið bana í jarðskjálft- anum sem varð á hafsbotni við vest- urströnd Súmötru í Indónesíu í fyrradag. Yfirvöld í Indónesíu hafa lýst yfir neyðarástandi og margar þjóðir hafa þegar heitið þeim fjár- hagsaðstoð. Annan gagnrýndur í skýrslu Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, er gagnrýndur í nýrri skýrslu nefndar sem rann- sakar meinta spillingu og óstjórn í tengslum við áætlunina um sölu á ol- íu frá Írak. Hann er þó ekki sakaður um spillingu í skýrslunni og tals- maður Bandaríkjaforseta sagði að stjórnin í Washington styddi enn Kofi Annan. Fischer framseldur? Ríkislögreglustjóri hefur vísað til dómsmálaráðuneytisins erindi bandarískra yfirvalda þess efnis að þarlend yfirvöld íhugi að fá Bobby Fischer framseldan til Bandaríkj- anna. Barst erindið ríkislög- reglustjóra sama dag og Fischer kom til landsins. Krefjast endurupptöku Og fjarskipti hf. fara fram á end- urupptöku samkeppnisráðs á þeim skilyrðum sem birt voru í síðustu viku. Saka forsvarsmenn fyrirtæk- isins samkeppnisyfirvöld um að hafa ekki gætt jafnræðis. Sumarhús sífellt vinsælli Fasteignasalar finna fyrir aukn- um áhuga á sumarhúsum, kaup og sala á eignum hefur aukist samhliða aukinni eftirspurn eftir íbúðar- húsnæði og auknu aðgengi almenn- ings að lánsfé. Y f i r l i t Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                  ! " #         $         %&' ( )***                        ÍSLENSKI örninn og íslenski fálk- inn eru á lista yfir dýr í útrýming- arhættu, en síðasti hluti reglugerð- ar um verslun með tegundir dýra og plantna í útrýmingarhættu tekur gildi um næstu mánaðamót. Einnig er von á reglugerð um hvali, en sautján hvalategundir eru á listan- um, þar á meðal hrefna. Alþjóðleg verslun með hvalaafurðir verður við ríki sem gert hafa fyrirvara við samninginn, en sérstakt leyfi þarf fyrir þessum útflutningi líkt og á öðrum dýrum sem skilgreind hafa verið í útrýmingarhættu. Ísland er eitt 160 ríkja sem aðild eiga að CITES-samningnum (samn- ingi um alþjóðaverslun með tegund- ir dýra og plantna í útrýmingar- hættu). Ísland á núna sæti í stjórn samningsins. CITES-tegundir eru flokkaðar í þrjá flokka. Í fyrsta við- auka með samningnum eru um 1.000 tegundir dýra og plantna sem eru í útrýmingarhættu. Alþjóðleg verslun með þessar tegundir er bönnuð. Á þessum lista eru t.d. tígr- isdýr, pandabirnir, fálkar og ernir. Í viðauka 2 eru um 32.000 tegundir, þar af um 28.000 plöntutegundir. Verslun með þessar tegundir er heimiluð með því skilyrði að útflutn- ingsleyfi sé gefið út í útflutnings- landinu. Nokkur ríki, þar á meðal Ísland og ríki Evrópusambandsins, krefjast einnig innflutningsleyfis fyrir þessar tegundir. Í þriðja lagi eru um 250 tegundir sem eru vernd- aðar í einstökum ríkjum og aðild- arríkin skuldbinda sig til að aðstoða við að koma í veg fyrir ólöglega verslun með þær. Reglugerð umhverfisráðuneytis- ins um þessi mál tók gildi á síðasta ári, en nú um mánaðamótin tekur gildi sá hluti reglugerðarinnar sem fjallar um inn- og útflutningsleyfi. Þurfa leyfi til að flytja inn pelsa og muni úr fílabeini Að sögn Karls Karlssonar, dýra- læknis á stjórnsýslusviði Umhverf- isstofnunar, verður hér eftir nauð- synlegt að sækja um leyfi til að flytja inn allar afurðir dýra sem skilgreindar eru í útrýmingarhættu. Dæmi um þetta eru pelsar, hamir, hálsmen og munir úr fílabeini. Karl nefnir sem dæmi að sá sem kaupir hálsmen í Grænlandi þar sem not- aðar eru afurðir úr ísbjörnum verði að sækja um leyfi til að flytja það til landsins þrátt fyrir að Grænlend- ingar leyfi ísbjarnarveiðar í tak- mörkuðum mæli. Sautján hvalategundir eru á CIT- ES-listanum, þar af átta í viðauka 1. Hrefna er í viðauka 1 nema Vestur- Grænlandsstofninn sem er skráður í við- auka 2. Ísland gerði á sínum tíma fyrir- vara við þennan hluta samningsins, en það þýðir að hval- ir færast niður um einn flokk. Allar hvalategundir eru því skilgreindar í flokki dýra sem kunna að verða í út- rýmingarhættu ef al- þjóðlegri verslun með þær er ekki stjórnað. Sjávarút- vegsráðuneytið mun gefa út reglu- gerð um þetta efni á næstu dögum. Japanir og Norðmenn munu hafa gert samskonar fyrirvara og Íslend- ingar. Sigurður Þráinsson, deildarstjóri í umhverfisráðuneytinu, segir að þessi fyrirvari færi hvalina niður um einn flokk. Forsenda fyrir því að við getum selt hvalaafurðir sé að aðrar þjóðir hafi einnig gert sams- konar fyrirvara, en það hafi t.d. Norðmenn og Japanir einmitt gert. Nýjar reglur um verslun með dýr í útrýmingarhættu Verslun með hvala- afurðir leyfisskyld Ljósmynd/Sigurður Mar Halldórsson Íslenski fálkinn er á lista yfir dýr í útrýmingarhættu. Morgunblaðið/Ómar Allar hvalategundir eru skilgreindar í flokki dýra sem kunna að verða í út- rýmingarhættu ef alþjóðlegri verslun með þær er ekki stjórnað. ALLIR skólar landsins hefja störf að nýju í dag eftir páskana. Gylfi, Daði og Benedikt eru hressir ellefu ára strákar í Hafnarfirði, sem notuðu vel síðasta dag páskaleyfisins og brunuðu á hjólunum sínum í sund. Hjólað í sund Morgunblaðið/Eyþór UM 70 þúsund manns höfðu skilað skattskýrslu á rafrænu formi í gær. Margir hafa fengið frest til að skila skatt- skýrslu, en embætti ríkis- skattstjóra verður með opinn þjónustusíma út þessa viku til kl. 22 á kvöldin. Þar geta framteljendur fengið svör við spurningum varðandi útfyllingu framtals- ins. Á síðasta ári skiluðu 198.369 framteljendur skatt- framtali á Netinu og 181.523 árið 2003. Yfir 70 þús- und hafa skilað skatt- framtali SÉRBLAÐ Morgunblaðsins um sjávarútveg kemur nú framvegis út á miðvikudögum. Úr verinu kom fyrst út sem sérblað með Morgunblaðinu miðvikudaginn 5. september 1990. Það kom síðan út á miðvikudögum til ársins 2001, er Úr verinu og Viðskiptablað Morg- unblaðsins voru sameinuð í eitt at- vinnuvegablað. Síðustu misserin hefur Úr verinu komið út á fimmtudögum með Viðskiptablaðinu, en hefur nú verið fært yfir á miðvikudaga að nýju. Úr verinu á miðviku- dögum Í dag Sigmund 8 Viðhorf 30 Fréttaskýring 8 Umræðan 24/33 Viðskipti 12/13 Bréf 33 Erlent 16/17 Minningar 34/40 Minn staður 18 Myndasögur 44 Höfuðborgin 19 Dagbók 44/47 Akureyri 20 Staður og stund 46 Suðurnes 20 Leikhús 48 Landið 21 Bíó 50/53 Daglegt líf 23 Ljósvakamiðlar 54 Menning 22 Veður 55 Forystugrein 28 Staksteinar 55 * * * FJÖGUR innbrot í bíla, íbúðarhús- næði og atvinnuhúsnæði voru til- kynnt til lögreglunnar í Reykjavík í gær. Að sögn varðstjóra er útlit fyrir að þau hafi flest verið framin um páskahelgina og að eigendur hafi ekki tilkynnt þau fyrr en í gær enda hafi margir verið í burtu um helgina. Fjögur innbrot tilkynnt HARÐUR árekstur tveggja bíla varð á Rauðarárstíg í Reykjavík um klukkan 14 í gær. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar urðu þó ekki slys á fólki en bíl- arnir skemmdust mikið og voru fluttir á brott með kranabílum. Árekstur á Rauðarárstíg ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.