Morgunblaðið - 30.03.2005, Síða 46

Morgunblaðið - 30.03.2005, Síða 46
46 MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 löngu liðni tím- inn, 8 hárflóki, 9 barefli, 10 kvendýr, 11 skjóða, 13 rifrildi, 15 svínakjöt, 18 ussa, 21 tryllt, 22 nálægð dauðans, 23 hlífum, 24 fagnaði. Lóðrétt | 2 angist, 3 hafna, 4 hárknippis, 5 blóðsugan, 6 ríf, 7 aula, 12 blóm, 14 eiga sér stað, 15 planta, 16 mannsnafn,17 smáseiðið, 18 hrædd, 19 uppgerð veiki, 20 sárt. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 slétt, 4 fúlar, 7 feita, 8 liðug, 9 fól, 11 rauk, 13 krás, 14 ýtinn, 15 flór, 17 átök, 20 enn, 22 styrk, 23 alkar, 24 aftra, 25 glati. Lóðrétt | 1 sefar, 2 élinu, 3 traf, 4 féll, 5 lúður, 6 regns, 10 Óðinn, 12 kýr, 13 kná, 15 fossa, 16 ólykt, 18 tukta, 19 korði, 20 ekla, 21 nagg. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Tónlist Grand Rokk | 5ta herdeildin og Dýrðin kl. 22. Frítt inn. Prikið | Stranger (Hjörvar Hjörleifsson) heldur trúbadortónleika kl. 21.00. Nýtt og áður óflutt efni. Arnar Gísla trymbill og Guðni Finnsson bassaleikari ljá Stranger lið í völdum lögum. Myndlist Gallerí Skuggi | Anna Jóa og Ólöf Odd- geirsdóttir – Mæramerking II. Gallerí Sævars Karls | Magnea Ásmunds- dóttir – „Augnablikið mitt“. Innsetning unnin með blandaðri tækni. Gerðuberg | María Jónsdóttir – Gull- þræðir. Klippimyndir, verk úr muldu grjóti, olíumálverk og fleira í Boganum. Ljós- berahópurinn – Hratt og hömlulaust. Grensáskirkja | Guðbjörg Hákonardóttir (Gugga) sýnir málverk í forsal. Hafnarborg | Jónína Guðnadóttir – lág- myndir og innsetningar í aðalsal. Barbara Westmann – Adam og Eva og Minn- ismyndir frá Vestmannaeyjum. Hallsteinn Sigurðsson er myndhöggvari marsmán- aðar. Hallgrímskirkja | Vignir Jóhannsson – Sólstafir. Hrafnista Hafnarfirði | Gerða Kristín Hammer sýnir akrílmyndir og fleiri list- muni í Menningarsal á fyrstu hæð. Kaffi Sólon | Auður Inga Ingvarsdóttir – form, ljós og skuggar. Listasafn ASÍ | Kristín Sigfríður Garð- arsdóttir – Handleikur. Sigrid Valtingojer – Hörund Jarðar. Listasafn Íslands | Íslensk myndlist 1930-1945 og Rúrí – Archive – end- angered waters. Listasafn Reykjanesbæjar | Erlingur Jónsson og samtímamenn. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Nían – Myndasögumessa. Brynhildur Þorgeirs- dóttir – Myndheimur/Visual World. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Hörður Ágústsson – Yfirlitssýning í vest- ursal. Helgi Hjaltalín Eyjólfsson og Pétur Örn Friðriksson – Markmið XI. Samvinnu- verkefni í miðrými. Yfirlitssýning á verk- um Kjarvals í austursal. Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Bára ljós- myndari – Heitir reitir. Stendur til 22. maí. Safn | Ingólfur Arnarsson – Teikningar. Samsýning listamanna frá Pierogi Gallerí í New York. Thorvaldsen Bar | Ásta Ólafsdóttir – Hugarheimur Ástu. Söfn Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Gljúfra- steinn – opið kl. 10–17. Hljóðleiðsögn um húsið, margmiðlunarsýning um ævi skáldsins og fallegt umhverfi. Sími 5868066 netfang: gljufrasteinn@gljufra- steinn.is. Þjóðmenningarhúsið | Hin fornu handrit geyma einstæðar sögur, kvæði og frá- sagnir sem varpa ljósi á samfélag, trúar- brögð og hugarheim hinna norrænu þjóða í öndverðu. Á meðal sýningargripa eru Konungsbækur Eddukvæða og Snorra Eddu, Flateyjarbók og handrit lagabóka, kristilegra texta og Íslendingasagna. Hall- grímur Pétursson (1614–1674) er skáld mánaðarins í Þjóðmenningarhúsinu. Þjóðminjasafn Íslands | Grunnsýning Þjóðminjasafnsins, Þjóð verður til– menning og samfélag í 1.200 ár. Ómur – Landið og þjóðin í íslenskri hönnun. Ljós- myndasýningarnar Í vesturheimi 1955, ljósmyndir Guðna Þórðarsonar og Íslend- ingar í Riccione, ljósmyndir úr fórum Manfroni-bræðra. Opið kl. 11–17. Fréttir Blóðbankinn | Blóðbankabíllinn verður við Ráðhúsið á Akranesi í dag kl. 9.30–17. Allir velkomnir. Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur | Matar– og fataúthlutun í dag kl. 14–17. Svarað í síma þri.–fim. kl. 11–16. Tekið við fatnaði og öðrum gjöfum þri. og mið. kl 11–16. Netf. mnefnd@mi.is. Fundir AA-samtökin | Uppkomin börn, aðstand- endur og alkóhólistar halda 12-spora fundi öll mánudagskvöld kl. 20–21.30 í Tjarnargötu 20, Rvík. GSA á Íslandi | GSA-fundur kl. 20.30, Tjarnargötu 20. GSA er hópur fólks sem hefur leyst vandamál sín tengd mat. www.gsa.is. Héðinshús | Al-Anon fundir eru alla mið- vikudaga kl. 21. Al-Anon fjölskyldudeild- irnar hafa aðeins einn tilgang: Að hjálpa fjölskyldum og vinum alkóhólista. Til þess að gerast félagi þarf aðeins eitt, að ætt- ingi eða vinur hafi átt eða eigi í vanda vegna alkóhólisma. Samtökin FAS | Samtök foreldra og að- standenda samkynhneigðra funda í kvöld í félagsmiðstöð Samtakanna ’78, Lauga- vegi 3, 4. hæð. Fundurinn hefst kl. 20.30. Umræðunni er um framtíðarsýn foreldra og aðstandenda. Þeir sem hafa þörf fyrir rólega stund og spjall eru velkomnir kl. 20. Krabbameinsfélagið | Stuðningshópur kvenna sem fengið hafa krabbamein í eggjastokka halda rabbfund í húsi Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð 8 í Reykjavík í dag kl. 17. Maður lifandi | Hláturæfingin kl. 17.30. Ásta Valdimarsdóttir og Kristján Helga- son stjórna æfingunni. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir. Málstofur Norræna húsið | Á málstofu Landverndar verður fjallað um orkumálin í alþjóðlegu samhengi. Jóhannes Geir Sigurgeirsson stjórnarformaður Landsvirkjunar og Björgólfur Thorsteinsson stjórnarmaður í Landvernd flytja erindi. Þórunn Svein- bjarnardóttir alþingismaður og Þorkell Helgason orkumálastjóri verða í pallborði. Námskeið Gigtarfélag Íslands | Þriggja kvölda nám- skeið fyrir fólk með vefjagigt hefst í dag kl. 19.30. Læknar, sjúkraþjálfari, iðjuþjálfi og félagsráðgjafi fjalla um sjúkdóminn, einkenni, meðferð, þjálfun og tilfinn- ingalega og félagslega þætti. Skráning á skrifstofu félagsins í s. 530 3600. Gigtarfélag Íslands | Vornámskeið hóp- þjálfunar GÍ frá 31. mars til 19. maí. Byrj- endanámskeið fyrir einstaklinga með vefjagigt og jóga fyrir betra bak. Vatns- þjálfun, bakleikfimi karla og leikfimihópar. Skráning á skrifstofu GÍ, Ármúla 5, sími 530 3600. Opið öllum. Krabbameinsfélagið | Reykbindind- isnámskeið Krabbameinsfélags Reykjavík- ur hefst miðvikudaginn 6. apríl. Fjallað verður m.a. um fíkn, nikótínlyf, langvar- andi afleiðingar tóbaksneyslu, og mat- aræði. Þátttakendur hittast sex sinnum á fimm vikna tímabili, að námskeiði loknu er þátttakendum fylgt eftir í eitt ár. Leið- beinandi er Halla Grétarsdóttir, hjúkr- unarfræðingur og fræðslufulltrúi hjá Krabbameinsfélagi Reykjavíkur. Skráning á hallag@krabb.is eða í síma 5401900. www.ljosmyndari.is | Námskeið dagana 4.–5. og 6.–7. apríl kl. 13–17 eða kl. 18–22. Farið verður í helstu stillingar myndavél- arinnar, s.s. ljósop, myndatöku almennt, hvernig setja á myndir á geisladisk og senda í tölvupósti o.fl. Nánari upplýsingar og skráning á www.ljosmyndari.is. Útivist Ferðafélagið Útivist | Á fimmtudögum er farið kl. 18 frá bílastæði við austurenda göngubrúarinnar yfir Kringlumýrarbraut í Fossvogi og gengið vestur með Öskjuhlíð, um Nauthólsvík og út í Skerjafjörð. Allir velkomnir ekkert þátttökugjald. Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is  FRÆÐSLUDEILD Þjóðleikhússins og Símenntunarstöð Kennarahá- skóla Íslands standa fyrir kynningu á móðurskólunum í leiklist, Há- teigsskóla og Hlíðaskóla fimmtu- dagskvöldið 31. mars í Skriðu, sal Kennaraháskólans, kl. 20. „Það er sannfæring okkar í fræðsludeild Þjóðleikhússins, að efla þurfi vægi leiklistarkennslu í íslenska skólakerfinu. Í könnun sem gerð var vorið 2002 á stöðu leiklistar í grunnskólum kom fram að meirihluti kennara hefur áhuga á að nota leiklist í sínu starfi en tel- ur sig ekki hafa þekkingu eða menntun til þess. En einnig kom í ljós að í nokkrum grunnskólum fer fram metnaðarfull og kröftug leik- listarkennsla,“ segir María Páls- dóttir, deildarstjóri fræðsludeildar Þjóðleikhússins. Fræðslumiðstöð Reykjavíkur stendur fyrir Móð- urskóla-verkefni þar sem grunn- skólar geta orðið móðurskólar á ákveðnum sviðum sem sinnt hefur verið af metnaði og áhuga. Hlíða- skóli er móðurskóli í verk- og list- greinum og Háteigsskóli er móð- urskóli í leiklist í skólastarfi. „Með því að standa að kynningu á þessum móðurskólum vonumst við til þess að fleiri kennarar fái innsýn í og áhuga á leiklistinni og fari að fikra sig áfram með aðferð- ir leiklistarinnar. Einnig viljum við auka umræðu um leiklist í skólum og gera allt sem í okkar valdi stendur til að þrýsta á um aukið vægi leiklistar í skólum,“ segir María. Kennarar móðurskólanna munu segja frá leiklistarstarfinu, í tali og leik. Fræðsludeild Þjóðleikhússins mun einnig kynna sína starfsemi í lokin. Þess má geta að með tækni- búnaði KHÍ verður kynningin send beint út á Netinu. Á meðfylgjandi mynd er annar móðurskólanna, Hlíðaskóli. Móðurskólarnir í leiklist kynntir Morgunblaðið/Þorkell FYRRI hluta TÍBRÁR-tónleika Gunnars Kvaran þar sem fluttar verða allar Sellósvítur Bachs hefur verið frestað til laugardagsins 2. apríl kl. 20. Heildarflutningur Gunnars á sellósvítunum fer því fram helgina 2. og 3. apríl 2005 og hefjast tónleikarnir kl. 20 í Salnum báða dagana. Þeir sem þegar hafa fest kaup á aðgöngumiðum eru beðnir að hafa samband við miðasölu Salarins, s. 5 700 400 eða salurinn@salurinn.is Gunnar Kvaran Tónleikum frestað Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Frábær dagur er í vændum. Reyndu að lyfta þér upp ef kostur er. Hrúturinn er einstaklega vinalegur og heillandi um þessar mundir og laðar að sér fólk. Naut (20. apríl - 20. maí)  Metnaðargirni nautsins lætur virkilega á sér kræla fyrir tilstilli framkvæmda- plánetunnar Mars. Nú er í lagi að bera sig eftir því sem þú óskar þér. Þú gætir fengið það sem þú vilt. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Notaðu daginn til þess að vera í fé- lagsskap annarra. Sæktu fundi og við- burði hjá klúbbum og félögum. Einhver vill gera þér greiða eða gefa þér gjöf. Þiggðu það. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú sýnir veröldinni þínar bestu hliðar núna. Notaðu daginn til þess að sann- færa mikilsmetandi aðila um að fylgja þér að málum. Ekki hika við að bera upp tillögur. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Allt sem tengist útgáfu, fjölmiðlun, æðri menntun og ferðalögum gengur vel í dag. Notaðu tækifærið og skipu- leggðu spennandi ferð eða íhugaðu nám. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Aðstæður koma og fara, þannig er lífið. Fólk vill leggja þér lið núna, gefa þér gjafir, gera þér greiða og lána þér hluti. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Sambönd og náin vinátta skiptir þig miklu um þessar mundir. Til allrar hamingju áttu gott með að sýna öðrum ástúð. Þeir gjalda í sömu mynt. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Nú væri ekki úr vegi að fegra vinnuum- hverfi sitt. Hugguleg aðstaða ýtir undir afköst. Vinnan verður gefandi í dag. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Nú er rétti tíminn fyrir partí, gleðskap og skemmtanir með smáfólkinu. Þig langar mest til þess að gera þér daga- mun. Hringdu í vinina og leyfðu þeim að gleðjast með þér. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú nýtur þess að fegra dvalarstað þinn þessa dagana. Bjóddu gestum í heim- sókn og hafðu ánægju af fjöl- skylduboðum. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Kappkostaðu að reyna á þig líkamlega, til dæmis í dag. Spennan safnast fyrir í líkamanum og þú þarft að beina orku þinni í réttan farveg. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Nú er lag að kaupa fallega hluti, til dæmis fyrir sjálfan sig eða ástvini sína. Notaðu tækifærið og reyndu að auka tekjurnar, aðstæður eru hagstæðar. Stjörnuspá Frances Drake Hrútur Afmælisbarn dagsins: Þú býrð yfir skapandi og listrænum hæfi- leikum og ert jafnframt metnaðargjörn persóna. Mistök aftra þér ekki frá því að halda þínu striki. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Úrslitin úr enska boltanum beint í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.