Morgunblaðið - 30.03.2005, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 30.03.2005, Qupperneq 28
28 MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Í MEIRA en áratug hefur Reykjavíkurborg lagt metnað sinn í að bjóða fjölskyldufólki í borginni góða þjónustu á viðráð- anlegu verði. Þar hefur skólastarf ver- ið í forgrunni, hvort- tveggja hið lög- bundna skyldunám sem og leik- skólaganga barnanna í borginni. Sú umbylting hug- arfarsins náði loks til Reykjavík- urborgar þegar borgarbúar fólu Reykjavíkurlist- anum stjórn sinna mála, að farið var að líta á leikskólann sem sjálfsagða þjónustu sem standa ætti öllum til boða. Fram til þess var eingöngu litið svo á að börn einstæðra foreldra og námsmanna ættu almennt að njóta niðurgreiddrar leik- skólagöngu. Rýmin voru of fá, dvalartíminn of stuttur, gjaldið of hátt og innra starfið mátti efla. Jafnréttismál Skorturinn á leikskólarýmum gerði foreldrum og þá í lang- flestum tilvikum mæðrum erfitt fyrir að sækja fram á vinnumark- aði. Þess vegna er öflug leik- skólaþjónusta jafnréttismál. Efl- ing innra starfsins með að fullu komin til framkvæmd Fyrsta skrefið hefur þegar ve stigið, með því að fimm ára bö um hafa staðið til boða þrjár gjaldfrjálsar stundir á dag frá síðastliðið haust. Næstu skref fela í sér að öllum leikskólabö um munu standa tvær gjald- frjálsar stundir frá haustinu 2 og svo tvær til viðbótar haust 2008. Nú þegar hefur verið ge ráð fyrir fé til þessa í þriggja áætlun um rekstur borgarinn Þannig hyggst Reykjavíkurbo áfram vera í farabroddi hvað varðar góða þjónustu við barn fjölskyldur, en það var einmit slíkra verka sem borgarbúar völdu Reykjavíkurlistann til a fara með stjórn borgarinnar o ábyrg fjármálastjórn gerir Reykjavíkurborg kleift að ráð námskrám og aukin þátttaka fag- fólks í leikskólastarfinu var jafn- framt nauðsynleg. Leikskólarnir eru ekki geymslustaðir heldur á að mæta hverju barni á þess eig- in forsendum og eiga foreldrar víða mikinn þátt í því. En sam- tímis er nauðsyn- legt að taka mark á ábendingum eins og þeim sem umboðs- maður barna setti fram í fyrrahaust þegar hún vakti at- hygli á því að um- talsverður fjöldi leikskólabarna dvelur í meira en átta stundir og jafnvel meira en níu stundir á leikskól- anum á dag. Ábyrgð foreldra Leikskólarnir eiga ekki og munu ekki taka við ábyrgð for- eldra á uppeldi barna, en sam- félagið á og getur létt undir með þeim. Foreldrar eiga að geta var- ið lengri tíma með börnum sínum og Reykjavíkurborg hyggst nú leggja sitt lóð á vogarskálarnar í því augnamiði að foreldrar sjái sér fært að vinna skemmri vinnu- dag. Gjaldfrjáls leikskólaganga í sjö stundir á dag á þar að geta vegið þungt. Það munar um 20 þúsund krónur á mánuði í heim- ilisrekstrinum en það er sú upp- hæð sem foreldrum í sambúð sparast í hverjum mánuði þegar áform Reykjavíkurborgar verða Fjölskyldustefna í verki Eftir Steinunni Valdísi Óskarsdóttur ’Það munar um 20þúsund krónur á má uði í heimilisrekstr- inum en það er sú upphæð sem for- eldrum í sambúð spa ast í hverjum mánuð þegar áform Reykja víkurborgar verða a fullu komin til fram- kvæmda.‘ Steinunn Valdís Óskarsdóttir GRUNNNET, BYGGÐASTEFNA OG KÍNAMÚRAR Að undanförnu hafa farið fram tals-verðar umræður um það hvortselja beri grunnnet Landssíma Ís- lands hf. með fyrirtækinu er það verður einkavætt eða hvort grunnnetið verði skilið frá Símanum og verði áfram í eigu ríkisins. Einkum hafa tvenn rök verið færð fyrir því að skilja beri grunnnetið frá Símanum og reka það áfram á vegum rík- isins. Annars vegar eru rök keppinauta Sím- ans, sem telja að Síminn kunni að mis- muna þeim þegar kemur að aðgangi að grunnnetinu; annars vegar afgreiða beiðnir þeirra um aðgang seint og illa, hins vegar að upplýsingar um viðskipti þeirra við grunnnetshluta fyrirtækisins kunni að leka yfir í aðrar deildir þess, þrátt fyrir ákvæði um trúnaðarskyldu starfsmanna, svokallaða „Kínamúra.“ Hins vegar eru rök talsmanna lands- byggðarinnar, sem hafa áhyggjur af því að eftir einkavæðingu Símans verði gæði fjarskiptaþjónustu á landsbyggðinni ekki tryggð sem skyldi. Nú liggur raunar fyrir ákvörðun af hendi ríkisstjórnarinnar um að Síminn skuli seldur í heilu lagi og fátt bendir til að henni verði breytt. Ýmis rök eru enda fyrir þeirri aðferð við söluna. Bent hefur verið á að hin leiðin; að skilja fjarskipta- netið frá við sölu, hafi ekki verið farin í neinu landi, þar sem ríkissímafyrirtæki hafa verið einkavædd. Halldór Ásgríms- son forsætisráðherra sagði á viðskipta- þingi Verzlunarráðs í síðasta mánuði að slík uppskipting myndi skapa óvissu um sölu fyrirtækisins og draga úr verðmæti þess. Í fréttaskýringu eftir Skapta Hall- grímsson blaðamann í Morgunblaðinu á páskadag kemur fram að nokkur önnur fjarskiptafyrirtæki en Síminn reka eigið grunnnet; þar á meðal eru Og Vodafone, Orkuveita Reykjavíkur, Fjarski og eMax. Spyrja má hvort eitthvert vit væri í því að keppinautar Símans ættu grunnnet en hann einn fjarskiptafyrirtækja mætti það ekki. Meginmunurinn á grunnneti Símans og annarra fjarskiptafyrirtækja er auðvitað hversu víðfeðmt kerfi Símans er, en það nær um allt land. Til þess að hindra tví- verknað, auðvelda aðgang nýrra fyrir- tækja að fjarskiptamarkaðnum og bæta nýtingu fjarskiptakerfa, sem byggð hafa verið upp á vegum gömlu ríkisfyrirtækj- anna, hafa ríki Evrópska efnahagssvæð- isins sett reglur um að fyrirtæki með um- talsverða markaðshlutdeild verði að veita keppinautunum aðgang að fjarskiptakerfi sínu, með ýmsum skilyrðum sem rakin eru í Morgunblaðinu á páskadag. Þessar reglur eiga við um Símann og munu áfram eiga við eftir að fyrirtækið verður einka- vætt. Eignarhaldið skiptir þar ekki máli. Það skiptir ekki máli heldur hver á grunnnetið ef horft er til byggðasjónar- miðsins. Ríkisrekið grunnnetsfyrirtæki mun áfram standa frammi fyrir sama vanda og Síminn og önnur fjarskiptafyr- irtæki gera nú; að á sumum landsvæðum er einfaldlega óarðbært að byggja upp til- tekna þjónustu vegna þess að tilkostnað- urinn er mikill en líklegir viðskiptavinir fáir. Þetta á t.d. við um bandbreiðar net- tengingar, sem er mjög dýrt að koma upp í dreifbýli, en blandast þó engum hugur um að eru nauðsynlegar ef t.d. atvinnu- rekstur í dreifbýli á að njóta sömu skil- yrða og fyrirtæki í þéttbýli. Stjórnmálamenn hafa gefið fyrirheit um að hluta af söluandvirði Símans verði varið til að efla fjarskiptakerfið úti um land. Það liggur nokkurn veginn í augum uppi að þeim peningum væri ekki bezt varið með því að afhenda þá ríkisstofnun, sem fengi það verkefni að breiðbands- væða sveitirnar. Miklu nær væri að efna til útboðs meðal fjarskiptafyrirtækja um breiðbandsvæðingu á tilteknum svæðum og virkja þannig útsjónarsemi einkaaðila til að nýta fé almennings sem bezt. Til slíks útboðs er nú þegar heimild í fjar- skiptalögum. Ríkisvaldið ætti raunar aðra leið, vildi það stuðla að breiðbandsvæðingu í dreif- býli, sem væri að útvíkka alþjónustukvöð Símans þannig að hún tæki til breið- bandstenginga en ekki aðeins ISDN- tenginga eins og nú er, og leggja svo jöfn- unargjald á öll fjarskiptafyrirtæki til að standa undir kostnaðinum. Slíkt er líka heimilt samkvæmt fjarskiptalögum, en væri væntanlega bæði dýrara, flóknara og óhagkvæmara fyrirkomulag en út- boðsfyrirkomulagið, auk þess sem það ynni gegn heilbrigðri samkeppni eins og flest önnur millifærslu- og jöfnunarkerfi. Það eru sömuleiðis rök gegn því að búa til sérstakt fyrirtæki um grunnnetsþjón- ustu, að stjórnendur slíks fyrirtækis yrðu ekki í sömu tengslum við markaðinn og þeir, sem eru í því hlutverki að veita neyt- endum þjónustu. Ekki er víst að þeir kæmu eins fljótt auga á þau tækifæri, sem markaðurinn býður. Fyrir nokkrum árum hefði þótt fráleitt að árið 2005 myndi borga sig að byggja upp ADSL-þjónustu í litlum plássum á borð við Djúpavog eða Búðardal. Nú er það hins vegar raunin, af því að menn hafa komið auga á þá mögu- leika, sem liggja í dreifingu sjónvarpsefn- is um ADSL-kerfið. Marktækustu rökin gegn því að selja Símann í einu lagi eru þau, að „Kínamúr- ar“ innan fyrirtækisins haldi ekki og upp- lýsingar um viðskipti keppinautanna við heildsöluhlutann leki yfir til smásöluhlut- ans. Alvarlegar ásakanir um slíkt koma fram í ummælum Björns Davíðssonar hjá Snerpu á Ísafirði í Morgunblaðinu á páskadag. Í blaðinu í dag kemur hins veg- ar fram hjá upplýsingafulltrúa Símans að upplýsingar um viðskipti Snerpu við heildsöluhlutann hafi borizt til smásölu- hlutans í gegnum þriðja aðila, en ekki inn- an fyrirtækisins. Engu að síður er mögu- leikinn auðvitað fyrir hendi, sé ekki farið eftir þeim kvöðum um trúnaðarskyldu, sem Síminn starfar eftir. „Kínamúrarnir“ innan Símans eru raunar ekki einsdæmi. Sams konar múrar verða t.d. reistir í rekstri Og Vodafone á afmörkuðu sviði, þ.e. varðandi dreifingu sjónvarpsefnis um fjarskiptakerfi, sam- kvæmt ákvörðun Samkeppnisráðs frá því fyrir páska. Í ýmsum öðrum fyrirtækja- rekstri eiga slíkir Kínamúrar að hindra að upplýsingar berist á milli sviða fyrir- tækja, t.d. á milli viðskiptabanka- og fjár- festingarbankahluta fjármálastofnana. Í okkar litla samfélagi er ekki óeðlilegt að menn hafi áhyggjur af að sá trúnaður, sem á að ríkja um viðskipti einstaklinga og fyrirtækja hjá viðkomandi aðilum, haldi ekki gagnvart mönnum innan sama fyrirtækis. Mönnum hættir til að halda með sínu liði, eins og Eiríkur Jóhannsson, forstjóri Og Vodafone, sagði á málþingi um grunnnetið og landsbyggðina. Leiðin til að eyða tortryggni í þessum efnum er að efla eftirlitsstofnanir, sem eiga að fylgjast með því að trúnaður haldi. Það er Fjármálaeftirlitið í tilfelli bank- anna, Póst- og fjarskiptastofnun í tilfelli símafyrirtækjanna. Viðurlög við slíkum trúnaðarbrotum eiga sömuleiðis að vera svo ströng, að mönnum detti ekki í hug að taka áhættuna. Í fjarskiptalögum eru nú heimildir fyrir Póst- og fjarskiptastofnun að beita dagsektum og jafnvel rekstrar- stöðvun ef lögin eru brotin. Stofnunin ætti ekki að hika við að beita þeim ákvæð- um ef hún fær sannanir fyrir trúnaðar- brotum. VINAFJÖLD og samstarfsmenn heiðruðu Arngrím Jóhannsson, flugstjóra og stofnanda Atlanta, í gær í fögnuði sem efnt var til þegar hann hafði flogið síðustu ferð sína sem flug- stjóri. Af því tilefni afhentu þeir Magnús Þor- steinsson, stjórnarformaður Avion Group, og Hafþór Hafsteinsson, framkvæmdastjóri henn- ar, Arngrími að gjöf hlut í DC-3-flugvél sem þeir keyptu frá Suður-Afríku. Vélinni verður gefið nafn Arngríms þegar hún verður skráð á Íslandi sem ráðgert er að verði með vorinu þeg- ar hún er væntanleg til landsins. Í bæklingi sem dreift var meðal farþega í síð- ustu ferð Arngríms, sem var frá Kúbu, kemur fram að Arngrímur hafi verið í framvarðasveit í íslenskum flugmálum í meira en þrjá áratugi. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sagði í ávarpi í athöfninni að flugið hefði verið Arngrími borið í merg og bein og hann hefði sýnt þjóðinni fram á það fyrir löngu að útrás flugrekstrar frá Íslandi væri möguleg. Meðal annarra sem tóku til máls í athöfninni voru Magnús Þorsteinsson, Sturla Böðvarsson sam- gönguráðherra, Þorgeir Pálsson flugmálastjóri og Pétur Einarsson, fyrrverandi flugmálastjóri. Arngrímur sagði í samtali við Morgunblaðið að samstarfsmenn sínir hefðu komið sér al- gjörlega á óvart með þessari uppákomu allri og isdeg lensk yrði f Er hu Akur Ein hann síðan þegar Sviffl Eyjaf Fjölb Fr starfs málas félag leiðum Ar stofn aði sí Þá se haft m ismál sinni, hann lands endurtók ummæli sín í viðtali við blaðið í gær að hann væri sáttur við að hætta á þessum tíma- mótum, nú tækju við tómstundir í fluginu. Þristurinn áðurnefndi er 63 ára gömul vél með leðursætum fyrir 21 farþega og í góðu standi að sögn Hafþórs Hafsteinssonar. Vélin verður komin til Írlands 7. apríl, á 65 ára afmæl- Arngrímur Jóhannsson heiðraður í lok flugstjóraferil Eftir lendingu á Keflavíkurflugvelli í gær tóku slökkviliðsmenn á móti Arngrími Jóhannssyni með áhöf Verka- launin 63 ára Þristur Arngrímur Jóhannsson er hér í hópi vina og samstarfs Honum á á hægri hönd er Magnús Þorsteinsson, stjórn Þristurinn frá Suður-Afríku fær nafn Arn- gríms B. Jóhannssonar og verður Arngrími falið að fljúga síðasta spölinn til Íslands í vor.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.