Morgunblaðið - 30.03.2005, Page 21

Morgunblaðið - 30.03.2005, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 2005 21 MINNSTAÐUR                  www.kbbanki.is Gó›ur kostur fyrir flá sem vilja fjárfesta án mikillar áhættu og verja sig gegn ver›bólgu. Enginn munur er á kaup- og sölugengi eftir 30 daga. Innstæ›an er alltaf laus til útborgunar. Skammtímasjó›ur er fjárfestingarsjó›ur skv. lögum nr. 30/2003, um ver›bréfasjó›i og fjárfestingarsjó›i. Rekstrarfélag sjó›sins er Rekstrarfélag Kaupflings Búna›arbanka hf. Fjárfestingarsjó›ur telst vera áhættusamari fjárfesting en ver›bréfasjó›ur skv. lögunum. Meiri áhætta fjárfestingarsjó›s er fólgin í r‡mri fjárfestingarheimildum sem geta m.a. leitt til minni áhættudreifingar en í ver›bréfasjó›i. Nánari uppl‡singar um framangreint má nálgast í útbo›sl‡singu e›a útdrætti úr útbo›sl‡singu sjó›sins í útibúum KB banka e›a á www.kbbanki.is. S K A M M T Í M A S J Ó ‹ U R 10,7% á v ö x t u n * * Nafnávöxtun sl. sex mánu›i á ársgrundvelli m.v. 28.02.2005 E N N E M M / S IA / N M 15 4 7 1 LANDIÐ Ísafjörður | „Bara svona þokka- lega. Það góða við það að starfa hér er að það er hægt að fram- kvæma nærri allt – allir eru til í að rétta hjálparhönd. Það eina sem vantar eru peningar en fólk er al- mennt duglegt við að mæta á uppákomur í listunum,“ segir Elf- ar Logi Hannesson, leikari á Ísa- firði, þegar hann er spurður að því hvernig gangi að lifa af listinni. Hann hefur búið í nokkur ár á Ísa- firði með fjölskyldu sinni og hefur látið talsvert til sín taka í listalíf- inu. Hann heldur úti Kómedíuleik- húsinu sem sett hefur upp nokkra einleiki, nú síðast Gísla Súrsson, og stendur fyrir leiklistarhátíðum. Þá reka þau hjónin kaffihúsið Langa Manga sem ekki er minnsta framlag þeirra til menningarinnar. Elfar Logi segir að mikið sé að gerast í menningunni á Ísafirði, svo mikið að sumar helgar komist fólk ekki yfir það að fylgjast með öllu. „Ísafjörður er menningarbær með stóru M-i.“ Hann nefnir öflugt starf Tónlistarskóla Ísafjarðar og Listaskóla Rögnvaldar í Edinborg- arhúsinu. „Fólki þarf ekki að leið- ast ef það kemur hingað vestur, það getur valið úr afþreyingu,“ segir hann. Elfar Logi er fæddur og alinn upp á Bíldudal þar sem hann tók þátt í leikstarfi. Að loknu námi í leiklist í Kaupmannahöfn vann hann við listina í Reykjavík og víða um land, sem leikari og leik- stjóri hjá áhugamannaleikfélögum. Hugurinn dró hann vestur. Það byrjaði með því að hann stýrði leiklistarstarfi vinnuskólans á Ísa- firði á sumrin og nokkrum sýn- ingum hjá Litla leikklúbbnum. „Það rifjaðist fljótt upp hvað það var gott að vera lítill púki á Bíldu- dal. Við eigum þrjár stúlkur og ákváðum að flytja hingað.“ Eins manns leiklistarhátíð Hann segir að nóg sé að gera. „Maður þarf helst að hafa frum- kvæðið sjálfur og síðan eru allir með,“ segir hann. Elfar Logi kenn- ir leiklist við grunnskóla í ná- grannabyggðum Ísafjarðar og við Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar í Edinborgarhúsinu. Svo vinnur hann að ýmsum tilfallandi verk- efnum, til dæmis að trúðast í af- mælum, eins og hann kemst sjálf- ur að orði. Hann hefur leikstýrt nokkrum stykkjum hjá Litla leik- klúbbnum. Nú eftir páska er til dæmis verið að æfa nýja ísfirska revíu í tilefni af 40 ára afmæli leik- félagsins. Kómedíuleikhúsið tekur sinn tíma. Núna er Gísli Súrsson á fjöl- unum. Hann hefur sýnt verkið í Hömrum á Ísafirði og farið í grunnskólana. Og síðasta vetr- ardag fer Gísli Súrsson til Reykja- víkur og kemur fram í Möguleik- húsinu. Kómedíuleikhúsið er eins manns leikhús sem hefur lagt áherslu á að sýna einleiki sem tengjast svæðinu, svo sem um Mugg, Stein Steinarr og nú Gísla Súrsson. Öll verkin hefur Elfar Logi skrifað í samvinnu við leikstjóra og leikið þau einn. „Ég hef verið að stæra mig af því að þetta er fyrsta at- vinnuleikhúsið á Vestfjörðum og það eina utan höfuðborgarsvæð- isins, fyrir utan Leikfélag Ak- ureyrar. Elfar Logi verður með fornmannaskeggið enn um sinn því hann hyggst sýna Gísla Súrsson á ensku fyrir ferðafólk í sumar og sýna verkið áfram í skólum og víð- ar næsta vetur. Enska útgáfan verður sýnd tvisvar í viku, á föst- um tímum. Segir hann að vantað hafi afþreyingu fyrir ferðafólk og sé þetta viðleitni til að verða við þeim óskum. Leiklistarhátíðin Act Alone verður haldin í annað sinn í sumar, um mánaðamótin júní og júlí. Elf- ar Logi segir að sex einleikir verði settir upp á hátíðinni í ár og Jón Viðar Jónsson flytji fyrirlestur um einleiki. Þá stefnir Elfar Logi að því að halda námskeið, „master class“, í einleikjum. „Markmiðið er að kynna þetta leikhúsform og fylla leikhúsin af lífi hér fyrir vest- an. Það er ókeypis inn á sýning- arnar og vonandi líta menn á okk- ur.“ Langi Mangi Svanga-Mangason Fyrir tveimur árum stofnuðu Elfar Logi og kona hans, Marsibil Guðbjörg Kristjánsdóttir, kaffihús á Ísafirði, Langa Manga. Nafnið er fengið að láni úr texta Jónasar Árnasonar um Langa Manga Svanga-Mangason. „Þótt ég hafi nóg að gera í listinni er svolítið erfitt að lifa eingöngu af henni. Þetta er ekki trygg atvinna. Mig vantaði eitthvað til að hafa með. Konan mín fékk þessa hugmynd. Hana hafði dreymt um að opna lít- ið sætt kaffihús. Ég var sammála því að eitthvað slíkt vantaði hér og við kýldum á þetta,“ segir Elfar Logi. Hann segir að þetta hafi ver- ið skemmtilegt og gengið ágæt- lega. „Það tekur tíma að byggja svona starfsemi upp en Ísfirðingar hafa sýnt það í verki að þeir eru sammála því að þetta hafi vantað í bæjarlífið,“ segir Elfar Logi og kvartar ekki undan aðsókninni. Þau hjónin vinna mikið á kaffi- húsinu en Elfar Logi þarf oft að skreppa frá til að sinna listinni. „Mér finnst stundum merkilegt hvernig við náum að púsla þessu saman en það byggist mikið á því hvað ég á góða konu sem hefur skilning á áhugamálinu. Ég segi stundum að við hjónin eigum fjög- ur börn og ég sé það elsta. Svo höfum við aðgang að góðu fólki sem oft getur hlaupið til með stuttum fyrirvara þegar á þarf að halda.“ Elfar Logi er ánægður á Ísa- firði. Segir að staðurinn sé af hentugri stærð. „Mér leið fjarska vel á Bíldudal en eftir að ég fór að læra leiklist þurfti ég að hafa að- eins stærri stað til þess að geta framfleytt mér. Sá staður er hér.“ Elfar Logi Hannesson leikari lætur mikið til sín taka í menningarlífinu á Ísafirði þar sem nóg er um að vera Ef maður hefur frum- kvæðið fylgja allir með helgi@mbl.is Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Gísli Súrsson í kaffi Elfar Logi Hannesson rekur kaffihúsið Langa Manga á Ísafirði og er mikilvirkur í leikstarfinu á staðnum. Suðureyri | Hann reyndist 6,36 metrar á hæð snjókarlinn sem reist- ur var á Suðureyri við Súgandafjörð á páskadag, en það var liður í dag- skrá skíðavikunnar á Ísafirði. Telja forsvarsmenn þessa verkefnis að hér sé um að ræða hæsta snjókarl sem reistur hefur verið á landinu, en hann var mældur af sérfræðingi frá Skjólskógum með löggildri mæli- stiku sem notuð er til trjámælinga – að viðstöddum fulltrúa sýslumanns til að tryggja löglega mælingu. Margir lögðu hönd á plóginn, 30– 40 manns tóku þátt í að reisa karl- inn, auk þess sem flytja þurfti snjó á staðinn þar sem snjólaust var í bæn- um. Það gekk ekki átakalaust að reisa snjókarl í 10 stiga hita, og var hann felldur að kvöldi dags sökum þess hve hlýtt var í veðri. Vel gekk að fá fólk til að hjálpa til við bygginguna, og m.a. smíðuð mót til að auðvelda verkið. Varð einum viðstöddum að orði að þarna sæist munurinn á heimamönnum og Ak- ureyringum, þar á bæ hrúguðu menn bara upp snjónum til að búa til snjókarl, en á Suðureyri byggðu menn markvisst. Íslandsmet Snjókarlinn reyndist 6,36 metrar á hæð að verki loknu. Reistu 6 metra háan snjókarl Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.