Morgunblaðið - 30.03.2005, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 30.03.2005, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 2005 37 MINNINGAR ✝ AðalheiðurKristbjörg Bjargmundsdóttir fæddist í Reykjavík 7. nóvember 1918. Hún lést á Lands- spítalanum í Foss- vogi 22. mars síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Bjarg- mundur Guðmunds- son, f. í Urriðakoti 16. apríl 1890, og Kristensa Krist- ófersdóttir, f. í Ólafsvík 21. sept. 1890. Bróðir Aðal- heiðar var Ingólfur Bjarg- mundsson, f. 1. jan. 1916, d. 20. apríl 1996. Systir Aðalheiðar var Guðbjörg, f. 19. mars 1927, d. 20. des. 1932. Hinn 19. maí 1945 giftist Að- alheiður Björgvini Ingibergssyni blikksmíðameistara, f. 1. apríl 1916, d. 13. maí 1986. Börn þeirra eru: 1) Bjargmundur Björgvinsson, f. 16. febr. 1949, kvæntur Guðnýju Guðmunds- dóttur, f. 1 des. 1947. 2) Guð- björn Björgvinsson, f. 21. jan. 1952, d. 2. sept. 1952. 3) Ásdís Björgvinsdóttir, f. 6. okt. 1953, gift Páli Á. Jónssyni, f. 5. okt. 1950, börn þeirra eru: a) Jón H. Pálsson, f. 23. desember 1976, í sambúð með Lilju Garðardóttur, f. 18. júlí 1980, b) Krist- björg Pálsdóttir, f. 9. ágúst 1983. 4) Aðalheiður Björg Björgvinsdóttir, f. 23. des. 1962, gift Valþóri Valentínus- syni, f. 10. des. 1962, börn þeirra eru: a) Erla Björg Valþórdóttir, f. 27. júlí 1983, í sambúð með Oddi Sturlu- syni, f. 22. mars 1980, b) Andrea Valþórsdóttir, f. 5. ágúst 1987, c) Björgvin Valþór Valþórsson, f. 26. okt. 1991. Aðalheiður fluttist snemma til Hafnarfjarðar með foreldrum sínum og bjó þar fram til 1942. Þá fluttist hún til Akureyrar og bjó þar þangað til hún fluttist til Reykjavíkur 1945. Aðalheiður og Björgvin bjuggu sín fyrstu ár í hjúskap á Snorrabraut í Reykjavík, en fluttust inn í Langagerði 36, þar sem Aðal- heiður átti heima þar til fyrir tæpum tveimur árum að hún fluttist inn í Hæðargarð 29. Aðalheiður verður jarðsungin frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Mig langar til að minnast tengdamóður minnar Aðalheiðar K. Bjargmundsdóttur sem lést 22. mars sl. eftir stutta sjúkdómslegu. Ég kynntist Heiðu eins og hún var að jafnaði kölluð, þegar ég fór að venja komur mínar á heimili þeirra hjóna Aðalheiðar og Björgvins Ingibergssonar blikksmíðameist- ara. Allt frá fyrstu tíð lét Aðalheið- ur sér mjög annt um þennan nýja meðlim fjölskyldunnar og sá að hann var nokkuð rýr og taldi að bæta mætti þar um. Má segja að ég búi að því enn þann dag í dag. Þetta ber vott um hversu mikið Heiða bar hag sinna nánustu fyrir brjósti. Enda var það hennar að- alstarf, eins og margra kvenna af hennar kynslóð, að ala önn fyrir heimilinu. Það gerði hún með stakri prýði og bjó manni sínum og börn- um fagurt heimili. Á sínum yngri árum æfði hún íþróttir með Haukum, sem kom henni vel seinna á lífsleiðinni. Börn hennar kvörtuðu oft undan því að hún færi hratt yfir. Dæmi um ákveðni Heiðu er, að hún tók bílpróf ung að árum, en ók ekki bíl eftir að hún gifti sig, kannski út af því að bílakostur heimilisins var ekki sá besti. Hins vegar þegar Björgvin dó ákvað hún að vera sem minnst upp á börnin komin, keypti bíl og ók honum í mörg ár þrátt fyrir að aðrir í fjöl- skyldunni teldu henni ýmislegt bet- ur gefið en að aka. Spunnust upp margar sögur af hæfileikum henn- ar á þessu sviði. Það var hins vegar einn af mörgum kostum Heiðu að hún skipti aldrei skapi þótt henni væri strítt á einhverju. Ég held raunar að hún hafi talið það eina af skyldum sínum að leyfa okkur hin- um að stríða sér. Þrátt fyrir að fráfall Björgvins hafi verið henni mikið áfall á sínum tíma lét hún það ekki aftra sér frá því að lifa lífinu, án þess að vera upp á aðra komin. Hún ferðaðist mikið bæði til Evrópu og Banda- ríkjanna og aldrei fór hún svo til útlanda að hún kæmi ekki með eitt- hvað fyrir fjölskylduna. Núna þegar komið er að leið- arlokum á ég góða minningu um konu sem frá okkar fyrstu sam- skiptum vildi mér allt hið besta. Blessuð sé minning Aðalheiðar K. Bjargmundóttur. Páll Á. Jónsson. Elsku amma Heiða. Mér brá rosalega þegar pabbi hringdi í mig og sagði mér fréttirnar að þú værir komin inn á spítala. Það er erfitt að vera svona langt í burtu þegar erf- iðleikar henda. Ég vissi svo sem að það var ekki langt eftir en óskaði þess innilega að ég myndi ná heim því ég hafði þegar ákveðið að koma heim yfir páskana. En tveim dög- um áður en ég kom þá ákvaðst þú að yfirgefa þennan heim. Enn þá í dag skil ég þetta ekki og mér finnst eins og ég eigi eftir að vakna frá þessum draumi. Síðast þegar ég sá þig, þegar ég kom heim um jólin, þá varstu jafn hress og ákveðin eins og þú varst að þér að vera. Ég man að alltaf þegar ég var ein heima, þegar mamma og pabbi fóru til útlanda eða norður, þá bauðst þú mér og Jóni í mat. Svo þegar Jón var farinn að heiman þá kom ég bara ein í mat. Og þar sem þér fannst kjúklingur góður þá var oft- ast kjúklingur á boðstólum þegar ég var ein. Ég held að það hafi ver- ið síðast þegar ég borðaði hjá þér kvöldmat, þá sagðirðu eitthvað á þá leið að það væri ekki kjúklingur í kvöld þar sem ég hefði svo oft feng- ið hjá þér kjúkling. Ég hafði óskað þess að þú fengir að vera hér þegar ég útskrifaðist, því að ég fann hvað þú varst stolt af mér þegar ég kom að kveðja þig eftir jólin á leiðinni aftur til Gauta- borgar. Þá voru vinkonur þínar í heimsókn og þú varst að segja þeim að það væri ég sem væri í námi í út- löndum. Þér þótti líka alltaf svo vænt um húsið í Langagerðinu og áttir erfitt með að fara frá þegar þú fluttir. Ég man alltaf hvernig þú kvaddir húsið sérsaklega eins og það væri besti vinur þinn. En svo varstu aftur svo glöð þegar ég gaf þér mynd af hús- inu sem ég hafði teiknað fyrir þig. Það var oft sem þú nefndir þessa mynd og ég er nokkuð viss um að allir sem komu í íbúðina þína fengu að sjá hana. Elsku amma, ég vona að þér líði vel og vitir að ég á eftir að sakna þín. Það á eftir að vera mjög skrítið að hafa þig ekki hér. Þitt barnabarn og nafna, Kristbjörg. Hún Heiða er farin frá okkur, horfin til nýrra heimkynna, þangað sem leið okkar allra liggur að lok- um. Það dimmdi af degi þegar hringt var til okkar og tilkynnt um andlát Aðalheiðar eða Heiðu, eins og hún var ávallt kölluð, en hún var gift Björgvini föðurbróður okkar. Við bjuggum sitt í hvorri götunni í Smáíbúðahverfinu svo það var dag- legur samgangur á milli heimil- anna. Þar sem sást til Heiðu mátti bú- ast við að Björgvin væri ekki langt undan og öfugt og er þess vegna ekki hægt að minnast Heiðu hér án Björgvins. Þau hafa verið samofin ævi okkar systkina og tekið þátt í gleði okkar og sorg. Þau voru ákaflega raungóð og alltaf tilbúin til að rétta hjálpar- hönd ef á þurfti að halda. Björgvin féll skyndilega frá hinn 13. maí 1986 og var það mikill missir fyrir Heiðu og börnin þeirra. Hún hafði þann eiginleika að vera opinská og hrókur alls fagnaðar ef svo bar undir, en fáir vissu hvað inni fyrir bjó. Hún var dul og hélt sinni sorg fyrir sig. Þó að það gæti oft gustað af Heiðu átti hún afskaplega stórt og gott hjarta og hún var með ein- dæmum orðvör kona og trú og trygg sínum. Það var mikið átak fyrir Heiðu að flytjast úr húsinu sem þau Björgvin höfðu byggt upp saman af mikilli natni og elju, erfiðara en hún hélt að það yrði, en henni tókst með hjálp fjölskyldunnar að koma sér glæsilega fyrir á nýjum stað. Hún bar aldur sinn vel. Hún var líka alla tíð svo ólöt, hún var ekki að tvínóna við hlutina heldur gerði það sem gera þurfti af miklum dugnaði og myndarbrag. Það er skrítið til þess að hugsa að Heiða skuli ekki vera lengur hjá okkur. Það hefur gefið lífinu vissan ljóma að hafa fengið að kynnast og alast upp í nálægð við fólk eins og Heiðu og Björgvin, veröldin væri svo miklu fátækari ef þeirra hefði ekki notið við. Bjargmundi, Ásdísi, Aðalheiði Björgu og fjölskyldum þeirra send- um við okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Ingibjörg, Hafdís og Gísli Þór. AÐALHEIÐUR K. BJARGMUNDS- DÓTTIR Okkar ástkæri, HÁKON VALTÝSSON, Safamýri 41, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju föstu- daginn 1. apríl kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Kraft í síma 540 1900. Fyrir hönd aðstandenda og vina, Ágústa Rósa Finnlaugsdóttir, Ingvar Andri og Valtýr Már, Valtýr Guðmundsson, Sigmunda Hákonardóttir, Guðrún Valtýsdóttir, Þórir Karl Jónasson, Anna María Valtýsdóttir, Jón Hermannsson, Inga Jónsdóttir. Elsku systir okkar og mágkona, ÁRNÝ HULDA STEINÞÓRSDÓTTIR, Freyjugötu 30, Reykjavík, sem lést föstudaginn 18. mars, verður jarð- sungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 31. mars kl. 15.00. Gréta Steinþórsdóttir, Bragi Þorsteinsson, Hilmar Steinþórsson og aðrir aðstandendur. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ARNÞRÚÐUR GUÐBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR KALDALÓNS frá Bæjum á Snæfjallaströnd, til heimilis á Hringbraut 50, Reykjavík, andaðist föstudaginn 25. mars síðastliðinn. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 1. apríl kl. 11.00. Sigvaldi Snær Kaldalóns, Margrét Kaldalóns, Örn Sigmar Kaldalóns, Kamilla Suzanne Kaldalóns, Greta Freydís Kaldalóns, Ómar Wieth, Þórunn Hulda Davíðsdóttir, ömmubörn og langömmubörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, UNNUR FRÍMANNSDÓTTIR fyrrum húsfreyja á Heiðarbæ II, Þingvallasveit, sem lést á hjúkrunarheimilinu Víðinesi þriðju- daginn 22. mars, verður jarðsungin frá Lang- holtskirkju fimmtudaginn 31. mars kl. 15.00. Anna María Einarsdóttir, Kjartan Gunnarsson, Ásta Sigrún Einarsdóttir, Hreiðar Grímsson, Sveinbjörn Frímann Einarsson, Ingibjörg J. Steindórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. INGA G. ÞORKELSDÓTTIR, áður til heimilis á Freyjugötu 17, verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju fimmtu- daginn 31. mars kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeir, sem vilja minnast hennar, eru beðnir að láta Hallgrímskirkju njóta þess. Magnea Þorkelsdóttir, Sigurbjörn Einarsson og fjölskylda. Elskuleg móðir mín, KATRÍN BJÖRNSDÓTTIR, Ljósheimum 8a, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudag- inn 1. apríl kl. 11.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er vinsam- legast bent á Hjartavernd. Ólafía G. Ragnarsdóttir. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GYLFI GÍGJA stálsmíðameistari, Unufelli 15, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi laugardaginn 26. mars. Hörður Gígja, Kristjana Gígja, Kjartan Guðbjartsson, Davíð Gígja, Nína Ingimarsdóttir, Geir Gígja, Guðrún Helgadóttir, Friðrik Gígja, Kristín Ösp Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.