Morgunblaðið - 30.03.2005, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 30.03.2005, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 2005 35 MINNINGAR enginn í frændgarðinum undanskil- inn. Þegar ég síðar hleypti heimdrag- anum og fór til náms í Reykjavík naut ég ýmiss konar fyrirgreiðslu og at- hvarfs á heimili hans sem og heim- ilum bræðra hans, Birgis og Ara. Starfsævi Daníels skiptist í stórum dráttum í tvennt. Fyrri hlutann var hann vélstjóri á ýmsum skipum Landhelgisgæslunnar og Skipaút- gerðar ríkisins en síðan gegndi hann starfi tollvarðar um árabil til starfs- loka. Sama kostgæfnin einkenndi störf Daníels á báðum sviðum ævi- starfsins. Auk þess var hann um árabil í for- ystu stéttarfélags vélstjóra og tók jafnframt þátt í margháttuðu sam- starfi um hagsmunamál sjómanna- stéttarinnar. Hvarvetna þótti hann góður liðsmaður, réttsýnn en þó fylginn sér. Í einkalífi varð Daníel gæfumaður, eignaðist traustan lífsförunaut, tvö mannvænleg börn og fjölda annarra afkomenda. Við Svava sendum þeim innilegar samúðarkveðjur og biðjum minningu Daníels blessunar Guðs. Óli Þorbjörn Guðbjartsson. Daníel G. Guðmundsson, fyrrver- andi formaður Motorvélstjórafélags Íslands, er fallinn frá. Ég kynntist Daníel fyrst fyrir tæpum 40 árum en þá sátum við báðir í stjórn Vélstjóra- félags Íslands. Ég að hefja mín fyrstu spor í félagsmálum en hann gamal- reyndur á þessu sviði og tilbúinn að miðla þekkingu sinni til þeirra sem lít- ið vissu eða eins og stundum er sagt um byrjendur ,,blautir á bak við bæði eyrun“. Með okkur Daníel tókst strax góð- ur vinskapur sem haldist hefur síðan. Við störfuðum saman bæði í stjórn fé- lagsins svo og í fjölmörgum nefndum á þess vegum í gegnum tíðina. Minn- isstæðast er mér samstarf okkar Daníels í stjórn orlofsheimilasjóðs fé- lagsins. En við fengum það verkefni, árið 1978, að vera í forsvari fyrir byggingu orlofshúsa við Laugarvatn ásamt Jóni Júlíussyni, sem nú er fall- inn frá. Orlofshúsa sem gerð voru fok- held í kringum 1970 en höfðu staðið síðan að mestu eins og við var skilið á því herrans ári sökum þess að engir fjármunir voru til hjá félaginu til þess að ljúka þessum framkvæmdum eins og að var stefnt í upphafi. Á þeim árum var félagið frekar illa statt fjárhagslega og því þurfti að vanda vel til hvað varðar samninga við verktaka svo allt færi nú ekki úr bönd- um fjárhagslega. Samstarf okkar þre- menninganna við þessar framkvæmd- ir var alveg einstaklega gott sennilega í og með vegna þess að enginn okkar var þjakaður af hinum svokallaða flottræfilshætti, þess í stað vorum við allir meðvitaðir um úr hvaða fjármun- um við höfðum að spila og pössuðum upp á að þar væri alltaf borð fyrir báru. Vegna framkvæmdanna fórum við oft að Laugarvatni bæði um kvöld og/ eða helgar til eftirlits eða vinnu við einstaka þætti framkvæmdanna. Ætíð var Daníel boðinn og búinn til þátt- töku og sá ekki eftir sér að taka til hendinni ef á þurfti að halda. Frá þessum framkvæmdum á ég ákaflega góðar minningar vegna þess að við sem að þessu stóðum náðum vel saman, þar voru aldrei leiðindi á ferð því ef eitthvað óvænt kom upp á var það bara leyst þannig að allir gátu sæmilega vel við unað. Við Daníel sátum einnig saman í mörg ár í stjórn Styrktar- og sjúkra- sjóðs félagsins. Í þeim störfum var Daníel passasamur og sjálfum sér samkvæmur. Hann passaði upp á að allar afgreiðslur sjóðsins ættu sér skýra stoð í viðkomandi reglugerð. Allir sætu við sama borð, allir væru af- greiddir með sama hætti, enginn klíkuskapur eða sérhagsmunir látnir ráða ferð. Þegar ég horfi til baka yfir kynni mín af Daníel stendur efir mynd af vönduðum einstaklingi sem vann öll þau verkefni sem honum voru falin af mikilli kostgæfni og trúmennsku. Hann var einstaklega traustur og hreinn og beinn. Honum var alltaf hægt að treysta. Ef hann hét málefni stuðningi þá stóð hann við orð sín al- veg sama hvað á gekk í umhverfinu. Við leiðarlok þakka ég honum stuðn- ing og drenglyndi frá fyrstu kynnum með ósk um góða heimkomu handan móðunnar miklu. Eiginkonu, börnum og öðrum nákomnum votta ég mína dýpstu samúð. Helgi Laxdal. legt heimili í nágrenni við okkur. Á þessum árum vann Jón á Toll- stjóraskrifstofunni. Þegar Iðnaðar- banki Íslands tók til starfa árið 1953 var Jón ráðinn aðalbókari og skrif- stofustjóri hans. Var þar hans starfs- vettvangur upp frá því, þar til starfs- ævinni lauk 1987. Jón gekk í Oddfellow-regluna 1943. Hann var ætíð mjög virkur inn- an reglunnar og má segja að hann hafi helgað henni flestar frístundir, enda kjörinn til hæstu embætta sök- um mannkosta sinna. Það er ekki alltaf sá sem hrópar hæst á torgum sem nær eyrum okk- ar, heldur sá er vinnur verk sín af hógværð og lítillæti, sá maður ávinn- ur sér traust og virðingu. Þannig maður var Jón. Það er lán hverjum þeim sem er að feta fyrstu spor sín á starfsvettvangi í lífinu að lenda hjá góðum yfirmanni. Dóttir okkar átti því láni að fagna að starfa undir stjórn Jóns, þau ár er hún vann í Iðnaðarbankanum. Betri og réttlátari yfirmann gat hún ekki hugsað sér. Hann leiðbeindi og sagði fyrir verkum af sinni alkunnu prúð- mennsku og nærgætni svo að það kallaði fram það besta hjá þeim er í hlut áttu. Þegar farið var að skipuleggja svæðið sunnan Melavallarins, má segja að smábúskapur hafi lagst af á Grímsstaðaholti. Þar sem áður voru græn tún, risu virðuleg íbúðarhús. Mágar mínir Jón og Kristleifur sóttu um lóð neðst í Eyvíkurtúninu, og byggðu þar glæsilegt hús, sem er Tómasarhagi 20. Þar var heimili Jóns og Dóru þar til þau fluttu í Árskóga 6, sem byggt var sérstaklega með þarf- ir eldri borgara í huga. Jón var mjög fróður um menn og málefni, hafði stálminni. Var oft leit- að til hans, eins og flett væri upp í al- fræðibók. Það var því sárt þegar hann greindist með Alzheimer en af þeim sökum varð hann að lokum að yfirgefa heimili sitt og dvaldi hann á Landakoti síðustu mánuðina. Það var hans nánustu huggun að þar fékk hann alla þá aðhlynningu og um- mönnun sem hægt var að veita. Ég og fjölskylda mín munum sakna Jóns Sigtryggssonar, og minn- umst hans með hlýjum hug. Inga H. Jónsdóttir. Kveðja frá Oddfellowreglunni Fyrrum stórsír Oddfellowreglunn- ar, Jón Sigtryggsson, verður nú lagð- ur til hinstu hvílu saddur lífdaga. Jón gekk í Oddfellowregluna árið 1943 og hafði því verið félagi okkar í hartnær 62 ár er hann andaðist. Á því tímabili gegndi hann flestum þeim ábyrgðarstörfum sem hægt er að krefjast af einum félaga og var hið síðasta að vera æðsti yfirmaður Reglunnar um átta ára skeið á ár- unum 1981 til 1989. Jón var glaðsinna maður, ákveðinn en sanngjarn í ákvörðunum sínum. Hann var vel liðinn af félögum sínum og ávallt með heill félagsskapar okk- ar að leiðarljósi. Það var lærdómsríkt að starfa með Jóni og kynnast því hversu mjög hann hafði náð tökum á öllu því er laut að starfsemi Reglunnar. Eftir- minnilegastar voru þær stundir er við áttum saman á margvíslegum ferðalögum hérlendis og erlendis enda kom þá fram hæfileiki hans til að uppfræða og gleðja okkur sam- fylgdarmenn. Á þessum tímamótum er þakklæti mitt og félaga efst í huga fyrir liðnar samverustundir um leið og við Sig- ríður sendum einlægar samúðar- kveðjur til Halldóru, eftirlifandi eig- inkonu Jóns, og fjölskyldu hans. Genginn er góður drengur og sannur Oddfellowi. Blessuð sé minn- ing hans. Geir Zoëga. ✝ Einar Brandssonfæddist á Suður- Götum í Mýrdal 1. janúar 1931. Hann lést á heimili sínu 18. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Brandur Ein- arsson, f. 8. ágúst 1889, d. 1. febrúar 1969 og Guðbjörg Árnadóttir, f. 5. mars 1893, d. 7. október 1956. Systkini Einars eru Einar, sem lést stuttu eftir fæðingu, Árni Hálfdán, f. 6. okt.1924 og Ólöf, f. 26.maí 1926. Einar kvæntist 29. maí 1955 Jónínu Vigdísi Ármannsdóttur, f. 26. ágúst 1933. Foreldrar hennar voru Ármann Jakobsson, f. 30. júní 1906, d. 22. maí 1991 og Jóndís Sigurrós Einarsdóttir, f. 18. apríl 1903, d. 12. febrúar 1994. Börn Einars og Jónínu Vig- dísar eru: 1) Sigurjón Ármann, f. 27. ágúst 1953, maki Steinunn Kristjánsdóttir, f. 7. sept. 1953. Sonur Steinunnar er Magnús Örn Halldórsson, f. 20. febrúar 1976. Synir Sigurjóns og Steinunnar eru Ein- ar Ármann, f. 27. okt. 1985 og Egill Árni, f. 7. mars 1988. 2) Brandur, f. 24. febrúar 1955, maki Lára Ásgeirs- dóttir, f. 8. júní 1956. Börn þeirra eru Bára, f. 26. okt. 1978, Vigdís, f. 19. júní 1981, Erla, f. 15. mars 1985, og Einar, f. 24. júní 1993. 3) Guðni Bergur, f. 4. júlí 1956, sambýlis- kona Hrönn Hallsdóttir, f. 22. júlí 1956. Maki Guðna Bergs var Hulda Björg Rósarsdóttir, f. 7. ágúst 1958, þau slitu samvistum. Börn þeirra eru: Magdalena Rós, f. 16. júlí 1981, Rósar Örn, f. 10. ágúst 1984 og Einar Sveinn, f. 7. janúar 1990. 4) Jóndís, f. 30. des. 1960, maki Guðmundur Jón Vilhelms- son, f. 25. sept. 1961. Útför Einars fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Vorið nálgast en tilfinningin nú er ljúfsár, bæði léttir að þungum vetri sé að ljúka en líka djúp sorg og söknuður í hjartanu vegna þess sem ekki verður eins og áður á komandi sumri. Ástæðan er sú að sá maður sem mest áhrif hefur haft á líf mitt hefur kvatt hinstu kveðju. Það gerði hann eins og allar aðrar athafnir sem mestu skiptu í hans lífi með ró og friði við hlið mömmu. Efst í huga mér er þakklæti fyrir þá gæfu að eign- ast slíka foreldra sem þau voru. Það er ómetanlegt að geta kall- að fram minningar þegar sökn- uður er sár. Minningar um mann sem alltaf var til staðar hvort sem var í blíðu eða stríðu. Hann hafði í heiðri gömul gildi sem aldrei úr- eldast en gleymast samt alltof oft í hraða dagsins í dag. Að standa við gefin loforð, vinna vel og af heiðarleika, sinna sínu og sínum af kærleika og elskusemi, leysa málin af ábyrgð og án illinda, allt þetta var honum eiginlegt. Hann hefur trúlega aldrei gert sér grein fyrir því að þetta væru ein- hverjir sérstakir eiginleikar, hann bara var svona. Stuttu fyrir andlátið dreymdi hann draum. Honum fannst sem hann væri í erfiðri fjallgöngu og ætti í basli með að komast á topp- inn. Þessi dugnaðarforkur hefur nú náð hæsta tindi og tími er til að hvílast. Ég bið Guð að blessa pabba minn Einar Brandsson og vera með honum á nýjum stað. Þá bið ég Guð að vera með mömmu sem nú kveður um sinn elskulegan lífsförunaut og megi hann styrkja okkur öll um ókomna tíð. Jóndís Einarsdóttir. Elsku afi. Við sitjum hérna systkinin og trúum varla að þú sért farinn en við yljum okkur við minningarnar sem streyma nú fram. Fyrsta minningin sem kem- ur upp í hugann er þegar stór- fjölskyldan Brandsson fór í hinar ýmsu sumarbústaðarferðir. Það skipti engu máli hversu lítill sum- arbústaðurinn var, öll fjölskyldan mætti á staðinn og svo var bara sofið í öllum hornum, aðalmálið var að fjölskyldan var saman. Það var alltaf svo gott að koma í heimsókn til þín og ömmu og spjalla yfir kaffi og kökum. Þegar maður vildi komast burt frá borg- arlátunum var líka alltaf gott að koma austur upp í bústað til ykk- ar á Flatirnar og slappa af í sveitasælunni. Þú varst alltaf svo mikill sveitamaður og hafðir gam- an af því að vera úti í náttúrunni. Það var gaman að sjá hvað þið amma náðuð vel saman og voruð alltaf ástfangin. Þú varst alltaf svo ljúfur og góð- ur, einn af yndislegustu mönnum sem við höfum kynnst, alltaf svo jákvæður og með stórt og fallegt hjarta. Elsku amma, megi guð vera með þér á þessari sorgarstundu. Elsku afi, við söknum þín meira en orð fá lýst en erum þakklát fyr- ir allar þær stundir sem við áttum saman. Minning þín mun ávallt lifa í hjörtum okkar. Þín barnabörn Bára Brandsdóttir, Vig- dís Brandsdóttir, Erla Brandsdóttir og Einar Brandsson. Elsku besti afi minn. Núna ertu kominn á annan og betri stað, von- andi er yndislegt að vera þar sem þú ert. Við sem eftir lifum huggum okkur allavega í sorginni við hugs- unina um að nú líði þér vel og allt sé bjart og fallegt. Við hefðum þó viljað hafa þig miklu lengur hjá okkur, en svona er víst lífið og maður fær ekki alltaf það sem maður vill. Það eru ekki margir afar sem eignast þrjá nafna í hópi tíu barna- barna og þar af einn alnafna. Þú varst mjög stoltur af því held ég. Núna eru bara Tvennar, Þrennar og Fernar eftir, Einar er farinn og hans verður sárt saknað. Missir ömmu er þó mestur þar sem þið voruð óvenju samhent hjón. Þið gerðuð allt saman og nutuð þess að vera bara tvö. Það var alltaf svo gott að koma til ykkar. Svo rólegt og hlýtt og afslappandi, ekkert stress. Þannig var allt hjá ykkur. Allt svo skipulagt og aldrei nein óreiða eða vesen. Þið gerðuð allt sem þurfti að gera í svo miklum rólegheitum en þó var alltaf allt tilbúið þegar það átti að vera það og aldrei gleymdist neitt. Ég veit reyndar að þannig verður það áfram hjá henni ömmu minni. En núna skulum við hjálpa henni við það í staðinn fyrir þig. Þú gekkst oft um gólf annars hugar með krosslagðar hendur og sönglaðir. Þú elskaðir að syngja. Þú varst líka rosalega duglegur í vinnu og uppi í sumarbústað hjá ykkur ömmu varstu alltaf að dútla eitthvað. Þú varst hörkutól, kveinkaðir þér aldrei sama hvað gekk á þó að maður vissi að þér liði illa. Þannig varst þú bara. Ég trúi eiginlega ekki að þú sért farinn því það er svo stutt síðan þú varst heilbrigður og bara eins og þú hef- ur alltaf verið. Núna ertu engill á himnum sem horfir niður til okkar og hjálpar okkur þegar við þurfum á að halda. Elsku afi minn, ég kveð þig með söknuð í hjarta og von um að nú líði þér vel. Ég hef minningarnar til að ylja mér við og mun oft kveikja á kerti í þína minningu. Elsku besta amma mín, megi Guð hjálpa þér og styrkja í sorginni, hann afi verður alltaf hjá okkur, ég veit það. Hvíl í friði, elsku afi. Þín Magdalena Rós. Kæri vinur og bróðir. Nú þegar komið er að kveðju- stund, kom þetta ljóð, Brim- ströndin heima, upp í hugann. Við sungum það svo oft saman í kórn- um okkar, sem þér þótti svo vænt um. Handan við fjöllin heimabyggð mín er hrjóstrugu fjörugrjóti bundin, úr múgsins hrunadansi hugann þangað ber. Því hjörtu sorgmædd tregi sker. Brimströndin heima hlustar eftir mér hrollköldum næturskugga vafinn, í móðurgleði brosir birta þegar fer og bíður meðan dagur er. (Höf. ók.) Elsku bróðir og frændi, við þökkum þér alla þína vináttu og hjálp. Megi drottinn varðveita þig. Elsku Dísa og þið öll, megi góð- ur Guð hugga ykkur og styrkja. Ólöf og Sigrún. Mig langar að kveðja hann Ein- ar frænda minn með nokkrum fá- tæklegum orðum. Hann var nú uppáhaldsfrændi minn. Í fyrstu bjuggu Einar og Dísa hjá foreldrum mínum í Kópavogi, síðan fluttu þau vestur á Reyk- hóla og þaðan á Tálknafjörð, en þar bjuggu þau í nokkur ár. Þar til langþráður draumur rættist. Bóndinn Einar Brandsson keypti jörðina og býlið Traðarholt rétt austan við Stokkseyri. Það var þá sem ég fór virkilega að njóta góð- mennsku Einars og Dísu. Mætti strax fyrsta sumarið í sveitina, þá 10 ára gömul. Þau urðu nokkur sumrin sem ég dvaldi hjá þeim og á ég margar góðar og skemmti- legar minningar, sem ég rifja oft upp mér og öðrum til gamans. Eftir 7 ára búsetu fluttu þau til höfuðborgarinnar. Þau hjónin ferðuðust mikið um landið til margra ára. Og nutum við hjónin þess að ferðast með þeim um Vestfirðina ásamt stór- fjölskyldunni „Brandsson“ sum- arið ’94. Það var fín ferð þar sem við dvöldum lengst af á þeirra heimaslóðum á Tálknafirði, og nutum góðrar leiðsagnar fyrrum heimamanna. Fyrir nokkrum árum fækkaði ferðalögum, er hjónin réðust í að byggja sumarbústað austur í Landsveit, sem nefndur var því skemmtilega nafni Kotasæla. Þar naut sín smekkvísi og snyrti- mennska þeirra hjóna. Hlýlegt hús á fallega ræktaðri lóð. Oft var fjör á Flötunum er fjölskyldan kom saman, grillað og sungið undir gítarspili langt undir morg- unn. Eflaust eruð þið pabbi búnir að hittast í himnaríki, komið sumar hjá ykkur og þið mættir á Flat- irnar. Hver veit? Elsku Dísa mín, og fjölskyldur, Guð veri með ykk- ur á erfiðum tímum. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Þakka þér, Einar minn, fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig. Guð geymi þig. Þín systurdóttir Guðbjörg. EINAR BRANDSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.