Morgunblaðið - 30.03.2005, Síða 43

Morgunblaðið - 30.03.2005, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 2005 43 FRÉTTIR Uppboð Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Bjarnabraut 2, Borgarnesi, sem hér segir á eftirfarandi eignum: Frístundahús ásamt tilheyrandi lóðarréttindum í Birkirjóðri 4, Húsa- felli, Borgarfjarðarsveit, þingl. eig. Heiðrún Valborg Sigfúsdóttir, gerðarbeiðandi Niðurskógur ehf., fimmtudaginn 31. mars 2005 kl. 10:00. Hl. Borgarbrautar 29, vestari endi, Borgarnesi, þingl. eig. Soffía Ingveldur Eiríksdóttir, gerðarbeiðandi Kaupþing hf., fimmtudaginn 31. mars 2005 kl. 10:00. Hl. Fiskilækjar, 210-5480, Leirár- og Melahreppi, þingl. eig. Ólafur Finnur Böðvarsson, gerðarbeiðandi Tollstjóraskrifstofa, fimmtudag- inn 31. mars 2005 kl. 10:00. Hl. Hofsstaða í Borgarbyggð, fastanúmer 210-9607, þingl. eig. Hjalti Aðalsteinn Júlíusson, gerðarbeiðendur sýslumaðurinn á Blöndósi og Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda, fimmtudaginn 31. mars 2005 kl. 10:00. Hl. Réttarholts 1, Borgarnesi, þingl. eig. Steinn Eyjólfsson, gerðar- breiðandi Íslandsbanki-FBA hf., fimmtudaginn 31. mars 2005 kl. 10:00. Hlíðabær 8, Hvalfjarðarstrandarhreppi, þingl. eig. Anna María Jóns- dóttir og Jón Benjamínsson, gerðarbeiðendur Gísli Stefán Jónsson ehf., Íbúðalánasjóður, Málningaþjónusta Akraness ehf. og Vátrygg- ingafélag Íslands, fimmtudaginn 31. mars 2005 kl. 10:00. Laugateigur 2, Borgarfjarðarsveit, þingl. eig. Erlendur Sigurðsson, gerðarbeiðendur Ríkisútvarpið og Vátryggingafélag Íslands hf., fimmtudaginn 31. mars 2005 kl. 10:00. Móholt í Akralandi, Borgarbyggð, þingl. eig. Gunnar Þór Ólafsson, gerðarbeiðandi Tollstjóraskrifstofa, fimmtudaginn 31. mars 2005 kl. 10:00. Selás 7, Borgarbyggð, fn. 211-0132, þingl. eig. Gylfi Valtýsson, gerðarbeiðandi Sparisjóðurinn í Keflavík, fimmtudaginn 31. mars 2005 kl. 10:00. Sýslumaðurinn í Borgarnesi, 29. mars 2005. Stefán Skarphéðinsson, sýslumaður. ÞORGERÐUR Katrín Gunn- arsdóttir menntamálaráðherra heimsótti Vestmannaeyjar á dög- unum og ræddi við forráðamenn bæjarins og skólafólk, bæði í framhaldsskólanum og grunnskól- unum. Þegar Þorgerður Katrín heimsótti barnaskólann opnaði hún formlega nýja vefsíðu, orda- belgur.is, sem hönnuð var fyrir Daða Þór Pálsson, daufblindan nemanda skólans. Menntamálaráðuneytið og Vest- mannaeyjabær styrktu verkefnið en Ólöf Margrét Magnúsdóttir kennari er verkefnisstjóri og skráði hún útskýringar á tákn- unum ásamt Páli Rúnari, föður Daða Þórs. Vefkerfið sem orda- belgur.is byggist á er hannað af Smára Páli McCarthy og Nada Borosak teiknaði skýring- armyndir. Vefsíðunni er ætlað að virka sem orðabók fyrir þá sem um- gangast Daða Þór en hann notar nær eingöngu tákn sem hann ger- ir með höndunum til að tjá sig. Stærsta vandamál varðandi sam- skipti við Daða Þór er að skilja táknin sem hann gerir. Daði Þór, sem er blindur, hefur skerta heyrn sem nýtist honum þó vel til að skilja mælt mál. Hann skilur yfirleitt allt sem sagt er við hann en þegar Daði Þór gerir tákn frammi fyrir einhverjum sem ekki skilur hann nýtist vefurinn við leit á viðkomandi tákni eftir líkams- mynd. Geri hann t.d. tákn á enni sér er einfaldlega smellt á enni líkamsmyndarinnar á skjánum og birtast þá öll kunn tákn sem hann gerir á ennið. Gekk ekki nógu vel að muna táknin „Okkur gekk ekki nógu vel að muna öll táknin hans Daða Þórs en hann man þau ótrúlega vel,“ segir Ólöf Magnúsdóttir þegar hún er spurð út í hugmyndina á bak við vefsíðuna. „Orðabókin á að auðvelda þeim sem umgangast og vinna með Daða að hafa aðgang að þeim táknum sem hann notar. Forsagan er sú að í gegnum NUD var ég komin í samband við þrjá einstaklinga í Skotlandi og þegar ég fór til Glasgow í páskaleyfi 2003 fékk ég að skoða stofnun í Edinborg. Þar hitti ég konu sem heitir Mary Lee sem hefur unnið sérstaklega með sjónskertum fjöl- fötluðum börnum. Stofnunin heitir The Royal Blind School, Canaan Lane Campus og þar var gefin út táknmálsorðabók (Canaan Barrie Signs) fyrir skólann. Þar eru tákn- in einfölduð heyrnleysingjatákn og hafa gagnast nemendum skólans mjög vel. Við Sirrý og Palli, foreldrar Daða Þórs, vorum oft búin að tala um að gera eitthvað í þessum dúr og þegar ég kom heim fór ég að tala um þetta við þau. Þar sem við Íslendingar erum svo fram- úrstefnuleg þá endaði þetta í vef- síðu á Netinu en ekki bara í bók. Smári Páll fór að vinna hérna í næstu stofu við mig og hann taldi þetta vel framkvæmanlegt. Þetta hefði ekki gengið upp nema fyrir það hvað Palli og Smári Páll voru áhugasamir og duglegir að koma þessu áfram. Við sóttum um styrk til Þróunarsjóðs grunnskóla og þeir styrktu verkefnið um þrjú hundruð þúsund krónur og Vest- mannaeyjabær um eitt hundrað þúsund.“ Ólöf Margrét segir litla reynslu komna á vefinn ennþá þar sem hann sé svo nýtilkominn. „Ég held hann muni nýtast fólki sem er að vinna með Daða Þór, fjölskyldu hans og þeim sem eiga eftir að koma inn í líf hans eins og öllu nýju starfsfólki. Afi hans og amma, sem búa uppi á landi, eiga núna t.d. frekar möguleika á að skilja barnabarn sitt þegar þau hitta hann. Ég vil líka benda á að það er hægt að prenta táknin af vefnum og það getur verið mjög sniðugt fyrir þá sem ekki eru með tölvur eða vilja skoða eitt tákn sér- staklega, festa í minni o.s.frv. Næsta skref er að koma út bók með táknunum og það væri ald- eilis ekki ónýtt að fá styrktaraðila til þess,“ sagði Ólöf Margrét og var að vonum ánægð með hversu vel tókst til með vefinn. Vefurinn er ekki ennþá alveg tilbúinn og klárast í rauninni aldr- ei og þarf því að vinna áfram í að setja inn ný tákn og myndbönd og þróa hann eftir því sem Daði Þór bætir við sig. Þorgerður Katrín lofaði fram- takið og sagði að það ætti að verða öðrum hvatning til dáða á þessu sviði. Menntamálaráðherra vígði heimasíðuna Orðabelg Smári McCarthy sem hannaði síðuna, Ólöf Margrét Magnúsdóttir kennari, Páll R. Pálsson, faðir Daða Þórs, Nada Borosak sem teiknar skýringarmyndir, Daði Þór Pálsson, Sigríður Einarsdóttir, móðir Daða, Þorgerður Katrín og Ása Ingibergsdóttir, amma drengsins, og Einar Erlendsson afi. Vefsíða þeirra sem ungangast Daða Þór Vestmannaeyjum. Morgunblaðið. PÁSKALEIK Smáralindar, Nóa Síríusar og Icelandair lauk með því að aðalvinningarnir tveir voru dregnir út 23. mars sl. Sig- urrós Ragnarsdóttir og Amalía Pálsdóttir hrepptu aðalvinn- ingana, þær fengu hvor sitt Flugeggið, risapáskaegg frá Nóa Síríusi, sem inniheldur fjóra flugmiða til eins áfangastaðar Icelandair í Evrópu að eigin vali. Á myndinni eru Sigurrós Ragnarsdóttir vinningshafi og Jane María Sigurðardóttir, markaðsfulltrúi Smáralindar. Unnu ferð fyrir fjóra til Evrópu LIÐIN eru þrjátíu ár síðan efnt var til leikskólastarfs á Eyrarbakka. Um nokkurt skeið hafði verið rætt um mögulega stofnun leikskóla í sveitar- stjórn, hjá verkalýðsfélaginu Bár- unni, kvenfélaginu og ekki síst í stjórn Hraðfrystistöðvar Eyrarbakka, sem þurfti mjög á vinnuafli húsmæðranna að halda. Í upphafi árs 1975 var síðan ákveð- ið að gera tilraun til að reka leikskóla um vertíðina og fram yfir humarver- tíð. Haustið var jafnan daprasti tím- inn í atvinnulífinu á Bakkanum og því óttuðust menn að engin börn fengjust þann tíma í leikskólann. Nú verandi skólastjóri Brimvers er Kristín Ei- ríksdóttir og með henni starfa ellefu starfsmenn. Það varð svo úr að tilraun þessi varð til þess að frá 17. mars 1975 hef- ur leikskólinn starfað með miklum sóma. Aðstaða fékkst í húsi sem Ung- mennafélag Eyrarbakka og Verka- lýðs- og sjómannafélagið Báran áttu saman, gegn vægri leigu. Ráðnar voru tvær konur til skól- ans, Gyðríður Sigurðardóttir og Auð- ur Hjálmarsdóttir, og síðan var leitað eftir aðstoð Heiðdísar Gunnarsdótt- ur, leikskólastjóra á Selfossi, til að þjálfa þær til starfans, svona tvo til þrjá daga í upphafi. Nafnið fékk leik- skólinn af fyrsta húsnæðinu, sem hafði verið nefnt Brimver. Vel búinn tækjum Húsnæðið reyndist fljótlega ófull- nægjandi, en fyrst var byggt hús yfir starfið 1982 og það síðan stækkað og endurbætt 1995 og er nú 281 fermetri að grunnfleti, allvel búið tækjum. Nú verandi skólastjóri Brimvers er Kristín Eiríksdóttir og með henni starfa ellefu starfsmenn og er vel helmingur þeirra menntaðir leik- skólakennarar. Nemendur leikskól- ans eru nú 49 talsins. Í samkomu, sem haldin var í tilefni afmælisins, sagði Kristín Eiríksdóttir nokkuð frá sögu skólans og starfsemi og Heiðdís Gunnarsdóttir, leikskóla- fulltrúi Árborgar, minnti nokkuð á tengsl sín við upphaf skólans og færði kveðjur og gjöf frá Árborg og leik- skólunum á Selfossi. Þá afhenti Rann- veig Anna Jónsdóttir, formaður Kvenfélags Eyrarbakka, börnunum nokkrar gjafir til leikskólans. Kven- félagið færði skólanum einnig far- síma, til notkunar og öryggis í göngu- ferðum nemenda. Fyrrverandi nemendur, Kristján Gíslason og Hall- dóra Þorvaldsdóttir, léku nokkur lög á hljómborð með aðstoð Jörgs Sond- ermanns tónlistarkennara. Leikskólinn Brim- ver orðinn 30 ára Eyrarbakka. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Óskar Magnússon Vel er búið að börnum og starfsmönnum á leikskólanum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.