Morgunblaðið - 30.03.2005, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.03.2005, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 2005 11 FRÉTTIR ALEX Beam, dálkahöfundur við bandaríska dagblaðið The Boston Globe, fer ófögrum orðum um skákmeistarann Bobby Fischer og þá ákvörðun íslenskra stjórnvalda að veita honum ríkisborgararétt. Í grein sem birtist í The Boston Globe í gær og Beam skrifar frá Reykjavík segir að Bobby Fischer njóti svipaðrar stöðu í huga Íslend- inga og Leifur Eiríksson, sem raunar hafi verið Norðmaður en sé iðulega kallaður „sonur Íslands“ þegar þjóðremban krefjist þess. Koma Fischers til Íslands sé trú- lega stærsti atburðurinn í síðari tíma sögu Íslendinga. Beam segir að sjónvarpsmenn á Íslandi hafi fylgst með hverju fót- máli skákmeistarans frá því að honum var sleppt í Tókýó eftir að Alþingi hafði samþykkt að veita honum ríkisborgararétt. „Fischer kemur heim“ hafi verið yfirskrift umfjöllunar sjónvarpsmanna á Ís- landi. Beam segir að söguþráðurinn liggi fyrir og sé kunnuglegur. Því sé haldið fram að smámenni í stjórnkerfi Bandaríkjanna ofsæki Fischer vegna þess að hann tefldi við Borís Spasskíj í Júgóslavíu árið 1992. Japanir hafi verið komnir á fremsta hlunn með að framselja hann til Bandaríkjanna. En þá hafi litla Ísland gripið inn í og bjargað Fischer frá hinum hötuðu stríðs- æsingamönnum í ríkisstjórn George W. Bush forseta. Þessa lýs- ingu á rás atburða segir Beam vera þvætting. Nánast allt það sem sagt sé um flótta Fischers til Íslands sé rangt. Beam segir Fischer hafa brotið af fúsum og frjálsum vilja gegn þeirri samþykkt Sameinuðu þjóðanna sem kvað á um refsiaðgerðir gegn stjórn Slobodans Milosevic, forseta Júgóslavíu, sem gerst hafði sek um þjóðarmorð. Hann hafi þegið 3,65 milljónir dala í verðlaunafé af ein- um af undirsátum Milosevic. Á blaðamannafundi eftir einvígið hafi Fischer lýst yfir því að hann myndi aldrei greiða skatt af þessu fé og raunar hafi hann gortað sig af því að hafa ekki greitt skatta frá árinu 1976. „Svona er hann Bobby“ Beam segir enn meiri áhyggjum valda hvernig fjölmiðlar hafi jafnan tekið á Fischer. Þeir lýsi honum sem erfiðum sérvitringi sem eigi það til að láta fordæmingar í garð gyðinga frá sér fara. „Svona er hann Bobby,“ sé algengasta við- kvæðið sem berist frá stuðnings- mönnum Fischers á Íslandi og í Japan. Þetta séu svörin sem berist þegar Fischer ráðist að „glæpa- mannaríkinu Ísrael“ og fari niðr- andi orðum um „rauða manninn“ eins og hann kalli indíána í Banda- ríkjunum. Beam rekur síðan nokkur um- mæli sem höfð hafa verið eftir Fischer um gyðinga og segir einnig að hann hafi í útvarpsviðtali á Fil- ippseyjum fagnað árás hryðju- verkamanna á Bandaríkin 11. sept- ember 2001. Segir höfundurinn að stuðningsmenn Fischers geri sér sýnilega ekki ljóst að í mörgum ríkjum yrði hann dæmdur til fang- elsisvistar fyrir ummæli sín. Bandaríkin séu á hinn bóginn ekki í þeim hópi. Beam segir að eftir stutt kynni hafi hann hrifist af Íslandi. Íbúar þess hafi sýnilega tekið nokkrar lofsamlegar ákvarðanir um hvernig þeir kjósi að haga lífi sínu. Sú ákvörðun að upphefja Bobby Fisch- er sé hins vegar ekki ein þeirra. „Fischer er ekki hetja og hann er ekki ofsóttur flóttamaður sem sætt hefur mannréttindabrotum,“ segir Beam. Hann segir Fischer vera „gráðugan og stjórnsaman haturs-æsingamann“ sem reynast muni „meinsemd“ í íslensku sam- félagi um ókomin ár. „Mín spá er sú að Íslendingar – „íslensku viðr- inin“ eins og Fischer kallaði þá árið 1972 – muni fljótt þreytast á „heið- ursgestinum“ og finna ástæðu til að virða framsalssamninginn sem þeir gerðu við Bandaríkin þannig að Bobby geti snúið aftur til hins raunverulega heimalands síns.“ Grein sinni í The Boston Globe í gær lýkur Alex Beam með þessum orðum: „Hið dapurlega endatafl Bobbys Fischers er hafið.“ „Afleikur hjá Íslendingum“ Dálkahöfundur The Boston Globe fer hörð- um orðum um Bobby Fischer og spáir því að Íslendingar muni fá nóg af „heiðursgestinum“.  SIGRÍÐUR Gunnarsdóttir varði doktorsritgerð í hjúkrunarfræði við University of Wisconsin í Madison í Bandaríkjunum hinn 20. sept- ember sl. Ritgerð- in, sem er á ensku, nefnist „Attitudinal Barr- iers to Cancer Pain Manage- ment in Iceland“. Leiðbeinendur voru dr. Sandra Ward, prófessor við hjúkrunardeild University of Wisconsin-Madison, og dr. Ronald C. Serlin, prófessor við kennslusálfræðideild sama skóla. Meginmarkmið rannsóknarinnar var að meta viðhorf íslensks almenn- ings til krabbameinsverkja og með- ferðar þeirra, en viðhorf sjúklinga, fjölskyldna þeirra og almennings geta haft áhrif á árangur verkja- meðferðar krabbameinssjúklinga. Einnig var tíðni verkja af ýmsum or- sökum könnuð meðal íslensks al- mennings. Rannsóknin er byggð á hugmynd- aramma Ward og félaga, en í rann- sóknum þeirra hafa hindrandi viðhorf sjúklinga (s.s. ótti við lyfjafíkn) haml- að meðferð verkja (stuðlað að rangri eða of lítilli notkun verkjalyfja) og haft í för með sér meiri verki og lak- ari lífsgæði. Slembiúrtak 1.286 fullorðinna Ís- lendinga var valið úr þjóðskrá. Viðhorf andstæð meðferð voru algeng Helstu niðurstöður rannsókn- arinnar voru þær að viðhorf sem geta hamlað meðferð krabbameinsverkja reyndust algeng meðal íslensks al- mennings og voru meiri en í sam- bærilegum erlendum rannsóknum. Þátttakendur höfðu minna hindrandi viðhorf eftir því sem þeir höfðu lokið lengri skólagöngu. Þátttakendur með menntun á heilbrigðissviði höfðu minna hindrandi viðhorf en þeir sem ekki höfðu slíka menntun. Þeir sem höfðu persónulega reynslu af krabba- meini voru einnig með minna hindr- andi viðhorf en þeir sem ekki höfðu slíka reynslu. Ekki var samband á milli hindrandi viðhorfa og aldurs, kyns, hjúskaparstöðu, búsetu, heilsu- fars þátttakenda eða þess hvort þátt- takendur voru sjálfir með verki. Verkir af ýmsum toga voru einnig metnir í þessari rannsókn og voru al- gengir meðal þátttakenda, en 40,3% höfðu haft verki á undanfarinni viku og af þeim höfðu 79,7% haft verki í meira en 3 mánuði. Því má segja að 30,9% íslensks almennings hafi haft verki í meira en 3 mánuði. Verkir höfðu neikvæð áhrif á lífsgæði og lund- arfar þátttakenda. Flestir töldu verk- ina orsakast af vinnu eða slysum. Flestir höfðu meðhöndlað verkina með lyfjum, þó að ýmsar aðrar aðferðir væru einnig algengar svo sem hreyf- ing, líkamsrækt og sjúkraþjálfun. Aðgerða þörf Þörf er á aðgerðum til að minnka hindrandi viðhorf svo bæta megi meðferð krabbameinsverkja. Einnig er þörf á aðgerðum til að bæta grein- ingu og meðhöndlun verkja meðal al- mennings. Rannsóknir og nám Sigríðar var styrkt af The Oncology Nursing Soc- iety, Sigma Theta Tau – Inter- national Honor Society of Nursing, Krabbameinsfélagi Íslands, Minning- arsjóði Hans Adolfs Hjartarsonar, Landsbanka Íslands og The Americ- an Scandinavian Foundation. Sigríður lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1990, BS-prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands 1997 og MS-prófi í hjúkrunarfræði frá Unviersity of Wisconsin-Madison árið 2000. Foreldrar Sigríðar eru Gunnar Þór Jónsson og Ingunn Sveinsdóttir, Stóra-Núpi í Gnúpverjahreppi. Sig- ríður er gift Magnúsi Haraldssyni lækni og eiga þau dótturina Valdísi Ingu. Doktor í hjúkrunar- fræði STUÐNINGSMENN skákmeistarans Roberts Fischers í Namibíu urðu himinlifandi þegar fréttin um komu meistarans til Íslands var kunn- gjörð. Namibíska ÓL-liðið í skák dvelur nú í þjálfunarbúðum undir handleiðslu Henriks Dani- elsens, skólastjóra Hróksins, en hann hefur ásamt Kristian Guttesen kennt skák í skólum höfuðborgarinnar Windhoek undanfarnar þrjár vikur. Mikil skákvakning hefur orðið í Namibíu og enginn vafi liggur á því að uppáhalds afreks- maður heimamanna í skáklistinni er heimsmeist- arinn fyrrverandi sem nú hefur öðlast íslenskan ríkisborgararétt. Á myndinni sjást Henrik og Kristian ásamt tíu efnilegustu skákiðkendum Namibíu. Ljósmynd/Andreas Gaul Fögnuðu lausn Fischers EVA Magnúsdóttir, upplýsinga- fulltrúi Símans, segir það ekki rétt að gagnasvið Símans hafi fengið upplýsingar frá heildsölusviði Sím- ans um leigulínur sem Snerpa á Ísafirði hafði pantað hjá heildsölu- sviðinu. Þróunarstjóri Snerpu hélt þessu fram í viðtali í Morgun- blaðinu sl. sunnudag. Hann sagði að gagnasviðið hefði lýst Símann tilbúinn að koma upp ADSL-teng- ingu á Bakkafirði skömmu eftir að Snerpa pantaði leigulínur hjá heildsölusviði Símans. Eva sagði að heimamenn á Bakkafirði hefðu haft samband við Símann til að þrýst á um ADSL- samband við sveitarfélagið. Síman- um hefði borist bréf þessa efnis snemma árs 2003 og í október á síðasta ári hefði verið rætt við sig munnlega vegna málsins og þeirri beiðni hefði verið komið til gagna- sviðs Símans. „Nokkrum dögum síðar fékk gagnasviðið undirskriftarlista frá íbúum í Skeggjastaðahreppi þar sem verið var að biðja um upp- setningu á ADSL-tengingu í hreppnum. Þegar þessi undir- skriftalisti hafði borist fengu íbúar jákvætt svar frá okkur þar að lút- andi, en gagnasviði Símans var á þeim tíma ekki kunnugt um við- skipti Snerpu og hreppsins. Upp- lýsingar sem gagnasvið Símans fékk varðandi viðskipti hreppsins við Snerpu komu ekki frá heildsölu Símans heldur beint frá hreppnum seinna meiri. Þær komu fram í bréfi sem oddviti Skeggjastaða- hrepps, Áki Guðmundsson, sendi Símanum, þar sem hann fer fram að Síminn felli niður gjöld vegna línu sem Snerpa hafði pantað til Bakkafjarðar.“ Hreppurinn hugðist ekki nota línurnar „Samkvæmt því sem fram kem- ur í bréfi oddvitans virðist Snerpa óttast að bera kostnað af línum þar sem þær hafi verið pantaðar hjá Símanum, en samkvæmt upp- lýsingum frá hreppnum stóð ekki til að nota þær, þar sem hrepp- urinn hafði þegar gengið til samn- inga við Símann um uppsetningu á ADSL. Síminn ákvað í framhald- inu að fella niður kostnað af lín- unum þar sem þær höfðu ekki ver- ið notaðar.“ Eva sagði að það væri passað vel upp á að upplýsingar bærust ekki milli heildsölusviðs Símans og gagnasviðs. Upplýsingafulltrúi Símans Upplýsingar leka ekki milli sviða KARLMAÐUR var handtekinná mánudag grunaður um að hafa brotist inn í bíla við reiðhöll Sörla í Hafnarfirði á meðan eig- endur bílanna brugðu sér í út- reiðartúr. Lögreglan í Hafnar- firði segir að maðurinn hafi gist fangageymslur í fyrrinótt og átti síðan að yfirheyra hann. Annar karlmaður var hand- tekinn eftir að hafa brotist inn í bíl í miðbæ Hafnarfjarðar og stolið þaðan verðmætum. Á föstudag var tilkynnt um inn- brot í tvær bifreiðar í Hafn- arfirði og á sunnudag var til- kynnt um innbrot í herbergi á gistiheimili í Hafnarfirði. Á mánudag var tilkynnt um inn- brot í tvö íbúðarhús í Garðabæ og leikskóla í Hafnarfirði. Þessi mál eru í rannsókn. Braust inn í bíla í eigu hestamanna LÖGREGLAN á Selfossi sá í til manns í annarlegu ástandi að morgni sl. mánudags þar sem hann var staddur á Eyravegi. Þegar rætt var við manninn var greinilegt að hann var með eitthvað upp í sér sem hann var að reyna að kyngja en gat ekki. Í ljós kom að maðurinn var með am- fetamín vafið inn í plast í munninum. Maðurinn afhenti lögreglunni efnið og í framhaldi var hann færður í fangageymslu enda var hann í vímu, að sögn lögreglu. Hann var yfir- heyrður og síðan látinn laus. Með amfetamín vafið í plast í munninum MIKIÐ tjón af völdum reyks varð í sameign í Rofabæ 27 í fyrrakvöld þegar eldur kom þar upp í þvotta- húsinu. Slökkvilið höfuðborgarsvæð- isins var kallað út og sendi reykkaf- ara inn í þvottahúsið til að ráða niðurlögum eldsins. Gekk slökkvi- starf vel en mikið tjón varð vegna reyks eins og áður gat. Lögreglan í Reykjavík rannsakar málið. Reyktjón í þvottahúsi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.