Morgunblaðið - 30.03.2005, Page 25

Morgunblaðið - 30.03.2005, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 2005 25 UMRÆÐAN H ön nu n: G un na r S te in þ ór ss on / M ar ki ð / 03 . 2 00 5 Fermingargjafir sem hitta í MARK! Frábær fjallahjól frá stæðsta hjólaframleiðanda heims. GIANT Ál stell frá kr. 26.505 stgr. Snjóbretti, Brettaskór, bindingar, gleraugu, hanskar og snjóbrettafatnaður 30 % stgr. afsláttur. HIPPO John Daly golfsett með standpoka. Tilboð kr. 34.960. Mikið úrval af golfgræjum á góðu verði. Lyftingabekkur og lóð. Bekkur með fótaæfingum og 50 kg lóðasetti. Tilboð kr. 24.600 stgr. Billiardborð Stærðir 4, 5 og 6 fet, 20% stgr. afsláttur. Boxvörur Boxpúðar frá kr. 12.255 stgr. Boxdropar, speedballs og hanskar. Kreditkortasamningar, upplýsingar veittar í versluninni Varahluta- og viðgerðarþjónusta – Verslið þar sem þjónustan er FJÓRAR þingkonur, þær Siv Friðleifsdóttir, Ásta R. Jóhann- esdóttir, Jónína Bjartmarz og Þuríður Backman hafa lagt fram frumvarp til laga, m.a. þess efnis að reykingar verði bannaðar á öll- um veitingahúsum og skemmti- stöðum. Mótstöðumenn frumvarpsins Margir forvíg- ismenn frjáls- hyggjunnar berjast um á hæl og hnakka gegn frumvarpinu, með pennann að vopni og hug- myndafræðina sér til fulltingis. Helstu rök- in sem þeir færa fram byggjast á friðhelgi eignarrétt- arins, þau að eigendum hvers staðar eigi að vera í sjálfsvald sett hvort þeir leyfi þar reykingar. Einnig nefna menn að engin viðveruskylda er á umræddum stöðum og því geti menn einfaldlega sleppt því að fara þangað. Friðhelgi eignarréttarins Mörg dæmi eru um það í lögum að mönnum séu bannaðar tilteknar athafnir á eignum sínum, jafnvel athafnir sem almennt eru löglegar. Svo virðist sem mönnum yfirsjáist það gjarnan þegar þeir tala eins og reykingabann væri for- dæmalaus skerðing eignarréttar og telja frumvarpið jafnvel brjóta í bága við eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Því halda menn fram fullum fetum án þess að teljandi líkur séu á því að lagasetningin valdi eigendum stað- anna fjárhagslegu tjóni. Eigendur veit- ingastaða þurfa til dæmis að uppfylla ákveðin skilyrði um hollustuhætti eins og Jakobína Árnadóttir hjá Lýðheilsustofnun benti á í viðtali við Morgunblaðið 21. febrúar sl. og áréttað var í leiðara blaðsins degi síðar. Þar er einnig tekið ágætt dæmi um eiganda veit- ingahúss sem tekur upp á því að dæla daufri blöndu að eiturgasi út í andrúmsloftið í húsnæði sínu. Er það kannski óréttmæt skerðing á eignarréttinum að banna honum það? Ég held að flestir fallist á að svo er ekki jafnvel þótt gestir staðarins viti af tiltækinu. Annað skemmtilegt dæmi kemur fram í bakþönkum Kristínar Helgu Gunnarsdóttur á baksíðu Frétta- blaðsins 23. febrúar sl. sem ég ætla að útfæra nánar. Segjum svo að menn gengju örna sinna á gangstéttum borgarinnar með leyfi eiganda þeirra. Er ótækt að setja bann við því? Aðrir geta jú bara flutt eitthvað annað ef þeim líkar ekki fnykurinn eða hann veldur þeim heilsutjóni, er það ekki?! Rétturinn til að menga Aðrir, að vísu færri, hugsa dæmið út frá sjónarhóli reykinga- mannsins og rétti hans til að velja sér lífsstíl líkt og gert er í grein Guðmundar Arnars Guðmunds- sonar á heimasíðu Frjálshyggju- félagsins þar sem segir: ,,Reyk- ingar eru ekkert opinbert heilbrigðis- eða öryggisvandamál eins og berklar eða akstur undir áhrifum áfengis. Reykingar eru eins og skyndibitaát og mót- orhjólaiðkun, m.ö.o. þær varða ein- göngu einstaklinginn sem reyking- arnar stunda.“ Þessi ummæli þykja mér allkostuleg. Að sjálf- sögðu nýtur reykingamaðurinn þess réttar að velja og hafna. Flestir ættu þó að vita að reyk- ingar hafa skaðleg áhrif á fleiri en einungis reykingamanninn, þ.e. alla þá sem draga andann í grennd við reykinn. Valfrelsi Vissulega ber mönnum engin skylda til að sækja veitinga- og skemmtistaði en rétt er að hafa hugfast að það að sækja slíka staði er snar þáttur í menningu okkar. Þangað fer fólk gjarnan í góðra vina hópi. Menn velja sér ekki vini eftir því hvort þeir reykja heldur á öðrum forsendum. Sömuleiðis velja hópar sér oftast áfangastaði á öðrum forsendum en þeim hvort þar er reykt eða ekki. Hópar tvíst- rast ekki og velja hver sinn veit- ingastaðinn eftir því hvort þar er í gildi reykingabann eða ekki. Greinargerð með lögunum og skaðsemi óbeinna reykinga Lagafrumvarpinu fylgir ágæt greinargerð. Í henni kemur meðal annars fram að óbeinn reykur er jafnvel hættulegri en sá sem reyk- ingamaðurinn dregur að sér gegn- um sígarettuna. Talið er að 30–40 manns látist árlega hérlendis af völdum óbeinna reykinga, auk þess fjölda sem líður ýmiss konar heilsutjón. Einnig er í grein- argerðinni vikið að reynslu ann- arra ríkja sem þegar hafa bannað reykingar á veitingastöðum. Fram kemur að reykingamenn hafa ekki dregið úr komum sínum á veit- inga- og skemmtistaði og þeir reyklausu hafa fjölgað ferðum á slíka staði. Þeir sem óttast að veit- ingamenn missi spón úr aski sín- um, verði frumvarpið að lögum, geta því varpað öndinni léttar. Meira að segja má leiða að því lík- ur að úr viðhaldskostnaði dragi, verði staðirnir reyklausir. Einnig kemur fram að Bandaríkin ríki frelsisins! hafa verið í fararbroddi í því að banna reykingar á veit- ingastöðum og er það umhugs- unarefni fyrir frjálshyggjumenn. Að lokum Kannanir sýna að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar er andvígur reykingum á veitingastöðum. Í þeim ríkjum sem stigið hafa það skref sem frumvarpið gerir ráð fyrir hefur æ ríkari sátt skapast um þetta fyrirkomulag. Ég spái því að eftir nokkur ár hugsi menn til baka og þyki það í raun fráleitt að reykingunum hafi ekki verið út- hýst fyrr. Helsti ókosturinn við lögin verður kannski sá að senn þarf fólk að finna aðra ,,ísbrjóta“ á öldurhúsunum en ,,Áttu eld“? og ,,Má bjóða þér sígó“? Flestir ættu að geta ráðið fram úr því! Ef ég gengi með hatt tæki ég hann nú ofan fyrir Siv og öðrum flutnings- mönnum frumvarpsins. Reykingar og réttur- inn til að skaða aðra Þorsteinn Magnússon fjallar um reykingafrumvarp fjögurra þingkvenna ’Ef ég gengi með hatttæki ég hann nú ofan fyrir Siv og öðrum flutn- ingsmönnum frum- varpsins.‘ Þorsteinn Magnússon Höfundur er laganemi og einn af ritstjórum vefritsins Íhald.is. KÆRI frelsari og eilífi lífgjafi, Jesús Kristur! Þakka þér að þú skulir taka á móti öllum sem leitast við að velja þig sem leiðtoga lífs síns. Þú umvefur þau, býður þeim leið- sögn og eilífa sam- fylgd. Hjálpaðu öllum fermingarbörnum þessa vors að velja þig af hjartans einlægni sem leiðtoga lífs síns. Hjálpaðu þeim að ígrunda málið vel og komast síðan að þeirri niðurstöðu að þau vilji velja þig sem lífs- förunaut og leiðtoga. Það sé þeirra val en ekki skylda vegna ut- anaðkomandi þrýst- ings eða hefða. Hjálpaðu þeim að horfast í augu við þig og lát þau skynja og meðtaka kærleika þinn. Lát þau finna hve óendanlega dýrmæt þau eru í þínum augum og að þau geti alltaf leitað til þín með hvaðeina sem á þeim hvílir eða kann að koma upp á í ólgusjó ævinnar. Vilt þú leiða þau í gegnum lífið. Forðaðu þeim frá öllu illu, slysum og hættum og hvers kyns tjóni eða til- raunum og fikti sem kann að skaða þau á líkama eða sál. Lát þau mótast af vilja þínum, hinu góða, fagra og fullkomna. Láttu þau finna að þú stendur með þeim í gegnum þykkt og þunnt. Blessaðu ákvarðanir þeirra og framtíð alla. Blessaðu einnig fjölskyldur þeirra. Hjálpaðu þeim að reynast ferm- ingarbarninu sú fjölskylda og stuðn- ingsaðili sem barnið þarf á að halda. Blessaðu öll þeirra samskipti og hjálpaðu foreldrunum eða öðrum fullorðnum á heimilinu og öðrum fullorðnum sem í kringum þau eru að hlusta, vera þeim fyrirmynd og sannir vinir. Hjálpaðu þeim að tala saman á heiðarlegan og hreinskiptinn hátt. Tala saman um áhyggjur og sorg- ir, væntingar og drauma, framtíðina, hversdagsleikann og líðan sína á hverjum tíma. Gráta saman þeg- ar það á við og gleðjast saman þegar það á við. Hjálpaðu þeim að geta faðmað hvert ann- að þegar það á við og sýna samstöðu og stuðning í öllum kring- umstæðum. Fermingarbarn þarf ekki á neinu eins mik- ilvægu að halda og skilningsríkum, um- hyggjusömum og traustum foreldrum sem gefa skýr skilaboð og halda kærleiksríkan aga. Skilningsríkum foreldrum sem eru sannir vinir í raun. Blessaðu framtíð og líf þeirra allra. Minntu þau stöðugt á sannleik- ann og veginn sem ligg- ur til lífsins. Hjálpaðu þeim ætíð að ganga í skjóli þínu og dvelja í skugga vængja þinna. Í Jesú nafni. Amen. Jesús er Guð þinn, því aldrei skalt gleyma. hann gengur við hlið þér og leiða þig vill. Þú eilífa lífið átt honum að þakka, hann sigraði dauðann og lífið þér gaf. Guðs son á himni nú vakir þér yfir. Hann gleymir ei bæn þinni hver sem hún er. Líf mitt sé falið þér, eilífi faðir. Faðminum þínum ég hvíla vil í. Bæn fyrir fermingarbörn Sigurbjörn Þorkelsson biður fyrir fermingarbörnum Sigurbjörn Þorkelsson ’Hjálpaðu öll-um ferming- arbörnum þessa vors að velja þig af hjartans ein- lægni sem leið- toga lífs síns. ‘ Höfundur er rithöfundur og fram- kvæmdastjóri Laugarneskirkju.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.